Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012
beri að beita hervaldi til að hindra
Írana í að koma sér upp kjarna-
vopnum. Tónninn í orðaskylmingum
deiluaðila verður æ skarpari og svo
gæti farið að óvænt atburðarás tæki
völdin af mönnum. Rifjað er upp
hve litlu munaði að til átaka kæmi í
Kúbudeilunni 1982.
Ísraelar leyna því ekki að þeir
undirbúa árás, að líkindum munu
þeir nota um 100 þotur og fljúga yf-
ir sádi-arabískt landsvæði. Þótt
bandarískir ráðamenn hvetji til var-
kárni er alls ekki útilokað að Ísrael-
ar muni fá beina aðstoð bandaríska
flughersins, t.d. eldsneytisbirgða-
véla.
Óttast vopnakapphlaup
í Miðausturlöndum
Eitt af því sem menn óttast er að
ef Íranar koma sér upp kjarnavopn-
um muni það valda trylltu vopna-
kapphlaupi í Miðausturlöndum, þar
verði staðbundið „kalt stríð“. Sádi-
Arabar, Tyrkir og Egyptar fari að
hugsa sér til hreyfings, koma sér
upp sams konar gereyðing-
arvopnum. Og þannig stríð gæti
snögglega orðið heitt, jafnvel óvið-
ráðanlegt þegar haft er í huga hvað
stjórnmálaástandið er ótryggt í
þessum löndum.
Viðskiptalegar refsiaðgerðir
Vesturveldanna eru farnar að bíta
svo um munar og grafa undan efna-
hag Írans. En Íranar hvika hvergi.
Þeir fullyrða að tilraunirnar beinist
eingöngu að friðsamlegri hagnýt-
ingu kjarnorku og helsti valdamað-
ur í Íran, ajatollah Ali Khamenei,
sagði í gær að þeim yrði haldið
áfram, ekkert gæti komið í veg fyrir
það. „Með Guðs hjálp og án þess að
hirða um áróður er rétt að halda
áfram kjarnorkutilraunum í Íran af
einurð og festu,“ sagði Khamenei.
Enginn bilbugur er á mönnum í
Teheran. Fimm manna eftirlits-
nefnd frá Alþjóðakjarnorku-
málastofnuninni, IAEA, í Vín yf-
irgaf landið í gær eftir að hafa í
tvo daga árangurslaust reynt að fá
að skoða Parchin-tilraunastöðina
sem mestar grunsemdir vekur.
Friðurinn hangir á bláþræði
Líkurnar á stríði vegna kjarnorkutilrauna Írana aukast hratt en þeir virðast hvergi hvika
Óvissa og getgátur
» Ekki eru allir sammála um
að Íranar séu að smíða kjarn-
orkusprengju, segja að þeir
vilji aðeins eiga búnað til þess
og efni í sprengjur.
» Sams konar efasemdir voru
uppi um áform Saddams Huss-
eins í Írak. Nú er yfirleitt álitið
að hann hafi viljað láta óvini
sína, innanlands sem utan,
trúa því staðfastlega að hann
réði yfir kjarnavopnum.
» Þess má geta að þótt Ísrael-
ar eigi sennilega efnivið í 100-
200 kjarnorkusprengjur eru
þær líklega ekki samsettar.
AP
Leiðtogi Khamenei veifar til fólks á leið til föstudagsbæna fyrir skömmu,
að baki honum er mynd af ajatollah Khomeini, stofnanda lýðveldisins.
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Skilaboðin sem berast frá ráða-
mönnum í Íran um deiluna vegna
kjarnorkutilraunanna eru oft mis-
vísandi, stundum vegna þess að
nokkrir hópar togast á um völdin í
Teheran. En stjórnmálaskýrendur
grunar einnig að markvisst sé verið
að reyna að rugla Vesturveldin í
ríminu. Dæmigert er að í fyrradag
sagði hershöfðingi að Íranar gætu
gripið til „fyrirbyggjandi árása“
vegna hótana Ísraela og Banda-
ríkjamanna um loftárásir á til-
raunastöðvarnar.
Í gær tjáði hins vegar sendiherra
Írans í Moskvu þarlendum ráða-
mönnum að Íranar hefðu ekkert
slíkt í hyggju. En einu er hægt að
slá föstu: hættan á að til átaka komi
vegna tilraunastöðvanna, þar sem
flestir álíta að Íranar séu að reyna
að smíða kjarnorkusprengju, er
meiri en nokkru sinni fyrr.
