Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 Kevin Rudd, ut- anríkisráðherra Ástralíu, sagði af sér í gær og bar því við að for- sætisráðherrann, Julia Gillard, treysti honum ekki. Rudd er sagður vilja velta Gillard úr sessi en hún sagði ákvörðunina valda vonbrigðum. Rudd var forsætisráð- herra á undan Gillard, hún velti honum. kjon@mbl.is ÁSTRALÍA Rudd segir af sér Kevin Rudd Danska stjórnin hefur lagt á hill- una áform um sérstakan skatt á akstur í Kaupmannahöfn til að minnka álagið á gatnakerfið og fá aðkomufólk til að leggja á stæðum utan við miðborgina. Andstæð- ingar skattsins sögðu að stræt- isvagna- og lestakerfið myndi ekki anna þeirri auknu notkun sem gert væri ráð fyrir í kjölfar skattsins. „Við höfum ákveðið að hlusta á þau mótmæli sem margir Danir hafa tjáð,“ sagði Villy Søvndal, leiðtogi Sósíalíska vinstriflokksins og utanríkisráðherra. kjon@mbl.is Hætta við umferðarskatt DANMÖRK Liðsmenn í kúbverskum dansflokki æfa sig í gær fyrir frumsýningu á sýn- ingunni Ballet Revolucion í Berlín. Um er að ræða blöndu af söng, klass- ískum ballett, suður-amerískum dönsum og hip hop. Reuters Syngjandi dansarar Tugir manna féllu í árásum sýrlenskra stjórnarher- manna í gær og fyrradag, hér sést brunninn skriðdreki við aðalstöðvar andófsins í borginni Homs. Ráðamenn í Sádi-Arabíu tjáðu Dímítrí Medvedev Rússlandsforseta að þýðingarlaust væri að reyna að ræða frekar við Bas- har al-Assad Sýrlandsforseta. Sýrlenskir stjórnarand- stæðingar hvetja alþjóðasamfélagið til að koma upp öruggum svæðum fyrir almenning í Sýrlandi og segja að erlent hernaðarinngrip geti orðið eina lausnin. Tveir vestrænir blaðamenn voru drepnir í Homs í gær. Rætt um erlent hernaðarinngrip AP –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 5. mars. FERMINGAR Fermin g SÉRBLAÐ Föstudaginn 9. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin- sælustu sérblöðumMorgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Eftirminnilegar fermingargjafir. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Eþíópískir og sómalskir hermenn tóku í gær Baidoa, helstu bækistöð íslamistahreyfingarinnar al-Shabab, sem hefur ráðið yfir stórum hluta Sómalíu síðustu árin. Baidoa er í suðausturhluta landsins, íslamistar tóku hana árið 2009. Ríkisstjórnin náði fyrir skömmu nokkurn veginn tökum á höfuðborginni Mogadishu með aðstoð eþíópískra hermanna. „Það voru engir bardagar, sóm- ölsku og eþíópísku hermennirnir komu inn í borgina, settu upp bæki- stöð við lögreglustöðina og helstu götuna inn í borgina,“ sagði einn íbúanna, Abdulahi Hassan, í samtali við AFP. Aðrir sögðu að um 20 skriðdrekar og önnur farartæki hefðu haldið inn í borgina. Margir stuðningsmenn al-Shabab hefðu hins vegar flúið til borgarinn- ar Afgoye sem er í höndum upp- reisnarmanna. Þeir halda enn hafn- arborginni Kismayo en Baidoa var önnur mikilvægasta borg þeirra. Al-Shabab, sem nýlega gekk form- lega til liðs við al-Qaeda, hótaði í gær skæruliðahernaði um landið allt. Tímasetningin á töku Baidoa er sögð mikilvæg en alþjóðleg ráð- stefna hefst í Bretlandi á morgun og á þar að ræða leiðir til að binda enda á átökin í Sómalíu. Stjórnleysi hefur í reynd ríkt í landinu í meira en tvo áratugi. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna samþykkti í gær ein- róma að fjölga í herliði Afríkusam- bandsins í Sómalíu úr 12.700 í liðlega 17.700. Mikilvægt vígi íslam- ista í Sómalíu fallið  Þrengt að sómölsku hryðjuverkahreyfingunni al-Shabab Al-Shabab í vanda » Baidoa er um 250 km norð- austan við Mogadishu. Taka hennar er sögð geysilegt áfall fyrir al-Shabab. » Samtökin sæta auknum þrýstingi af hálfu staðbund- inna vígahópa og stjórnarliðs. » Tekjurnar af Kismayo eru ein helsta uppspretta peninga í sjóði samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.