SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 30

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 30
30 26. febrúar 2012 Þ eir sem ráða, stjórnmálamenn og háttsettir embættismenn, vilja yfirleitt komast hjá því að þjóðir taki sjálfar ákvarðanir í eigin málum í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þetta kom skýrt í ljós í haust þegar Pap- andreou, þáverandi forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti að samkomulag við Evrópusambandið um aðstoð við Grikk- land yrði lagt undir þjóðaratkvæði til samþykkis eða höfnunar. Það varð uppi fótur og fit í höfuðborgum gróinna lýð- ræðisríkja Evrópu og svo fór að Pap- andreou var píndur til að falla frá þessum áformum. Sl. miðvikudag staðfesti Michael Link, Evrópuráðherra Þýzkalands, sem var á ferð í Dublin, í samtali við írska dagblaðið Irish Times, að Evrópusambandið hefði reynt að hafa orðalag ríkisfjármálasamn- ingsins með þeim hætti að ekki þyrfti vegna stjórnarskrár Írlands að leggja samninginn undir þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi. Áður hafði Enda Kenny, for- sætisráðherra Írlands, neitað því í írska þinginu að í Brussel væri unnið við slíka fágun orðalags ef svo má að orði komast. Í samtali við evrópska vefmiðillinn eurobserver sl. fimmtudag, sagði Margr- ethe Vestager, ráðherra og leiðtogi Ra- dikae Venstre í Danmörku, að stofnanir Evrópusambandsins yrðu að sýna aðild- arríkjunum virðingu og hlusta á þau. Ummæli ráðherrans benda til að hún telji eitthvað skorta á í þeim efnum. Í umræðum hér á Íslandi um beint lýð- ræði, bæði á fundum og í einkasamtölum, hef ég orðið þess var að bæði þeir, sem nú eru í stjórnmálum og þeir sem hafa áður starfað á þeim vettvangi, hafa miklar efa- semdir um kosti hins beina lýðræðis og telja gjarnan að það yrði fórnarlamb lýð- skrums, skoðanir fólks yrðu keyptar með fjáraustri í auglýsingar og ekki væri hægt að treysta því að fólk setti sig inn í mál með viðunandi hætti. Í grundvallaratriðum snýst þetta um það að „hin ráðandi stétt“ og þá er átt við í öllum flokkum, vill ekki láta völd sín af hendi. Beint lýðræði þýðir að völdin eru færð frá kjörnum fulltrúum til fólksins. Gefið hefur verið út upplýsingarit, sem heitir Nútímalegt beint lýðræði í Sviss og á Íslandi með afar fróðlegum upplýsing- um um beint lýðræði í Sviss. Bæklingur- inn er gefinn út með stuðningi frá utan- ríkisráðuneyti Sviss og sendiráði Sviss í Osló. Íslenzk útgáfa hans var útbúin af Evrópustofnun um þjóðarfrumkvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur IRI í samvinnu við Mannréttindastofnun og Lagastofnun Háskóla Íslands. Rit þetta er mikilvægt framlag til umræðna um beint lýðræði á Íslandi. Í upplýsingariti þessu segir m.a.: „Í Sviss má rekja sögu lýðræðisstofn- ana í kantónunum (kantónur eru full- valda fylki, sem saman mynda svissneska sambandsríkið) aftur til 15. aldar. Í kant- ónunni Graubunden gátu til dæmis nokkur sveitarfélög keypt sér frelsi frá lénsherrum og stofnuðu í kjölfarið eigin dómstóla. Til þess að verja hið nýfengna frelsi mynduðu þau með sér bandalög til að tryggja sjálfstæði og sjálfsákvörðunar- rétt samfélaga á svæðinu. Þetta banda- lagskerfi krafðist samhæfingar á milli einstakra svæða. Þess vegna ferðuðust erindrekar á milli þorpa með bakpoka fulla af skjölum svo hægt væri að gera samninga um sameiginleg málefni. Er- indrekarnir sneru svo aftur til heima- byggðar sinnar með undirritaða samn- inga og lögðu þá fyrir heimamenn til samþykkis eða höfnunar. Þannig varð hugtakið „referendum“(þjóðaratkvæða- greiðsla) til (á latínu: „re“=„aftur“ „ferre“= „færa“) … Reyndar var Sviss eins og við þekkjum það í dag stofnað með þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnar- skrána árið 1848 – allt frá þeim tíma hef- ur nútímalegt beint lýðræði verið mikil- vægur þáttur í friðsamlegri úrlausn deilumála.