Morgunblaðið - 01.03.2012, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012
Flestir forystumenn kristinna
manna í Sýrlandi hafa stutt
einræðisstjórn Bashars al-Assads,
forseta landsins, en þeir lögðust
gegn stjórnarskránni sem samþykkt
var í þjóðaratkvæðagreiðslu á
sunnudag. Ástæðan er ákvæði um að
forseti Sýrlands þurfi að vera músl-
ími, þannig að kristnir Sýrlendingar
geta ekki boðið sig fram til forseta.
Ákvæðið hefur verið í stjórnar-
skrá Sýrlands frá 1920 þegar fyrsta
stjórnarskrá landsins var sett.
Kristnir og fleiri Sýrlendingar, sem
vilja aðskilnað ríkis og trúar, hafa
lengi beitt sér fyrir því að ákvæðið
verði numið úr gildi. Hafez al-Assad,
þáverandi forseti, lagði til að ákvæð-
ið yrði afnumið árið 1973 en varð að
hætta við það vegna harðrar and-
stöðu íhaldssamra múslíma.
Eldri kynslóð kristinna Sýrlend-
inga hefur stutt sýrlensku ráða-
mennina, en þeir eru alavítar sem
eru ein grein sjía-íslams. Margir
kristnu mannanna óttast að hreyf-
ingar íslamista á borð við Bræðralag
múslíma komist til valda ef einræðis-
stjórnin fellur. Meðal ungra krist-
inna manna er hins vegar meiri
stuðningur við kröfuna um að komið
verði á lýðræði í Sýrlandi.
Sjítar eru um 3% af íbúum lands-
ins og þeir styðja einræðisstjórnina.
Þeir saka uppreisnarmenn úr röðum
súnníta í Homs og fleiri borgum um
að myrða sjíta og lýsa þeim sem
„hryðjuverkamönnum“, eins og
stjórn Assads hefur gert.
bogi@mbl.is
Kristnir menn höfnuðu stjórnarskránni
TRÚARBRÖGÐ Í SÝRLANDI
Alevi
Kristnir
Drúsar
Gyðingar
Ísmailítar (minnihluta-
hópur meðal sjíta)
>10015-100
Súnnítar
Sjítar
Yezidi
Alavítar
Nusairi
Íslam Aðrir
Heimild: M. Izady - Gulf/2000 project, Columbia-háskóli Tölurnar byggjast á manntali frá 2008-2009 eða áætlunum
TRÚARHÓPAR
Í SÝRLANDI
sem% af
íbúa-
fjöldanum
Súnnítar
69,5%
Alavítar 12,8%
Kristnir 9,3%
Drúsar 3,2%
Sjítar 3%
Aðrir 2,2%
22
mln
T Y R K L A N D
S Ý R L A N D
L Í B A N O N
ÍSRAEL
K Ý P U R
Í R A K
J Ó R D A N Í A
Damaskus
Sanamein
Deraa
Vestur-
bakkinn
Jerúsalem
Homs
Hama
Aleppo
Latakia
Tartus
Beirút
Haifa
Sjítar líta á upp-
reisnarmennina sem
hryðjuverkamenn
Stjórn Bandaríkj-
anna skýrði frá
því í gær að
stjórnvöld í
Norður-Kóreu
hefðu samþykkt
að hætta auðgun
úrans sem hægt
væri að nota í
kjarnavopn.
Norður-
Kóreustjórn hefði einnig fallist á að
hætta öllum tilraunum með lang-
drægar eldflaugar og heimila Al-
þjóðakjarnorkumálastofnuninni
(IAEA) að hefja að nýju eftirlit með
umdeildu kjarnorkuveri í Yongbyon.
Í staðinn samþykkti Bandaríkja-
stjórn að senda um 240.000 tonn af
matvælum til Norður-Kóreu. Mikill
matarskortur hefur verið í landinu
frá því hungursneyð geisaði þar á
síðasta áratug aldarinnar sem leið.
Stjórnvöld í Norður-Kóreu stað-
festu fréttina og sögðu að markmiðið
með samkomulaginu væri að byggja
upp traust milli ríkjanna tveggja og
bæta samskipti þeirra.
Samkomulagið náðist í fyrstu við-
ræðum ríkjanna eftir valdatöku
Kims Jong-uns, leiðtoga N-Kóreu.
Samkomulagið getur greitt fyrir við-
ræðum sex ríkja um kjarn-
orkuafvopnun á Kóreuskaga.
Norður-Kóreumenn slitu viðræðun-
um árið 2009.
Hætta
auðgun
úrans
Nýtt samkomulag
við N-Kóreumenn
Kim Jong-un
ICELANDAIR GROUP HF.
DAGSKRÁ:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár
2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með
hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu
3. Tillögur um breytingar á samþykktum
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna
5. Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu
6. Kosning stjórnar félagsins
7. Kosning endurskoðanda
8. Heimild til að kaupa eigin hlutabréf
9. Önnur mál löglega fram borin
Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða
rafræna kröfu til félagsstjórnar með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins sem lögð
verður fram tveimur vikum fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl.16:30 föstudaginn
9. mars 2012. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.icelandairgroup.is.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn, geta
veitt öðrum skriflegt umboð eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn
þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna
leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins.
Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur, eru hluthöfum tiltæk á
heimasíðu félagsins. Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins tveimur vikum fyrir fundinn,
9. mars 2012, kl.16:30. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega,
minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar.
Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn.
Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.icelandairgroup.is.
Reykjavík, 28. febrúar 2012.
Stjórn Icelandair Group hf.
Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn föstudaginn 23. mars 2012
í Víkingasal Icelandair Hótel Reykjavík Natura og hefst klukkan 16:30.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
58
65
5
02
/1
2
AÐALFUNDUR
2012
Meðal efnis :
Hönnuðir,arkitektar og aðrir
þátttakendur.
Ný íslensk hönnunn.
Húsgögn og innanhúshönnun.
Skipuleggjendur og saga
hönnunarMars.
Dagskráin í ár.
Erlendir gestir á hátíðinni.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni
um hönnun.
HönnunarMars
Morgunblaðið gefur þann
22. mars út glæsilegt
sérblað um HönnunarMars
Á HönnunarMars gefst tækifæri til
að skoða úrval af þeim fjölbreytilegu
verkefnum sem íslenskir hönnuðir og
arkitektar starfa við. Hátíðin verður
haldin víðsvegar um Reykjavík
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, FÖSTUDAGINN
16. MARS
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
SÉRBLAÐ
Simbabvemaður hefur verið sóttur
til saka fyrir að gera grín að Robert
Mugabe forseta, sem hefur verið
við völd í Simbabve frá því að land-
ið fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið
1980.
Maðurinn var handtekinn á bar í
borginni Mutare á laugardag þegar
hann sat með vinum sínum og
horfði á hátíðarhöld í tilefni af 88
ára afmæli forsetans í vikunni sem
leið. Hann grínaðist með það hvort
Mugabe væri nógu ern til að geta
blásið upp af-
mælisblöðr-
urnar.
Maðurinn var
ákærður fyrir að
„móðga og grafa
undan valdi for-
setans“. Hann
var látinn laus
gegn tryggingu
en réttað verður
í málinu í næsta
mánuði, að sögn lögmanns hans.
Ákærður fyrir að gera
grín að Mugabe forseta
Mugabe heldur upp
á afmælið.