SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Qupperneq 19
26. febrúar 2012 19
H ún var í uppáhaldi tískublaðaog var kölluð „eyðimerk-urrósin“ í Vogue og „Díana,drottning Austurlanda“ í Paris
Match, en nú er henni líkt við Maríu Ant-
onettu. Asma al-Assad, eiginkona Bashirs
al-Assads, einræðisherrans í Sýrlandi, átti
þátt í að milda ímynd manns síns. Fyrir
hálfum mánuði lýsti hún yfir stuðningi við
mann sinn, um það leyti, sem bætt var í
sprengjuregnið á bæinn Homs. Hún er úr
súnnítafjölskyldu frá Homs, þar sem upp-
reisnarmenn eru einna sterkastir. Þar
liggja heilu hverfin í rúst að því er fram
hefur komið í fjölmiðlum og herinn myrðir
íbúana kerfisbundið.
Asma fæddist í London árið 1975, móðir
hennar er fyrrverandi diplómati og faðir
hennar hjartaskurðlæknir. Foreldrar
hennar voru vinir Hafez al-Assads, fyrr-
verandi forseta Sýrlands og föður núver-
andi forseta. Hún nam við Queen’s Col-
lege, sem er fyrir konur, og síðan King’s
College í London. Eftir námið réði hún sig
til starfa í fjárfestingum hjá Deutsche Bank
í London. Henni hafði verið veitt innganga
í viðskiptaskóla Harvard, en ákvað frekar
að giftast Bashir al-Assad, sem er tíu árum
eldri en hún, giftust árið 2000 og þá flutti
hún í fyrsta skipti til Sýrlands. Þau eiga
þrjú börn.
Hreifst af „gildum“ eiginmannsins
Í breska blaðinu Independent er haft eftir
ónefndum ævisöguritara að Bashir hafi
valið Ösmu þvert á vilja systur sinnar og
móður, sem voru á móti ráðahagnum
vegna þess að hún væri súnníti og hann úr
röðum alavíta, sem heyra til síta.
Asma er eins og klippt út úr tískublaði
og hefur verið borin saman við Raniu,
drottningu í Jórdaníu, og Cörlu Bruni, for-
setafrú í Frakklandi. Hún hefur tekið á
móti spænsku konungshjónunum í Sýr-
landi og hjónunum og Hollywood-
stjörnunum Angelinu Jolie og Brad Pitt. Í
heimsókn í Frakklandi 2010 sagði hún í
samtali við Paris Match að hún hefði gifst
Bashir vegna þeirra „gilda“ sem hann
stæði fyrir.
Asma al-Assad hefur nánast horfið af
sjónarsviðinu eftir að uppreisnin hófst í
Sýrlandi í mars í fyrra. Um svipað leyti
birtist umfjöllunin, sem vísað var til í
upphafi, um hana á forsíðu Vogue. Í
greininni var Sýrlandi lýst sem öruggasta
landi Mið-Austurlanda og yfir því ríktu
hjón, sem rækju heimili sitt á „óheftum
lýðræðislegum forsendum“. „Við kjósum
öll um hvað við viljum og hvar,“ hafði
blaðið eftir henni og sagði í Independent
að mörgum Sýrlendingum hefðu ofboðið
þessi ummæli og spurt sig hvers vegna As-
sad-fjölskyldan leyfði ekki öllum íbúum
landsins að njóta þeirra réttinda. Greinin
er nú horfin af heimasíðu Vogue.
Í byrjun janúar birtist Asma við hlið
manns síns þar sem hann ávarpaði stuðn-
ingsmenn sína. Myndir af henni skælbros-
andi ásamt tveimur barna þeirra birtust
víða. Á fundinum sagði forsetinn að sigr-
ast yrði á öllum samsærum gegn landinu.
Stöðvuð á leið á flugvöllinn
Sagt er frá því í grein í þýska blaðinu Ta-
gesspiegel að tveimur vikum síðar hafi
Asma reynt að flýja land ásamt börnum
sínum, móður Assads og frænda. Að sögn
stjórnarandstöðunnar þvingaði hópur lið-
hlaupa úr leyniþjónustunni bílalest for-
setafrúarinnar til að nema staðar á leiðinni
út á flugvöll og tókst lífvörðum forsetans
með naumindum að bjarga þeim aftur í
forsetahöllina.
Hlutskipti Ösmu hefur verið víða til
umfjöllunar. Fall forsetafrúar Sýrlands í
ónáð, var fyrirsögn fréttaskýringar AFP.
Breskir fjölmiðlar gera mikið úr bresku
ríkisfangi hennar „Hvað finnst eiginkonu
Assads, greindri, menntaðri konu, sem al-
in er upp í hinu frjálslynda Bretlandi og
virðist helga sig góðum málefnum, um þá
illsku, sem daglega á sér stað í Sýrlandi og
hvergi í meira mæli en Homs, heimabæ
fjölskyldu hennar?“ var spurt í grein í
breska blaðinu Times. Nokkrum dögum
síðar barst blaðinu tölvupóstur frá for-
setafrúnni: „Forsetinn er forseti alls Sýr-
lands, ekki hluta Sýrlands. Ég styð hann í
því hlutverki,“ skrifaði Asma og bætti við
að hún vildi brúa bil og hvetja til sam-
ræðna.
Asma al-Assad, eiginkona Bashirs al-Assads Sýrlandsforseta, sást í janúar á fundi til stuðn-
ings manni sínum í Damaskus ásamt tveimur barna þeirra, Karim sjö ára og Zein níu ára.
