Morgunblaðið - 01.03.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Óvenjulegur lægðafjöldi hefur ein-
kennt veðrið síðustu vikur með til-
heyrandi umhleypingum. Það skilaði
sér í góðum meðalhita febrúar-
mánaðar með mikilli úrkomu. Vetur-
inn er þó ekki búinn og framundan er
marsmánuður sem sjöunda hvert ár
að meðaltali er kaldasti mánuður
ársins.
Samkvæmt upplýsingum Trausta
Jónssonar veðurfræðings var með-
alhitinn fyrstu 28 dagana í febrúar
2,6 stig í Reykjavík eða 2,3 stigum
yfir meðallaginu 1961-1990. Frá 1870
er mánuðurinn í áttunda sæti í
Reykjavík, en langhlýjast var í febr-
úar 1932 þegar meðalhitinn var fimm
stig. Mjög hlýtt var einnig í febrúar
1945 og svo 2006, en þá var meðalhit-
inn 3,3 stig. Hlaupársdagurinn var
heldur svalari en mánuðurinn í heild,
en ekki er útlit fyrir að hann dragi
mánuðinn langt niður.
Í nýliðnum febrúar var meðalhit-
inn á Akureyri 2,3 stig og mánuður-
inn sá fimmti hlýjasti frá upphafi
mælinga þar árið 1882. Eins og í
Reykjavík var hlýjast í febrúar 1932.
Trausti segir að undanfarið hafi
verið óvenjumiklir umhleypingar og
óvenjumargar lægðir. Þessu hafi
fylgt mikil úrkoma eða í kringum 130
millimetrar í febrúar sem sé nálægt
tvöfaldri meðalúrkomu. Á Akureyri
hafi úrkoman verið nálægt með-
allagi.
Bændur hefðu kannski
kvartað vegna áfreða og bleytu
„Hins vegar hafa veður ekki verið
neitt óskaplega vond síðustu vikur
og sjaldan hvesst að ráði á öllu land-
inu í einu,“ segir Trausti. „Ég hugsa
að flestir séu fegnir að vera lausir við
klakann sem var yfir öllu í desember
og fram í janúar. Raunverulegur stór
kuldakafli stóð ekki nema í rúmlega
hálfan mánuð frá lokum nóvember
og fram í desember. Síðan kom ann-
ar kafli frá þeim tíma lengi fram eftir
janúar þar sem hiti var nálægt með-
allagi og reyndar marði janúar með-
allagið. Síðan tók þessi hlýi kafli við.
Langvinnir umhleypingar geta þó
einnig haft ýmsa erfiðleika í för með
sér. Þeir sem eru með hesta á úti-
göngu eru ekki hrifnir af því þegar
bleytir og frýs til skiptis í langan
tíma. Áður fyrr hefðu bændur
kannski kvartað um áfreða og bleytu
og sjálfsagt er full ástæða til að hafa
áhyggjur af kali í vor,“ segir Trausti.
Morgunblaðið/Ómar
Leiðindi Umhleypingar falla hrossum ekki vel í geð og það fór ekki á milli mála við hesthúsin í Víðidal í gær.
Fjöldi lægða í hlýjum
og blautum febrúar
Marsmánuður sjöunda hvert ár kaldasti mánuður ársins
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Morten Jung, yfirmaður Íslands-
mála á stækkunarskrifstofu Evr-
ópusambandsins í Brussel, segir
ómögulegt að spá um það hvenær
hægt verði að ljúka aðild-
arviðræðum Íslands og ESB. Hann
sagði á fundi á Akureyri í gær
stefnt að því að opna alla kafla í
samningsviðræðunum á þessu ári.
Jung kom fram ásamt Timo
Summa, sendiherra ESB á Íslandi,
á opnum fundi sem haldinn var af
Evrópustofu, upplýsingamiðstöð
ESB á Íslandi; þeim fyrsta í röð
funda sem verða víðs vegar um
land á næstunni. Þeir lögðu
áherslu á, sem og Birna Þórarins-
dóttir, framkvæmdastýra Evr-
ópustofu, að ekki stæði til að hafa
áhrif á umræðuna, heldur hvetja til
hennar og veita hlutlægar upplýs-
ingar.
