Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 40
 La Blogotheque frumsýndi um helgina svokallað „take away show“ með Retro Stefson, sem var tekið upp á liðinni Airwaves-hátíð. Um er að ræða hálf- órafmagnaða út- gáfu af laginu „Qween“. Retro Stefson spilaði í flugskýli á meðan flugvirkjar sinntu viðhaldi flugvéla. Sjón er sögu ríkari! Retro Stefson spilaði í flugskýli FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 54. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ásdís Rán og Garðar skilin 2. Naktar fyrirsætur á tískuvikunni 3. 18 ára nauðgaði og myrti konu 4. Íslendingur handtekinn í Kanada »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Biogen-minningartónleikar verða haldnir í Nýlenduvöruverslun Hemma & Valda í kvöld. Biogen var lista- mannsnafn Sigurbjörns Þorgríms- sonar, mikils raftónlistarfrumkvöð- uls, sem lést 8. febrúar á síðasta ári. Biogen-minningar- tónleikar í kvöld  Tónlistarhátíðin Reykjavik Folk Festival verður haldin í þriðja sinn á Rósenberg dagana 7.-10. mars næstkom- andi. Meðal flytj- enda í ár eru KK, Svavar Knútur, Gunnar Þórðarson, Guðrún Gunn- arsdóttir og Varsjárbandalagið auk fjölda annarra en erlendir gestir verða nokkuð áberandi í þetta sinnið. Reykjavik Folk Festival í þriðja sinn Á föstudag Norðaustan 8-13 m/s og él nyrðra, en annars vestan 13-18, skúrir eða slydduél. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipart- inn. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suðurströndinni. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austanátt með slyddu en síðar rigningu sunnantil, en snjókomu fyrir norðan. Snýst í suðvestan 13-18 m/s við suðurströndina í kvöld. Hiti víða 1 til 6 stig. VEÐUR Basel og Marseille standa vel að vígi eftir fyrri leiki sína í 16-liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu í knatt- spyrnu. Basel fékk granna sína í Bayern í heimsókn og vann 1:0 með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Marseille vann Inter og voru lokatölur þær sömu og í Basel. Sigurmarkið kom á síðustu sekúndu leiksins en ekki mátti tæpara standa. » 2 Basel og Mars- eille með sigra Einar Rafn Eiðsson, hornamaðurinn knái í liði Fram, verður í óvenjulegri stöðu þegar Fram mætir Haukum í úrslitaleik bikarkeppninnar í Laug- ardalshöllinni á laugardaginn. Einar Rafn er fæddur og upp- alinn Hauka- maður og hefur spilað með flestum leikmönnum Hauka í gegnum alla yngri flokka félagsins. Hann ákvað að skipta yfir til Fram fyrir þremur árum. »3 Einar Rafn mætir gömlum samherjum Knattspyrnumaðurinn Hannes Þ. Sig- urðsson mun skrifa undir samning við Atyrau frá Kasakstan á morgun að undangenginni læknisskoðun. Hannes hefur verið við æfingar hjá liðinu í Tyrklandi undanfarna daga og í kjölfarið var honum boðinn samn- ingur. „Mér líst ansi vel á þetta,“ seg- ir Hannes í samtali við Morgunblaðið. »1 Hannes Þ. semur við lið í Kasakstan ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Tilnefningin er mikils virði og að fá þessa viðurkenningu staðfestir stöðu safnsins,“ segir Níels Hafstein á Safnasafninu á Svalbarðsströnd, en safnið hlaut um síðustu helgi Eyrar- rósina, sem veitt er fyrir framúrskar- andi menningarverkefni á lands- byggðinni. Það voru Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands sem settu Eyrarrósina á stofn á sín- um tíma og Dorrit Moussaieff for- setafrú, sem er verndari verkefnisins, afhenti verðlaunin á Bessastöðum. Níels og kona hans, Magnhildur Sigurðardóttir, stofnuðu Safnasafnið fyrir hálfum öðrum áratug og hafa safnað fjölmörgum verkum íslensks alþýðulistafólks. Níels segir viðurkenninguna skipta miklu máli varðandi markaðs- setningu safnsins, bæði hér heima og erlendis, „en ekki síst er þessi við- urkenning búhnykkur fyrir sveitarfé- lagið; fyrir fólkið í þessum fámenna hreppi sem margt hefur verið mjög duglegt að hjálpa okkur“. Níels er eðlilega sæll og glaður með viðurkenninguna en segir við- brögð fólks miklu sterkari en hann hafi órað fyrir. „Þau hafa verið ótrú- leg. Hér hefur allt logað í ham- ingjuóskum, hvort sem er í tölvupósti, á Facebook eða í síma. Ég hef eig- inlega ekki gert annað síðustu daga en að taka við og svara ham- ingjuóskum!“ Svo eru ýmis fyrirtæki og aðrir aðilar sem hafa haft samband og vilja nota viðurkenninguna í sinni kynningu. Níels heldur engu að síður ró sinni. „Við höldum okkar striki; erum búin að skipuleggja tólf sýningar í sumar og erum að hefja þátttöku í starfi regnhlíf- arsamtaka í Evrópu fyrir alþýðulistafólk. Þau eru nauðsynleg því alþýðulistafólk tranar sér ekki fram og hefur ekki sömu markaðs- tækifæri og aðrir listamenn.“ Í samtökunum taka þátt söfn, sýn- ingarstaðir og félagasamtök. Níels segir starfið hefjast með ráðstefnu og í kjölfarið hefjist samstarf um sýn- ingahald. Í ár verða margar spennandi sýn- ingar í Safnasafninu og Níels nefnir tvær: „Pálmi Arngrímsson, fyrrver- andi skrúðgarðameistari, sýnir myndir úr tré, líklega einar 200, sem tengjast hugmyndaheimi Afríku og Suður-Ameríku; þetta er svokölluð prímitíf myndlist, og hér verða einnig sýnd verk Eggerts Magnússonar, sem var mjög atkvæðamikill lista- maður en dó fyrir tveimur árum.“ „Mikils virði fyrir safnið“  Framtíðin er björt segir Níels á Safnasafninu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Svalbarðseyrarrósir Níels Hafstein við höggmyndir Ragnars Bjarnasonar frá Öndverðarnesi í Safnasafninu í gær. Safnasafnið var stofnað 1995 af Magnhildi Sigurðardóttur og Níelsi Hafstein og er í Þinghúsinu á Svalbarðsströnd. Um 4.100 listaverk eru í vörslu safnsins, búin til af ýmsu tilefni á 40 ára tímabili, í ólíkum stílum og myndhugsun, einnig tugþúsundir gripa sem settir eru upp í sér- deildum eða notaðir á sýn- ingum til að skerpa á myndhugsun eða ögra gestum safnsins, eins og segir á heimasíðu þess. Safnið er lokað yfir veturinn en verður opnað að nýju í maí með tólf sýningum. Þetta var í þriðja skipti sem Safnasafnið – Alþýðulistasafn Ís- lands er tilnefnt til Eyrarrós- arinnar. Nú voru einnig tilnefnd Sjóræningjahúsið við Patreksfjörð og Tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði. Rúmlega 4.000 listaverk SAFNASAFNIÐ Á SVALBARÐSSTRÖND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.