Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 15
BAKSVIÐ
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Áform eru um að reisa nýja 16-
18.000 fermetra verslunar- og þjón-
ustumiðstöð við hringveginn rétt
vestan við Selfoss. Undirbúningur er
kominn langt á veg og er stefnt á að
hefja framkvæmdir eins fljótt og
auðið er.
Það er félagið Gatnamót ehf. sem
stendur fyrir byggingunni og hefur
fengið vilyrði um úthlutun lóð-
arinnar og mun í samstarfi við sveit-
arfélagið Árborg skipuleggja svæð-
ið. Gatnamót munu annast
undirbúning og skipulag fram-
kvæmda, fjármögnun, rekstur og út-
leigu byggingarinnar.
Verslunar- og þjónustumiðstöðin
hefur hlotið heitið Miðja Suðurlands
og mun standa á sex hektara lóð við
gatnamót Biskupstungnabrautar og
Suðurlandsvegar. Lóðin tekur mið
af legu nýs Suðurlandsvegar en það
er samt sem áður hægt að byggja á
henni þótt nýr vegur sé ekki kominn,
hún liggur þannig við gamla veginn.
Ef af byggingunni verður er um að
ræða stærstu þjónustumiðstöð í
sögu Suðurlands við ein fjölförnustu
gatnamót hringvegarins. Alls fara
9.000 bílar á dag um þennan kafla
Suðurlandsvegar yfir sumartímann
og íbúafjöldi svæðisins um 50.000 ef
með er talin sumarhúsabyggð.
Árni Blöndal verkfræðingur er
stjórnarformaður og eigandi Gatna-
móta ehf. Hann segir aðdragandann
að Miðju Suðurlands vera þessar
umferðartölur og fjölda íbúa og
sumarbústaðaeigenda á svæðinu.
Vantað hafi heildstæða þjónustu-
miðstöð á þessu svæði fyrir ferða-
menn, með matvöruverslun, sér-
vöruverslun, veitingastað og
kaffihúsi, bensínstöð, bílaverkstæði,
þvottastöð og ýmiskonar afþreyingu.
Upp innan þriggja ára
„Miðstöðin er hönnuð til að passa
við nýja Suðurlandsveginn þegar
hann kemur fyrir austan Selfoss. En
hún fer upp hvort sem hann kemur
eða ekki,“ segir Árni. Vinna við hug-
myndagerð og hönnun er langt á veg
komin og fyrir liggja frumdrög að
teikningum frá ARKÍS arkitektum.
Gert er ráð fyrir að byggingin rísi
innan þriggja ára. Árni segir að þeir
séu búnir að ræða við 70% þeirra
sem munu fara í húsið og verið sé að
móta það samstarf. „Þetta er hugsað
sem fasteignaverkefni sem gengur
út á að fá framtíðarleigjendur í húsið
og með því að fá loforð um framtíð-
arleigusamninga er hægt að fara og
fá fjármögnun fyrir byggingunni. Í
framtíðinni verður þetta væntanlega
í eigu fjárfesta, lífeyrissjóða eða
fasteignafélags.“
Lauslega áætlaður kostnaður við
framkvæmdina er þrír og hálfur
milljarður að sögn Árna.
Miðjan rís við hringveginn
Verslunar- og þjónustumiðstöð á að rísa við hringveginn rétt vestan við Sel-
foss Tekur mið af legu nýs Suðurlandsvegar Hlotið heitið Miðja Suðurlands
Miðja Suðurlands
Núverandi þjóðvegur 1
Fyrirhugaður
þjóðvegur 1
Núverandi þjóðvegur 1
Fyrirhugaður
þjóðvegur 1
SELFOSS
Ölf
usá
(Hveragerði)
(Hella)
Loftmyndir ehf.
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012
Það er sveitarfélagið Árborg sem
á lóðina sem nýja verslunar- og
þjónustumiðstöðin, Miðja Suður-
lands, á að rísa á. „Við erum búin
að veita Gatnamótum ehf. vilyrði
fyrir lóð. Þeir hafa þá tíma og
tækifæri til að vinna málið áfram
og geta fengið lóðina úthlutaða
ef áætlanir ganga eftir. Skilyrði
sem sveitarfélagið setur fyrir
lóðinni er að allri uppbyggingu
verði lokið innan fjögurra ára frá
því að formleg úthlutun á sér
stað,“ segir Ásta Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri sveitarfé-
lagsins Árborgar.
Hún segir þetta verða tals-
verða uppbyggingu í verslun og
þjónustu á svæðinu. „Þetta hef-
ur vonandi í för með sér heil-
mörg störf á uppbyggingartím-
anum og væntanlega störf til
framtíðar í versluninni.“
Spurð hvort sveitafélagið ráð-
geri frekari uppbyggingu á
svæðinu segir Ásta að Árborg
eigi ekki mikið land í þessa átt
og ekki sé gert ráð fyrir að íbúð-
arbyggð þróist þarna þótt frekari
uppbygging í verslun og þjón-
ustu gæti átt sér stað.
Skapar von-
andi störf
ÁRBORG
Endurgreiðsluverð vegna áburð-
arkaupa í verkefninu Bændur græða
landið árið 2012 hefur verið ákveðið
64.600 krónur á hvert tonn, en var kr.
63.300 pr. tonn árið 2011. Árið 2007
var endurgreiðsluverðið kr. 22.500 pr.
tonn og hefur því hækkað um 187% á
aðeins 5 árum.
Styrkurinn á að standa straum af
um 85% áburðarverðs og miðast við
meðalverð tvígilds, fjölkorna áburð-
ar. Fyrrnefndar tölur um endur-
greiðslu á áburði eru til marks um
hversu mjög áburðarverð hefur
hækkað á síðustu árum.
Þátttakendur í verkefninu Bændur
græða landið voru í fyrra um 650 tals-
ins, en verkefnið hefur verið starf-
rækt óslitið síðan árið 1990.
Verkefnið er samvinnuverkefni
Landgræðslunnar og bænda um upp-
græðslu heimalanda. Tilgangur þess
er að styrkja bændur til landgræðslu
á jörðum sínum, stöðva rof, þekja
land gróðri og gera það nothæft á ný
til landbúnaðar eða annarra nota.
Veruleg
hækkun
á áburði
650 taka þátt í átakinu
Bændur græða landið
Sjónmælingar eru okkar fag
w w w . o p t i c a l s t u d i o . i s
Tímapantanir í síma:
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Kristín Edda Sigurðardóttir sjónfræðingur
við störf í Optical Studio
premium lenses
our partner in eyewear