Morgunblaðið - 01.03.2012, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012
Samkvæmt lögum
um þingsköp Alþingis
er sérhverjum þing-
manni skylt að sækja
þingfundi „nema nauð-
syn banni“. Þeim er
einnig skylt að taka
þátt í atkvæða-
greiðslum. Þingmaður
er aldrei vanhæfur til
að greiða atkvæði,
nema atkvæða-
greiðslan snúist um fjárveitingu til
hans sjálfs. Um þetta eru lögin skýr
og þar eiga þingmenn ekkert val eftir
eigin skoðun eða smekk.
Gert er ráð fyrir því, að nú alveg á
næstunni verði á Alþingi greidd at-
kvæði um hvort halda skuli til streitu
ákæru á hendur Geir H. Haarde.
Heyrst hefur af því að einn þing-
manna, Björgvin G. Sigurðsson, hafi í
hyggju að vera ekki viðstaddur at-
kvæðagreiðsluna. Er þó engin nauð-
syn sem bannar honum það og frá-
leitt er að hann sé vanhæfur til þess,
enda snýst atkvæða-
greiðslan hvorki um
hann sjálfan né fjárveit-
ingar til hans.
Hann mun gefa þá
skýringu, að honum
sjálfum þyki óeðlilegt að
greiða atkvæði um mál-
ið, því ákæra á hendur
Geir hafi verið sam-
þykkt um leið og tekin
var fyrir tillaga um
ákærur á þrjá aðra fyrr-
verandi ráðherra, þar á
meðal Björgvin sjálfan.
Sú afsökun hans fyrir fjarveru stenst
á engan hátt. Málinu er lokið að því er
Björgvin varðar. Hann er nú aðeins
eins og hver annar þingmaður, hvort
sem þeir voru í stjórn með Geir, sátu í
stjórnarandstöðu gegn honum, eða
eru nýir á þingi. Björgvin hefur sömu
skyldu og aðrir þingmenn til að
greiða atkvæði um tillöguna.
En komi Björgvin G. Sigurðsson
ekki til atkvæðagreiðslunnar þá verð-
ur sú framganga hans lengi í minnum
höfð, og mun sennilega ekki gleymast
meðan þingsaga verður skrifuð á Ís-
landi. Fyrir því er ástæða sem allir
menn sjá og skilja. Eftir að meirihluti
Alþingis hafði, með taktískum at-
kvæðagreiðslum Samfylkingarinnar,
komið málum svo fyrir að Geir H.
Haarde var settur á sakamannabekk
en mínútu síðar hafnað að ákæra
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá
var tekin fyrir tillaga um ákæru á
hendur Björgvini G. Sigurðssyni.
Sjálfstæðismenn höfðu horft upp á
ótrúlega framgöngu einstakra þing-
manna Samfylkingarinnar í málinu.
Engu að síður slógu þeir skjaldborg
um Björgvin G. Sigurðsson og forð-
uðu honum frá pólitískri ákæru. Þeim
hefði verið í lófa lagið að senda hann
sömu leið og Geir.
Og hvað gerir Björgvin sjálfur?
Hvernig hyggst þessi sami Björg-
vin G. Sigurðsson standa að málum,
nú þegar reynir á manndóm hans
sjálfs? Hann ætlar að láta sig hverfa!
Það er í öllum tilfellum óeðlilegt ef
þingmenn hafa ekki manndóm til
þess að sinna skyldu sinni og taka
þátt í atkvæðagreiðslu þegar kosið er
um svo alvarlegan hlut og hvort ein-
staklingur skuli sæta ákæru Alþingis.
En ef Björgvin G. Sigurðsson, af öll-
um mönnum, ákveður að láta sig
hverfa og vera bara úti í bæ, þá er það
sennilega mesti ódrengskapur í allri
þingsögunni og er þá langt til jafnað.
Ég held því alls ekki fram að
Björgvini sé skylt að greiða atkvæði
með því að ákæran á Geir verði aft-
urkölluð. En honum ber alger skylda
til þess að mæta í þingsal og greiða
atkvæði um málið. Telji hann að
ákæra beri Geir, þá greiðir hann ein-
faldlega atkvæði gegn afturköll-
unartillögunni. En ef hann telur að
ekki beri að ákæra hann, þá greiðir
hann atkvæði með tillögunni. Þetta
eru þeir tveir kostir sem Björgvin G.
Sigurðsson hefur. Rétt eins og hann
hefur einnig þá tvo kosti, að vera
drengur eða ódrengur. Þar hefur
hann engan milliveg.
Með sama hætti eiga þeir þing-
menn Samfylkingarinar, sem á sínum
tíma greiddu atkvæði gegn ákæru á
hendur Geir Haarde, nú aðeins tvo
kosti. Þeir sitja nú undir miklum
þrýstingi ofstækisfyllstu þingmanna
landsins sem krefjast þess að ákær-
unni verði haldið til streitu, þar sem
„ekkert nýtt hafi komið fram í mál-
inu“. En ef ekkert nýtt hefur komið
fram í málinu þá hljóta þeir, sem
töldu ekki ástæðu til ákæru, að vera
enn sömu skoðunar og greiða þá at-
kvæði með því að hin ástæðulausa
ákæra verði dregin til baka. Ákær-
anda, í þessu tilfelli Alþingi, er ekki
heimilt að halda ákæru til streitu
nema ákærandinn telji meiri líkur á
sakfellingu en sýknu. Ef ákærandi,
Alþingi, er ekki á þeirri skoðun, þá er
honum skylt að afturkalla ákæruna.
Til þess þarf hann engin „ný gögn“.
Sé það rétt, að ekkert nýtt hafi komið
fram, þá eiga þeir sem sögðu nei við
ákæru á sínum tíma, engan annan
kost en að greiða atkvæði afturköllun
sömu ákæru.
Eftir Bergþór
Ólason »Ef Björgvin G.
Sigurðsson lætur
sig nú hverfa, þá er það
mesti ódrengskapur
í manna minnum.
Bergþór Ólason
Höfundur er fjármálastjóri.
Drengur eða ódrengur
verið að tillögur stjórnlagaráðsins þoli ekki
skoðun fræðimanna, eða eru það kannski fræði-
mennirnir sem þola ekki að skoða tillögurnar?
Alla vega er það athyglisvert að fræðimenn hafa
lítið tjáð sig efnislega um það „frumvarp“ sem
nú stendur til að láta þjóðina kjósa um.
Ummæli þeirra fáu sérfræðinga sem hafa
tjáð sig eru á einn veg: Þarna eru athyglisverð-
ar hugmyndir en plaggið sem slíkt er ónothæft
sem fullbúið frumvarp að stjórnarskrá. Að sjálf-
sögðu fara þeir svo kurteisisorðum um þetta líkt
og þeir sem hrósa teikningum sem hreykin börn
veifa.
Nú er það svo að fólkið í landinu tekur ekki
allt þátt í þessum farsa. Það sýndi sá meirihluti
kjósenda sem sat heima kosningadaginn til
stjórnlagaþings. Samt skal draga tjöldin frá
Málsmeðferðin við endur-
skoðun stjórnarskrárinnar er öll
komin úr böndum. Þjóðin er í
vanda með þær tillögur sem
stjórnlagaráðið sendi frá sér. Og
það eru fleiri í vanda. Þau sem
hönnuðu þessa atburðarás eru
einnig í vanda. Það var aldrei
hugmynd þeirra sem að þessu
leikriti stóðu að stjórnlagaráðið
myndi rífa í sig alla stjórn-
arskrána og fara að smíða upp
nýja stjórnarskrá frá grunni.
„Fulltrúar fólksins í landinu“ áttu bara að ein-
beita sér að tveimur atriðum. Hið fyrra var að
koma orðskrípinu „þjóðareign á auðlindum“ í
stjórnarskrána og svo átti í leiðinni að banka að-
eins í forsetann, enda hafði hann ekki sýnt rétt
viðbrögð þegar broddverjar framkvæmdavalds-
ins toguðu í þá strengi sem þau héldu að forset-
inn gegndi þegar hann tók ákvörðun um að
hafna Icesave. Allt þetta afhjúpaðist með eft-
irminnilegum hætti á Alþingi daginn sem kosn-
ingar til stjórnlagaþings voru dæmdar ólögleg-
ar. Sú mynd sem þar birtist af forsætisráðherra
landsins mun seint gleymast.
Nú hefur stjórnlagaráðið teikn-
að upp nýja stjórnarskrá þar sem
þetta er allt inni en bara svo miklu,
miklu meira. Þau hafa meira að
segja diktað upp nýtt kosn-
ingakerfi og vilja hafa það bundið í
stjórnarskrá. Galskapurinn í
kringum þetta allt saman minnir á
þá fölskvalausu gleði en jafnframt
fyrirhyggjuleysið sem grípur kýrn-
ar þegar þær komast undir bert
loft eftir vetrarlanga innistöðuna.
Framhald málsins hefur síðan ver-
ið með all-sérkennilegum hætti.
Þegar formaður stjórnlagaráðs-
ins afhenti forseta Alþingis tillögurnar gat hún
þess að þetta væru ekki fullmótaðar tillögur og
rétt framhald málsins væri, að á þeim yrði gert
álagspróf varðandi gæði og samræmi við gild-
andi stjórnarskrá og almenn lög í landinu.
Stjórnskipunarnefnd Alþingis hefur nú setið á
þessum tillögum það sem af er vetri, þar til ný-
verið að nefndin lagði til við þingið að tillög-
unum yrði vísað aftur til stjórnlagaráðsins.
Ekkert bólar enn á álagsprófinu sem okkar
bestu fræðimenn áttu að gera og mun tíma-
skorti kennt um. Samt hefur Alþingi setið leng-
ur yfir tillögunum en höfundar þeirra. Getur
næsta þætti, sem ber heitið: Samráð við fólkið í
landinu.
Því ætlar Alþingi nú að bjóða þjóðinni upp á
að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs, án þess að
þær hafi verið yfirfarnar af sérfræðingum á
vegum þingsins. Ekkert bólar á álagsprófi eða
sérfræðiáliti, almenningi til handa, sem hafa
mætti til hliðsjónar við mat á tillögum stjórnlag-
aráðsins. Það er eins og að þeir sem hér ráða
ferðinni standi í þeirri trú að öll þjóðin sé lög-
fræðimenntuð og geti samkvæmt því tekið upp-
lýsta afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs.
Þeir sem lengst vilja ganga í að ota tillög-
unum áfram saka þá sem svona tala um að telja
þjóðina vera svo heimska að hún eigi ekki skilið
að fá að kjósa um þessar snilldartillögur. Ég vil
minna á að á upphafsdögum stjórnlagaráðs
voru meðlimir þess settir á nokkurra daga nám-
skeið í stjórnlagarétti. Að því loknu var stjórn-
lagaráðið talið fullnuma og tilbúið að semja
heila stjórnarskrá á tíma sem telst vera heims-
met í stjórnarskrárgerð. Væri nú ekki ráð að
bjóða þjóðinni upp á svipað námskeið fyrir
kosningarnar? Reynslan sýnir að nóg er til af
opinberu fé þegar þetta stórbrotna tilrauna- og
gæluverkefni stjórnvalda er á vogarskálunum.
Eftir Óðin Sigþórsson » Það var aldrei hugmynd
þeirra sem að þessu leikriti
stóðu að stjórnlagaráðið myndi
rífa í sig alla stjórnarskrána og
fara að smíða upp nýja stjórn-
arskrá frá grunni.
Óðinn Sigþórsson
Heimsmet í að teikna stjórnarskrá
Höfundur er bóndi.
Harka Til eru þeir sem fárast út í allt og alla, ekki síst umhleypingana, en þessar stúlkur eru ekki í þeim hópi og stunda líkamsræktina í Laugardalnum burtséð frá veðri og vindum.
Ómar