Morgunblaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012
Líknardeild aldr-
aðra á Landakotsspít-
ala var lokað 6. febr.
sl. Það kom fram í
grein Soffíu Önnu
Steinarsdóttur, að-
stoðardeildarstjóra, í
Mbl. 10. febr. Manni
brá í brún. Þrátt fyrir
að lokun væri áform-
uð, hafði maður vonað
í lengstu lög, að hún
yrði afturkölluð.
Líknardeild á Landakoti hefur
verið starfrækt um 10 ára skeið
við afar góðan orðstír að mati
þeirra, er best til þekkja. Þar hef-
ur verið hlúð að mikið veiku, öldr-
uðu fólki af fagmennsku og kær-
leiksríkri umhyggju. Nú á að rífa
þetta langveika fólk upp og flytja
yfir á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi, þar sem þessar tvær
deildir verða sameinaðar sam-
kvæmt ákvörðun yfirstjórnar spít-
alans frá því í haust. Með samein-
ingunni verður legurúmum
fækkað um 4, verða 13 í stað 17
áður.
Þrátt fyrir harðorð mótmæli,
m.a. starfsfólks líknardeildarinnar
á Landakoti, sem sendi bréf til
allra alþingismanna, tókst ekki að
fá þessari ákvörðun breytt. Talað
er um, að með sameiningunni
muni spítalinn spara einhverja
tugi milljóna. Fram hefur komið
að gera þurfi umtalsverðar end-
urbætur á húsrými líknardeild-
arinnar í Kópavogi til
að hún geti tekið við
þessari viðbót. Þeim
endurbótum mun að
sögn ekki ljúka fyrr
en með vori og á með-
an lengist biðlistinn á
líknardeildinni. Ljóst
er því, að þessi breyt-
ing mun hafa í för
með sér skerðingu á
þjónustu við aldrað,
langveikt fólk, eins og
berlega kemur fram í
grein Soffíu Önnu, og
þýða aukið álag á aðr-
ar bráðadeildir spítalans, sem
maður hélt að væri ærið fyrir.
Þetta er gert á sama tíma og öldr-
uðum fer stöðugt fjölgandi í þjóð-
félaginu og m.a. krabbameins-
sjúklingum.
Þá er ótalin sú andlega röskun,
sem því er samfara að rífa aldrað,
veikt fólk upp úr umhverfi, sem
það er farið að þekkja og þar sem
því líður vel, og flytja á nýjan stað.
Mannlegi þátturinn skiptir ekki
síður máli en ytri aðbúnaður. Þátt-
ur velferðarráðherra, Guðbjarts
Hannessonar, er sérkennilegur í
þessu máli. Hann kýs að vísa á
stjórn Landspítalans, hvað ákvörð-
un snertir, sem vissulega tekur
ákvörðunina; spítalinn sé að hag-
ræða og sér virðist breytingin
„fyllilega réttlætanleg“, eins og
hann lætur hafa eftir sér. Allir
vita, að Landspítalanum er nauð-
ugur einn kostur að skera niður og
spara, þar sem hann hefur mátt
sæta niðurskurði á fjárlögum síð-
ustu ár, orðið að skera niður um
tugi prósenta og fækka starfsfólki
svo hundruðum skiptir.
Samkvæmt fjárlögum 2012 var
spítalanum ætlað að spara um 630
milljónir, þótt sú tala hafi eitthvað
verið lækkuð við lokaafgreiðslu.
Hin endanlega ábyrgð er hins veg-
ar hjá fjárveitingarvaldinu og und-
an því geta ráðherrarnir ekki vik-
ist. Ráðherra velferðarmála hefði
verið í lófa lagið að afturkalla
þessa ákvörðun, hefði hann beitt
sér, og hið sama hefðu ráðherrar
hins stjórnarflokksins, VG, getað
gert. Mál þetta kom nokkuð til
umræðu á landsfundi VG á Ak-
ureyri í haust, þar sem samþykkt
var ályktun, þar sem frekari nið-
urskurði í heilbrigðiskerfinu var
mótmælt. En þrátt fyrir góðan
hug gerðist ekkert í máli líkn-
ardeildarinnar. Núverandi rík-
isstjórn hefur þurft að takast á við
mörg erfið úrlausnarefni þann
Nokkur orð í tilefni af lokun
líknardeildar á Landakoti
Eftir Ólaf Þ.
