SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 26

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 26
26 26. febrúar 2012 Dag einn rölti ungur maður íhægðum sínum inn á skrif-stofu hjá renni- og mótaverk-stæðinu Vélvík í Reykjavík og spurði hvort menn gætu smíðað fyrir hann eldflaug. Þegar Daníel Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Vélvíkur, hafði fullvissað sig um að unga manninum væri alvara kinkaði hann áhugasamur kolli. „Fyrst við getum smíðað kafbáta hljótum við að geta smíðað eldflaugar!“ Þetta er sönn saga og með henni rök- styður Daníel þá fullyrðingu sína að hver einasti dagur í Vélvík sé ekki bara skemmtilegur heldur líka spennandi. Allt geti gerst. Ungi maðurinn var verk- fræðinemi og enda þótt eldflaugin sem hann hafði í huga væri ekki sömu gerðar og þær sem þeir skjóta upp á Canaveral- höfða var hann sannarlega að biðja um eldflaug. Og hana fékk hann. Daníel tekur þó skýrt fram að hlutverk Vélvíkur hafi verið að smíða einstaka hluti í eldflaugina. Smári Freyr Smárason og Magnús Már Guðnason hjá Áhuga- mannafélaginu AIR (Amateur Icelandic Rocketry) hafi séð um að setja hana sam- an. „Þetta gekk ágætlega og þeir eru búnir að skjóta nokkrum eldflaugum upp í til- raunaskyni,“ upplýsir Daníel en forvitnir lesendur geta kynnt sér verkefnið betur á vefslóðinni eldflaug.com. Að sögn Daníels hefur eldflaugarverk- efnið það fram yfir mörg önnur verkefni sem Vélvík hefur tekið að sér gegnum ár- in að menn vissu hvað þeir voru að smíða. „Hér búum við til allskonar hluti sem við höfum ekki hugmynd um hvað eru og þaðan af síður hvaða tilgangi þeir þjóna. Menn koma bara með teikningar sem við förum eftir. Eins eru sumir hlutir sem við smíðum hreinlega leyndarmál,“ segir Daníel og bætir við að oft og tíðum sé Vélvík að smíða hluti fyrir samkeppn- isaðila og fyrir vikið megi ekkert kvisast út. „Raunar ættu allir vinnusalir hér að vera læstir, þannig væri það í útlöndum, en eins og við vitum er Ísland svolítið sér á parti. Við erum búnir að festa kaup á búnaði til að læsa sölunum fyrir óvið- komandi.“ Eins og iðnnjósnara sem hafa dulbúið sig sem blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu, skýt ég sposkur inn í. Daníel skellir upp úr. Magnað og fríkað Kafbátana, sem Daníel gat um, hefur Vél- vík framleitt í um áratug fyrir Teledyne Gavia (áður Hafmynd) sem sérhæfir sig í neðansjávarrannsóknum. Og verkefnið er að vinda upp á sig. „Við höfum verið að framleiða þetta einn til tvo kafbáta á ári en fyrir þetta ár liggur fyrir tíu báta pönt- un. Það er mjög ánægjulegt að vinna fyrir Hafmynd en yfirhönnuðurinn þeirra, Eg- ill Harðarson, hannar alveg magnaða hluti og á köflum fríkaða.“ Daníel, sem er rennismíðameistari, setti Vélvík á laggirnar haustið 1988 og var fyrst um sinn eini starfsmaður verk- stæðisins. „Minn bakgrunnur er í iðnaði, ég vann hjá Plastprenti í tíu ár, og ákvað strax að einbeita mér að þjónustu við iðnfyrirtæki en ekki sjávarútvegsfyr- irtæki eins og margir gerðu á þeim tíma. Ég þekkti hugsanaganginn sem gilti í iðn- aðinum og veðjaði á vandaða nákvæmn- issmíði fyrir iðnfyrirtæki. Á því var sann- arlega þörf, það hefur sýnt sig.“ Fljótlega gekk Magnús Ingi Magnússon rennismiður til liðs við Daníel og gerðist síðar meðeigandi. Það er saga að segja frá ráðningu hans. „Magnús var nýkominn heim frá Danmörku, þar sem hann vann á mótaverkstæði, og móðir hans sá auglýs- ingu frá mér í blöðunum. Síðan hringdi hún bara í mig og spurði hvort ég hefði ekki vinnu fyrir drenginn. Ég hélt það nú. Það var upphafið að afskaplega far- sælu samstarfi sem staðið hefur í meira en tuttugu ár.“ Óx fiskur um hrygg Fyrst fengust Daníel og Magnús aðallega við viðgerðarvinnu og mótasmíði fyrir plastiðnað en í dag er Vélvík mestmegnis að búa til vélar og tæki og framleiða hluti fyrir önnur framleiðslufyrirtæki sem síð- an setja þá smíði saman. Í hópi viðskiptavina Vélvíkur eru Stjörnuoddi, Marel, Össur, Marport, Ac- tavis, Orkuveita Reykjavíkur, Nýsköp- unarmiðstöð Íslands og háskólarnir í landinu. Þá segir Daníel fyrirtækið einnig fá verkefni erlendis frá í talsverðu magni. Eftir að Vélvík flutti í núverandi hús- næði á Höfðabakka 1 um áramótin 1994- 95, sem er fjórum sinnum stærra en Daníel Guðmundsson með nef á kafbáti í höndunum en gripurinn er smíðaður í einni og sömu vélinni. Smíða kafbáta og eldflaugar Renni- og mótaverkstæðinu Vélvík í Reykjavík er ekkert óviðkomandi enda smíða menn þar jöfnum höndum kafbáta og eldflaugar. Daníel Guðmundsson fram- kvæmdastjóri segir þar líka verða til allskonar hluti sem enginn veit hvað eru – og þaðan af síður hvaða tilgangi þeir eiga að þjóna. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is Eigendur Vélvíkur: Daníel Guðmundsson og Magnús Ingi Magnússon í vélasalnum. Gústaf Guðbrandsson renni- smiður við fullkomnustu vél Vélvíkur. Hún getur smíðað hluti í „bullandi þrívídd,“ eins og Daníel kemst að orði. Sum verkefni hentar betur að vinna með gamla laginu. Pétur Einarsson rennismiður að störfum.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.