SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 38
Frægð og furður
38 26. febrúar 2012
Sagt er að Íslendingar hafi fyrst kynnst aðgangshörku aþjóð-legra fjölmiðla í sjóslysunum í Ísafjarðardjúpi í febrúar 1968.Áhlaupsveðri fylgdi mikið manntjón en mildi forsjónar réðþví að einn skipverja á breska togaranum Ross Cleveland,
sem fórst út í ofsaveðri og ísingu út af Arnarnesi í Djúpi, komst lífs af.
Af því varð mikil saga.
Þrír togarar frá bresku hafnarborginni Hull hurfu í norðurhöfum á
tæpum mánuði í janúar og byrjun febrúar 1968. Alls 59 sjómenn fór-
ust. Togarinn St. Romanus fórst við Noregsstrendur, Kingston Peri-
dot hvarf í hafið fyrir norðan land en síðast heyrðist til hans við
Grímsey. Enginn bjargaðist af þessum skipum. Og loks er það tog-
arinn Ross Cleveland sem fyrr er nefndur. Einn skipverja, Harry Ed-
dom, bjargaðist við illan leik en 19 skipsfélagar hans fórust. Eddom
komst í gúmbjörgunarbát skipsins sem rak inn Seyðisfjörð í Djúpi en
þar hafðist sjómaðurinn við næturlangt þar sem hann hímdi up við
húsvegg. Í morgunsárið hitti Eddom pilt frá bænum Kleifum og fékk
þar húsaskjól og komst í framhaldinu undir læknishendur á Ísafirði.Atgangur við sjúkrahúsið var mikill en yfirlæknirinn Úlfur Gunnarsson varnaði úlfahjörð fréttamanna inngöngu.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Myndasafnið Febrúar 1968
Uppákoman á
Ísafirði
Victoria Beckham varð fyrst þekkt sem „fína kryddið“ (e. PoshSpice) í Spice Girls, svo sem frú David Beckham en núna hefurhún getið sér gott orð í tískuheiminum og kjólar hennar selj-ast eins og heitar lummur.
Þrátt fyrir að fatalína Beckham hafi notið athygli frá upphafi er ekki
hægt að segja að hún hafi notið virðingar strax í byrjun í tískuheim-
inum. Hún þurfti að sanna sig og það hefur aldeilis tekist. Söluaukning
hjá fyrirtækinu nam tugum prósenta á síðasta ári og lauk svo góðu ári
hjá henni með því að fatalína hennar var valin tískumerki ársins á
bresku tískuverðlaunahátíðinni. Tók hún við verðlaununum frá eng-
um öðrum en ofurhönnuðinum Marc Jacobs. Hún hefur ekki látið
neitt stoppa sig og hefur stuðning eiginmannsins. „Án Davids hefði ég
aldrei haft kjark til að gera það sem ég er að gera,“ sagði hún við at-
höfnina.
Fótboltakappinn mætti að sjálfsögðu á tískusýningu hennar á
nýafstaðinni tískusýningu í New York. „Ég er svo stoltur af
henni. Ég vil að allir viti hversu hart hún leggur að sér,“ sagði hann
við fjölmiðla eftir sýninguna.
Eftir þetta fóru þau til London þar sem Victoria sótti tískuvikuna.
Hjónin eru hins vegar búsett í Los Angeles ásamt fjórum börnum sín-
um, Brooklyn, tólf ára, Romeo, níu ára, Cruz, sex ára, og Harper, sjö
mánaða.
Myndin hér til hliðar var tekin í London og gerðu fjölmiðlar sér
mikinn mat úr því að hún liti illa út og hefur hún svarað þessu.
„Sjáiði til, ef fólk vill segja að ég sé óhamingjusöm, þá verður bara
að hafa það,“ sagði hún við Daily Mirror. „Ég er það alls ekki. Ég
hef bara nóg að gera. Ég er þreytt, ég ætla ekki að ljúga öðru. Ég er
mjög þreytt en ég er líka mjög ánægð með líf mitt,“ sagði Victoria
og útskýrði nánar: „Ég fæ ekki mikinn svefn. Harper hefur ekki
sofið vel og ég hef líka verið að svara Skype-viðskiptasímtöl-
um á nóttinni út af fatalínunum. Ég vaki á nóttunni eins og
allar mömmur gera með börnunum sínum og ég vil ekki hafa
það öðruvísi. Það er ekki lið fólks sem sér um þetta fyrir mig.“
Eins og áður segir hafa viðskiptin hjá frú Beckham gengið
vel að undanförnu og ekki síður hjá eiginmanninum en fyrr í
mánuðinum kynnti hann nýja undirfatalínu sína fyrir H&M
en þetta er í fyrsta skipti sem hann tengir nafn sitt við fatn-
að. Til viðbótar var Victoria að kynna nýja og ódýrari fatalínu
sína sem ber nafnið Victora Victoria Beckham og á ábyggi-
lega eftir að auka enn vinsældir hennar.
Victoria Beckham hefur getið sér gott
orð í tískuheiminum og má í raun
segja að hún hafi slegið í gegn en kjólar
hennar njóta mikilla vinsælda.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Victoria hefur nóg að gera með tvær fatalínur
og fjögur börn, þar af eitt sjö mánaða.
AP
Farsæl frú
en þreytt