Morgunblaðið - 01.03.2012, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Rólegt var í húsakynnum Mennta-
skólans á Akureyri í gær. Ekki var
frídagur, heldur var, skv. sam-
komulagi, starfs- og hugleiðing-
ardagur starfsmanna og nem-
enda …
Samkvæmt venju söfnuðust
nemendur saman framan við skrif-
stofu skólameistara að morgni 28.
febrúar og sungu og í framhaldi þess
gerðu meistari og nemendur „með
sér samkomulag sem byggist á skjali
sem varðveitt hefur verið inn-
rammað á skrifstofu aðstoð-
arskólameistara frá árinu 1984,“
eins og segir á heimasíðu MA.
Á skjalinu segir að 29. febrúar
sé „inn á almanak settur mönnum til
hvíldar frá dagsins önn og því til
þess fallinn að staldra við, líta yfir
farinn veg, huga að ókominni tíð og
aðgæta hvort um megi bæta á vorri
framtíðarbraut“.
Von er á fimm þúsundasta gest-
inum á Gulleyjuna, samstarfsverk-
efni Leikfélags Akureyrar og Borg-
arleikhússins, sem nú er á fjölunum í
gamla Samkomuhúsinu. Hann verð-
ur leystur út með gjöfum og LA
hvetur fólk til þess að flagga sjóræn-
ingjafána í tilefni dagsins eins og
margir gerðu frumsýningarhelgina.
Uppselt hefur verið á allar sýn-
ingar á Gulleyjunni til þessa og jafn-
an mikið fjör í salnum. Sumir yngri
áhorfenda lifa sig vel inn í leikritið,
til dæmis ung stúlka um daginn;
þegar byssu var beint að sjóræningj-
anum Langa-Jóni Silvur var hún
greinilega búin að fá sig fullsadda af
klækjum þess mikla refs, og hvatti
byssumanninn til dáða: „Skjótt’ann!
Skjótt’ann!“ hrópaði sú stutta.
Núna um helgina mætir Leik-
félag Reykjavíkur norður og byrjar
að sýna farsann Nei, ráðherra! í
menningarhúsinu Hofi.
Sjaldan er ein báran stök á þeim
bænum, því um aðra helgi verður Ís-
lenski dansflokkurinn í Hofi og býð-
ur upp á tvær gjörólíkar sýningar;
annars vegar Grossstadtsafari eftir
Norðmanninn Jö Strömgren og hins
vegar Mínus 16 eftir rokkstjörnu
dansheimsins, eins og Ohad Naharin
er kallaður.
Dagur tónlistarskólanna var
haldinn hátíðlegur víða um land fyrir
skömmu, en þá var vetrarfrí í Tón-
listarskólanum á Akureyri svo hátíð-
in fer fram þar á bæ á laugardaginn í
Hofi. Dagskrá hefst kl. 10 og lýkur
ekki fyrr en síðdegis.
Íþróttafólk tekur daginn oft
snemma og eru sundmenn t.d. fræg-
ir fyrir það. Hópur ungs knatt-
spyrnufólks úr KA og Þór, í nýstofn-
aðri Knattspyrnuakademíu
Norðurlands sem félögin komu á fót
í sameiningu, mætti á æfingu klukk-
an 6 að morgni mánudags og þriðju-
dags í Boganum og dagskráin er
eins í dag. Æft er til sjö, þá borðaður
morgunverður áður en haldið er
heim á ný og náð í skólatöskuna …
Það eru strákar og stelpur úr 4.
flokki sem stunda akademíuna þessa
viku og þá næstu, börn úr 5. flokki
verða á ferðinni síðari hluta mars og
leikmenn úr 3. flokki í apríl.
Högni Reistrup ásamt hljómsveit
og Guðrið Hansdóttir frá Færeyjum
eru með tónleika á Græna hattinum í
kvöld. Plötur beggja sem komu út í
fyrra hlutu afbragðs dóma, Morg-
unblaðið taldi plötu Guðríðar t.d.
með þeim bestu.
Helgi Björnsson og Reiðmenn
vindanna verða svo með tónleika á
Græna hattinum bæði á föstudags-
og laugardagskvöld.
Sýningin Maður fram af manni
hefst á bókasafni Háskólans á Ak-
ureyri í dag kl. 16. Þetta er sú fjórða
og síðasta í ættfræði-seríu Guðrúnar
Pálínu Guðmundsdóttur myndlist-
armanns. Sýningin fjallar um ættir
móðurafa Guðrúnar Pálínu, Hösk-
uldar Tryggvasonar frá Víðikeri í
Bárðardal.
Sýning Guðrúnar Pálínu sam-
anstendur af átta litríkum mál-
verkum á tréplötum sem hvíla á gólfi
og hallast að veggjunum, eins og
segir í tilkynningu. „Það er von Guð-
rúnar Pálínu að sýningin veki áhuga
áhorfandans á eigin ættarsögu. Bak
við hvern einstakling er líf og erfða-
efni margra forfeðra og formæðra
sem hafa áhrif á hver við erum og
hvað við gerum,“ segir þar.
Beint flug verður frá Akureyri til
Slóveníu á vegum ferðaskrifstof-
unnar Nonna í sumar eins og í fyrra.
