SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 21

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 21
26. febrúar 2012 21 urs og það var ekki fyrr en síðdegis á mið- vikudegi að Slysavarnafélaginu var til- kynnt, að skipsins hefði ekki orðið vart síðan á laugardagskvöld, þegar síðast var haft samband við það út af Selvogi. Í Morgunblaðinu á fimmtudeginum var rætt við Albert Bjarnason talstöðvarvörð við Keflavíkurradíó, sem síðastur hafði verið í sambandi við skipið, fyrir kvöld- mat á laugardeginum. „Ég var að vinna á talstöðinni á laugar- daginn, og einhverntíma fyrir kl. sjö um kvöldið talaði ég við skipstjórann á Stuðlabergi, Jón Jörundsson. Sagðist hann þá vera staddur út af Selvogi og allt í lagi um borð,“ segir Albert í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. Hann segist hafa rætt við skipstjórann nokkra stund um daginn og veginn, aflabrögð og fleira. „Þetta sama kvöld, bæði fyrir og eftir samtalið við Stuðlaberg, talaði ég við skip- stjórann á Bergvík, Magnús Bergmann. Hann var á þessari sömu leið fyrir Reykja- nesið. Sagði skipstjóri að sæmilegt ferða- veður væri, og endurtók það síðast við mig í dag, að veður hefði ekki verið slæmt.“ Albert sagði að Stuðlabergið hefði átt að vera komið til Hafnarfjarðar eða Keflavík- ur fyrir miðnættið á laugardag. „Mér datt ekkert í hug fyrr en hringt var til mín í dag [miðvikudag], en ég hafði gert tilraunir að ná sambandi við skipið frá því á mánudag eftir beiðni. Ég vissi, að skipið átti að vera komið inn um það bil tveimur tímum á undan Bergvíkinni frá Keflavík. Þegar svo Bergvíkin kom hingað og ekkert fréttist til Stuðlabergsins, þá var ég þó grandalaus, vegna þess að skipið hefði getað farið til Hafnarfjarðar eða annað. Það var ómögu- legt að hugsa sér, að illa hefði farið. Það var hlustað vandlega hér um allt Suðvest- urland, vegna strandsins við Hjörleifs- höfða [þar sem bátur strandaði þessa helgi], en ekkert heyrðist í Stuðlaberginu. Ef eitthvað hefði verið sent frá skipinu hefði það örugglega heyrzt.“ Huldukona vitjaði Ragnheiðar Jóna Björg, eiginkona Kristjáns 1. vél- stjóra, gaf Stuðlaberginu nafn í Mandal í Noregi árið 1960. Ragnheiður, eiginkona skipstjórans, var þá heima á Íslandi, kom- in á steypirinn eins og hún orðar það sjálf, ólétt að Hafrúnu sem fæddist um sumarið. Ragnheiður og Jón eignuðust aðra dótt- ur, Brynhildi, tæpu ári síðar og systurnar voru skírðar saman. „Jörundur og María tengdaforeldrar mínir bjuggu á Elliða í Staðarsveit, bæ sem nú er löngu kominn í eyði, þar sem stór steinn í túninu heitir Gýgjarsteinn. Gat er í fjallinu og sagt að steinninn hafi oltið fyrir mörg hundruð árum niður túnið. Tengdamóðir mín sagðist hafa séð huldukonu þarna og þeg- ar ég gekk með Hafrúnu dreymdi mig að huldukonan kæmi til mín; hún sagði mér allt um slysið en ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar hvað hún átti við. Það eina sem ég mundi úr draumnum var nafn stúlkunnar sem hún rétti mér; Hafrún, vegna þess að ég hafði aldrei heyrt þetta nafn áður. Nafnið greyptist í huga mér.“ Systurnar Brynhildur og Hafrún voru skírðar saman. „Jón hélt á Hafrúnu þegar hún var skírð og ég á Brynhildi, þeirri yngri. Og við athöfnina sá ég Hafrúnu al- veg eins og í draumnum þegar huldukon- an talaði við mig.“ Ragnheiður bætir því við að eiginmaður hennar bar millinafnið Hildiberg, einmitt vegna þess að huldukonan bað Ólöfu tengdamóður hennar að skíra drenginn því nafni. Jóna Björg og Ragnheiður segja báðar að þær upplifi hvarf Stuðlabergsins á ný í hvert skipti sem sjóslys verður. „Síðast rifjaðist allt upp fyrir mér þegar ég heyrði Eirík Inga [Jóhannsson] segja frá því í sjónvarpinu þegar hann komst af eftir að Hallgrímur SI sökk um daginn. En þetta er gangur lífsins; svona er að vera gift sjó- manni,“ segir Ragnheiður við Sunnudags- moggann. „Þetta var þannig slys að enginn vissi neitt og mér fannst hræðilegt að það skyldi aldrei koma fram. Verst af öllu var að enginn skyldi hafa áttað sig á neinu og ekki hafi verið farið að leita fyrr en svona löngu eftir slysið,“ segir Ragnheiður. Hún segist alltaf hafa verið með stillt á bátastöðina og hafa heyrt í Jóni manni sínum tala við Keflavíkurradíó á laug- ardagskvöldinu. „Ég ákvað því að baka eitthvað fyrst þeir væru á heimleið. Ég hringdi svo í Keflavíkurradíó á sunnu- dagsmorguninn og spurði af hverju þeir væru ekki komnir heim og þá var mér sagt að öll skip hefðu snúið við. Við vorum því allar rólegar vegna þess að skipin hefðu farið aftur til Vestmannaeyja.“ Eftir hálfa öld situr slysið skiljanlega enn í konunum sem misstu menn sína. Jóna Björg nefnir sem dæmi að nákvæm- lega fimmtíu árum eftir slysið – föstudag- inn 17. febrúar sl. – hafi hún verið við minningarathöfn um Magnús Þórarin Daníelsson, einn sjómannanna sem fórust með Hallgrími SI. Þannig vill til að Magnús átti heima í næsta húsi við Jónu Björg í Njarðvík fyrir margt löngu. „Ég var kvíðin að fara á minningar- athöfnina, en ég hafði gott af því. Mér leið betur á eftir. Það var erfitt, ég get ekki neitað því, þótt svona mörg ár séu liðin; þótt ég giftist aftur og hafi haft það gott í lífinu. Allt rifjast þetta óneitanlega upp fyrir manni á svona stundum, og reyndar alltaf þegar sjóslys eiga sér stað,“ segir Jóna Björg Georgsdóttir. Forsíða Morgunblaðs- ins fimmtudaginn 22. febrúar 1962, daginn eftir að í ljós kom að Stuðlabergið hefði far- ist, fjórum dögum eftir að slysið varð. Karl Jónsson, mágur Jóns og Kristjáns. Hann var giftur Ester, systur bræðranna. Minningarreitur um hina látnu sjómenn vígður við Ingjaldshólskirkju á Snæfellsnesi. Stuðlabergið fánum prýtt eftir að því var hleypt af stokkunum í Noregi 1960. Minnismerki í Keflavíkurkirkjugarði, um sjó- mennina 11, unnið úr stuðlabergi.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.