Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 ✝ Jón Þór-arinsson fædd- ist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S- Múlasýslu 13. sept- ember 1917. Hann lést á Droplaug- arstöðum 12. febr- úar 2012. Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og al- þingismaður, f. í Keldhólum á Völlum, f. 3.3. 1871, d. 12.11. 1949, og Anna María Jónsdóttir, f. 6.4. 1877, d. 8.1. 1946. Árið 1920 flutti fjölskyldan til Seyð- isfjarðar þegar Þórarinn tók við starfi gjaldkera í útibúi Íslands- banka þar. Systkini Jóns voru Vilborg, f. 1898, d. 1903, Mál- fríður, f. 10.1. 1900, d. 16.7. 1998, Anna Sigurbjörg, f. 25.4. 1901, d. 16.10. 2000, og Benedikt, f. 20.3. 1904, d. 27.4. 1959. Fyrri kona Jóns var Þórdís Edda Kvaran, f. 20.8. 1920, d. 21.2. 1981. Hún var dóttir hjónanna Ágústs Jósefssonar Kvaran og Soffíu Fransisku Guð- laugsdóttur. Þau skildu. Synir Jóns og Eddu eru 1) Þórarinn, f. 22.2. 1944. Sonur hans er Jón Þór; 2) Ágúst, f. 24.5. 1948, k.h. er Edda Erlendsdóttir. Þeirra synir eru Jón Skírnir og Ágúst Már. Fyrir átti Edda Ásdísi Elv- arsdóttur og Erlend Þór Elv- arsson; 3) Rafn, f. 28.3. 1952, k.h. Sigríður Rafnsdóttir. Þeirra börn eru Soffía Fransiska, Eirík- ur Rafn, Þórdís og Hildur. Fyrir átti Sigríður Ölrúnu Marð- ardóttur. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Sigurjóna Jakobsdóttir, f. 4. febrúar 1936. Hún er dóttir Jak- obs Vilhjálms Þorsteinssonar og f.k.h. Hólmfríðar Þórdísar Ingi- marsdóttur. Börn Jóns og Sig- urjónu eru 1) Anna María, f. 1.2. 1962. Börn hennar og Magnúsar Magnússonar eru Magnús Þór og Sigrún. Dóttir hennar og 1967. Hann var forseti Banda- lags íslenskra listamanna 1951- 1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmynda- sjóðs 1985-1986 og fram- kvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistar- húss (1987) og í stjórn samtak- anna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá sam- tökum listamanna. Jón var með- limur í Rótarýklúbbi Reykjavík- ur frá 1975 til dauðadags. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal tónsmíða hans eru sónata fyrir klarínett og píanó, orgelmúsík, lagaflokkurinn Of Love and Death fyrir baritón og hljóm- sveit, Völuspá fyrir einsöngvara og kór og hljómsveit (1974), Minni Ingólfs tilbrigði við lag Jónasar Helgasonar (1986) og Te Deum lofsöngur, sem var síðasta stóra tónverk Jóns, frumflutt í janúar 2001. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjör- unni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum ann- arra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóð- söngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisla- diskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Ís- lands frá landnámsöld til mið- biks tuttugustu aldar sem varð- veitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Al- þýðublaðið (1948-1950), Morg- unblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tón- list og tónlistarmálefni frá ýms- um tímum. Jón var riddari ís- lensku fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1999. Útför Jóns Þórarinssonar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 23. febrúar 2012, kl. 13. Marcusar Doug- herty er Sara Mar- grét; 2) Þorsteinn Metúsalem, f. 18.2. 1963 í sambúð með Ingibjörgu Egils- dóttur. Dóttir hans og Önnu Lilju Joh- ansen er Anna María; 3) Hall- gerður, f. 12.8. 1966, í sambúð með Rögnvaldi Hreið- arssyni. Börn hennar og Óskars Friðriks Jónssonar eru Anton Ísak og Agnes Ýr; 4) Benedikt Páll, f. 5.4. 1968. Dóttir hans og Aðalheiðar Ragnarsdóttur er Katrín Birta. Jón varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og var í einka- tímum hjá dr. Victor Urbancic. Hann lauk Mus.B-prófi í tón- fræði 1946 og Mus.M-prófi í tón- smíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum þar sem hann nam undir handleiðslu Paul Hin- demith. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard- tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Aust- urríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stunda- kennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dag- skrárstjóri lista- og skemmti- deildar Ríkissjónvarpsins 1968- 1979 og sat í Útvarpsráði 1983- 1987. Hann var einn af stofn- endum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002. Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959- 1997 og Stúdentakórsins 1964- Það var föstudagssíðdegi í september 1974. Ótrúleg ös í búðinni og hellirigning úti. Við Gústi höfðum lokið yfirgrips- miklum innkaupum. Við þokuð- um okkur út og krakkarnir skottuðust í kringum okkur. Allt í einu stoppaði Gústi. Fyrir framan okkur stóð miðaldra maður og ekki laust við að hann væri undrandi á svipinn. „Sæll pabbi minn,“ sagði Gústi, og var hinn galvaskasti, „Þetta er konan mín, hún Edda, og þetta eru börnin, Ásdís og Er- lendur Þór.“ Það var sem ver- öldin stöðvaðist og ysinn og þys- inn í kringum okkur hyrfi. Hvorugt okkar var viðbúið þess- um óvænta fundi. Eftir smáum- hugsun sagði Jón íbygginn: „ Já, Ágúst minn, það hefur nú marg- ur byrjað með minna.“ Þetta var upphafið að löngum og góðum kynnum okkar tengdapabba. Þau Sigurjóna tóku mér og börn- unum mínum opnum örmum og buðu okkur velkomin. Það var gott að finna hlýju og alúð Sig- urjónu. Alla tíð hefur hún tekið okkur sem við værum hennar, ekki síður en Jóns. Ég fann fljótt að það var gott að leita í smiðju tengdapabba þegar flókin málefni þörfnuðust úrlausnar. Það skipti ekki máli hvort það var ættfræði, íslenskt mál eða málefni líðandi stundar. Maður kom aldrei að tómum kof- unum. Því var það t.d. þegar okkur Gústa hlotnaðist biti af hreindýrakjöti, þá var ráðið að hringja í hann og það stóð ekki á uppskriftinni. Leiðbeiningunum lauk hann með orðunum: „Ef þetta verður ekki gott, Edda mín, þá hefur dýrið verið gam- alt.“ Ekki var vandinn minni þegar okkur Gústa var boðið í móttöku með Bretadrottningu. Nú þurfti þó að vanda til verka. Vissara að hringja í tengdapabba og fá góð ráð. Hvernig á ég að vera klædd, dragt eða kjóll? Tví- skiptur kjóll var niðurstaðan. Á ég að hafa hatt? Eftir nokkra umhugsun kom svarið, „Jú, ef ég væri þú, mundi ég fá mér hatt.“ Hatturinn var keyptur, en ekki notaður, mig skorti kjark. Í dag dást barnabörnin að drottning- arhattinum hennar ömmu sinnar. Það leyndi sér ekki stoltið í svip gamla mannsins þegar við sögðum honum frá doktorsgráðu nafna hans úti í Sviss. Honum þótti greinilega vænt um að fá einn slíkan í ættbogann og fylli- lega tímabært. Hann skildi hins vegar aðeins verr að Ágúst Már skyldi taka Austur-Evrópufræði til meistaragráðu. Þótt hann skildi mæta vel áhugann á stjórn- málum þá vildi hann nú kannski frekar að hann liti eitthvað að- eins vestar. 12. febrúar sl. verður okkur í fjölskyldunni ógleymanlegur dagur. Það urðu í orðsins fyllstu merkingu kynslóðaskipti í ætt- inni okkar. Gamli maðurinn, löngu ferðbúinn, sofnaði í hinsta sinn, aðeins nokkrum stundum eftir að lítill sólargeisli skaust í heiminn austur í Vínarborg, örlít- ið fyrir tímann. Það var sem þau hefðu sammælst um að hafa sætaskipti í heimi hér, langafinn og hún Emma Sóley. Þær voru góðar, en allt of fáar, stundirnar sem við sátum saman og skröfuðum um alla heima og geima. Það er nú eins og gengur og fátt við því að gera annað en varðveita þær sem gáfust sem góðar minningar. Vertu kært kvaddur, minn elskaði tengdafaðir, og hafðu þökk fyrir samfylgdina. Edda Erlendsdóttir. Man þegar afi tók í litlu tána mína og sagði má ég eiga þessa og ég sagði auðvitað já. Man þegar ég datt í leikskólanum og þurfti að fara á