SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Qupperneq 22
22 26. febrúar 2012
Þingmenn eru ekki mjög hátt skrifaðirum þessar mundir, en öll sanngirnimælir með því, að bent sé á að slík staðasé ekki ný. Það orð hefur lengi legið á að
inn á þingið rekist einkum fólk sem sé þar ein-
göngu til að potast fyrir eigin frama, sé vissulega
með velferð almennings á vörunum en hvergi
nema þar. Slíkar alhæfingar eiga auðvitað ekki
rétt á sér. En þær eru samt lífseigar, m.a. því að
þannig talar svo sem helmingur þingmanna til
hins helmingsins ár og síð og fær borgað í sömu
mynt, svo engin undur eru að það festist að lok-
um sem óumdeild sannindi.
„Það verður að skipta út á þinginu“
Þrátt fyrir stöðugt illt umtal og að launin séu ekki
neitt til að hrópa húrra fyrir, þótt þau séu vissu-
lega vel rúmlega meðallaun í landinu, virðist
ennþá verulegt framboð til slíkra starfa, og jafnan
er það mun meira en eftirspurnin, sem er eftir 63
starfsmönnum, fjórða hvert ár. Stundum er bent
á að til viðbótar skítkasti, veimiltítulegri virðingu
og launum, sem ekki er hrópað húrra fyrir, sé
starfsöryggi lélegt. Oftast sé það ekki nema fjögur
ár, en getur orðið enn skemmra, ef kosningar
bresta óvænt á. Þar á móti er haft að starfsöryggi
sé í rauninni víðar stopult um þessar mundir í
vaxandi atvinnuleysi og almennri deyfð. Svo ekki
sé talað um þegar starfandi eru í landinu haturs-
full stjórnvöld, sem hika ekki við að beita fas-
ískum aðferðum gegn sjálfstæði seðlabanka
landsins, leggja forstjóra fjármálaeftirlits í einelti
þegar slá ætti um hann skjaldborg og hefja rógs-
herferð gegn nýráðnum forstjóra bankasýslu, sem
fullyrt hafði verið af „fagstjórninni“, sem hafði
fullt og einskorðað umboð til verksins, að við það
hefði hún beitt því sem næst fullkomnu ráðning-
arferli. Í Kópavogi sprakk meirihluti nýlega vegna
þess að samfylkingarforinginn þar vildi fara í föt-
in þeirra Jóhönnu og Steingríms og fautast gegn
og flæma burtu embættismann, sem ekki var
Samfylkingu pólitískt þóknanlegur.
Örar breytingar á þingliði
En hvað sem slíkum vangaveltum líður um at-
vinnuöryggi þingmanna koma upp fyrir hverjar
kosningar „háværar kröfur“ um að nú verði að
skipta verulega út liði á Alþingi, til þess að reyna
að „laga ástandið“. Og að kvöldi kjördags mæta
spekingarnir alkunnu með speki sína „í settið“ og
komast jafnan að þeirri niðurstöðu að augljóst sé
að í þessum kosningum verði veruleg breyting á
andlitum á þinginu. Þetta margir hafi hætt eða
fallið og þetta margir komið í staðinn, svo vænta
megi nýrra viðbragða og vinnubragða næsta kjör-
tímabilið. Og undirliggjandi í þessum alvöru-
þrungnu spádómum er jafnan að ástandið muni
væntanlega skána fyrst mannabreytingarnar séu
þó þetta miklar, því naumast geti það versnað.
Allir viti jú hvernig ástandið hafi verið. En á dag-
inn kemur að það hafa ekki orðið nein sérstök
tíðindi, þótt drjúgur hópur þingmanna hafi ekki
átt afturkvæmt, því beinharðar tölur sýna að síð-
ustu 70 árin tæp hafa fjölmargir nýir þingmenn
skilað sér í þingsalinn að loknum hverjum einustu
kosningum. Hlutfallslegur fjöldi hinna nýju í
þessi 70 ár er 28,2% samkvæmt Handbók Alþing-
is. Og ef aðeins er horft til síðustu sex alþing-
iskosninga er meðaltalið ennþá hærra eða
33,88%. Þriðji hver þingmaður kemur nýr inn.
Og sé aðeins horft til síðustu tvennra kosninga slá
þær öll met: 38,1% nýir þingmenn 2007 og 42,9%
2009. Meðaltalið 40,5%. Ef rétttrúnaðurinn og
endurtekin forskrift spekinganna hefur eitthvert
gildi, þá ætti annar eins efniviður aldrei nokkru
sinni að hafa setið á Alþingi og sá sem situr þar
nú. Lausleg skoðun sýnir að 60% núverandi
þingmanna hafa setið á Alþingi Íslendinga fimm
ár eða skemur, enda var meðalþingaldur aðeins
tæp sjö ár þegar kjörtímabilið hófst. En nú kynnu
einhverjir að hugsa sem svo, að þrátt fyrir þetta
æpandi reynsluleysi á þinginu hljóti að vera til
staðar þaulreyndir þingmenn, sem geta veitt
yngri þingmönnum leiðsögn í „guðsótta og góð-
um siðum“, vönduðum vinnubrögðum, agaðri og
heiðarlegri framgöngu, sóma og sannleiksást,
sem sé líklegust til að ávinna þeim traust og virð-
ingu. En þegar skoðað er hvaða þingmenn koma
þar fyrst til álita, þá sést að aldursforsetinn, Jó-
hanna Sigurðardóttir, hefur setið á þingi í tæp 34
ár og á hæla hennar, eins og endranær, kemur
Steingrímur J. með tæp 30 ár. Svo þar fór sú von.
Nýleg dæmi endurspegla
reynsluleysi eða annað verra
En hugurinn hvarflar óneitanlega að æpandi
reynsluleysi þingmanna, þegar horft er til hrap-
allegra afglapa þeirra að undanförnu. Allir vita
hvernig þeir ultu út af mjóa veginum, eins og
blindir kettlingar sætu undir öllum stýrum, eftir
að Hæstiréttur skaut stjórnlagaþingskosning-
arnar í kaf. Allir vita hvernig núverandi þing-
heimur gerði sitt til að andæfa því að þjóðin gæti í
tvígang tekið í taumana í Icesave-málinu. Og
flestum ofbauð sem horfðu upp á svikamyllurnar
sem voru forskrift atkvæðagreiðslunnar í lands-
dómsmálinu. Og sú vitleysa heldur áfram. Nú
getur nefndin, sem haldið hefur því máli í gísl-
ingu, ekki afgreitt það, því hún segist vera að
skoða hvort þingmenn sem kunna að bera vitni
fyrir Landsdómi megi greiða atkvæði um málið í
þinginu! „Er grautur í höfðinu á yður?“ spurði
dönskukennarinn í MR er hún afhenti nemand-
anum útbíaðan stílinn í rauðu forðum tíð, og fór
Reykjavíkurbréf 24.02.12
Grautur látinn draga ályktanir