SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 43
26. febrúar 2012 43
stórkostleg uppgötvun. Kannski má segja
að ég hafi komist að því að mörkin á milli
lýríska tenórsins og hetjutenórsins eru
mun minni en ég sjálfur hélt,“ segir
Gunnar og bendir á að reynsla annarra
söngvara sýni að vandasamt geti verið að
skipta um raddfag, annaðhvort takist það
með ágætum eða viðkomandi söngvari
brenni hreinlega upp.
„Ég er farinn að syngja meira með öll-
um líkamanum, sem ég gerði ekki áður.
Hér áður fyrr söng ég í raun aðeins, ef svo
má segja, frá geirvörtum og upp, en hafði
fyrir vikið önnur raddgæði sem höfðuðu
greinilega til fólks. Núna er ég hins vegar
búinn að færa þetta niður í pung eins og
Sigurður Demetz, gamli söngkennarinn
minn, sagði alltaf,“ segir Gunnar og hlær
að lýsingunni. „Skemmst er frá því að
segja að tónleikarnir í Gautaborg tókust
með miklum ágætum, viðtökur voru
framúrskarandi og stjórnandinn bauð
mér þegar í stað að syngja undir sinni
stjórn með Sinfóníuhljómsveitinni í Borås
í 9. Sinfóníu Beethovens árið 2013. Það má
því segja að tónlistin hafi dregið mig aftur
til sín,“ segir Gunnar og bætir við: „Það er
staðreynd að það myndast ákveðin horm-
ón í líkamanum þegar við hlustum á fal-
lega tónlist. Sagt er að virkni þessa horm-
óns dofni með tímanum hjá atvinnu-
tónlistarmönnum og -söngvurum, þ.e. að
hughrifin okkar af tónlist verði ekki eins
sterk fyrir vikið af því að við lítum á þetta
sem vinnuna okkar. Við förum að hlusta
öðruvísi á tónlist og verðum uppteknari af
tæknilegum þáttum hennar og náum
kannski ekki að lifa okkar jafnvel inn í
hana og þeir sem ekki hafa tónlistina að
starfi alla daga. Kannski er þetta hormón
aftur farið að virka hjá mér eftir þetta
langa sönghlé mitt. Fyrir vikið er allt
öðruvísi að vinna við þetta aftur. Ég vil
hins vegar ekki missa þessi hughrif aftur.
Ég vil geta sett tónlist á fóninn og notið
þess að hlusta án þess að hugsa stöðugt
um það hvernig tenórinn tekur ákveðinn
tón,“ segir Gunnar og tekur fram að
vissulega glati hann ekki allri þekking-
unni, kunnáttunni og tækninni sem hann
hefur aflað sér á löngum ferli þó að hann
velji að hlusta með öðrum eyrum. „Og
eftir sem áður hlusta ég eftir tækninni
þegar ég er að kenna. Það breytist ekki.“
Spurður hvað sé framundan hjá sér
segist Gunnar munu taka þeim spennandi
söngverkefnum sem bjóðist. „Þannig er
ég t.d. í lok næsta mánaðar að fara að
flytja ljóðaflokkinn Úr þjóðlögum gyðinga
op. 79 eftir Dimitri Sjostakovits á Tíbrár-
tónleikum í Salnum í Kópavogi sem ég
hlakka mikið til. Ég hef aðeins einu sinni
sungið í óperu eftir Sjostakovits þannig að
ég mér finnst mjög spennandi að takast á
við þetta verkefni. Við Jónas Ingimund-
arson píanóleikari höfum einnig haldið
einstaka tónleika á síðustu vikum og
stefnum að því að fara með þá efnisskrá
víðar út um land með hækkandi sól.“
Vill sporna við menningarólæsi
Aðalverkefni Gunnars um þessar mundir
snýr hins vegar að því að því að sinna
menningarskrifum á netinu af mikilli
ástríðu og metnaði, en málefnið er einnig
rannsóknarverkefni hans í meist-
araprófsritgerð hans. Eins og áður sagði
byrjaði Gunnar menningarskrif sín á
Pressunni en fór fyrir nokkru yfir á
Smuguna. Hann viðurkennir að það hafi
verið heilmikið átak að þurfa á tæpum
tveimur árum að byggja upp menning-
arvefinn sinn, ekki bara einu sinni heldur
tvisvar. „Ég verð ávallt þakklátur fyrir
góðar móttökur á Pressunni þegar ég
byrjaði með þessi skrif á sínum tíma og
hefði alveg getað hugsað mér að vera þar
áfram. En þegar ákveðin mistök voru gerð
í tengslum við umdeilda myndbirtingu
lýstu margir bæði einstaklingar og for-
svarsmenn stofnana því yfir að þeir gætu
ekki hugsað sér að auglýsa hjá mér meðan
menningarumfjöllun mín væri undir
merkjum Pressunnar. Það hefði þýtt að
rekstrargrundvöllurinn hefði verið í upp-
námi. Það leiddi til þess að ég flutti mig
yfir á Smuguna,“ segir Gunnar og við-
urkennir að það hafi verið ákveðin áhætta
að taka þar sem lesendahópurinn hjá
Pressunni hafi verið stór og ekki sjálfgefið
að hann fylgdi með við umskiptin.