Einn fundarmanna spurði hvers
vegna ekki væri drifið í því að
ræða fyrst um sjávarútvegs- og
landbúnaðarmál, sem allir vissu að
yrðu erfiðustu þættirnir. Sendi-
herrann sagði nauðsynlega heima-
vinnu nú standa yfir beggja vegna
borðsins og ekki væri vitað hvenær
henni lyki. Hann benti á að sjáv-
arútvegsstefna ESB væri í endur-
skoðun og því væri ekki vitað
hvernig hún yrði á næstum árum.
„Það verður auðveldara að ræða
málin þegar við vitum hvernig um-
hverfið í sjávarútvegi [í ESB] verð-
ur í framtíðinni.“
Stefnt á að opna
alla kafla á árinu
Óvíst hvenær viðræðum við ESB lýkur
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
ESB Morten Jung, yfirmaður Ís-
landsmála, á fundinum á Akureyri.
Hólmfríður Gísladóttir
Anna Lilja Þórisdóttir
Skúli Bjarnason, lögmaður Gunn-
ars Þ. Andersen, forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins, hefur fyrir hönd
umbjóðanda síns farið fram á að
stjórn FME svari því fyrir kl. 16 í
dag hvort hún muni ekki þegar í
stað fella niður „hið löglausa upp-
sagnarferli,“ eins og segir í bréfi
Skúla til stjórnarinnar.
Þar segir að réttindi Gunnars
sem embættismanns hafi verið virt
að vettugi í yfirstandandi brott-
rekstrarferli en Oddný G. Harð-
ardóttir fjármálaráðherra staðfesti
í gær að Gunnar hefði réttarstöðu
embættismanns.
„Umbjóðandi minn lítur það að
sjálfsögðu mjög alvarlegum augum
að lög hafa verið brotin á honum
með þessum hætti og mun hann
kalla menn til ábyrgðar á því,“
segir einnig í bréfinu.
Gunnar hafði krafist þess að
ráðherrann úrskurðaði um réttar-
stöðu hans, þannig að enginn vafi
léki á því hvort hann félli undir lög
um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins vegna fyrirhugaðr-
ar uppsagnar hans.
Skúli segir uppsagnarferlinu
sjálfhætt eftir úrskurðinn og fær
ekki séð að hægt verði að halda
uppsögninni til streitu.
„Þá þyrftu þeir að fara í eitt-
hvert áminningaferli og það þyrfti
að víkja honum til hliðar í ein-
hvern tíma, kannski hálft ár, á
meðan fagleg rannsóknarnefnd á
vegum fjármálaráðherra færi yfir
það hvort lögmætar ástæður lægju
að baki uppsögn. En það er auðvit-
að alls ekki þannig. Maðurinn hef-
ur ekkert brotið af sér,“ segir
Skúli.
Aðalsteinn Leifsson, formaður
stjórnar Fjármálaeftirlitsins, vildi
ekki tjá sig í gær um hvaða áhrif
ákvörðun ráðherra hefði á vinnslu
málsins hjá stjórninni en sagðist
harma að málið væri orðið jafn
stór hluti af opinberri umræðu og
raun bæri vitni.
Krefst svara fyrir kl. 16
Vill að stjórnin svari því umsvifalaust hvort hún hyggist halda uppsögninni til
streitu Mun kalla menn til ábyrgðar Gunnar embættismaður, segir ráðherra
Á veðurbloggi Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings kemur fram að í
Reykjavík hafi aðeins einn sólarhringur verið úrkomulaus fyrstu 28 dag-
ana í febrúar í ár, hinn 18. Hann segir að í Reykjavík láti nærri að ríflega
þriðjungur ætlaðrar meðalúrkomu ársins sé þegar fallinn.
