SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Page 39
26. febrúar 2012 39
Hinn goðsagnakenndi ruðningsþjálfari Joe Pat-erno var lagður til hvílu í síðastliðnum mánuðien fráfall hans hefur endurvakið þá umræðuhvort hann hefði getað og átt að gera meira til
þess að vernda unga drengi fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Þrátt fyrir þá staðreynd að það er fyrrverandi aðstoð-
arþjálfari hans, Jerry Sandunsky, sem hefur verið ákærður
fyrir meira en 50 kynferðisbrot gegn börnum hefur heift
almennings ekki síður beinst að Paterno. Þau fáu ummæli
sem hann lét falla um málið áður en hann lést úr lungna-
krabbameini 22. janúar síðastliðinn hafa verið harðlega
gagnrýnd fyrir að vera algjörlega úr takt við raunveruleik-
ann.
Sem kynlífsfræðara hafa útskýringar Paternos á við-
brögðum hans við meintum brotum Sanduskys og á því
hvernig hann hefði uppfyllt lagalega skyldu sína með því
að tilkynna vitneskju sína til yfirmanna sinna ekki komið
mér á óvart. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr end-
urspegla yfirlýsingar hans hvernig flestir einstaklingar,
þar með taldir gagnrýnendur hans, myndu bregðast við
aðstæðum. Ein ákveðin setning
sem hann lét falla undirstrikar
það sérstaklega hversu erfitt fólk
á með að tjá sig um kynlíf og
hvernig það kemur í veg fyrir að
fullur skilningur náist um að-
stæður er varða misnotkun.
„Hann vildi ekki fara út í smá-
atriðin.“
Í viðtali við Washington Post
útskýrði Paterno hvernig annar
aðstoðarþjálfari hans, Mike
McQueary, hefði komið heim til
hans eitt laugardagskvöld árið 2002 og upplýst hann um
að hann hefði séð það sem leit út fyrir að vera óviðeigandi
snerting eða káf milli Sanduskys og ungs drengs í sturtu-
klefa í Lasch-ruðningsbyggingunni við Penn State-
háskóla. Margir hafa gagnrýnt Paterno og McQueary fyrir
að hafa ekki rætt ítarlega hvað McQueary nákvæmlega sá.
En stöldrum aðeins við: Hversu auðvelt hefði það verið
fyrir þig að tala um kynlíf við yfirmann þinn eða undir-
mann, sérstaklega ef það væri 50 ára aldursmunur á ykkur
og valdahlutföll ekki jöfn? Þrátt fyrir háværa kynlífs-
umfjöllun í fjölmiðlum á fólk á öllum aldri enn erfitt með
að tala um kynlíf. Hvort sem það eru elskendur, foreldri
og barn eða kennari og nemandi finnst flestum hvorki
auðvelt að tjá sig um kynlíf né hafa þeir orðaforðann til
þess, sérstaklega þegar um er að ræða mál sem að auki
valda kvíða og streitu og fela í sér ásakanir á hendur fólki
sem það þekkir og virðir.
Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að þessir
tveir fullorðnu karlmenn köfuðu ekki djúpt í það hvað
nákvæmlega gerðist, ekki síst þegar Paterno lýsir því að
McQueary hafi verið í miklu uppnámi þegar samtalið átti
sér stað. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr eru
takmörkuð tjáskipti þeirra normið. Flest fólk hefur hvorki
orðaforða, sjálfsöryggi né getu til þess að eiga samræður
um kynlíf, vegna þess að það hefur aldrei fengið kynlífs-
fræðslu né fengið tækifæri til þess að læra að tjá sig um
kynlíf.
Og hverju skilar það okkur? Misskilningi og mistökum
þegar kemur að því að taka á vandamálum, jafnvel þegar
þau eru jafnalvarleg og kynferðisbrot gegn börnum.
Nauðsyn þess
að geta talað
um kynlíf
’
Þrátt fyrir
háværa
kynlífs-
umfjöllun í fjöl-
miðlum á fólk á
öllum aldri enn
erfitt með að
tala um kynlíf.
Kynfræðingurinn
Dr. Yvonne Kristín Fulbright
„Skipið valt á hliðina og við gátum með engu móti náð því upp aft-
ur. Einhvern veginn skaut mér frá borði og út í gúmbjörgunarbát, en
meira veit ég ekki,“ sagði Eddom í samtali við Morgunblaðið. Björg-
un hans þótti undrun sæta. Úr varð að breska götublaðið The Sun
keypti einkarétt frásagnar af endurfundum Harry og Ritu konu hans.
