SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Page 47

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Page 47
26. febrúar 2012 47 Íþróttir þjappa þjóðum saman oghafa mikil áhrif á það sem fræði-menn hafa stundum nefnt þjóðern-isstefnu hins daglega lífs. Gangi fulltrúum einstakra þjóða vel úti á keppn- isvellinum vekur það sterkar tilfinningar og mikinn metnað. Því er alls engin til- viljun að meðal hverrar þjóðar er vel stutt við íþróttirnar og þar býr margt að baki,“ segir Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Ýmsir fræðimenn á sviði hugvísinda hafa rannsakað þjóðernisstefnu og hvað að baki liggur. Guðmundur er þeirra á meðal – en hann er höfundur bókarinnar Ís- lenska þjóðríkið – uppruni og endimörk sem út kom árið 2001. Áttu að vekja aðdáun „Við fæðumst ekki með það skrifað á ennið að við séum Íslendingar. Raunar er eina lagalega skilgreiningin sem ég þekki á íslensku þjóðerni sú að skv. útlend- ingalögum sé útlendingur sá sem ekki hefur íslenskan ríkisborgararétt,“ segir Guðmundur sem hefur rannsakað þjóð- ernisstefnur út frá ýmsum sjónarmiðum. „Ólympíuleikarnir í Berlín i Þýskalandi voru haldnir árið 1936 en þá var upp- gangur nasista þar í landi í algleymingi. Hitler taldi mikil sóknarfæri felast í leik- unum til þess að sameina þjóðina undir einu merki og vekja með henni bar- áttugleði – enda báru þeir þess nokkurn svip – um leið og þeir áttu að vekja aðdáun á afrekum þýsku þjóðarinnar og nasista. Og svo eru þess auðvitað dæmi að valda- pólitík blandist inn í ólympíuleikana. Bandaríkjamenn og margir bandamenn þeirra sniðgengu leikana í Moskvu árið 1980 meðal annars til að mótmæla stríðs- rekstri Sovétmanna í Afganistan. Og þegar leikarnir voru svo haldnir í Los Angeles fjórum árum síðar fóru Sovétmenn hvergi og voru með því að mótmæla mótmælum! Þarna kom ákveðin þjóðernisstefna auð- vitað við sögu – metnaður þjóða í köldu stríði.“ Gangi gunnreifir til keppni Ungmennafélagshreyfingin íslenska var stofnuð á fyrstu árum aldarinnar og hafði þá – og hefur raunar enn í dag – ræktun lýðs og lands sem kjörorði og meginmark- mið. „Þjóðernishyggjan gengur út á að menn gangi gunnreifir til keppni og vinni leikinn. Stríðsrekstur hefur svipað inntak og því hafa íþróttir ekki jákvætt yfirbragð í hugum allra,“ segir Guðmundur. Á veraldarvísu hefur gengi Íslendinga á stórmótum í íþróttum verið upp og ofan. Fámennið setur takmörk en í handbolta hafa fulltrúar okkar oft náð góðum ár- angri. „Það er óskaplega erfitt að festa hönd á því hvort velgengni Íslendinga á erlendum stórmótum hefur einhver áhrif á þjóðarsálina sem svo er kölluð. Þó vekur góður árangur alltaf augljóst þjóðern- isstolt, fólk fylgist af áhuga með stórmót- unum og öflugustu fyrirtæki landsins sjá sér hag í því að vera bakhjarlar til dæmis handboltalandsliðsins,“ segir Guð- mundur. „Íslenskir handknattleiksmenn ganga jafnan fram og gefa kost á sér í landsliðið sé eftir því kallað. Þetta er einskonar her- skylda. Þetta viðhorf gildir kannski meira í handboltanum en fótboltanum – þar sem peningarnir eru orðnir allsráðandi. Hand- boltinn er ekki eins ofurseldur fjármagni. Meðal sumra þjóða er þessi fórnarlund þó enn til staðar. Ég hlustaði til dæmis á við- tal á BBC fyrir nokkrum dögum við knatt- spyrnumanninn El Hadji Diouf frá Senegal sem kvaðst alltaf svara kalli skyldunnar þegar landsliðið kallaði. Þetta viðhorf er ekki sjálfgefið.“ Útlendingum fagnað Þegar Frakkar unnu heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu árið 1998 bar á þeirri gagnrýni þar í landi frá fulltrúum hægri öfgamanna að landslið þjóðarinnar væri að nokkru skipað leikmönnum af öðrum litarhætti en tíðast er í Frakklandi. Yfirgnæfandi hluti Frakka taldi þetta þó ekkert tiltökumál, og ýmsir sáu landsliðið einmitt sem merki um að frönsk þjóð væri fjarri því að vera einsleit og að Frakkland tæki innflytjendum opnum örmum. Hér á landi hefur þorri þjóðarinnar líka fagnað góðum árangri handknattleiks- manna á borð við Alexander Peterson frá Lettlandi og Kúbverjann Robert Duranona sem báðir fengu íslenskan ríkisborgararétt og hafa gert það gott með landsliðinu. Og landsliðið hefur – svona oftast nær – skor- að hátt síðustu árin og silfurhátíðin á Arn- arhóli í septemberbyrjun 2008 er mörgum enn í fersku minni. Opið skv. ESB „Fögnuður yfir góðum árangri lands- liðsins var miklu fölskvalausari en þegar útrásarvíkingarnir stóðu í sínum land- vinningum sem margir glöddust þó yfir. Silfurverðlaunin reyndust Íslendingum sjálfsagt ágætt veganesti inn í hrunið og enginn komst hjá því að hrífast með. Og þá komum við að þeim punkti að jafnan hefur verið mjög umdeildur; það er þegar sjónvarpsréttur á þeim mótum þar sem handboltalandsliðið okkar tekur þátt, er seldur til einkastöðva,“ segir Guðmundur og heldur áfram. „Þegar slíkt gerist hefur það skapað miklar umræður og jafnvel deilur. Það er því alls ekki að ástæðulausu að Evrópu- sambandið hefur sett þær reglur, sem Ís- lendingar undirgangast í gegnum EES- samninginn, að útslitaleikir í stórmótum í íþróttum skuli jafnan sýndir í opinni dag- skrá. Og þar liggur undir að talið er nánast til mannréttinda að allir geti fylgst með þessum stórleikjum – sem skipta svo miklu fyrir ræktun þjóðernis þegar allt kemur til alls.“ Logi Geirsson, Ingimundur Ingimundarson, Hreiðar Levy Guðmundsson, Björgvin Páll Gúst- avsson og Sverre Jakobsson sannreyndu silfrið eftir að hafa tekið við verðlaunapeningunum í Peking á haustmánuðum 2008. Þeir voru sáttir við silfrið og það var íslenska þjóðin líka. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Árangur íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking haustið 2008 þótti ein- stakur. Forsetahjónin voru á svæðinu, glöddust með glöðum og Dorrit sagði að Ísland „væri stórasta land í heimi“ og orðatiltækið varð skyndilega öllum Íslendingum á tungu tamt. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Árangur vekur augljóst þjóðernisstolt Fögnuður yfir árangri landsliðs er fölskvalausari en þegar útrásarvíkingar voru í landvinningum, segir Guðmundur Hálfdanarson. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Íþróttir þjappa þjóðum saman. Herskyldan gildir í handbolta. Úr- slitaleikir í opnu sjón- varpi, skv. tilskipun ESB. „Stórleikir skipta miklu fyrir ræktun þjóðernis,“ segir Guð- mundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.