Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012
Turninum 12. hæð - 201 Kópavogur - www.domusnova.is
Fjárfestingatækifæri
Verslunarhúsnæði
Axel Axelsson
Löggiltur fasteignasali
Heimir Bergmann
Sími 822 3600
heimir@domusnova.is
heimir.domusnova.is
Til sölu verslunarhúsnæði.
Húsnæðinu fylgir góður langtíma leigu-
samningur með öruggum leigutekjum.
Gott áhvílandi lán ca 42 millj.
Verð 62,5 millj.
Nánari uppl. veitir Heimir Bergmann eða Axel Axelsson.
H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N
w w w . h a s k o l a u t g a f a n . h i . i s
Tilvalin útskriftargjöf
Brautskráning
kandídata frá HÍ
25. feb. 2012
Aldarsaga Háskóla Íslands 1911–2011
er mjög umfangsmikið og vandað rit, tæp-
lega 900 blaðsíður að lengd og skreytt
rúmlega 300 myndum af margvíslegu tagi.
Þarft stórvirki hverjum þeim sem lætur
sig sögu og hag Háskóla Íslands varða.
Höfundar:
Guðmundur Hálfdanarson
Sigríður Matthíasdóttir
Magnús Guðmundsson
Ritstjóri: Gunnar Karlsson
Aldarsaga
Háskóla Íslands 1911–2011
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
„Okkur finnst þetta vera mikið órétt-
læti,“ segir Sonja Lind Eyglóardóttir
um að hætt sé að niðurgreiða fyrstu
meðferð við tæknifrjóvgun hjá barn-
lausum pörum og einhleypum barn-
lausum konum. Guðmundur Arason
hjá ART Medica segir biðlista hafa
styst mikið síðan breytingin tók gildi
um áramótin.
Sonja Lind segir breytinguna sér-
staklega ósanngjarna gagnvart fólki
með lág laun. Því sé gert nær ómögu-
legt að komast í þessa fyrstu meðferð
sem nú kosti tæpar 400 þúsund krón-
ur með lyfjakostnaði. Hún hefur
hrundið af stað undirskriftasöfnun
þar sem Guðbjartur Hannesson vel-
ferðarráðherra er hvattur til að
draga breytingarnar til baka.
Áður fyrr niðurgreiddu Sjúkra-
tryggingar Íslands (SÍ) þriðjunginn
af kostnaðinum. Í kjölfar reglugerð-
ar velferðarráðuneytisins sem tók
gildi 1. janúar hefur kostnaðurinn við
glasafrjóvgun farið úr 250.311 kr. í
376.055 kr. hjá ART Medica, einu
læknamiðstöðinni hér á landi sem
sérhæfir sig í frjósemisvandamálum.
Þurfi barnlaus pör og einhleypar
konur á fleiri meðferðum að halda
greiða SÍ 65% af kostnaði við aðra,
þriðju og fjóru meðferð. Þá kostar
glasafrjóvgunin 171.721 kr.
Sonja stefnir á að fara í sína fyrstu
glasafrjóvgun á þessu ári. Maðurinn
hennar er námsmaður og hafa þau
því ekki mikla peninga á milli hand-
anna. „Þegar ferðakostnaður er tek-
inn með í reikninginn ásamt gistingu
o.fl. er kostnaðurinn orðinn hátt í 600
þúsund kr.,“ segir hún en að með-
altali eru rúmlega 30% líkur á að
fyrsta meðferð heppnist. „Þetta er í
hrópandi ósamræmi við það sem er
að gerast annars staðar á Norð-
urlöndunum,“ bætir hún við og bend-
ir á að í Noregi greiði fólk aðeins
lyfjakostnaðinn af tæknifrjóvg-
unarmeðferðum og í Danmörku, Sví-
þjóð og Finnlandi geti fólk farið í allt
að þrjár tæknifrjóvganir fyrir aðeins
brot af því sem það kostar hér á
landi.
Hefur haft mikil áhrif
Guðmundur Arason, kven-
sjúkdómalæknir hjá ART Medica,
segir þessa breytingu velferðarráðu-
neytisins hafa haft áhrif á þann fjölda
fólks sem leitar til læknamiðstöðv-
arinnar. „Eftir að reglugerðin tók
gildi hefur biðlistinn styst mikið. Nú
er tveggja mánaða biðlisti en hann
var áður fjórir til fimm mánuðir.
