SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Page 44

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Page 44
44 26. febrúar 2012 William Landay – Defending Jacob bbmnn Í þessari metsölubók veltir höfundur upp spurn- ingu sem virðist brenna á vörum hvítra mið- stéttarforeldra vestan hafs í ljósi þess hversu oft hún er borin upp: Hvað myndi ég gera ef barnið mitt væri ákært fyrir morð? Sem betur fer er þetta ekkert sem íslenskir foreldrar þurfa að velta fyrir sér, eða það vona ég í það minnsta, en í þessari bók snýst spurningin ekki bara um það hvort barnið sé morðingi, heldur líka hvort það sé hugsanlega siðblind ófreskja. Þetta er löng bók og framvindan hæg, sérstaklega ef menn hafa ekki smekk fyrir löngum ræðum, en það er skemmtilegur snúningur í lokin. Vér Ís- lendingar getum svo velt því fyrir okkur að loknum lestrinum hvers vegna Bandaríkjamönnum finnst það hið besta mál að börn séu dregin fyrir dóm sem fullorðnir. John Grisham - The Litigators bbmnn Hér að ofan er getið um lögfræðihasarbók en konungur slíkra bókmennta er John Grisham. Með tímanum hefur hann orðið mildari, minna um hrottaskap og hörku, en þess meira um gam- ansemi og einnig þjóðfélagsgagnrýni. Svo er með þessa bók, sem er 25. skáldsaga hans, sem 21 af þeim má flokka sem lögfræðingahasar. The Li- tigators segir frá ungum lögfræðingi sem gefst upp á lífinu á risvaxinni lögmannsstofu. Örlögin haga því svo að hann kemst í kynni við lögmenn sem hafa í sig og á, naumlega þó, með því að eltast við sjúkrabíla en sjá framundan skaðabótamál vegna blýeitrunar barns sem nagaði gallað leikfang sem muni tryggja fjárhagslega afkomu stofunnar. Það er ekki ýkja mikill hasar í bókinni, en kemur ekki að sök, hún er þægileg aflestrar og mátulega spennandi. Michael Morpurgo – War Horse bbbbm Michael Morpurgo er gjarn á að glíma við efni sem aðrir barnabókahöfundar láta eiga sig eins og sést á þessari bók sem segir frá hörmungum fyrri heimsstyrjaldarinnar, tilgangsleysinu og grimmdinni sem einkenndi þá miklu slátrun þar sem átta milljónir ungra evrópskra karlmanna létu lífið í átökunum sjálfum og tugmilljónir vegna hungursneyða og sjúkdóma sem fylgdu í kjölfarið. Þetta er ekki ný bók, kom út 1982, en varð henni lyftistöng að sett var upp vinsælt leikrit eftir henni og síðan gerð kvikmynd. Morpurgo segir söguna með því að fylgja eftir enskum hesti sem munstraður er í stríðið og þarf að þola ýmislegt harðræði og sjúkdóma, ekki síður en menn- irnir. Með því nær hann að segja hryllingssögu stríðsins og allra stríða á einkar áhrifamikinn hátt. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Catching Fire - Suzanne Coll- ins 2. The Hunger Games - Suz- anne Collins 3. Inheritance - Christopher Pa- olini 4. Mockingjay - Suzanne Collins 5. Against All Enemies - Tom Clancy 6. Private London - James Pat- terson 7. Daughters in Law - Joanna Trollope 8. Walk in the park - Jill Mansell 9. 10th Anniversary - James Patterson 10. Clash of Kings - George R.R. Martin New York Times 1. Kill Shot - Vince Flynn 2. Catch Me - Lisa Gardner 3. Defending Jacob - William Landay 4. The Help - Kathryn Stockett 5. Extremely Loud and Incre- dibly Close - Jonathan Safran Foer 6. Private: #1 Suspect - James Patterson & Maxine Paetro 7. The Sweetest Thing - Barbara Freethy 8. The Girl Who Played With Fire - Stieg Larsson 9. The Girl With the Dragon Tattoo - Stieg Larsson 10. The Girl Who Kicked the Hor- net’s Nest - Stieg Larsson Waterstone’s 1. Inheritance - Christopher Pa- olini 2. Steve Jobs - Walter Isaacson 3. Cabin Fever - Jeff Kinney 4. Before I Go to Sleep - S. J. Watson 5. The House of Silk - Anthony Horowitz 6. Daughters-in-law - Joanna Trollope 7. Death Comes to Pemberley - P.D. James 8. Jamie’s Great Britain - Jamie