Von er á allt að 180 manns að utan
26. júní og mun hópurinn ferðast um
Norðurland í sjö daga. Á meðan
spókar sig væntanlega hópur Íslend-
inga í Slóveníu. Þangað fóru margir í
í beina fluginu í fyrra.
Skjótt’ann,
skjótt’ann!
Ljósmynd/Sverrir Páll
Hefð Nemendur MA á leið til að syngja fyrir skólameistara sinn í vikunni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Í bítíð Krakkar úr KA og Þór fá sér hafgragraut um sjöleytið á þriðjudag.
Stuðningur almennings, samtaka
og fyrirtækja við starf Hjálp-
arstarfs kirkjunnar í desember og
janúar sl. til neyðarhjálpar á hung-
ursvæðum Austur-Afríku og til inn-
anlandsaðstoðar var 61 milljón
króna.
Fjármunirnir eru m.a. notaðir til
að mæta brýnustu þörfum fólks
sem býr við hrikalegar aðstæður á
þurrkasvæðum og í flóttamanna-
búðum í Austur-Afríku.
Aðstoð innanlands
Frá því inneignarkort voru tekin
upp í maí sl. og út árið 2011 hafa
1200 einstaklingar og fjölskyldur
fengið afgreidd kort. Þar sem um 3
einstaklingar eru að meðaltali á
bak við hverja umsókn eru það um
3600 einstaklingar sem nutu að-
stoðar. Á sama tímabili fengu 1815
aðra aðstoð en mataraðstoð.
Frá búðum í Guud í Sómalíu.
Rúm 61 milljón
í neyðarhjálp
Barnsmissir verður umfjöllunar-
efni næsta fræðslukvölds Nýrrar
dögunar, samtaka um sorg og sorg-
arviðbrögð, í kvöld kl. 20.30 í safn-
aðarheimili Háteigskirkju.
Fyrirlesari er sr. Vigfús Bjarni
Albertsson, sjúkrahúsprestur á
barnadeild Landspítalans.
Stuðningshópur fyrir foreldra
sem hafa misst barn hefur starf-
semi þriðjudaginn 6. mars kl. 20 í
safnaðarheimili Háteigskirkju.
Fundur um
sorgarviðbrögð
Landlæknisemb-
ættið mælir með
því að fólk taki
þorskalýsi áfram
þótt byrjað sé að
vítamínbæta
mjólk. Þetta
kemur fram á vef
landlæknisemb-
ættisins.
Embætti land-
læknis og Rannsóknastofa í nær-
ingarfræði hafa hvatt mjólkuriðn-
aðinn til að bæta 10
míkrógrömmum af D-vítamíni í
hvern lítra af mjólk og mjólkur-
vörum til að auðvelda fleirum að fá
nægilegt D-vítamín.
Ný, D-vítamínbætt léttmjólk, er
nú komin á markað.
Mælir áfram
með þorskalýsi
STUTT
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti
í gær úrskurð áfrýjunarnefndar
samkeppnismála um að Lyf og
heilsa hefðu misnotað markaðs-
ráðandi stöðu sína þegar fyrirtækið
greip til aðgerða sem beindust gegn
Apóteki Vesturlands. Hafnaði Hér-
aðsdómur einnig kröfu um lækkun
sekta sem áfrýjunarnefndin ákvað
að væru hæfilegar 100 milljónir
króna.
Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn
á meintum brotum Lyfja og heilsu í
september 2007 í kjölfar ábendinga
um að fyrirtækið hefði gripið til að-
gerða til að hindra að nýstofnað
Apótek Vesturlands næði að hasla
sér völl á Akranesi. Fólust þær m.a. í
stofnun vildarklúbbs sem var ætlað
að tryggja að mikilvægir við-
skiptavinir hæfu ekki viðskipti við
samkeppnisaðilann.
Í ákvörðun nr. 4/2010 komst Sam-
keppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu
að Lyf og heilsa hefðu misnotað
markaðsráðandi aðstöðu sína með
skipulagðri atlögu gegn Apóteki
Vesturlands. Lyf og heilsa skutu
ákvörðuninni til áfrýjunarnefnd-
arinnar sem staðfesti ákvörðunina
en lækkaði sektina úr 130 milljónum
króna í hundrað milljónir.
Að mati héraðsdóms voru brotin
„alvarleg, miðuðu að því að hindra
innkomu nýrrar lyfjaverslunar á
markað, sem stefndi sat áður einn
að, og síðan að því að veikja hinn
nýja aðila og raska samkeppni.“
Morgunblaðið/Golli
Sekt Þurfa að borga 100 milljónir.
Staðfesti
brot Lyfja
og heilsu
100 milljóna króna
sekt stendur
Útboðsþing Samtaka iðnaðarins
- Verklegar framkvæmdir 2012 -
Grand Hótel Reykjavík, Gullteigur A
Föstudaginn 2. mars kl. 13:00 – 16:30
Reykjavíkurborg
Framkvæmdasýsla ríkisins
HS Orka
Landsvirkjun
Eftirtaldir aðilar kynna framkvæmdaáætlanir sínar á árinu:
Siglingastofnun
Landsnet
Orkuveita Reykjavíkur
Vegagerðin
Skráning á www.si.is