SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Page 31

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Page 31
26. febrúar 2012 31 Jóhann Berg Guðmundsson þreyttifrumraun sína hjá AZ á síðastatímabili. Hann hefur leikið yfir 50leiki fyrir félagið og þanið út net- möskvana átta sinnum fram að þessu. Honum gengur ekki alveg jafn vel að fóta sig í tungumálinu. „Ég skil allt en á auð- veldara með að tjá mig á ensku,“ segir hann. „Talaðu hollensku!“ hrópar einn liðsfélaga hans stríðnislega. Jóhann lætur sér hins vegar hvergi bregða: „Haltu þér saman, ég er í viðtali!“ Frá blautu barnsbeini hefur Jóhann verið elskur að knattspyrnu. Fljótlega eftir að hann lærði að ganga var hann kominn út á völl. „Ég var fjögurra ára þegar ég gekk til liðs við Fylki í Árbæn- um.“ Þar með voru örlög hans ráðin. Átta ára lá leiðin í Breiðablik í Kópavoginum. Æfði með Chelsea Fimmtán ára gamall flutti Jóhann til Englands með foreldrum sínum. Spark- hæfileikarnir voru með í farteskinu og fóru ekki framhjá neinum. Unglingurinn var í nokkra mánuði hjá stórliði Chelsea og hálft annað ár hjá Fulham. Þegar hann var átján ára kom útsendari AZ auga á hann. Jóhann flutti til Hollands og hóf æfingar með varaliði AZ. Hann vissi allt um þetta vinsæla félag frá Alkmaar þar sem vinur hans Kolbeinn Sigþórsson (sem var áður hjá AZ og nú hjá Ajax) hafði upplýst hann. Alkmaar er látlaus sveita- bær í norðvesturhluta Hollands með um hundrað þúsund íbúa. Bærin er frægur fyrir osta sína og dregur til sín ferðamenn úr öllum heimshornum sem þrá að sjá hvernig hollenskir ostar verða til. Jóhanni líður vel hjá AZ. „Leikmenn- irnir eru eins og ein stór fjölskylda.“ Hann kann líka að meta þjálfunina. „Við æfum fimm sinnum og leikum að með- altali tvo leiki á viku.“ Frítíma sinn notar hann til að hvílast, leggur sig eða horfir á kvikmynd heima hjá sér. Meiri líkur eru á því að rekast á Jóhann á knattspyrnu- vellinum en í eldhúsinu. „Ég fer venju- lega út að borða með einhverjum liðs- félaga.“ Ítalskur veitingastaður, La Terr- azza, í strandbænum Bergen er í sérstöku uppáhaldi enda framreiðir vertinn sér- staklega Pasta Compollo alla Panna fyrir leikmenn AZ. Að sögn vertsins er það kjúklingaréttur með pasta og rjóma sem enginn fær að njóta nema leikmenn AZ Alkmaar. Jóhann snæðir líka reglulega í höfuðborginni Amsterdam með félaga sínum Kolbeini Sigþórssyni. „Við kynnt- umst í leikskóla og höfum verið góðir vinir síðan.“ Jóhann segir veðrið í Hollandi heldur betra en á Íslandi og hann kann sér- staklega að meta mikinn fjölda verslana. „Vegna fólksfæðar er úrvalið minna heima.“ Fær fjölskylduna í heimsókn Heimþráin lætur sjaldan á sér kræla en Jóhann viðurkennir þó að hann sakni stundum fjölskyldu sinnar og vina. Ísland er hins vegar bara í þriggja klukkustunda flugfjarlægð og hann flýgur fram og til baka fimm sinnum á ári. Þá kemur fjöl- skyldan allt að sjö sinnum á ári til hans og gistir í húsinu sem hann leigir í ostabæn- um. „Þegar mamma er í heimsókn eldar hún dýrindis íslenska rétti.“ Jóhann er einnig landsliðsmaður, hef- ur varið heiður Íslands fjórtán sinnum. „Komi til þess að við mætum Hollend- ingum verður það ekkert vandamál fyrir mig,“ segir hann en viðurkennir þó að Hollendingar yrðu sigurstranglegra liðið. „Þeir eru með eitt besta lið í heimi.“ Í Hollandi hefur Jóhann leikið gegn ríkjandi landsmeisturum, Ajax. „Ég hef hins vegar aldrei glímt við Kolbein vin minn, hann var meiddur þegar leikurinn fór fram.“ Um möguleika AZ á Hollandsmeist- aratitlinum segir Jóhann: „Við deilum efsta sætinu eins og staðan er núna. Höldum við áfram á sömu braut eigum við góða möguleika!“ Höfundur er hollenskur blaðamaður. AZ er ein stór fjöl- skylda Eftir vaska framgöngu hefur samningur Jó- hanns Bergs Guð- mundssonar við hol- lenska knattspyrnu- félagið AZ Alkmaar verið framlengdur fram á mitt ár 2014. Félagið er mjög ánægt með leikmanninn og segir hann eiga bjarta framtíð fyrir höndum. Texti: Pieter Bliek Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Jóhann Berg Guðmundsson í landsleik gegn Dönum á Laugardalsvellinum. Æskuvinirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson fagna marki í landsleik gegn Kýpur.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.