Blaðið borgaði undir hana fargjald til Íslands og bauð henni far vestur
með leiguflugvél frá Birni Pálssyni. Þannig náði blaðið að tryggja sér
frásögnina og mátti þá einu gilda þótt miklu væri kostað til. Harð-
skeyttir fréttahaukar annarra miðla – breskra sem íslenskra – létu
sér hins vegar ekki líka að fá ekki sama aðgang að Eddom-hjónunum
og kollegar þeirra frá Sólarblaðinu breska – og kom til stympinga af
þeim sökum fyrir utan sjúkrahúsið á Ísafirði.
„Ég hefði aldrei trúað því, að ég ætti eftir að lenda í öðru eins,“
sagði sjúkrahúslæknirinn á Ísafirði, Úlfur Gunnarsson, í samtali við
Morgunblaðið þann 9. febrúar 1968. Í bókinni Íslenskir blaðamenn
segir Bragi Guðmundsson, sem lengi var ljósmyndari Vísis, að allt
þetta mál hafi í raun markað kaflaskil í íslenskri fjölmiðlasögu. Þarna
hafi Íslendingar, sem fyrr er getið, kynnst harðri blaðamennsku sem
fyrir löngu er orðin alsiða í vestrænum ríkjum.
Við þetta má bæta að í þessu ofsaveðri fórst vélbáturinn Heiðrún II
frá Bolungarvík. Báturinn velktist í höfninni í Víkinni og var því
brugðið á það ráð að sigla honum fyrir Óshlíðina í skjólgóða höfn á
Ísafirði. Úr þeirri siglingu kom báturinn aldrei og með honum fórust
sex menn. Þá strandaði togarinn Notts County á Snæfjallaströnd.
Átján mönnum úr áhöfn var bjargað af varðskipsmönnum á Óðni en
einn skipverjanna lést úr vosbúð.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Létu sér hins
vegar ekki líka
að fá ekki sama
aðgang að Eddom-
hjónunum og kollegar
þeirra frá Sólar-
blaðinu breska
Bragi
Guðmundsson
Victoria með Vogue-
stjórunum Hamish Bowles
og Önnu Wintour.
Reuters
’
Ég vaki á nóttunni eins og
allar mömmur gera með
börnunum sínum og ég vil
ekki hafa það öðruvísi.
Hann hefur aldrei farið til læknis
og aldrei unnið utan heimilis og
þangað til á miðvikudaginn hafði
hann aldrei yfirgefið afskekkt
heimaþorp sitt í fjöllunum í vest-
urhluta Nepal. Þess vegna hafði
hinn 72 ára gamli Chandra Bahad-
ur Dangi ekki hugmynd um fyrr en
nýlega að hann væri að öllum lík-
indum minnsti maður í heimi.
Dangi er aðeins um 56 sentimetr-
ar, álíka og nýfætt barn. Heimsmetabók Guinness
ætlar að senda fólk til Katmandu um helgina til að
mæla Dangi og staðfesta metið. „Það gleður mig að
vera í Katmandu í fyrsta sinn á ævinni. Ég er hér til að
ná Guinness-titlinum,“ sagði Dangi við fréttamenn á
flugvellinum.
Hinn 72 ára
Dangi.
Minnsti maður í heimi
Kona í Kentucky í Bandaríkjunum
var handtekin í síðustu viku fyrir að
kýla tíu ára son sinn í andlitið á
meðan hún var á reiðistjórn-
unarnámskeiði. Misty Lawson,
sem er þrítug, kýldi son sinn nokkr-
um sinnum í reiðistjórnunartíma
sem fór fram á heimili hennar að
ósk ríkisins. Barnið hafði kallað
móður sína „tík“ og var hnúafar
greinilegt í andliti hans eftir líkamsárásina. Sem bet-
ur fer sá ráðgjafi atvikið og gat tilkynnt það lögreglu
sem lét fulltrúa frá barnavernd vita af þessu. Lawson
var handtekin í kjölfarið.
Misty Lawson
Misheppnuð
reiðistjórnun
Myndir úr auglýsingaherferð Davids Beckhams fyrir
H&M hafa skiljanlega vakið mikla athygli.