„Ég er fyrir löngu búinn að missa töluna á öllum þeim hraðfara lægð-
um sem verið hafa hér á sveimi síðustu vikurnar og þeim fjölmörgu úr-
komusvæðum sem skotist hafa norðaustur yfir landið,“ skrifar Einar.
Búast má við að svalt verði í dag, fyrsta dag marsmánaðar, en síðan
hlýni aftur. Samkvæmt meðaltalinu er janúar kaldasti mánuður ársins og
síðan desember, febrúar og mars og lítill munur á þessum mánuðum
samkvæmt meðaltalinu.
Einn sólarhringur án úrkomu
BÚINN AÐ MISSA TÖLUNA Á LÆGÐUNUM
Fjármálaráðherra byggir úrskurð
sinn á því að embætti forstjóra
FME var birt á forstöðu-
mannalista ráðherra í Lögbirt-
ingablaðinu 27. janúar 1999 en
skv. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 70/
1996 um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins skal ráð-
herra skera úr um hvaða
starfsmenn teljist
forstöðumenn rík-
isstofnana og rík-
isfyrirtækja, og þ.a.l.
embættismenn, og
birta yfir þá lista í
Lögbirtinga-
blaðinu.
Rök ráðherra
EMBÆTTISMAÐUR
Gunnars Þ.
Andersen
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturj@mbl.is
„Ráðningarsamningurinn gerir ráð
fyrir því að ef bæjarstjórinn hætti á
miðju kjörtímabilinu af einhverri
svona ástæðu fái hann biðlaun í 12
mánuði eða fari í sitt fyrra starf eða
sambærilegt starf. En alls ekki hvort
tveggja,“ segir Hafsteinn Karlsson,
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, um
samning um starfslok Guðrúnar Páls-
dóttur, fyrrverandi bæjarstjóra
Kópavogs.
Samkvæmt starfslokasamningi
verður Guðrún á bæjarstjóralaunum í
ár frá 1. apríl næstkomandi en hún er
í veikindaleyfi fram að þeim tíma. Þá
er gert ráð fyrir að laun hennar hækki
aftur í tímann um 7,5% í fjóra mánuði
og er þar miðað við leiðréttingu á
þingfararkaupi þingmanna vegna
lækkunar á launum þeirra 2008. Hinn
1. september er gert ráð fyrir að Guð-
rún taki við sviðsstjórastarfi hjá
Kópavogsbæ og segir Hafsteinn að
þar sé um að ræða starf sviðsstjóra
tómstunda- og menningarsviðs sem
hún gegndi áður en hún tók við bæj-
arstjórastarfinu.
Þá er gert ráð fyr-
ir að ótekið orlof
frá 2007 verði gert
upp og greitt út á
morgun í ein-
greiðslu sem nem-
ur samtals 77 dög-
um en Hafsteinn
segir að ein-
greiðslan hljóði
upp á 4,5 milljónir
króna auk launatengdra gjalda.
„Munurinn á ráðningarsamningn-
um og þessu er 13-14 milljónir, sem er
bara kostnaðarauki fyrir bæinn,“ seg-
ir Hafsteinn.
Fréttastofa Rúv sagði frá því í gær-
kvöldi að Ármann Kr. Ólafsson, nú-
verandi bæjarstjóri, hefði sagt í svari
við fyrirspurn Ólafs Þórs Gunnars-
sonar, bæjarfulltrúa Vinstri grænna,
að samningurinn myndi ekki leiða til
aukins kostnaðar umfram ákvæði
ráðningarsamningsins. Hins vegar
kæmi til vinnuframlag frá Guðrúnu á
móti, sem næmi alls 9 milljónum
króna og því mætti segja að sparn-
aður bæjarins næmi þeirri upphæð.
Biðlaun eða sama
starf en ekki bæði
Gagnrýna starfslok bæjarstjórans
Hafsteinn
Karlsson