SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Page 34
34 26. febrúar 2012
Í Punjap-fylki í Pakistan hafa komiðfram hugmyndir um að þriðja kyn-inu verði skipt í þrennt og kynin ílandinu verði þá fimm talsins.
Hijdrurnar í Austurlöndum hafa fylgt
menningarsögunni í árþúsund en mann-
réttindabarátta þeirra er rétt að byrja.
Á Vesturlöndum á þessi hópur sér
samsvörun í transfólki og klæðskipt-
ingum en það er engu að síður mikil ein-
földun að segja að þetta sé sami hóp-
urinn. Þegar Pakistanar ákveða að skrá
hijdruna sem þriðja kynið er mikilvægt
að hafa það í huga að hér skiptir meira
máli en á Vesturlöndum af hvoru kyninu
einstaklingur er. Kynin geta ekki farið á
sömu veitingastaðina nema þá að tjaldað
hafi verið fyrir þann hluta þar sem kon-
um er ætlað að sitja. Kona getur ekki set-
ið við hlið karlmanns í strætó, ekki beðist
fyrir í sama herbergi og karlmaður og alls
ekki kosið í sömu kjörklefum.
Það var í apríl á síðasta ári sem fyrst féll
úrskurður um að hijdrurnar ættu rétt á
persónuskilríkjum og skráningu í þjóð-
skrá. Í nóvember tók hæstiréttur lands-
ins mál þessa hóps fyrir að nýju og úr-
skurðaði að skylt væri að færa hijdrurnar
á kjörskrá. Talið er að í Pakistan sem telur
um 180 milljónir íbúa séu á bilinu 80-300
þúsund hijdrur. Sambærileg skref í átt til
mannréttinda hijdra hafa verið tekin í
Bangladess og Indlandi.
Guðlegar verur
Hijdrurnar eru svo sannarlega dularfullar
verur. Þær klæðast eins og konur og gera
kröfu um að vera kvenkenndar en samt
eru þær ekki konur að eigin áliti, þær eru
einfaldlega hijdrur. Hin fullkomna hijdra
er hvorki karl né kona og býr ekki yfir
þeim æxlunarmöguleikum sem slíkir
einstaklingar hafa. Langflestir hafa ein-
hverskonar karlkyns kynfæri en þau eru
vanburðug og viðkomandi skortir karl-
kyns eiginleika sálar og líkama. Með
sama hætti getur kona sem aldrei hefur á
klæðum talist hijdra. Í almennu talmáli í
Pakistan er algengt að kalla hijdrurnar
„eunchs“ eða geldinga.
Hin fullkomna kynlausa hijdra er nær
því að vera hugmyndafræðilegt fyrirbæri
en raunveruleg lýsing á þjóðfélagshóp.
Nútímatalsmenn innan þessa hóps við-
urkenna að mikill meirihluti hijdranna er
að líkamsvexti sem karlmaður, aðeins
örfá prósent hópsins eru það sem hægt er
að kalla kynlausar verur frá náttúrunnar
hendi. Einhver hluti hinna velur sér að
fara í ófrjósemisaðgerð en sú leið er litin
hornauga í samfélagi múslima.
En það er af þessum ástæðum sem
ráðuneytismenn og kosningastjórnir
velta nú fyrir sér að skilgreina hijdrurnar
innbyrðis sem þrjú kyn, karl-hijdrur,
kvenhijdrur og kynlausar hijdrur.
Stelpustrákar
Strax frá barnsaldri finnur hijdran að hún
er öðruvísi, hún laðast yfirleitt frekar að
stelpum og leikur sér ekki í hefð-
bundnum strákaleikjum. Meðal fátækra
Pakistana er algengt að strax og einkenn-
in koma fram útskúfi foreldrar slíku
barni og komi því af sér til eldri hijdru
sem gengur því í föður- og móðurstað.
Hijdrur búa yfirleitt nokkrar saman og sú
elsta í hópnum er kölluð gúrú hópsins. Til
hennar rennur helmingur allra tekna
heimilisins.
Í örbirgð barnmargra feðra er sú leið að
gefa hijdru-gúrú eitt sveinbarn ekki talin
neitt sérstaklega slæmur kostur. Í landi
þar sem mikill meirihluti fátæklinga sér
hvorki fram á atvinnu né möguleika á að
stofna fjölskyldu er framtíð hijdrunnar
ekki endilega það versta.
Hijdrur við vinnu sína á fjölförnu götuhorni í Saddarhverfi í Rawalapindi. Eitt einkenni hijdranna er hversu frakkar og orðljótar þær eru. Blaðamaður varð að taka orð manna um munnsöfnuð
þeirra trúanlegan. En það var enginn vafi að þær sýndu bíræfni þar sem þær völsuðu um milli bíla í umferðinni og bönkuðu á glugga bílstjóranna til að innheimta sinn skatt af samfélaginu.
Ölmusugjafir gegna trúarlegu hlutverki meðal múslima og þess vegna er betlarinn ekki með öllu réttlaus gagnvart velgjörðarmanni sínum. En af öllum betlurum eru líklega engir jafn að-
gangsharðir og hijdrurnar.
Þessar glæsilegu drósir hitti blaðamaður Morgunblaðsins fyrir um hábjartan dag, þá dökk-
klæddu með skeggrótina í Lahore en hina í höfuðborginni Islamabad.
Ljósmynd/Bjarni Harðarson
Þriðja kynið
viðurkennt
í Pakistan
Með úrskurði hæsta-
réttar í Pakistan er nú
skylt að skrá þriðja
kynið í kjörskrár. Hér-
aðsstjórnir landsins,
velferðarráðuneyti og
lögregluyfirvöld ræða
þessa dagana fyrir-
komulag og framhald
þessa viðamikla
mannréttindamáls.
Bjarni Harðarson skrifar frá Pakistan.