“ Fjallað er í upplýsingaritinu um þróun beins lýðræðis í Sviss. Um það segir: „Árið 1869 leiddi lýðræðishreyfing hins vegar til þróunar stjórnarskrár í kantónunni Zürich, sem gerði ráð fyrir mun meiri þátttöku. Með henni voru ný bein lýðræðisréttindi á borð við borgara- frumkvæði og (valfrjálsar) þjóðarat- kvæðagreiðslur innleidd. Kosningaréttur var þó enn takmarkaður og konum var ekki veittur aðgangur að ákvarðana- tökuferlinu …Í lok aldarinnar hafði sviss- neska fulltrúalýðræðið undirgengist margar mikilvægar breytingar, sem stuðluðu að beinu lýðræði: Borgaratillögur(1891): Allir kjósendur greiða atkvæði um minnihlutatillögu, sem er samþykkt og lögð fram af hópi borgara og undirrituð (í dag) af a.m.k. 100.000 borgurum (2% kjósenda). Almenn þjóðaratkvæðagreiðsla (1874): Allir kjósendur greiða atkvæði um lög sem hafa verið samþykkt af þinginu og (í dag) a.m.k. 50.000 borgarar (1% kjós- enda) hafa lagt til að verði sett í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Skyldubundin þjóðaratkvæðagreiðsla (1848): Allir kjósendur greiða atkvæði um mikilvæg málefni í þjóðaratkvæða- greiðslu, sem skylt er að halda skv. lög- um og varðar ályktun eða lög, sem samin eru af þinginu.“ Íslenzkt samfélag lamast aftur og aftur af stanzlausum innbyrðis deilum. Stjórn- kerfi landsins er í fjötrum margvíslegra sérhagsmuna. Návígið, sem byggist á fá- menni þjóðarinnar, innbyrðis skyldleika, persónulegri vináttu og því, sem á ensku er kallað: „old boys network“ er rótin að því að hrunið mikla varð. Það er bara til ein leið til þess að ráða bót á þessum veikleikum samfélags okk- ar – leið hins beina lýðræðis. Að fólkið sjálft taki hinar endanlegu ákvarðanir í þjóðaratkvæðagreiðslum og atkvæða- greiðslum innan sveitarfélaga. Þjóðin verður að taka völdin af „hinum ráðandi öflum“ og taka þau í sínar hend- ur. Við framkvæmd þeirra umbreytinga á samfélagsgerðinni getum við margt af Svisslendingum lært. Þjóðin verður að taka völdin af „hinum ráðandi öflum“ Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Í gærdag gerðist hér í bænum einn hörmulegasti at-burðurinn, sem um getur. Komið var að fimmmanna fjölskyldu látinni í húsi sínu. Hafði hús-bóndinn svipt konu sína lífi, þrjú ung börn þeirra og sjálfan sig.“ Með þessum orðum hófst baksíðufrétt í Morgun- blaðinu föstudaginn 27. febrúar 1953. Voðaverkið var framið í svokölluðu Dillonshúsi á Suðurgötu 2 en þar bjuggu hjónin Sigurður Magnússon lyfjafræðingur (35 ára) og Hulda Karen Larsen frá Siglufirði (32 ára), ásamt börnum sínum, einum dreng og tveimur stúlkum, á aldrinum þriggja til sex ára. Einnig bjó á heimilinu Ás- dís, systir Huldu Karenar. Þegar Ásdís fór til vinnu um klukkan 9 að morgni þessa dags fyrir 59 árum var Hulda komin á fætur og börnin að klæða sig. Sigurður var enn í rúminu. Þegar móðir Huldu kom í húsið klukkan 12.40 blasti við henni skelfileg sjón, fjölskyldan var öll