Hallgrímsson » Aldraðir eru ekki
hávær þrýstihópur
í samfélaginu. Þess
vegna er svo auðvelt,
þegar spara þarf
í heilbrigðiskerfinu,
að þrengja að þeim,
sem berskjaldaðastir
eru og síst geta varið
sig...Ólafur Þ. Hallgrímsson
Alþingi Íslendinga
er nú að skoða hvort
fella eigi niður ákæru á
hendur Geir H.
Haarde. Umræða al-
þingismanna um þetta
mál hefur oft verið ein-
kennileg. Í fyrsta lagi
er það nokkuð und-
arlegt að alþingismenn
ræddu ekki meira um
hvers konar fyrirbæri
Landsdómur er áður en þeir fóru af
stað. Í öðru lagi að þeir spurðu ekki
hvort ekki væri undarlegt að þeir,
pólitískur löggjafi, væru orðnir póli-
tískt ákæruvald. Telja verður áhuga-
leysi þeirra um þetta einkennilegt í
ljósi þess að þingmenn tala mikið um
þrískiptingu ríkisvaldsins og ekki
megi hrófla við henni þegar þeir
ræða nú um Landsdómsmálið.
Gott hefði verið ef þeir hefðu rifj-
að upp söguna um Clinton og Starr.
Clinton var ákærður af bandaríska
þinginu fyrir meinsæri og fyrir að
hindra réttvísina. Talið er að rann-
sókn Starr vegna þess máls hafi
kostað skattborgara um níu millj-
arða króna. Ekkert kom út úr því
máli nema kannski skömm fyrir þá
sem að því stóðu. Alþingismenn
hefðu mátt spyrja sig hvort sú
ákæra hafi verið pólitísks eðlis og
hvort eitthvað mætti læra af henni.
Geta slíkar ákærur verið annað en
pólitískar? Bent hefur verið á í þessu
sambandi að rétt hafi þótt að ákæra
forseta fyrir að ljúga til um kynlíf en
forseti hafi ekki verið ákærður fyrir
að hafa logið til um réttlætingu á
Íraksstríðinu. Kom pólitík því eitt-
hvað við?
Í athugasemdum við það laga-
frumvarp sem varð að lögum um
Landsdóm segir um tilurð slíkra
dómstóla: „Allt frá því á miðöldum
var það viðurkennd regla á Eng-
landi, að konungur væri ábyrgð-
arlaus í öllum stjórnarmálefnum
(The king can do no wrong) ( Innsk.
höf. Talið var að konungar hefðu
vald sitt frá Guði. Svipað ákvæði er
um forseta Íslands
samkvæmt stjórn-
arskránni, hann er
ábyrgðarlaus af stjórn-
arframkvæmdum (for-
setinn getur ekkert
rangt gert)). Í stað
þess voru ráðgjafar
konungs taldir bera
ábyrgð á stjórn-
arframkvæmdum, og
varð ábyrgð á hendur
þeim komið fram fyrir
almennum dómstólum.
Jafnframt komst þó sá háttur á, að
neðri deild Parliamentisins gæti
kært ráðherra fyrir lávarðadeild-
inni, er dæmdi í þeim málum. Lá-
varðadeildin hafði frjálsari hendur
en almennir dómstólar. Hún gat eigi
aðeins sakfellt ráðherra fyrir til-
tekin embættisbrot heldur og fyrir
ráðsmennsku, sem talin var ríkinu
skaðsamleg. Þetta sérstaka sak-
sóknarúrræði reyndi þingið að nota
til þess að skapa stjórninni aðhald
og til þess að knýja hana til að virða
stjórnskipun ríkisins. Þetta úrræði
var því að nokkru leyti pólitísks eðl-
is.“
Það er nokkuð athyglisvert, mið-
að við þá umræðu sem fram fer á
þinginu nú, að þetta úrræði sé talið
pólitískt strax í árdaga þess.
Erum við ekki komin það langt á
braut mannréttinda að við getum öll
viðurkennt að ákæra með þessum
hætti verður aldrei annað en pólitísk
ákæra? Þá skiptir ekki máli hvort er
verið að ákæra Geir, Clinton eða
einhvern annan.
Eftir Berg
Hauksson
»Erum við ekki komin
það langt á braut
mannréttinda að við
getum öll viðurkennt að
ákæra með þessum
hætti verður aldrei ann-
að en pólitísk ákæra?
Bergur Hauksson
Höfundur er lögmaður
og viðskiptafræðingur.
Saksóknarúrræði
þings talið pólitískt
strax í árdaga
Póstþjónustu við
landsmenn hefur
hrakað því meira
sem tækni og
vegakerfi hefur
breyst þannig að
hraði og stytting
milli fólks hefur
kallaða á betri
nærþjónustu.
Þjónustu og þróun
hjá póstinum er
best lýst með eftirfarandi kveðskap.
Góður, betri, bestur burtu voru reknir,
vondur, verri, verstur aftur voru teknir.
Þetta á afar vel við um þá ákvörðun
að leggja niður pósthús í Mjódd.
Mjóddin er afar þýðingarmikil mið-
stöð fjölbreyttrar þjónustu sem allir
íbúar Breiðholts njóta og þurfa, jafn-
vel lífsnauðsynlega að sækja. Í
Mjóddinni er þjónustumiðstöð borg-
arinnar, lögreglustöð, mikilvæg og
fjölbreytt læknisþjónusta, bankaþjón-
usta, ökukennsla, lyfsölur, fatahreins-
un, úra- og skartgripaverslanir,
blómabúð, myndbandaleiga, pitsu-
staður, fiskbúð, bakarí, fataverslanir,
lágverðsverslun Netto, stræt-
isvagnamiðstöð, einn besti matsölu-
staður bæjarins hjá Dóra. Skósmiður,
kvikmyndahús og pósthúsið okkar
góða og lengi mætti trúlega telja enn.
Í Mjóddina geta Breiðhyltingar sótt
sér svo góða og vandaða þjónustu og
viðskiptalíf að í Breiðholti er nánast
hægt að lifa nærri algjörlega án þess
að sækja eftir slíku utan Breiðholts.
Sé vikið að persónulegum mál-
efnum, þá er óbeint félagslíf afar mik-
ið innan aðalbyggingar Mjódd-
arinnar. Algengt er að hitt gamla vini
og kunningja þegar farið er í Mjódd-
ina til að njóta einhverrar þjónustu.
Vegna sérstöðu Mjóddarinnar verða
íbúar Breiðholts gjarnan að góðkunn-
ingjum þess fólks sem veitir sína
þjónustu þar. Mjóddin vegna sinnar
fjölþættu þjónustu og í sinni hæfilegu
stærð er nánast eins og kaupmað-
urinn á horninu. Ég sem er hæfilega
aldraður (76 ára) og átti ungur heima
í Blesugróf og nú um 30 ár í suður-
hluta Breiðholts, finn til mikillar
ánægju að búa hér og ekki síst þeirr-
ar ánægju að í hvert sinn sem ég kem
í Mjóddina finn ég fólk sem ég þekki
sem góða kunningja og jafnvel gamla
vini. Ég stend í miklum bréfa- og
pakkasendingum til innlendra og er-
lendra kunningja og ég vil alls ekki
þurfa að fara í annað sveitarfélag til
að sækja þjónustu póstsins. Ekki vil
ég gleyma að nefna að stúlkurnar í
pósthúsinu í Mjódd eru líka góðkunn-
ingjar mínir.
KRISTINN SNÆLAND,
Breiðhyltingur.
Hreppaflutningar póstsins
Frá Kristni Snæland
Kristinn
Snæland
Markmið með uppbyggingu
Landspítala við Hringbraut sem
fyrirhuguð er snýst og mun ávallt
snúast fyrst og fremst um sjúklinga
landsins. Þetta vill gleymast í um-
ræðu um stækkun spítalans, en
löngu tímabært er að ráðast í hana.
Hagur sjúklinga til framtíðar
verður best tryggður með margs
konar framförum sem hljótast af
stækkun spítalans.
Ávinningur sjúklinga af bættri
aðstöðu fyrir spítalastarfsemina er
augljós. Landspítali starfar nú á 17
stöðum í um 100 húsum og sex heil-
brigðisdeildir háskólans starfa á 13
stöðum, allt frá Hofsvallagötu að
Eirbergi á Landspítalalóð. Húsnæði
spítalans er margt gamalt og úr sér
gengið. Meginstarfsemin er einkum
í tveimur húsum og mikið óhagræði
af flutningum veiks fólks á milli. Þá
deila flestir sjúklingar sjúkrastofum
með allt að þremur öðrum ein-
staklingum. Enginn þarf að efast
um hversu óþægilegt getur verið við
slíkar aðstæður að ræða meðferð og
líðan við lækna, hjúkrunarfræðinga
og annað starfsfólk, eða þá ættingja
og vini.
Endurteknar spítalasýkingar
hafa verið verulegt vandamál sem
stundum hafa alvarlegar afleiðingar
í för með sér. Ein af ástæðum þess
er fjölbýlin. Hvers virði er fyrir
veikt fólk að losna við allt þetta?
En stækkun Landspítala mun líka
hafa í för með sér ýmsan annan
ávinning fyrir sjúklinga en þann
sem lýtur beint að spítalastarfsemi.
Samstarf lykilatriði
Kjörorð nútíma heilbrigðisþjón-
ustu eru teymi og samstarf – tíma
einyrkja er liðinn. Mikilvægt er að
samstarfið hefjist strax á fyrsta ári í
skóla. Skilyrði þess er að koma nem-
endum heilbrigðisdeilda saman und-
ir eitt þak. Fólk þarf
að koma saman og
vinna saman að rann-
sóknum, kennslu og
þjónustu.
Þá má minna á að
tæki eru dýr. Samnýt-
ing rannsóknastofa,
tækjabúnaðar og
starfsfólks býður ekki
aðeins upp á fjárhags-
lega hagræðingu
heldur einnig mikil
fagleg tækifæri. Ný-
lega var stofnað Líf-
vísindasetur Háskóla Íslands. Það
er samstarfsvettvangur allra þeirra
sem sinna grunnrannsóknum í líf-
og heilbrigðisvísindum. Í nýju húsi
kæmist öll starfsemi því tengd und-
ir eitt þak. Nálægð bóklegs náms og
grunnrannsókna við rannsóknir og
nám á sjúkradeildum efla starfs-
þjálfun nemanna og gera þá enn
hæfari til að sinna og mæta þeim
miklu breytingum sem verða munu
í fagi þeirra á næstu árum og ára-
tugum. Það eru hagsmunir þeirra
sem fá þjónustu á helsta spítala
landsins að þar sé vel búið um alla
hnúta.
Nálægð við háskólann
mikilvæg
Þau atriði sem að ofan eru rakin
vega þungt í umræðu um stækkun
Landspítala. Nokkru púðri hefur þó
undanfarið verið eytt í staðsetningu
nýs spítala. Hér er rétt að minna á
að áformin um upp-
byggingu spítalans eiga
sér langa sögu. Rúm
fimmtán ár eru liðin frá
því að umræðan um þau
hófst fyrir alvöru í að-
draganda sameiningar
sjúkrahúsanna í
Reykjavík. Sjúkrahúsin
voru sameinuð um mitt
ár 2000 og tveimur ár-
um síðar var bygging-
unni valinn staður á
Grænuborgartúni, á lóð
Landspítala við Hring-
braut.
Hér vógu tvær ástæður þyngst.
Sú fyrri felur í sér bættan hag sjúk-
linga með uppbyggingu spítalans í
námunda við háskólann. Það mun
gera spítalanum kleift að eflast sem
háskólasjúkrahús með því að blanda
saman starfsemi sinni enn frekar,
styrkja samstarf og samvinnu til að
efla þjónustu, rannsóknir og
kennslu.
Hin ástæða staðarvalsins er sú að
á lóðinni við Hringbraut er mun
meira af byggingum sem nýta má
áfram en hefði nýju húsi verið kom-
ið fyrir annars staðar. Bygging við
Hringbraut er því ódýrari en bygg-
ing á öllum öðrum stöðum sem
nefndir hafa verið. Það væri skrýtið
ef það þætti ekki skipta máli.
Ekki verður nógsamlega undir-
strikað að hagur sjúklinga er hafður
að leiðarljósi hjá öllu því fólki sem
nú talar fyrir mikilvægi þess að
strax verði hafist handa við að
stækka Landspítala og búa hann
undir að gegna verðugu hlutverki í
heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar
á Íslandi. Á sjúklingum er því miður
er enginn hörgull og verður ekki.
Þeirra vegna er brýnt að hefjast
handa.
Stærri Landspítali
í þágu sjúklinga
Eftir Sigurð Guðmundsson
»Endurteknar
spítalasýkingar
hafa verið verulegt
vandamál sem stundum
hafa alvarlegar afleið-
ingar í för með sér.
Sigurður
Guðmundsson
Höfundur er forseti Heilbrigðisvís-
indasviðs Háskóla Íslands.
Bréf til blaðsins