SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Side 23

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Side 23
26. febrúar 2012 23 óþægilega nærri veruleikanum, án röntgen- myndar eða annarra hjálpartækja. Hvaða endemis auli hefur komið því inn í höfuðið á þessari nefnd að þarna sé um boðlegt álitaefni að ræða? Van- hæfistilvik þingmanns eru sárafá og tæmandi tal- in í lagatextum. Óboðleg framkoma Björgvin Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráð- herra, kom sér undan að greiða atkvæði í lands- dómsmálinu með því að finna út að hann væri vanhæfur til þess. Fyrir því fann hann heima- tilbúnar ástæður sem var verri grautargerð en hjá delanum með dönskustílinn. Verra var þó, að sú ákvörðun þingmannsins var með eindæmum ódrengileg, svo ekki finnast mörg svo vond dæmi í þingsögunni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru tilbúnir að slá skildi fyrir þennan þingmann, þegar ýmis flokkssystkini hans sóttu að honum. Og hann vildi samt reyna að stuðla að því, með óframbærilegum flóttaskýringum, að láta Geir H. Haarde svara einan til saka, og þá kannski ekki síst fyrir efni sem stóðu næst Fjármálaeftirlitinu, sem Björgvin bar pólitíska ábyrgð á og hafði per- sónulega valið stjórnarformanninn fyrir. Fjár- málaeftirlitið gegndi og gegnir einstæðu hlut- verki, enda er það eina stofnunin sem nefnd er til sögunnar í lagatexta um eftirlit með fjármálafyr- irtækjum og starfsleyfisgjöf til þeirra og fékk ein- okun á víðtækum valdheimildum, þar með talið hvers kyns þvingunarúrræðum, þegar þetta verkefni var flutt frá Seðlabanka Íslands fyrir ára- tug. Það var önnur og meiri reisn yfir framgöngu fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, en Björgvins Sig- urðssonar, eftir að niðurstaða skrípaleiksins í landsdómsmálinu lá fyrir á Alþingi. Morgunblaðið/Ómar Krakkar af Leikskólan- um Laugaborg á heim- leið eftir skemmtiferð í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn í Laugardal. Gaman er að sjá gamlar myndir sem gefaendurminningunni nýtt líf,“ sagði í póstisem blaðamanni barst frá Pétri Krist-inssyni eftir að hann las grein um ljós- myndir Bárðar Sigurðssonar Mývetnings í síðasta Sunnudagsmogga. Sérstaklega nefndi Pétur myndina þar sem verið er að saga rekavið eftir endilöngu með stórviðarsög, þar sem tveir menn, annar uppi í trönum, munda sögina upp og niður. „Ég var sex ára veturinn 1954-5 í sveit á Breiðavaði í Langadal, A-Húnavatnssýslu,“ segir Pétur í póstinum og bætir við: „Bóndinn þar, Sigfús Bjarnason, var hagleikssmiður og stór á velli. Ég man eftir því að hann hafði sett stóran planka upp á fjósþakið til að saga hann eftir endilöngu. Ég, smásnáðinn, var settur á sögina á jörðu niðri, en bóndinn, rammur að afli, stóð uppi á plankanum og sagaði og lá oft við að ég færi upp með söginni!“ Pétur sendi Sunnudagsmogganum meðfylgjandi mynd, en hún er tekin á Breiðavaði sumarið 1956 eða 57. Frá vinstri talið, fullorðna fólkið: Helga Sigfúsdóttir, þá heimasæta en trúlofuð Pálma Jóns- syni, bóndasyni á Akri, sem síðar varð alþingismaður og ráðherra; Jóhanna Erlendsdóttir húsfreyja; Sigfús Bjarnason bóndi, sem varð 60 ára vorið 1957. Strákarnir eru, frá vinstri talið: Örn Arnarson frá Siglufirði, var elztur þeirra þótt minnstur væri; Pétur Kristinsson, þá átta ára og þar þriðja og næstsíðasta sumarið á Breiðavaði svo og einnig veturinn þar 1954-5; Páll Þormar, „einu ári eldri en ég, sonur Garðars Þormars (Gæja) sem var frægur rútubílstjóri hjá Norðurleið forðum daga. Páll lézt fyrir nokkrum árum, en hann bjó lengi á Raufarhöfn“, segir Pétur í póstinum. Pétri áskotnaðist myndin eftir að hann var viðstaddur útför Kjartans Magnússonar í Borgarnesi, eiginmanns Jónu frænku sinnar frá Urriðaá. Þar hitti hann þau Helgu og Pálma í erfidrykkjunni. „Helgu hafði ég ekki hitt síðan ég var síðast á Breiðavaði, en hún og Jóna höfðu verið saman í her- bergi á Húsmæðraskólanum á Blönduósi veturinn 1954-5, að mig minnir. Helga sagði mér frá þess- ari mynd – og 24. janúar 2011 hringdi hún, komin með myndina. Ég beið ekki boðanna og heimsótti þau Helgu og Pálma á heimili þeirra í Blönduhlíð 19 (já, þau völdu götuna við hæfi, hafandi alizt upp sitthvorumegin við Blöndu forðum daga). Ég þáði kaffi hjá þeim hjónum og rifjuðum við upp þá gömlu góðu daga á Breiðavaði. Sérstaklega var fróðlegt að heyra frásögn Pálma frá ráðherratíð sinni í ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen á árunum 1980-1983. „Þetta er eina myndin sem ég á frá þessum árum mínum sem sveita- strákur á Breiðavaði og kann ég þeim hjónum beztu þakkir fyrir að útvega mér hana.“ Skapti Hallgrímsson Gamlar myndir kveikja líf í minningum Rabb „Ég sagðist ekki hafa vitað af því að upp- sögn hefði farið fram fyrr en ég heyrði um slíkt í fjölmiðlum enda kom á daginn, að það var ekki rétt. Forstjóra Fjármálaeft- irlitsins hefur ekki verið sagt upp held- ur hefur stjórn [FME] rætt við hann um hugsanleg starfslok.“ Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi eftir að hafa áður sagt í fréttum Stöðvar 2 að hann hefði frétt af uppsögninni í fjölmiðlum og klykkt út með: „Fjármálaeftirlitið er sjálfstætt í sínum störfum.“ „Þrátt fyrir að mér finn- ist ennþá framúrskarandi hugmynd að ég verði forseti lýðveldisins lít ég svo á að ég hafi ekki tækifæri til að hrinda henni í fram- kvæmd að svo stöddu.“ Steinunn Ólína fer ekki í forseta- framboð. „Hún hélt fyrst að þetta væri dúkka …“ Þórunn Ósk Haraldsdóttir um hetjudáð dóttur sinnar Aniku Mjallar Júlíusdóttur, sem er tíu ára og bjargaði eins árs barni frá drukknun. „Mér finnst þetta vera allsherjar hand- arbakavinna og í raun algjört klúður.“ Sigurður Líndal, prófessor við Háskólann á Bif- röst, um þá ákvörðun Alþingis að kalla stjórnlagaráð saman til fjögurra daga vinnu í næsta mánuði. „Það er erfitt að átta sig á hvað stjórnlagaráð á að fjalla um og það hefur mjög stuttan tíma til þess.“ Björg Thorarensen, prófessor við Háskóla Ís- lands, af sama tilefni. „Atvinnuveganefnd þingsins er atvinnulaus.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sem situr í atvinnuveganefnd, segir at- vinnumálin í lausu lofti. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.