Reuters
Eiginkona einræðisherrans
reyna að draga úr ódæðisverkinu svaraði
Rifaat um hæl: „Um hvað eru að tala, sjö
þúsund? Nei, nei. Við drápum 38 þúsund.“
Rummungaveldi fjölskyldunnar
Fjölskylda Assads hefur því ráðið lögum og
lofum í Sýrlandi í rúmlega 40 ár og hrifsað
til sín bæði völd og auð.
Erfitt er þó greinilega að meta hversu rík
Assad-fjölskyldan er. Schmuel Bar, ísr-
aelskur Sýrlandssérfræðingur, taldi árið
2006 að fjölskyldan ætti um þrjá milljarða
dollara. Jórdanski fréttavefurinn Alba-
waba taldi hins vegar nýverið að fjöl-
skyldan ætti 40 milljarða dollara, sem væri
þrefalt andvirði árlegs útflutnings frá
landinu. Vefurinn Canadian Business On-
line komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að
Assad-fjölskyldan ætti 144 milljarða doll-
ara.
Eftir að Assad komst til valda hreiðraði
stórfjölskylda hans um sig við kjötkatlana,
frændur, frænkur og tengdafólk. Talað er
um að þúsundir vandamanna hafi notið
góðs af. Netið er flókið og erfitt að rekja
slóð peninganna í áranna rás. Hún liggur í
gegnum fyrirtæki, einkaleyfi af ýmsum
toga, gjaldeyrisviðskipti.
Á vefnum Albawaba er til dæmis talið að
Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, eigi um
tvo milljarða evra, sem liggi á reikningum í
Sviss. Meðallaun í Sýrlandi eru um 200
dollarar.
Talið er að Bashir al-Assad hafi árið 1998
tekið við yfirumsjón viðskipta við Líb-
anon, sem þá var hersetið af Sýrlend-
ingum. Telja sérfræðingar að hann hafi átt
þátt í umfangsmiklu peningaþvætti. Bas-
hir hafi ásamt Mahir bróður sínum tekið
25% af þeim fjármunum, sem fóru í gegn-
um peningaþvottavélina.
Herra fimm prósent
Rami Makluf heldur utan um alla þræði í
efnahagslífinu í Sýrlandi. Móðir hans, An-
issa al-Assad, var föðursystir Bashirs. Um-
svif hans eru meðal annars kunn vegna
þess að Bandaríkin lögðu árið 2008 bann
við viðskiptum við hann og Evrópusam-
bandið sigldi í kjölfarið í fyrra. Ríkisborg-
urum Bandaríkjanna og ríkja ESB er bann-
að að eiga viðskipti við hann á þeirri
forsendu að hann sé áhrifamikill sýr-
lenskur kaupsýslumaður, sem hafi byggt
veldi sitt upp með því að nota sambönd
sín við stjórnarliða, hann „ýti undir spill-
ingu í hinu opinbera og hagnist á henni“,
eins og segir í rökstuðningi Bandaríkja-
manna.
Dagblaðið Financial Times komst árið
2011 að þeirri niðurstöðu að 60% af sýr-
lensku efnahagslífi lytu stjórn Maklufs.
Hann hefur viðurnefnið „herra fimm pró-
sent“ vegna þess að sagt er að enginn í
Sýrlandi geti stundað viðskipti án þess að
hann fái sinn hlut. Að mati franska dag-
blaðsins Le Monde voru eignir Maklufs ár-
ið 2008 um sex milljarðar dollara. Makluf
er helsti eigandi farsímafyrirtækisins Sy-
riatel og eignarhaldsfyrirtækisins Cham
Holding, sem á lúxushótel, veitingastaði,
fasteignir og fyrsta einkaflugfélag Sýr-
lands. Þess utan á hann fríhafnarverslanir,
fríverslunarsvæði á landamærum Sýrlands
að Líbanon og verslunarkeðjur. Hann á
hluti í bönkum bæði heima fyrir og er-
lendis, tryggingafélögum, sjóvarpssend-
um og einkaskólum. Að auki á Makluf-
fjölskyldan einkaleyfi á innflutningi á tób-
aki til Sýrlands.
Það er því engin furða að reiði mótmæl-
enda í Sýrlandi skuli einnig beinast að
Makluf. Allt frá því að mótmælin hófust
fyrir ári hefur mátt sjá mótmælaspjald
með ásjónu hans ásamt orðinu „þjófur“.
Brot gegn mannkyni
Margir óttast að hryllingur sé í vændum í
Sýrlandi. Í skýrslu, sem Sameinuðu þjóð-
irnar birtu á fimmtudag, segir að sýrlensk
stjórnvöld hafi fyrirskipað „umfangsmikil
mannréttindabrot“ og um sé að ræða
stefnu, sem hafi verið ákveðin á „efstu
stigum hers og ríkisstjórnar“. Segir í
skýrslunni að um sé að ræða glæpi gegn
mannkyni. Þar segir að uppreisnarsveit-
irnar, sem kalla sig Frjálsa sýrlenska her-
inn og samanstendur að mestu úr lið-
hlaupum úr liði Assads, hafi einnig framið
glæpi, en þeir séu „ekki samanburð-
arhæfir í umfangi og skipulagi við þá, sem
ríkið hafi framið.“
Liðhlaupar úr sýrlenska hernum
fagna í héraðinu Homs. And-
spyrnan við stjórnvöld í landinu
kemur úr ýmsum áttum.
AP
AP