SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 18

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 18
18 26. febrúar 2012 Blóðið rennur í stríðum straum-um í Sýrlandi. Frá því að upp-reisn hófst í landinu gegn stjórnBashirs al-Assads forseta er talið að tæplega átta þúsund manns hafi látið lífið. Uppreisnarmenn lýsa því hvernig stjórnarherinn gengur markvisst fram til að kveða andspyrnuna niður. Assad virð- ist staðráðinn í að sitja sem fastast og er tilbúinn að beita hvaða meðulum sem er til þess. Assad fer að ráðum Machiavellis. Hann sækist ekki eftir lýðhylli, heldur stjórnar í krafti óttans. Skammvinnar vonir um nýja tíma Þegar Assad komst til valda vöknuðu von- ir um að nýir tímar væru í vændum í Sýr- landi. Bashir var annar sonur Hafezar al- Assads. Upphaflega átti elsti sonurinn, Basil, að taka við völdum í landinu, en hann lést þegar bíll hans fór út af á leiðinni út á flugvöllinn í Damaskus árið 1994 og þá var ljóst að Bashir yrði arftaki föður síns. Bashir fæddist árið 1965. Hann lærði læknisfræði og árið 1991 fór hann til Lond- on til að sérhæfa sig í augnlækningum. Bashir var kallaður heim þegar bróðir hans dó og þegar faðir hans lést árið 2000 tók hann við völdum. Bashir al-Assad byrjaði á því að innleiða umbætur í viðskiptalífinu. Hann opnaði Sýrland fyrir erlendum fjárfestum og lét nokkra pólitíska fanga lausa, en hið aukna frelsi í viðskiptum náði ekki til stjórnmál- anna. Brátt fóru ráðandi öfl hins vegar að ótt- ast um ítök sín undir stjórn hins nýja leið- toga. Um 2005 má segja að vorið í Damas- kus hafi verið á enda. Sagt er að sömu öfl hvetji nú forsetann til að brjóta andstöð- una við sig á bak aftur með hervaldi, en forsetinn hefur ekki látið sitt eftir liggja. Hann kallar stjórnarandstöðuna ræn- ingjagengi og hryðjuverkamenn og þver- tekur fyrir að sveitir sínar brjóti mann- réttindi. Umheimurinn hefur fordæmt fram- göngu stjórnarhersins, en litlar líkur eru þó á því að gripið verði til aðgerða líkt og gert var í Líbíu. Bæði Kínverjar og Rússar eru andvígir slíkum aðgerðum og hafa beitt valdi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í samræmi við það. Sýrland er eini bandamaður Rússa sem eftir er í Mið- Asuturlöndum síðan í kalda stríðinu. Stuðningur Rússa helgast ekki síst af því að þeir eru með flotastöð í Tartus, sem veitir þeim aðgang að höfn í Miðjarðarhaf- inu. Þessum ítökum vilja þeir ekki sleppa. Íranar heita stuðningi Sýrlendingum hefur verið hótað með refsiaðgerðum, en þeir eiga bandamenn, sem munu gera vestrænum ríkjum erfitt fyrir að láta slíkar aðgerðir hrífa. Ísraelska blaðið Haaretz birti frétt um tölvupósta, sem gengið hafa milli sýrlenskra og ír- anskra stjórnvalda. Þar lofa Íranar því að kaupa vörur af Sýrlendingum fyrir að minnsta kosti milljarð dollara. Þess utan kveðast þeir reiðubúnir til að kaupa af þeim 150 þúsund tunnur af olíu á dag. Fyrir utan Íran njóta Sýrlendingar stuðn- ings Íraks og Líbanons. Ástæðan er ein- föld. Súnnítar eru í meirihluta í Sýrlandi, en sítar stjórna landinu, líkt og í Íran og Írak. Að sama skapi má skýra stuðning ríkja á borð við Sádi-Arabíu við uppreisn- armenn til þess að þeir eru að upplagi súnnítar. Sá stuðningur, sem hér er rakinn, á sinn þátt í því að Assad lítur sennilega svo á að hann geti haldið völdum. Harkan gæti hins vegar átt sér aðrar rætur. Alavítar og súnnítar Alavítar eru grein á meiði síta og leifar uppreisnar sem fór um