SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 27

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 27
Morgunblaðið/Kristinn 26. febrúar 2012 27 gamla húsnæðið, óx fyrirtækinu hratt fiskur um hrygg og nú starfa hjá því tutt- ugu manns. Mest rennismiðir. Aftur urðu vatnaskil í rekstrinum með fyrstu tölvu- stýrðu smíðavélinni árið 1996 en þær vél- ar eru orðnar tólf í dag. „Ég held að ég geti leyft mér að fullyrða að við séum með fjölbreyttasta tækjakost landsins í þessu fagi,“ segir Daníel en tölvustýrðu vél- arnar eru engin smásmíði. Eina ókostinn við tölvustýrðu vélarnar segir Daníel vera að eins stykkis smíði verði býsna dýr í þeim, sérstaklega ef stykkið er lítið. „Þá smíðum við bara með gamla laginu, við búum að þannig tækj- um líka.“ Afskaplega gott starfsfólk Húsnæðið á Höfðabakka er samtals um 1.000 fermetrar. Eigi að síður er það farið að þrengja að starfseminni og Daníel upplýsir að menn séu farnir að svipast um eftir nýju húsnæði, a.m.k. helmingi stærra. „Ég sá aldrei fyrir mér í upphafi að þetta myndi vinda svona upp á sig,“ seg- ir Daníel þegar útþenslu Vélvíkur ber á góma. „Velgengnin byggist á stefnu fyr- irtækisins, tryggð viðskiptavinanna og samkeppnishæfu verði en aðallega þó starfsfólki Vélvíkur. Fyrirtæki er ekkert nema fólkið sem þar vinnur og við erum svo lánsamir að vera með afskaplega gott starfsfólk sem margt hefur starfað hjá okkur í á annan áratug. Þetta fólk ræður við öll þau verkefni sem okkur eru falin og í raun getum við smíðað hvað sem er, svo lengi sem það kemst í vélarnar okk- ar.“ Ekki ríkisstjórninni að þakka Daníel segir ekki sjálfgefið að Vélvík stækki meira en nú er orðið enda þótt rýmra mætti vera um núverandi véla- kost. „Eins og staðan er núna þurfum við að vísa frá okkur verkefnum en það sem stendur frekari stækkun fyrst og fremst fyrir þrifum er viðvarandi skortur á rennismiðum. Af einhverjum ástæðum er fagið ekki nægilega vel kynnt hér á landi. Það er synd og skömm enda er rennismíði bæði skemmtileg og skapandi vinna. Menn þurfa að vera frjóir í hugs- un.“ Fyrst rennismíðameistarinn er byrj- aður að „skammast“ getur hann ekki á sér setið að taka snúning á ríkisstjórn þessa lands. „Það er ekki sitjandi rík- isstjórn að þakka að okkur gengur vel. Skattahækkanir og gengishöft eru ekki það sem fyrirtækin í landinu þurfa á að halda. Að vísu höfum við í málmiðnaði sloppið betur en margir aðrir en það breytir ekki því að stefnan er röng. Kol- röng.“ Sýnishorn af framleiðslu Vélvíkur. Neistagraf, mót og afurðin sjálf, svefnrannsóknatæki. Ein eldflaug- anna sem hlutir voru smíðaðir í hjá Vélvík. Þegar Daníel Guðmundsson er spurður hvort hann eigi sér eitthvert drauma- verkefni prívat og persónulega þegar vélakostur Vélvíkur er annars vegar örlar á bliki í auga. „Ég er byssusmiður og með réttindi sem slíkur. Ætli ég væri ekki helst til í að smíða mér riffil frá upphafi til enda og fullnægja þar með þeim hégóma.“ Er það raunhæft? „Ef það er ekki hægt með þessum tækj- um, hvar er það þá hægt?“ Ljósmyndir af Daníel á vélfákum prýða veggi skrifstofu hans og óhjákvæmilegt að spyrja hvort Harley gamli Davidson sé einn af hans elstu og traustustu vinum. „Það má nú segja. Ég gegndi um tíma formennsku í Félagi Harley Davidson- eigenda á Íslandi. Hér áður hjólaði ég tíu til fimmtán þúsund kílómetra á ári en er latari við þetta núna.“ Hann er einnig mikill áhugamaður um fáka af holdi og blóði. „Hestamennskan er einskonar fæðingargalli hjá mér, ég ólst upp með hrossum. Síðan kom smá hlé áður en ég hellti mér aftur í hesta- mennskuna – í áratugi. Að því kom þó að tíminn var ekki lengur fyrir hendi og þá hætti ég. Hafi maður ekki tíma til að sinna blessuðum skepnunum er þessu sjálfhætt.“ Daníel hefur ferðast á hestum vítt og breitt um landið og segir fátt jafndá- samlegt og að ríða góðum hesti í nátt- úrunni upp til fjalla. „Ég hef farið ríðandi á ýmsa staði sem ég hefði annars aldrei komið á. Það er allt öðruvísi að ferðast á mótorhjóli enda er það vegasport, alla vega hjá mér, en kosturinn er sá að hægt er að hoppa á bak hvenær sem er. Mót- orhjól bítur ekki gras!“ Daníel er fjölskyldumaður og eig- inkona hans, Kristín Márusdóttir, starfar einnig hjá Vélvík, í bókhaldi. Það gera líka tveir synir hans, Márus og Haraldur, og tveir tengdasynir, Qussay og Theodór. Á veggnum sést mótórhjólakappinn knúsa eitt barnabarna sinna. „Síðan varð ég langafi um daginn,“ upplýsir hann. „Það er svo sem allt í lagi en það er verra að þurfa að sofa hjá langömmu ...“ Hlátrasköllin berast út á plan. Rawda Sól óskar afa sínum góðrar ferðar á hjólinu. Mótorhjól bítur ekki gras! Ljósmynd/eldflaug.com

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.