Morgunblaðið - 01.03.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 01.03.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012 Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Sækjandi í máli Agné Krataviciuté, sem ákærð er fyrir að deyða nýfætt barn sitt, fór í gær fram á 16 ára fang- elsi yfir henni, sem er hámarksrefs- ing fyrir mannráp. Taldi hann að eng- in skilyrði væru fyrir hendi til að beita refsimildandi úrræðum. Verjandi hinnar ákærðu, Daníel Pálmason, krafðist hinsvegar sýknu í málinu, en til vara lágmarksrefsingar yrði hún fundin sek, þar sem ásetn- ingur hefði ekki verið til staðar og verknaðurinn því ekki saknæmur. Þá krefst faðir barnsins og fyrrver- andi kærasti ákærðu þriggja milljóna króna frá henni í miskabætur. Lög- maður hans segir missi hans mikinn og að allt bendi til þess að hann muni bera andlegt tjón af þessum atburð- um um ókomna tíð. Hentaði ekki að verða móðir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoð- arríkissaksóknari sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að málið væri tví- þætt. Annars vegar þyrfti að sýna fram á að sakborningur hefði fætt barnið og deytt það. Taldi hann að sýnt væri fram á að svo hefði verið með yfirþyrmandi sönnunargögnum. Það sem eftir stæði væri því að reyna að greina huglæga afstöðu ákærðu til atburð- arins og átta sig á því hvað henni gekk til þegar hún kyrkti barnið. Kenning Helga er sú að gjörðir hennar hafi ráðist af hagkvæmnis- ástæðum: Hún hafi myrt barnið vegna þess að það hentaði henni ekki að verða móðir á þessum tímapunkti. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í vitnisburð geðlækna, sem sögðu það einkenni vera á persónuleika hennar að hún reyndi að fegra heiminn og loka á það sem samræmdist ekki væntingum hennar til lífsins. Í sam- ræmi við þetta hefði hún afneitað meðgöngunni, meðvitað eða ómeðvit- að, en þegar barnið kom í heiminn hefði hún ekki getað afneitað því lengur. Þetta hugarástand sagði Helgi hins vegar ekki á því stigi að hún væri ófær að stjórna gerðum sín- um. Ásetningur ekki til staðar Daníel Pálmason verjandi var á öndverðu máli. Hann sagði að andlegt og líkamlegt ástand Agné hefði verið slíkt eftir óvænta fæðingu barnsins að hún hefði enga stjórn haft á gjörðum sínum. Hann benti á að samkvæmt 18. grein almennra hegningarlaga væri verknaður ekki saknæmur nema hann væri unnin af ásetningi eða gá- leysi. Hvorugt hefði verið til staðar í þessu máli. Hin ákærða segist engar minning- ar eiga um að hafa fætt barn eða deytt það. Á meðgöngunni bar hún engin merki þessi að vera þunguð og segist sjálf ekki hafa gert sér grein fyrir því. Svo virðist sem hún hafi að- eins verið ein á hótelherberginu í um 10-20 mínútur daginn sem voðaverkið átti sér stað. Bendir allt til þess að á þessum tíma hafi hún fætt barnið. Daníel sagði óhætt að fullyrða að fæð- ingin hefði orðið henni mikið áfall, í ljósi þess að hún vissi ekki af ólétt- unni fyrr en fæðingin fór skyndilega af stað. Við það hefði orðið einhvers konar hugrof sem skýrði framferði hennar og minnisleysi. Framburður vitna um að hún hefði virst ringluð strax á eftir og ekki gert sér grein fyrir að hún var alblóðug styddi að hugarástand hennar hefði verið veikl- að. Tekist á um saknæmi verknaðarins  Ákæruvaldið krefst hámarksrefsingar yfir móður sem ákærð er fyrir að deyða barn sitt  Verjandi segir verknaðinn ekki saknæman og krefst sýknu  Var í andlegu og líkamlegu áfalli við fæðinguna Morgunblaðið/Þorkell Héraðsdómur Reykjavíkur Aðalmeðferð manndrápsmálsins lauk í gær eftir tvo daga og bíður það nú dóms. Dómsmál þetta á sér sárafá for- dæmi í samtímasögu Íslands. Þó kom upp mál þar sem ung kona deyddi barn sitt rétt eftir fæðingu árið 1992. Sú var dæmd í 18 mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Næsta dæmi þar á undan sem sækjandi gróf upp var landsyfirréttardómur frá 1914. Í 212. gr. almennra hegning- arlaga segir að ef móðir deyði barn sitt í eða strax eftir fæð- ingu og ætla megi að hún geri það vegna neyðar, ótta eða rugl- aðs hugarástand af völdum fæðingarinnar, þá varði það allt að 6 ára fangelsi, í stað 16. Sækjandi vildi meina að þetta ákvæði ætti ekki við enda væri hugsunin á bak við það byggð á veruleika úr „hálfgerðri forn- eskju“ þegar ungar stúlkur sem voru úrræðalausir ómagar á heimilum bænda báru út börn. Verjandi taldi gjörðir Agné hinsvegar falla undir þetta ákvæði. Hann sagði gilda ástæðu fyrir því að vægari refs- ing væri við því að móðir deyddi nýfætt barn sitt en við hefð- bundnum manndrápum og að sambærileg ákvæði væru til staðar á nágrannalöndunum. Nánast for- dæmalaust DULSMÁL ÚR FORNESKJU? Sælkerar landsins hafa ástæðu til að gleðjast þessa dagana enda var matarhátíðin Food & Fun sett í gær og lýkur ekki fyrr en 2. mars. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja athygli á íslenskri matargerðarlist, gæð- um íslensks hráefnis og matvælaframleiðslu. „Við eigum von á 50 kokkum, dómurum og blaða- mönnum í tengslum við hátíðina og 17 veitingahús munu taka þátt að þessu sinni,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Í gegn- um tíðina hafa frægir kokkar á borð við Rene Red- zepi eldað á Food & Fun og hátíðin var nýlega valin ein merkasta matarhátíðin í sælkeraheiminum af hinu virta tímariti National Geographic. „Food & Fun er gríðarleg vítamínsprauta fyrir veitingamenn og ég get nefnt að um 15 þúsund manns munu fara út að borða þessa fimm daga sem hátíðin stendur yfir,“ segir Jón Haukur. „Hápunktur hátíðarinnar er svo á laugardaginn þegar þrír kokk- ar sem valdir voru af sérstakri dómnefnd, keppa í matargerð. Sú keppni fer fram í Hörpu og verða handtök matreiðslumeistaranna sýnd á skjá fram í sal svo að fólk átti sig betur á því hvað þeir eru að sýsla í eldhúsinu.“ Þetta verður í 11. skiptið sem Food & Fun fer fram og er Jón Haukur bjartsýnn á að hátíðin í ár verði sú stærsta sem haldin hefur verið. „Bókanir benda til þess að við sláum öll met en samstarf okkar við Ice- landair, Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins hafa gert alla markmiðasetningu skýrari og okkar vinnu auðveldari,“ segir Jón Haukur. Food & Fun-hátíðin haldin ellefta árið í röð Morgunblaðið/Kristinn Meistarakokkar frá ýmsum löndum keppa í matreiðslu Matur Birgir Hólm, framkvæmdastjóri Icelandair, Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, og Einar Örn Benediktsson borgarfulltrú settu hátíðina. Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Vestmannaeyjabær hefur hafið und- irbúning að stofnun félags um smíði og eignarhald nýrrar Vestmanna- eyjaferju. Sveitarfélögum á Suður- landi, lífeyrissjóðum, áhugasömum fjárfestum og ríkinu verður boðið að koma að stofnun félagsins. „Til að tryggja að þetta mál gangi eins hratt eftir og mögulegt er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, um ástæðu fyrir sam- þykkt bæjarstjórnar um stofnun ferjufélags. Herjólfur hafi ekki haf- færni nema til ársins 2015 og eftir það sigli skipið hvorki til Landeyjahafnar né Þorlákshafnar. Herjólfur hefur lít- ið siglt til hinnar nýju Landeyjahafn- ar í vetur en hún var hönnuð fyrir grunnristari ferju. „Það er greinilega ríkur vilji til þess að ráðast í smíði nýrrar ferju. Við vonum að þetta framtak flýti fyrir því,“ segir Elliði. Hann vísar til þess að Ögmundur Jónasson samgöngu- ráðherra hafi nýlega sagt að stefnt væri að smíði nýrrar Vestmannaeyja- ferju í síðasta lagi 2015. Eyjamenn áætla að ný ferja kosti 4-5 milljarða króna. Elliði segir að hlutafélaginu sé ætlað að láta smíða nýtt skip og eiga það. Reiknað sé með að rekst- urinn verði boðinn út, eins og á nú- verandi ferju. Forsenda reksturs félagsins er að ríkið leigi skipið til a.m.k. tíu ára og tryggi með því að hluthafar fái hlutafé sitt greitt til baka auk lágmarksávöxtunar. „Við þurfum að eiga formlegri viðræður við innanríkisráðherra og ríkisstjórn um málið, um það hvernig ráðherra sér sína aðkomu að því. Afstaða rík- isins skiptir mestu máli. Okkar vonir standa til þess að ríkið vilji leigja skip- ið af okkur. Með því teljum við unnt að ráðast í þetta mikla verkefni á við- ráðanlegum tíma og innan fjárhags- ramma,“ segir Elliði. Hann tekur það fram að Eyjamenn hafi ekkert á móti því að ríkið sjálft annist þetta verk. helgi@mbl.is Stofnar félag um smíði nýrrar ferju Elliði Vignisson  Grundvöllurinn að ríkið leigi skipið Skannaðu kóðann til að lesa umfjöll- unina á mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.