SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Qupperneq 10
10 26. febrúar 2012
Skar og skarkali | 25
þorgrímur Kári Snævarr
7.45 Ég vakna með
hálsbólgu og kvef og hugsa
með mér, ég er gjörsamlega
ónýtur og það er frumsýn-
ing á morgun. Fer í sturtu
þar sem ég fékk brúnku-
sprey kvöldið áður og þarf
að skola litinn aðeins af
mér. Svo græja ég börnin
mín á fætur. Ég fæ mér
morgunmat sem sam-
anstendur af sítrónuvatni
og chia-fræjum. Keyri síð-
an dótturina í leikskólann.
Við reynum að drífa okkur
eins og við getum svo að
hún nái morgunmatnum.
Við náum því núna en
þetta er oft dálítill sprettur.
8.30 Mættur í vinnu hjá
Sjóvá þar sem ég starfa sem
ráðgjafi. Þá er sest niður
með tebolla og farið yfir
verkefni dagsins.
12.00 Fer í hádegismat
með vinnufélaga mínum.
Við prófum nýjan núðlu-
súpustað á Selfossi sem
heitir Yimsiam. Þar fæ ég
mér kjúklinganúðlusúpu.
Mér snöggskánar háls-
bólgan og kvefið þegar ég
fæ þessa fínu súpu sem ríf-
ur vel í. Það má því segja
að núðlusúpan hafi bjargað
generalprufunni.
13.00 Fer aftur í vinnuna og tek á
móti viðskiptavinum og sinni tilfall-
andi skrifstofustörfum.
16.30 Vinnu er lokið svo ég fer í
Bónus og kaupi mér kókosolíu og
bómullarskífur til að fara með í leik-
húsið svo ég eigi hægara með að ná
framan úr mér sminkinu.
17.00 Kominn heim og reyni að
slaka á fyrir kvöldið. Það er mjög erf-
itt þegar maður á tveggja ára dreng
sem vill bara leika sér og hoppa ofan á
manni. Ég breyti því hvíldarstund í
samverustund og við feðgarnir förum
bara að dunda okkur.
18.00 Mættur ásamt hinum leik-
urunum í leikhúsið og við byrjum á
að finna til það sem snýr að sviðinu.
Síðan fer ég í smink. Ég er frekar
lystarlítill og í mér einhver maga-
skrekkur fyrir kvöldinu. Þetta er samt
ekki í fyrsta skipti sem ég stíg á svið.
Ég er búinn að vera í leikfélaginu síð-
an 1990 og er að byrja að leika aftur
núna eftir átta ára hlé. Ég náði að
draga félaga minn með mér í leik-
félagið en hann hefur verið í enn
lengri hvíld frá því en ég. Þetta eru
allt miklir reynsluboltar sem eru í
sýningunni. Hópurinn er alveg frábær
og svo erum við líka með mjög góðan
leikstjóra, Rúnar Guðbrandsson.
Hann er mjög kröfuharður og hefur
beint okkur á þá braut að kafa djúpt
ofan í persónurnar en það hefur
reynst okkur mjög vel. Hann hefur
kreist út úr okkur allt sem hægt er að
kreista út úr okkur.
19.30 Ég rúlla aðeins yfir textann
minn í síðasta skipti. Svo eru ljósin
slökkt og þá er slökun. Það byrjar hóp-
ur frá Vinnustofu fatlaðra að streyma
að og setjast í salinn. Svo koma líka
nemar úr leiklistarvalinu í Fjölbraut.
Við erum orðin mjög spennt að fá fólk í
húsið. Það breytist mjög mikið við það
að fá áhorfendur.
20.00 Generalprufan á Sólarferð
hefst. Verkið fjallar um hjón sem fara
til Costa Del Sol árið 1976 og fer ég með
hlutverk Stefáns í sýningunni. Svo er
þjóðsaga um að það megi allt klikka á
generalprufu því þá klikkar það vænt-
anlega ekki á frumsýningunni. Það
klikkar náttúrlega alveg fullt hjá okkur
en það er bara ánægjulegt. Það gerist þá
ekki næst.
22.30 Við finnum fyrir mikilli
ánægju meðal fólksins. Það er klappað
mikið en við erum ekki búin að æfa
framkallið og hneigjum okkur því ekki,
enda tíðkast það ekki á generalprufu.
22.45 Við þrífum framan úr okkur,
græjum búninginn og fáum svo nótur
frá leikstjóranum og það er alveg nóg
að fara yfir. Síðan æfum við framkallið.
24.00 Ég kem heim og þá verður
maður að vinda ofan af sér. Maður er
oft heillengi að ná sér niður eftir svona
sýningu. Ég sest fyrir framan sjón-
varpið og reyni að slökkva á heilanum.
02.00 Ég fer í sturtu og upp í rúm.
Þarf að reyna að ná fimm tíma svefni
fyrir næsta annasama dag.
Dagur í lífi Guðmundar Karls Sigurdórssonar,
áhugaleikara hjá Leikfélagi Selfoss
Síðastliðnar sex vikur hafa meira og minna snúist um leik-
húslíf hjá Guðmundi Karli, sem leikur Stefán í uppfærslu
Leikfélags Selfoss á leikritinu Sólarferð.
Ljósmynd/Guðbjörg Helga
Núðlusúpa bjargar
generalprufu