Oliver 9. Frozen Planet - Alastair Fot- hergill & Vanessa Berlowitz 10. Gangsta Granny - David Walli- ams Bóksölulisti Lesbókbækur Í huga heimsbyggðarinnar er Nelson Mandelavammlaus frelsishetja. Annarri mynd ogmannlegri er brugðið upp af honum í bókinniYoung Mandela eftir David James Smith, sem er blaðamaður á Sunday Times Magazine. Eins og titill bókarinnar ber með sér er þar fjallað um hinn unga Mandela fram að fangelsisvist hans árið 1964 og megináherslan er á einkalíf hans. Strax sem ungur maður hafði Mandela áber- andi mikla persónutöfra og gott sjálfstraust, auk þess sem hann var umhyggjusamur í garð annarra. Hann starfaði sem lögfræðingur um tíma en var ekki tekjuhár því hann vildi ekki þiggja greiðslu frá fátækum skjólstæðingum. Mandela kvæntist fyrstu eiginkonu sinni Eve- lyn árið 1944. Hann var 26 ára og hún var 23 ára. „Hann er eini maðurinn sem ég hef elskað. Hann var dásamlegur eiginmaður og dásamlegur faðir,“ var haft eftir Evelyn. Hún eignaðist þrjú börn með Mandela, tvo syni og tvær dætur en önnur þeirra lést níu mánaða gömul. Mandela var afar kven- samur og Evelyn fór að gruna hann um framhjá- hald og það réttilega. Hann átti fleiri en eina ást- konu í þau fjórtán ára sem þau voru gift og sennilega eitt barn og hugsanlega fleiri utan hjóna- bands. Sagt er frá nokkrum ástkvenna hans í bók- inni. Þegar sem mest gekk á í hjónabandinu sakaði Evelyn Mandela um ofbeldi, sagði hann hafa tekið sig hálstaki, hrist sig, æpt á sig og lamið sig með hnefa í augað. Hann neitaði þeim ásökunum. Hjónin skildu árið 1958 og sama ár kvæntist Man- dela annarri eiginkonu sinni, Winnie, sem var mörgum árum yngri en hann. Þótt Evelyn segði Mandela vera eina manninn sem hún elskaði sagði hún einnig á seinni árum: „Hvernig getur maður sem drýgir hór og yfirgefur konu sína og börn ver- ið dýrlingur? Heimurinn dýrkar Nelson of mikið. Hann er bara maður.“ Það er nokkur biturð ríkjandi í garð Mandela frá dóttur hans og barnabörnum af fyrra hjóna- bandi. Eitt barnabarn hans segir: „Mér finnst að menn eins og hann sem fórna hagsmunum fjöl- skyldu sinnar vegna baráttu fyrir bættum kjörum annarra eigi ekki að eiga fjölskyldu því fjölskyldan greiðir hátt gjald eins og við höfum gert í minni fjölskyldu.“ Börn Mandela af fyrsta hjónabandi liðu fyrir fjarveru föður síns. Dóttir hans, Makaziwe, er full beiskju í garð föður síns og synirnir tveir eru látnir. Thembi lést í bílslysi árið 1969, 23 ára. Hinn son- urinn Makgatho, lést úr eyðni árið 2005. Þegar hann lá á dánarbeði kom Mandela til hans. Vinur Mandela var inni í sjúkrastofunni og tók í hönd Mandela og lagði á hönd sonar hans svo þeir snert- ust. Mandela dró höndina að sér. Þeir sem þekkja Mandela segja að hann eigi í miklum erfiðleikum með að sýna sínum nánustu ástúð með snertingu, þótt hann snerti ókunnuga iðulega. Eitt barna- barna hans segir að hann líti á það sem veikleika að sýna tilfinningar sínar. Stóra ástin í lífi hans var Winnie, eiginkona númer tvö en með henni á hann tvær dætur Zindzi og Zenani. Þótt Mandela og Winnie hafi verið gift í rúma þrjá áratugi áður en þau skildu var tími þeirra saman ekki langur. Hann var fjarverandi langtímum saman vegna baráttu sinnar, fór í felur og síðan tók við áratuga fangelsisvist. „Þjóðin var í fyrsta sæti. Allt annað var í öðru sæti. En á þeim skamma tíma sem við áttum saman var hann mjög ástúðlegur,“ sagði Winnie. Bókinni lýkur árið 1964 í réttarhöldum þar sem Mandela var dæmdur í fangelsisvist sem stóð alls í 27 ár. Mandela með syninum Thembi sem hann átti í fyrsta hjónabandi. Thembi lést í bílslysi, 23 ára. Gölluð hetja Í nýlegri bók er sagt frá einkalífi hins kvensama Nelsons Mandela og örlögum barna hans af fyrsta hjónabandi. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.