sjúkrahús. Afi fór með mér og hélt í höndina á mér, brosti hughreystandi til mín svo ég varð öruggari. Man þegar krakkarnir í leikskólanum máttu taka uppáhalds geisladisk- inn sinn með sér í leikskólann og ég valdi Fuglinn í fjörunni og krafðist þess að hann væri spil- aður aftur og aftur. Man hvernig afi nennti að spila við mig enda- laust, þegar enginn annar nennti því. Man allar sögurnar sem afi sagði mér um æsku sína, lang- ömmu mína og lífið í gamla daga. Man þegar ég fékk að gista hjá afa og ömmu, hvað mér leið alltaf vel. Fjölskylduaðstæður mínar voru öðruvísi en flestra krakka, framan af ævinni þekkti ég ekki pabba minn, en ég fann ekki fyr- ir því, vegna þess ég átti afa. Afa sem sýndi mér alltaf ást, um- hyggju og athygli. Man eftir öll- um heimsóknum mínum á Drop- laugarstaði, hversu hugrakkur afi minn var, þrátt fyrir að ég vissi að honum liði oft illa. Hann kvartaði aldrei. Nokkrum dögum áður en hann dó fór ég ein í heimsókn til hans, hann var milli svefns og vöku, en ég ákvað samt að spjalla við hann, hélt í hönd- ina á honum og sagði honum öll mín hjartans leyndarmál, þegar ég fór að gráta kreisti hann höndina mína. Ég veit hann heyrði í mér og hann mun hjálpa mér og styrkja mig í erfiðum málum. Man þegar ég kvaddi afa minn í hinsta sinn og hann sagði: Góða nótt, Sara mín, og brosti og ég sagði: Góða nótt, elsku besti afi minn. Ég sakna afa míns mjög mik- ið, en veit að honum líður betur núna. Hann er núna með mömmu sinni, pabba og systk- inum sem honum þykir svo vænt um. Hann er engill á himninum og hann passar okkur öll. Góða nótt, elsku afi, blessuð sé minn- ing þín. Sara Margrét. Elsku afi okkar er fallinn frá. Eftir situr hafsjór minninga sem munu lifa með okkur ævilangt. Afi hafði ávallt svör við öllu og kom maður aldrei að tómum kof- unum þegar til hans var leitað. Hann var einstaklega góður, klár, örlátur og ljúfur svo ekki sé minnst á góða kímnigáfu. Hann talaði aldrei af sér, þegar hann tók til máls vissi maður að það væri þess virði að hlusta. Vand- virkni, regla og snyrtimennska var í hávegum höfð. Afi gerði allt vel, sama hversu smávægilegt það var og lagði mikla alúð við hvert verk, hvort sem það var í störfum hans, matargerð, að klippa á manni hárið eða gera við götóttar buxur. Það var alltaf röð og regla í kringum elsku afa okk- ar og við munum aldrei gleyma því þegar hann kenndi okkur að umgangast tölvur, en þá voru tölvur nánast óþekktar á Íslandi. Við systkinin eyddum miklum tíma með honum og setti hann mark sitt á þá manneskju sem við höfum að geyma. Við ferð- uðumst mikið um landið, sóttum leikhús og fórum á tónleika. Með virðulegu fasi kenndi hann okkur góða siði og gildi sem hefur verið okkur ómetanlegur fjársjóður út í lífið. Við erum svo stolt af afa okkar og hans arfleifð, því hann hefur upplifað tímana tvenna. Minnisstæðar eru litríkar frá- sagnir frá bernsku og uppvaxt- arárum hans sem og um ferðalög hans frá lærdómsárunum. Hann mundi hvert smáatriði eins og það hefði gerst í gær. Hann gat þulið upp vísur og sögur orðrétt þó langur tími hefði liðið síðan hann rifjaði þær upp síðast. Það eru ófáir leikir og þrautir sem við systkinin fengum að glíma við, hann hafði sjálfur mjög gam- an af slíku og maður taldi sig heppinn ef maður gat fundið þraut sem hann leysti ekki á fimm mínútum. Afi var alltaf til staðar fyrir okkur og sýndi okk- ar tómstundum mikinn áhuga og mætti á hinu ýmsu uppákomur og gjörninga. Þar ber helst að nefna þegar við systkinin fórum í Öskjuhlíð í leit að kanínum sem við ætluðum að svo að selja til þess að geta keypt nótnabók fyr- ir píanó með Queen-lögum, sem við ætluðum að láta afa spila fyr- ir okkur. Okkur fannst þessi áætlun óbrigðul en því miður varð ekkert úr þessum áformum okkar því illa gekk að finna kan- ínur. Þetta lýsir því best hvað við töldum að afi væri tilbúinn að gera fyrir okkur. Samband afa og ömmu var svo fallegt allt til síðasta dags og betri fyrirmyndir varla hægt að finna. Nú hvílir afi okkar á himn- um í faðmi Guðs og gætir okkar. Betri verndarengil getur maður vart hugsað sér. Við biðjum góð- an Guð að umvefja ömmu okkar og veita henni styrk. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Sigrún og Magnús Þór. Það var alltaf spennandi sem barn að fara í heimsókn til Jóns afa og Sigurjónu. Við okkar systkinanna sem eldri erum munum eftir ógurlega löngum bíltúrum í Mosfellssveitina og hundum sem áttu ekki síður at- hygli okkar en mannfólkið sem var verið að heimsækja. Þá voru jólaboðin á jóladag al- gjörlega ómissandi hluti af jólahátíðinni, þar sem Jón afi og Sigurjóna tóku á móti öllum börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Þar var margt um manninn og oft glatt á hjalla. Ég minnist sérstaklega tón- verksins sem hann samdi um mig og fyrir mig og færði mér í fermingargjöf. Fyrir ungan pí- anónemanda var sú gjöf risastór. Hún heldur áfram að gefa enn þann dag í dag og mun vænt- anlega gera um alla framtíð, enda tókst honum að fanga ótrú- lega mikið af mínum persónu- leika í verkinu. Sónatína handa Soffíu er og verður uppáhalds- verkið mitt eftir hann, þótt mörg laganna hans, sem ég kynntist í mínu tónlistarnámi og í gegnum nótnagjafir frá afa, eigi líka sinn stað í hjarta mínu. Jón afi mun lifa áfram í tón- listinni sinni og í minningum okkar. Soffía Fransiska Rafnsdóttir. Hann var mágur móðursystur minnar, en var þó eitthvað skyld- ur okkur að auki. Uppalinn á Seyðisfirði, eins og þær systurn- ar, nánar tiltekið í húsinu Bald- urshaga á tanganum, langyngst- ur í fjögurra systkina hópi, og er sá síðasti þeirra, sem fer yfir móðuna miklu. Ég hitti hann því stundum heima hjá móðursystur minni, þegar ég og foreldrar mínir voru boðin þangað, þótt ég yrði ekki málkunnug honum, svo heitið geti, fyrr en ég var komin undir tvítugt, og var þá löngu farin að spila og syngja lögin hans, sem mér þótti svo falleg og skemmti- leg, og hlustaði á plötur með Karlakórnum Fóstbræðrum, sem hann stjórnaði þá. Ég fann líka í nótnabunka móður minnar fyrstu útgáfur nokkurra laga hans, sem hann hafði gefið henni, og ég hafði gaman af að spila, las svo Stafróf tónfræðinnar, sem hún hafði líka fengið frá honum. Síðar þegar ég fór að leika mér að því að búa til lög sjálf á píanóið, og fékk áhuga á að láta flytja sálmalag eftir mig við útför föður míns, þá hringdi móðir mín í Jón til að spyrja, hvort hann gæti litið á það og útsett það, sem var auðsótt mál. Þegar hann kom heim með útsetningu sína af laginu, fékk hann að líta á aðrar tónsmíðar mínar og leist ekki illa á, og gaf mér góð ráð. Hann vitn- aði gjarnan í Hindemith, læri- meistara sinn, ef honum leist ekki á eitthvað, sem stóð á blöð- unum. Hann útsetti annað lag eftir mig síðar og bætti það mjög. Mér fannst ég ríkari af þeim kynnum, sem ég hafði af honum, og ráðleggingum hans, enda var Jón stórfróður um allt sem laut að tónlist og tónsmíðum og góður leiðbeinandi. Hann sagði okkur mæðgunum svo frá því, að hann væri að byrja á því stórvirki að skrifa tónlistarsögu þjóðarinnar, sem var bæði þarft verk og nauðsyn- legt. Sú saga, önnur ritverk hans um tónlist og tónlistarmenn, sem og tónsmíðarnar hans munu láta nafn hans lifa um aldir, þótt hann sé nú horfinn af sjónarsvið- inu. Þegar ég nú kveð hann hinstu kveðju þá er efst í huga mér ein- lægt þakklæti fyrir góð kynni og velvild, útsetningarnar og góð ráð á því sviði, og bið honum allr- ar blessunar, þar sem hann er nú. Sigurjónu og öðrum aðstand- endum votta ég mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Jóns Þór- arinssonar tónskálds. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Íslensk tónlistarsaga er ekki löng. Árið 1917, á fæðingarári Jóns Þórarinssonar tónskálds var hér á landi hvorki til tónlist- arskóli, sinfóníuhljómsveit, út- varp né nein samtök sem studdu við tónlistarstarfsemi. Á sinni löngu starfsævi tók Jón Þórar- insson tónskáld þátt í uppbygg- ingu tónlistarlífs á Íslandi. Hann var einn af stofnendum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands og sat þar sem framkvæmdastjóri um ára- bil, starfaði hjá Ríkisútvarpinu í áratugi og sinnti stöðu yfirkenn- ara við Tónlistarskólann í Reykjavík í rúma tvo áratugi. Jón var einnig afkastmikið tón- skáld og hafa mörg hans verka notið mikilla hylli hjá þjóðinni. Þá stundaði hann rannsóknir á íslenskri tónlist og miðlaði þekk- ingu sinni og reynslu bæði í kennslu og með virkri þátttöku í opinberri umræðu um tónlist og tónlistartengd mál. Jón ritaði fjölda greina og gaf út fræðibæk- ur bæði um tónlist og tónlist- armenn. Hann tók virkan þátt í félagsmálum tónskálda, m.a. með þátttöku sinni í starfsemi Tónskáldafélags Ísland, Banda- lagi íslenskra listamanna og STEFs og lagði þannig ásamt öðrum grunn að réttinda- og hagsmunabaráttu tónskálda á Ís- landi. Við félagar í Tónskáldafélagi Íslands þökkum Jóni fyrir sam- fylgdina og fyrir framlag hans til íslenskrar tónlistar í gegnum tíð- ina – og sendum aðstandendum hans innilegustu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd Tónskáldafélags Íslands Kjartan Ólafsson formaður. Með Jóni Þórarinssyni er genginn merkur frumkvöðull í ís- lensku tónlistarlífi og er fyrst að telja, að hann í bókstaflegri merkingu færði okkur nútíma- tónlistina. Við lok heimsstyrjald- arinnar síðari var tónleikagest- um ekki boðið upp á tónverk eftir Debussy, Ravel, Stra- vinsky, Hindemith eða Schön- berg. Þegar Jón kom frá námi í Bandaríkjunum og flutt voru verk eftir hann, voru menn held- ur ekki á einu máli um ágæti þessara verka, sem nú eru við- urkennd sem fágæt listaverk. Persónuleg samskipti okkar hófust er ég og Leifur Þórarins- son hófum nám í kontrapunkti hjá Jóni og þá strax upplifðum við hann sem sérlega strangan kennara og óvæginn í gagnrýni sinni, en við lærðum fljótlega, að það eitt gekk honum til, að kenna okkur vönduð vinnubrögð og temja okkur sjálfsgagnrýni. Þessi strangleiki birtist okkur á nýjan máta, því hann átti einnig til að hæla okkur og dró þá ekki af. Síðan þá áttum við vinskap hans allan. Segja má að Jón Þórarinsson hafi átt drjúgan þátt í þeim framförum, og verið í farar- broddi um ýmis þau mál, sem ís- lenskt tónlistarlíf býr að í dag. Þar kunna aðrir þá sögu betur en ég, en þakkir á hann skildar fyrir það fararnesti, er hann lagði mér til og vil ég að lokum biðja fjölskyldu hans blessunar og votta samúð mína af öllu hjarta. Jón Ásgeirsson. Jóni Þórarinssyni var þvert um geð að nefna sig tónskáld. Hann kvaðst sjaldan hafa sest niður og samið nema eftir beiðni eða ef aðstæður kölluðu. Hann kaus að nefna sig tónlistarmann. Og það var hann sannlega af Guðs náð. En hógværð hans var vangrunduð því tónskáld telst hann ekki síður. Enginn sem heyrt hefur sönglög hans og stærri verk, s.s. Te Deum, Völu- spá og Minni Ingólfs, getur velkst í vafa um það. Auk þess munu útsetningar hans halda nafni hans á lofti í íslensku tón- listarlífi langt fram í óborna tíð. Nokkrar slíkar vann hann að minni beiðni, ávallt af þeirri fag- mennsku og vandvirkni sem ein- kenndi öll hans verk, fas og framkomu. Við fyrstu kynni okkar hugði ég Jón stífan og þvergirðings- legan – en samskipti okkar – sem áttu eftir að verða næsta tíð – færðu mér skjótt heim sanninn um annað. Hann var þá hniginn á níræðisaldur en hafði þó í fullu tré við Elli kerlingu, sinnti hvers Jón Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.