„Ég sé það hins vegar á viðtökum að
lesturinn á Smugumenningunni hefur
aukist jafnt og þétt á tiltölulega stuttum
tíma og í raun tvöfaldast frá því ég byrj-
aði. Þar er því ákveðið sóknarfæri og ég
held að það sé hægt að byggja hlutina upp
á öðrum forsendum en þeim að miða mest
við að fá sem flest „klikk“ eða innlit á síð-
una með öllum tiltækum ráðum. Fjöl-
miðlar eru oft á milli tannanna á fólki í
menningarlífinu en um leið gleymist að
ábyrgð auglýsenda er einnig mikil. Sam-
félaginu er ekki hollt að sú krafa sé gerð í
blindni að „lestur“ netmiðils sé stöðugt í
hámarki til að auglýsendur komi sínum
skilaboðum til sem flestra. Við þurfum að
huga að eðli skilaboðanna og hverjum þau
eru ætluð. Þess vegna er nauðsynlegt að
skapa skilaboðum okkar út í samfélagið
það fjölmiðlaumhverfi sem þeim hæfir.
Svo ég leyfi mér að vitna í Þórarin Eldjárn
skáld sem lét hafa eftir sér að á netinu
þrífist helst „klikkunin um klikkin“. Við
lifum að vissu leyti í klikkuðu þjóðfélagi
þar sem setja má hvað sem er inn á vefinn
helst með nógu krassandi fyrirsögn, til að
fá fólk til að opna greinarnar. Þetta end-
urspeglar viðhorf margra sem líta á netið
sem ruslakistu af miklu magni af drasli.
Ég held hins vegar að hægt sé að búa til
netsvæði sem eru vönduð,“ segir Gunnar
og tekur fram að hann sé með næsta
örugga fjármögnun fram á vor hið
minnsta og geri sér vonir um að geta
margfaldað lesturinn á þeim tíma og
tryggt áframhaldandi líf Smugumenn-
ingar.
Að mati Gunnars skiptir miklu máli að
bjóða upp á vandaða og metnaðarfulla
menningarumfjöllun á netinu. „Rás 1 og
Morgunblaðið hafa sinnt menningar-
umfjölluninni af miklum metnaði síðustu
ár og áratugi. Við þurfum hins vegar að
horfast í augu við það að þessir miðlar ná
ekki til allra og kannski síst til fólksins
undir fertugu. Sá aldurshópur notar netið
mest sér til upplýsingar, en fram til þessa
hefur menningarumfjöllun á netinu verið
mjög ómarkviss og fáir hafa lagt sig eftir
henni. Sökum þessa skiptir miklu máli að
bjóða upp á metnaðarfulla menningar-
umfjöllun á netinu. Sé það ekki gert skap-
ast raunveruleg hætta á því að það mynd-
ist hreinlega ákveðið menningarólæsi hjá
þessum aldurshópi.“
’
Við förum að hlusta
öðruvísi á tónlist og
verðum uppteknari af
tæknilegum þáttum hennar
og náum kannski ekki að
lifa okkur jafnvel inn í hana
og þeir sem ekki hafa tón-
listina að starfi alla daga.
„Ég er farinn að syngja meira með öllum líkamanum… Hér áður fyrr söng ég í raun aðeins, ef svo má segja, frá geirvörtum og upp, en hafði
fyrir vikið önnur raddgæði sem höfðuðu greinilega til fólks. Núna er ég hins vegar búinn að færa þetta niður í pung,“ segir Gunnar.
Morgunblaðið/RAX