Þetta hefur haft mikið að segja.“
Hann segir að sér þyki leitt hvað
fari lítið fyrir þessu máli hjá
stjórnarandstöðunni og að enginn
þingmaður hafi tekið þetta mál fyrir.
Fyrir nokkrum árum hafi hliðstæðar
breytingar verið gerðar í Danmörku
og var stjórnarandstaðan þar mjög
gagnrýnin á þær. Þegar stjórn-
arskipti urðu voru breytingarnar
nær umsvifalaust dregnar til baka og
tryggt að tæknifrjóvganir yrðu nið-
urgreiddar sem áður.
„Það er erfitt fyrir marga að þurfa
að borga fullt verð fyrir fyrstu með-
ferð. Það vantar gagnrýni stjórn-
arandstöðunnar í þessu og það er
eins og þetta mál hafi dottið upp fyrir
vegna allrar umræðunnar um
skuldamál o.fl.,“ segir Guðmundur að
lokum.
Færri í tæknifrjóvganir
Kostnaður hefur aukist með nýrri reglugerð Biðlistar hafa styst mjög það
sem af er þessu ári Sérstaklega ósanngjarnt gagnvart fólki með lág laun
Fiskistofu bárust alls 402 laxasýni á
síðustu tveimur árum frá flotvörpu-
skipum. Þetta samsvaraði 5,5 löxum á
hverjar 1.000 lestir af makríl og síld
sem skipin veiddu, að því er fram
kemur í greinargerð um rannsókn á
vegum stofnunarinnar.
Fiskistofa hóf skipulagða skoðun á
meðafla í flotvörpuveiðum með
áherslu á laxa á árinu 2010 í samvinnu
við sjómenn og útgerðir. Megin-
tilgangurinn var að kanna hvort lax
veiddist í einhverjum mæli við veiðar
á uppsjávarfiski.
Lax, sem veiðst hefur sem meðafli í
flotvörpuveiðum á Íslandsmiðum, er
einkum upprunninn frá öðrum Evr-
ópulöndum. Þetta er ein af niðurstöð-
um rannsóknar Fiskistofu í samstarfi
við Veiðimálastofnun og MATÍS.
Leitað var eftir samstarfi við Veiði-
málastofnun og MATÍS um líffræði-
lega skoðun og erfðafræðilega grein-
ingu á laxinum með það fyrir augum
að komast að uppruna hans. Í grein-
argerðinni kemur fram að í ljós kom
að 95% af þeim laxi, sem veiddist á
árinu 2010, eru upprunnin í öðrum
Evrópulöndum, svo sem Noregi og
Bretlandseyjum. Enn er verið að
rannsaka laxasýni frá síðasta ári og
gert er ráð fyrir því að niðurstöðurn-
ar liggi fyrir í sumar. „Fiskistofa mun
halda áfram sýnatöku úr flotvörpu-
veiði á árinu 2012, enda hefur komið í
ljós að umrædd sýni geta varpað
mikilvægu ljósi á dreifingu og upp-
runa þeirra laxa sem dvelja á mið-
unum umhverfis landið í lengri eða
skemmri tíma,“ segir í greinargerð
um rannsóknina. bogi@mbl.is
5,5 laxar í hverj-
um þúsund tonn-
um af makríl
95% eru upprunnin í öðrum löndum
Morgunblaðið/Líney Sigurðard
Meðafli Um 5-6 laxar veiddust á
hverjar 1.000 lestir af makríl.
Einn selanna í Húsdýragarðinum í Reykjavík er hér í
baksundi. Þrír selanna í garðinum, tvær urtur og
brimill, eru einu dýrin sem hafa verið þar frá því að
Húsdýragarðurinn var opnaður 19. maí 1990.
Morgunblaðið/Ómar
Langlífir selir í Húsdýragarðinum
Spenna er meðal veiðimanna, en á
laugardag kl. 14 verður dregið um
það í húsakynnum Þekkingarnets
Austurlands hverjir hreppa leyfi til
hreindýraveiða í ár. Hægt verður
að fylgjast með útdrættinum í
beinni útsendingu á vef Umhverf-
isstofnunar.
Alls bárust 4.328 umsóknir um
þau 1.009 dýr sem heimilt er að
fella árið 2012.
Dregið um leyfi til
hreindýraveiða í
beinni útsendingu