örend. Læknar og lög- regla voru strax kvödd á staðinn. Á náttborði Sigurðar var glas merkt „eitur“, að því er fram kom í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér síðar um daginn, og bréf hafði hann látið eftir til Ásdísar, þar sem hann skýrði frá því að hann, sem um hríð hafði verið meira og minna sjúk- ur, hefði í örvilnan náð í eitur og gefið fjölskyldu sinni áður en hann tók það inn sjálfur. Í bréfinu kvaðst Sig- urður ekki geta skilið börnin og konuna eftir. Um veikindi Sigurðar er margt á huldu, að því er segir í bókinni Ísland í aldanna rás, en svo mikið er víst að hann þjáðist af heilabólgu, sem er veirusjúkdómur ná- skyldur heilahimnubólgu. Um lækningar við þeim sjúk- dómi var lítt að ræða á þessum tíma. Heilabólga getur í sumum tilfellum leitt til geðrænna kvilla en ekki var tal- ið ljóst hvort svo hefði verið í tilfelli Sigurðar eða hvort hann þjáðist af geðveilu eða persónuleikabrestum óháð heilabólgunni. Hún hefur þó að minnsta kosti ekki bætt úr skák og gerðist Sigurður brátt óstarfhæfur vegna veikinda. Hann lá alllengi á sjúkrahúsi og var um tíma svo illa haldinn að talið var nauðsynlegt að lögreglu- maður vekti yfir honum allan sólarhringinn svo hann skaðaði ekki sjálfan sig og aðra. Nokkru áður en Sigurður framdi voðaverkið hafði hann virst við betri heilsu, kominn heim og farinn að stunda vinnu sína að nýju. Gerðu menn sér vonir um að hann væri kominn yfir veikindi sín. Síðar kom í ljós að flaskan sem lögregla sagði hafa ver- ið merkta „eitur“ var í raun merkt sem kamfórublanda. Kamfóra var þá notuð við kvefi og ýmiss konar önd- unarfærasjúkdómum. Gerði lögregla því skóna að Sig- urður hefði fengið konu sína og börn til að drekka úr flöskunni undir því yfirskini að þau væru að verjast kvefi. Rannsókn leiddi á hinn bóginn í ljós að í kamfóru- blöndunni var umtalsvert magn af blásýru, bráðdrep- andi en bragðlausu eitri sem Sigurður hafði aðgang að í starfi sínu. Af þessu þótti ljóst að Sigurður hefði skipu- lagt morðin með nokkrum fyrirvara og að ekki væri um stundarbrjálæði að ræða. Blásýra er mjög öflugt eitur og ljóst að fjölskyldan hefur dáið á skammri stundu. Reykvíkingar og Íslendingar allir voru að vonum slegnir miklum óhug eftir þetta voðaverk og athygli vakti að dagblöð fjölluðu á afar nærgætinn hátt um at- burðinn fyrst á eftir, notuðu t.a.m. aldrei orðið „morð“. Í minningargrein um Sigurð eftir „starfsbróður“ í Morgunblaðinu 4. mars 1953 segir að hann hafi um margt verið vel af guði gerður. „Við kynningu vann hann á; hversdagslega hægur, allt að því hlédrægur, en einarður í skoðunum og hélt fast á máli sínu. Oft kom fram hjá honum viðkunnanleg kímni, sem átti sinn þátt í vinsældum hans meðal samstarfsfólks.“ Greininni lýk- ur með þessum orðum: „Það er mikill mannskaði að mönnum eins og Sigurði Magnússyni.“ Hvorki voru skrifuð eftirmæli um Huldu né börnin. orri@mbl.is Heil fjöl- skylda finnst látin Sigurður Magnússon lyfjafræðingur glímdi við erfið veikindi áður en hann réði fjölskyldu sinni og síðan sjálfum sér bana. ’ … í kamfórublöndunni var um- talsvert magn af blásýru, bráð- drepandi en bragðlausu eitri sem Sigurður hafði aðgang að í starfi sínu. Dillonshús, þar sem voðaverkið var framið, á sínum gamla stað á Suðurgötu 2. Húsið er nú varðveitt á Árbæjarsafninu. Á þessum degi 26. febrúar 1953

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.