SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Qupperneq 4

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Qupperneq 4
4 26. febrúar 2012 Newt Gingrich, sem sækist eftir útnefn- ingu sem forsetaframbjóðandi repúblik- ana, hefur notað orðið veraldlegur þegar hann talar um Barack Obama Bandaríkja- forseta og gefur til kynna að hann sé ekki trúaður. Rick Santorum, einn af keppi- nautum Gingrich, sagði hann láta stjórn- ast af „gerviguðfræði“, en kvaðst síðar ekki efast um trú hans. Santorum kveðst vera íhaldssamur katólikki. Franklin Graham, prestur og sonur pre- dikarans Billys Grahams, kvaðst á þriðju- dag ekki vera viss um að Obama væri sannkristinn. „Hann hefur sagt að hann sé kristinn maður,“ sagði Graham í sjónvarpsviðtali. „Spurningin er, hvað er að vera kristinn maður?“ Svo bætti hann við: „Ef hann segist vera kristinn ætla ég ekki að segja að hann sé það ekki.“ Graham var spurður hvort hann vildi lýsa yfir að Obama væri ekki múslími. „Ég get ekki sagt það afdráttarlaust vegna þess að íslam hefur fengið frítt spil hjá Obama.“ Graham vísaði til þess að íslamskir flokkar hefðu rutt sér til rúms í arabíska vorinu og sagði viðbrögð Bandaríkja- manna við ofsóknum á hendur kristnum minnihlutahópum í Mið-Austurlöndum og Afríku væru máttlítil. Hann sæi ekki betur en Obama hefði „meiri áhyggjur af músl- ímum þessa heims“ en „kristnum mönn- um, sem eru myrtir í íslömskum löndum“. Obama hefur reyndar varið réttindi trúarlegra minnihlutahópa og til dæmis fordæmt ofbeldi á hendur kristnum kopt- um í Egyptalandi, en hann hefur ekki vilj- að neita hlutaðeigandi löndum um aðstoð eins og Graham og fleiri vilja. Dregið í efa að Obama sé kristinn? Barack Obama forseti ávarpar stuðningsmenn á fjáröflunarfundi í Flórída á fimmtudag. AP Evrópa er móðir allra lasta ef markamá málflutning frambjóðenda í for-kosningum repúblikana sem nústanda yfir. Eitt sinn var sambandið yfir Atlantshafið föst stærð í bandarískri póli- tík, en nú er öldin önnur. George W. Bush fór einfaldlega sínu fram í forsetatíð sinni og lagði litla áherslu á samráð við Evrópu. Barack Obama naut mun meiri vinsælda í Evrópu en Bandaríkjunum í síðustu forsetakosningum, en hans samskipti við álfuna eru þannig að fræði- menn eru farnir að tala um að hið nána sam- band yfir Atlantsála sé liðin tíð. Michael T. Corgan, dósent í alþjóða- samskiptum við Boston-háskóla, hélt í liðinni viku fyrirlestur við Háskóla Íslands á vegum Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknarseturs um smáríki undir heitinu „Eru Bandaríkin að hlusta á Evrópu“, þar sem hann tók ýmis dæmi um hvernig Evrópa birtist í pólitískri umræðu í Bandaríkjunum. Corgan sagði að frambjóðendum repúblikana væri mjög í mun að sýna kjósendum sínum fram á að Obama væri öðruvísi. Af augljósum ástæðum gætu þeir ekki vísað til kynþáttar hans, en ein leiðin væri að spyrða hann við Evrópu. Mitt Romney, sem þykir sigurstranglegastur í forkosningunum, reið á vaðið í ræðu í júní 2010. „Svör Evrópu eru ekki rétta lausnin á vandamálum Bandaríkjanna,“ sagði Romney og bætti við að efnahagsstefna Obama væri „ógurlega evrópsk“. Í kappræðu í janúar sagði Romney að Obama hefði í hyggju að breyta Bandaríkjunum í „evrópskt velferðarríki“. „Ég trúi ekki á Evr- ópu, ég trúi á Bandaríkin,“ sagði frambjóð- andinn og bætti við: „Ég tel að Evrópa virki ekki í Evrópu. Ég veit að hún virkar ekki hér.