Í nýrri skoðanakönnun kemur
fram að 58% Bandaríkjamanna eru
á því að reynist það óhjákvæmilegt
Alþjóðlegt teymi
vísindamanna
hefur fundið
ótrúlega vel
varðveittan,
steingerðan
skóg undir ösku-
lagi í norð-
anverðu Kína,
nánar tiltekið í
grennd við
Wuda í Innri
Mongólíu, að sögn Jyllandsposten.
Leifarnar eru frá Perm-
tímabilinu fyrir um 300 milljónum
ára. Um það leyti voru öll meg-
inlöndin enn sameinuð í hinu risa-
stóra Pangea.
Þegar hafa um þúsund ferkíló-
metrar verið kortlagðir. Sum
trjánna virðast vera um 25 metr-
ar að hæð og greinar og blöð
hafa varðveist undir þykku ösku-
laginu. Meðal jurtanna eru ýmsar
útdauðar tegundir eins og innsigl-
istré, cordiates og noeggerathia-
les.
Um sama leyti og Perm lauk
urðu miklar náttúruhamfarir á
jörðinni og er talið að um 90%
allra dýra- og jurtategunda hafi
dáið út. kjon@mbl.is
300 milljón ára
gamall skógur
Steingervingur
frá Perm.
KÍNA
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur ákveðið að fresta
greiðslu styrks upp á 495 milljónir
evra, um 81 milljarð króna, sem átti
að renna til Ungverja í byrjun næsta
árs. Þetta er í fyrsta skipti sem grip-
ið er til slíkra aðgerða en fram-
kvæmdastjórnin hefur margsinnis
varað Ungverja við og farið fram á
að þeir komi fjármálum ríkisins í lag.
Ungverjum var sagt að koma fjár-
lagahalla sínum niður fyrir 3% af
landsframleiðslu í fyrra. Ekki tókst
að ná því markmiði.
„Það er núna undir ungversku rík-
isstjórninni komið að grípa til að-
gerða áður en frestunin tekur gildi,“
sagði Finninn Olli Rehn, yfirmaður
efnahags- og gjaldeyrismála í fram-
kvæmdastjórninni.
Fjárhæðin, sem ákveðið var að
frysta, er um 29% af því fé sem til
stóð að úthluta Ungverjum á næsta
ári. Féð er tekið úr sameiginlegum
sjóði ESB sem á að nota til að draga
úr kjaramun milli aðildarríkjanna.
kjon@mbl.is
ESB sendir Ung-
verjum viðvörun
Óreiða? Götulíf í höfuðborg Ung-
verjalands, Búdapest.
Minnst átta Afganar féllu og tugir
manna særðust í átökum milli lög-
reglumanna og fólks sem mótmælti
því í gær, annan daginn í röð, að
bandarískir hermenn í Bagram-
stöðinni skyldu vanvirða íslam með
því að brenna Kóraninn og fleiri
helgirit múslíma. Mótmælendur
hrópuðu bölbænir um Bandaríkin og
Barack Obama forseta, fleygt var
grjóti og kveikt í verslunum og bílum.
Einnig kom til óeirða í Jalalabad, þar
var kveikt í brúðumynd af Obama.
John Allen, hershöfðingi og yf-
irmaður 130 þúsund manna herliðs
Atlantshafsbandalagsins í landinu,
hefur beðið afgönsku þjóðina afsök-
unar á bókabrennunni. Um mistök
hafi verið ræða. Hamid Karzai, for-
seti Afganistans, hvatti í gær Banda-
ríkjamenn til að flýta áætlunum um
að láta Afgana taka við stjórn fang-
elsisins. kjon@mbl.is
Kóran-
brennu
mótmælt
Minnst átta féllu
í Afganistan í gær
Reuters
Reiði Mótmælendur í Kabúl fleygja grjóti að háþrýstivatnsbyssu við bandaríska herstöð í gær.
Ekki gleyma að drekka Birkisafann frá
eftir saltkjötið og baunirnar
Safinn virkar vel á eðlilega úthreinsun líkamans
Lífrænt ræktaður, án aukaefna
Losar bjúg
Léttir á liðamótum
Losar óæskileg efni úr líkamanum
Góður fyrir húð, hár og neglur
Blanda má safann með vatni
Má einnig drekka óblandað
Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Lifandi markaður, Blómaval, Lyfja og Apótekið,
Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Lyfjaval, Heilsuver,
Apótek vesturlands, Reykjavíkur apótek, Yggdrasill, Árbæjarapótek, Lyfjaborg,
Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Á grænni grein, Akureyrarapótek og
sjálfstætt starfandi apótek um allt land
Velkomin að skoða www.weleda.is
Útsölustaðir: