SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 41

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 41
26. febrúar 2012 41 LÁRÉTT 1. Hann enski er skratti og upphafsmaður. (8) 5. Við band er verið að símasa eða fá tengingu. (11) 9. Fimm raðhús geta orðið að byrgjum. (7) 10. Heppileg gjaldmiðilsskráning fæst með leyfi til framboðs. (9) 13. Er ekki skepna í lýsingu á ástum. (6) 14. Tvístrast bumba? (5) 15. Kýs borgun frekar en ánægju. (9) 16. Hjakkir einhvern veginn á hefðbundnum söfnuði. (8) 18. En Danir ná að ljúka. (4) 20. Elskan ill út af kryddi. (6) 23. Fjöldi snemma við hálfbilað op í rekstrarójöfnuði. (11) 25. Pítu brjóti í kali í bókarhluta. (8) 26. Íþróttafélag með birtu og blossa. (11) 29. Iss, saka BMI um að snúast og renna saman í sjónvarpi. (9) 30. Enginn þyrnir fái bærilegt. (7) 32. Læt kaupmann fá gin til að blanda fyrir verslun. (11) 33. Sjá, óþekktur kveðinn á bátum. (10) 34. Ló töfri með fiski. (10) LÓÐRÉTT 2. Á undan taki kemur ágæti. (8) 3. Rafhitan getur skapað gerninga. (8) 4. Fæði gyðju með eldsneyti. (5) 5. Í suðurátt liti samkomulag. (8) 6. Sé tölvu fyllibyttu í pasta. (9) 7. Skotfæri í verslun. (7) 8. Dóttir og Íslendingasaga lenda í bræðslu. (6) 9. Gabbar Hlíf með skýli. (9) 11. Lítil vandræði með eiturlyf. (7) 12. Net fær málm á tímabilinu. (6) 15. Fyrrverandi töffari gefur fyrirvara. (8) 17. Kiwanis-maður getur orðið óhreinn. (7) 19. Altækið á samkundunni. (8) 21. Ná kíló af smeðju með nostri. (8) 22. Fjarlægi man úr sandhaugunum með líkamshlutum dýra. (9) 24. Tómas stamar á milli fyrsta og fyrsta yfir þyngd. (9) 26. Þræll Ólafar verður að fugli. (8) 27. Kunninginn sem er laginn með peninga. (8) 28. Leikir á blettum. (6) 31. Ræsa fimmhundruð út af konu. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 26. febrúar rennur út á hádegi 2. mars. Nafn vinningshafans birt- ist í Sunnudagsmogganum 4. mars. Heppinn þátt- takandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgát- unnar 19. febrúar er Cecil Haraldsson, Öldugötu 2, Seyðisfirði. Hann hlýtur að launum bókina Trúir þú á töfra? eftir Vigdísi Grímsdóttur. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Við upptöku deildaskiptinga í knattspyrnu árið 1956 brá svo við að knattspyrnufélagið Valur varð Íslandsmeistari og kom það talsvert á óvart því að á þessum árum voru KR-ingar og Skaga- menn turnarnir tveir í íslenskri knattspyrnu. Meðal leikmanna Vals var Gunnar Kristinn Gunn- arsson sem einnig lék nokkra leiki með landsliði Íslands. Tíu árum síðar tefldi hann í lands- liðsflokki á Skákþingi Íslands og hafði sigur eftir magnaða loka- umferð og tryggði sér sæti í sterku ólympíuliði Íslands sem tefldi á Ólympíumótinu í Havana á Kúbu, komst í A-úrslit og hafnaði í 11. sæti. Gunnar hefur þá sérstöðu meðal íslenskra skákmanna að vera eini Íslandsmeistarinn í skák – en 33 skákmenn báru nafnbótina Skákmeistari Íslands á síðustu öld sé árið 2000 talið með – sem einnig hefur unnið Ís- landsmeistaratitil í annarri grein. Gunnar varð síðar forseti Skáksambandsins og liðsmaður í sigursælli sveit Útvegsbankans í hinni vinsælu skákkeppni stofn- ana. Hann heldur sér við á skáksviðinu með því að tefla reglulega í KR-klúbbnum og víðar. Á dögunum tók hann þátt í Gestamóti Goðans. Jón Þor- valdsson hafði veg og vanda af skipulagningu mótsins. Goðinn er upprunnin í Þingeyjarsýslunni en útibúið á höfuðborgarsvæðinu starfar undir kjörorðunum: 1. Góður félagsskapur 2. Góðar veitingar 3. Góð taflmennska. Gestamótið var vel skipað en helsta markmið Jóns náðist; að fá til leiks meistara sem lítið hafa teflt opinberlega hin síðari ár, t.d. þá Björn Þorsteinsson, Har- vey Georgsson og Björgvin Jóns- son. Efstu menn urðu: 1. – 2. Dagur Arngrímsson og Sigurbjörn Björnsson 5 ½ v. ( af 7) 3. Sigurður Daði Sigfússon 5 v. 4. – 6. Björn Þorfinnsson, Björg- vin Jónsson og Þröstur Þórhalls- son 4 ½ v. Keppendur voru 22 talsins. Þó að nokkur leyndarhjúpur hafi umlukið þetta mót, skákir mótsins t.a.m. birtar á pgn-skrá eins og venja er, tókst grein- arhöfundi að veiða eftirfarandi skák upp úr Gunnari. Þróttmikil taflmennska hans vakti talsverða athygli enda lagði hann að velli einn öflugasta skákmann okkar: Gunnar Gunnarsson – Þröstur Þórhallsson Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e3 Rf6 5. Rf3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 a6 9. O-O c5 10. De2 Bb7 11. Hd1 Dc7 12. Bd2 Bd6 13. h3 O-O 14. Hac1 Hac8 15. e4 e5 Ekki gekk 15. .. cxd4 vegna 16. Rxb5! 16. dxc5 Rxc5 17. Bb1 Db8 18. Bg5 Re8 Fullmikil eftirgjöf. Eftir 18. … Rcd7 er staðan í jafnvægi. 19. Rd5 f6 20. Be3 Re6 21. a3 Hxc1 22. Hxc1 Kh8 23. Rh4! g6 24. Dg4 R8g7 25. Rxg6+! Þessi fórn blasir við en vinn- ingurinn engu að síður torsóttur. 25. … hxg6 26. Dxg6 De8 27. Dh6+ Kg8 28. Rxf6+ Hxf6 29. Dxf6 Rh5 Liðsaflinn er svarti afar óhag- stæður, hrókur og 1- 2 peð gegn biskup og riddara er yfirleitt kappnóg, en Þröstur teflir vörn- ina af mikilli útsjónarsemi. 30. Df5 Rhg7 31. Df3 Dg6 32. Hd1 Bc5 33. Bxc5 Rxc5 34. Hd8+ Kh7 35. Df8 Dc6 36. Dh8+ Kg6 37. Dh4 Rce6 38. Hd1 Rd4 39. Kh2 Rge6 40. Hd3 Dc1 41. Hg3+ Rg5 42. f4! Þetta gegnumbrot ræður úr- slitum. 42. … Dxf4 43. Dxf4 exf4 44. e5+ Kh5 45. Hd3 Rde6 46. Hd6 f3 47. gxf3 Kh4 48. Kg2 Rxf3 49. Kf2 Rfg5 50. Bf5! Bc8 51. Ke3 Kg3 52. Hc6 Bd7 53. Hxa6 Rc7 54. Hg6 Rd5+ 55. Kd4 Kf4 56. Bxd7 Re7 57. Hf6 Kg3 58. Bxb5 og svartur gafst upp. Íslandsmeistari í skák og knattspyrnu Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.