“ Þegar Romney hélt sigurræðu sína eftir for- kosningarnar í Flórída sagði hann að Obama fengi „innblástur frá höfuðborgum Evrópu, við horfum til borga og smábæja Bandaríkj- anna“. Hann var ekki búinn: „Ég vil að þið munið þegar Hvíta húsið endurspeglaði það besta í okkur, ekki það versta, sem finna má í Evrópu.“ Veraldlegur, evrópskur sósíalisti Newt Gingrich hefur ekki látið sitt eftir liggja. „Bandarísku þjóðinni finnst að hér séu hópar fyrirmenna [sem vilja] þvinga okkur til að hætta að vera bandarísk og taka upp eitt- hvert annað kerfi,“ sagði hann í sigurræðu sinni eftir forkosningarnar í Suður-Karólínu í janúar og til að enginn efaðist um við hvað væri átt bætti hann við að Obama væri „nátt- úrulega veraldlegur, evrópskur sósíalisti“. Í herbúðum Gingrich þykir ekki duga að nota Evrópustimpilinn á Obama. Romney, hans helsti keppinautur, sem dvaldi um hríð í Frakklandi, fékk skeyti í auglýsingu stuðn- ingsmanna Gingrich. „Rétt eins og John Kerry talar hann líka frönsku,“ sagði þulurinn í aug- lýsingunni þannig að áhorfendur hlutu að súpa hveljur. Corgan benti á að Gingrich kynni hér að kasta grjóti úr glerhúsi. Doktorsritgerð hans í sagnfræði hefði fjallað um menntastefnu Belga í Kongó og þar vitnaði hann í franskar heim- ildir. Rick Santorum er afdráttarlaus um lesti Evrópu. Evrópa hefur „hafnað kristindómi“, sagði Santorum í viðtali í desember. Ekki nóg með það, Santorum telur að Þjóðverjar, Frakkar og fleiri „hati okkur vegna þess að við hvikum ekki frá þeirri gömlu, fornu hugmynd að kristindómur sé af hinu góða“. Ron Paul, fjórði frambjóðandinn, sem eftir er í slagnum um útnefningu repúblikana til forsetaframboðs, sagði í janúar að hann vildi að bandarískir hermenn yrðu kvaddir heim frá Þýskalandi til að Bandaríkin hættu að nið- urgreiða hið „sósíalíska Þýskaland“. Stjórn Obama hefur lítið brugðist við þess- um málflutningi um Evrópu eða tilraunum til að tengja hana álfunni. Corgan bendir hins vegar á að Evrópa sætir einnig gagnrýni í röð- um demókrata og á vinstri væng umræðunnar. Nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman, sem skrifar reglulegan dálk í The New York Times segir að „Evrópubúar nái ekki neinum árangri gegn of miklum skuldum – það gerum við“. Barney Frank, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Massachusetts, var á sömu slóðum og Ron Paul þegar hann sagði skuld- bindingu Bandaríkjanna „til varna Evrópu al- gerlega óskiljanlega nú þegar Evrópubúar eru orðnir heilbrigðir, sterkir og enginn ógnar þeim“. Móðir allra lasta Evrópa fær útreið í bandarískum stjórnmálum Frambjóðendur repúblikana, Ron Paul, Rick Santorum, Mitt Romney og New Gingrich, mættust í kappræðum á þriðjudag. AP Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is „Þeir draga trú hans í efa, þeir draga föð- urlandsást hans í efa, getur verið að efasemdirnar snúist í raun um kynþátt hans?“ spurði Philip Sherwell, blaðamað- ur breska blaðsins Daily Telegraph, í grein þegar hann fylgdist með kosn- ingabaráttu Baracks Obama og Johns McCains í Bandaríkj- unum fyrir fjórum ár- um. Hann sagði að í viðureign þeirra væri fíll í herberginu – húð- litur Obama. Er fíllinn enn til staðar? Fíll í her- berginu

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.