heim múslíma fyr- ir þúsund árum. Alavítar trúa því eins og sítar að kalífarnir þrír hafi á sínum tíma rænt frænda Múhameðs spámanns og tengdason, Ali, arfleifð sinni. Þeir fundu sér griðastað til fjalla líkt og hinir kristnu maronítar frá Líbanon þar sem þeir yrðu öruggir fyrir ofsóknum súnníta. Flestir alavítar tilheyra fjórum ættbálkum og Ha- fez al-Assad er af einum þeirra, Kalbiya. Hafez al-Assad fæddist árið 1930 inn í fá- tæka fjölskyldu í þorpinu Qardaha. Hann var fyrstur til að brjótast til mennta í fjöl- skyldunni. Metnaður hans var mikill. Hann gekk í Baath-flokkinn, sem komst til valda í Sýr- landi árið 1963, þegar hann var 16 ára. 22 ára gekk hann í herinn og var orðinn hershöfðingi 12 árum síðar. Hann kleif einnig metorðastigann í pólitíkinni og varð varnarmálaráðherra. Árið 1971 frem- ur hann valdarán og verður forseti. Skömmu eftir að Hafez al-Assad komst til valda hófst tilraun múslímska bræðra- lagsins til að steypa stjórn hans. Í bræðra- laginu voru múslímskir bókstafs- trúarmenn af meiði súnníta og þeir fóru fram með launmorðum og sprengju- tilræðum. 1982 ákvað Assad að kveða and- spyrnuna niður í eitt skipti fyrir öll og fól Rifaat bróður sínum verkefnið. Borgin Hama var eitt helsta vígi andspyrnunnar og orrustan um hana var blóðug. Sveitir Rifaats mættu mótspyrnu og ákvað hann þá að beita öllum sínum mætti. Uppgjörið stóð í nokkrar vikur. Í skýrslu Amnesty International árið eftir sagði að 10 til 25 þúsund manns hefðu fallið, flestir óbreyttir borgarar. Hama-reglurnar Bandaríski blaðamaðurinn Thomas L. Friedman fjallar um fjöldamorðin í bók- inni From Beirut to Jerusalem og talar þar um Hama-reglurnar. Það fyrsta sem bedúínar lærðu í eyðimörkinni væri að ætluðu þeir að verjast yfirgangi mættu þeir aldrei sýna minnsta veikleikamerki. Til að lifa af þyrfti að koma þeim boðum afdráttarlaust til skila að hver sá sem gerði á þinn hlut fengi það margfalt til baka. Friedman segir dæmisögu af bedúína, sem þjófar stálu af kalkúni. Hann sagði sonum sínum að þeir væru í mikilli hættu því að kalkúninum hefði verið stolið, en þeir hlógu og spurðu hvers vegna hann þyrfti kalkún. Hann sagði að það skipti ekki máli heldur hitt, að kalkúninum hefði verið stolið og þeir þyrftu að fá hann aftur. Nokkrum vikum síðar var kam- eldýri mannsins stolið. Synirnir spurðu hvað væri til bragðs og hann sagði að þeir þyrftu að ná í kalkúninn. Nokkru síðar var hesti gamla mannsins stolið og enn komu synirnir og fengu sama svarið. Að lokum var dóttur hans nauðgað. Bedúíninn fór til sona sinna og sagði: „Þetta er allt út af kal- kúninum. Þegar þeir sáu að þeir gátu tekið kalkúninn minn glötuðum við öllu.“ „Hama var kalkúninn hans Assads,“ segir Friedman og bætir við að það átti ekki að fara á milli mála hvað gerst hefði í borginni. Til vitnis um það rifjar hann upp frásögn líbansks kaupsýslumanns af sam- tali vinar síns við Rifaat Assad. „Mér skilst að þið hafið drepið sjö þúsund manns þarna,“ sagði vinurinn. Í stað þess að Völd og auður í skjóli ógnar Bashir al-Assad Sýrlandsforseti sýnir ekki á sér neitt fararsnið þrátt fyrir andspyrnu, mótmæli og blóðsúthellingar. Í rúm 40 ár hefur fjölskylda hans stjórnað landinu í krafti óttans og rakað til sín völdum og auði. Karl Blöndal kbl@mbl.is Sýrland Damaskus Homs Hama Aleppo TYRKLAND ÍRAK SÁDÍ-ARABÍA JÓRDANÍA ÍS RA EL Bashir al-Assad Sýrlandsforseti.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.