Morgunblaðið - 01.03.2012, Page 29

Morgunblaðið - 01.03.2012, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012 Síðbúin kveðja til vinar míns Kjartans, en í dag, 1. mars, hefðu verið 33 ár frá því hann fór í með- ferð á Freeport-sjúkrahúsið í Bandaríkjunum. Þetta er sá dag- ur sem hann hélt alltaf upp á og hafði ávallt í heiðri. Að setjast niður og ætla sér að setja niður á blað kveðjuorð til vinar míns sem ég veit að ég kem ekki til með að hitta í bráð, er mér erfiðara en ég hugði í fyrstu. Það vekur mig til umhugsunar og mér vefst tunga um tönn, ég skynja það svo vel hvað við vor- um nánir. Hann veitti mér svo mikinn stuðning, eiginlega í all- flestu sem faðir veitir syni sínum. Móðir mín heitin sagði einu sinni við mig, þegar ég var eitthvað að vandræðast út af einhverju sem vafðist fyrir mér, af hverju talar þú ekki við hann pabba þinn þarna fyrir norðan? Þannig vissu margir hvernig tengsl okkar Kjartans voru. Ég kynntist Kjartani árið ✝ Kjartan SölviEinarsson fæddist á Siglufirði 13. september 1933. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði 2. janúar 2011. Útför Kjartans Sölva var gerð frá Siglufjarðarkirkju 8. janúar 2011. 1980, þá var ég ný- fluttur norður á Siglufjörð. Fljótlega eftir að ég var kom- inn norður, kynntist ég AA-samtökun- um. Eftir það þurfti ég mjög oft á leið- sögn Kjartans að halda. Það var alveg sama á hvaða tíma eða degi, það var, alltaf sama svarið: „Komdu í kaffi, Gummi minn.“ Þá voru málin rædd fram og til baka, þar til viðunandi lausn fannst. Mér finnst oft eftir á að hyggja ótrúlegt hvað hann var þolinmóð- ur og hvað hann hafði góð áhrif á mig, svona tiltölulega óþolinmóð- an og stressaðan eins og ég var. Það geta sjálfsagt margir sagt eitthvað svipað um Kjartan, en þetta er mín reynsla og söknuður minn er mikill. Ég held áfram að koma við að Hólavegi 39, þar er gott að koma og þiggja veitingar og spjall við Brynju. Þó ég komist lítið að í spjalli milli tveggja kvenna, þá sest ég bara inn í stofu meðan konurnar tala saman og rifja upp liðna tíð. Ég bið hinn hæsta höfuðsmið að veita Brynju, dætrum, tengda- sonum, barnabörnum, öllum skyldmönnum og vinum allan þann stuðning sem hann getur. Þess óska burtfluttir Siglfirð- ingar, úr Borgarnesi, Guðmundur Magnússon og Jóhanna Helgadóttir. Kjartan Sölvi Einarsson Ég kynntist þér fyrir 21 ári síðan þeg- ar ég kom inn í fjölskyldu þína og við urðum mágkonur. Þó það hafi verið frekar langt síðan er eins og það hafi verið stutt síðan. Ég man enn að þú varst með ljóst, sítt hár niður á rass en í tagli og varst í íþróttapeysu sem var röndótt, dökkblá og hvít og komst skæl- brosandi á móti mér þegar ég kom í heimsókn í fyrsta skiptið. Þú varst svo spennt að sjá að bróðir þinn var kominn með kærustu. Þú hljópst út um hurðina um leið og við renndum í hlað á Marbakka- brautinni. Ég fékk að fylgjast með þér stækka og þroskast og verða að þriggja barna móðir. Þegar þú varðst tvítug eignaðist þú fyrsta gimsteininn þinn árið 2000, þá kom Óðinn Dagur í heiminn, síðan fljótlega kom Kristófer Máni sem ég hef ætíð átt mikið í, þremur ár- um síðar kom svo prinsessan Ísa- bella Ósk og fæddist hún á afmæl- isdegi Ogga afa. Við vorum einmitt mikið í sam- bandi þegar þú gekkst með Krist- ófer Mána. Ég var mjög spennt þegar þú fórst af stað með Krist- ófer Mána, mig hafði dreymt nafn- ið hans og var mikil spenna í gangi. Ég kom um leið heim til þín þegar fyrstu verkirnir komu. Ég setti þig í heitt fótabað, gerði fast- ar fléttur í hárið á þér og nuddaði á þér fæturna til að fá þig til að slaka vel á. Held þú hafir slakað það vel á heima að allt í einu vild- irðu drífa þig upp á spítala. Við rukum með þig út í bíl í brjáluðu veðri í febrúar og brunuðum á Berglind Ósk Guðmundsdóttir ✝ Berglind ÓskGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 1. september 1980. Hún lést 20. desem- ber 2012. Útför Berglindar var gerð frá Foss- vogskapellu 3. jan- úar 2012. spítalann. Á leiðinni fór allt á fullt og þurfti ég að halda við hausinn á barninu með 2 síma á eyranu á mér, bæði spítal- ann og neyðarlínuna. Við náðum niður á spítala en ekki inn. Þú fæddir hann í bílnum fyrir utan spítalann. Það áttaði sig enginn á því hversu langt fæðingin var komin því aldrei kvartaðir þú undan neinu. Alveg sama hvað á dundi í lífinu þá tókstu öllu með ró. Öll þín æska snerist um dýr, sérstaklega hunda og hesta og átt- ir þú bæði. Fékkst hundinn Blon- die sem þú áttir og hugsaðir mjög vel um, einnig fékkstu hest í ferm- ingargjöf sem átti líka hug þinn allan í mörg ár. Þú varst einstaklega barngóð og man ég eftir að þú vildir eiga mörg börn þegar þú yrðir stór. Þú passaðir mikið fyrir mig og bróður þinn, frændsystkini þín, Bjarka, Katrínu og Sunnu. Þegar þið Svanur fóruð í ferðalög á sumrin fékk Katrín oft að fylgja með. Fékk hún að keyra í fyrsta skiptið aðeins 12 ára gömul í sveitinni með ykkur og hefur ekki talað um annað í mörg ár en að fá bílpróf eftir það og var sú ósk loks upp- fyllt fyrir nokkrum dögum síðan. Þið Katrín voruð alltaf taldar mjög líkar og margir sögðu ykkur vera copy-paste. Í dag voru gull- molarnir þínir í skötuveislu með fjölskyldunni. Kristófer Máni snýr sér að Katrínu minni og segir við hana „Katrín, veistu að þú ert rosalega lík henni mömmu minni“. Litlu gimsteinarnir þínir voru hjá okkur í dag og vil ég að þú vitir hvað þau eru æðisleg og verða ætíð í góðum höndum hjá pabba sínum, afa og ömmu. Vonandi líður þér vel og fylgist með okkur frá góðum stað. Kveðja, Kristrún Kristinsdóttir. S:HELGASON 10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM LEGSTEINUM Vandaðir legsteinar á betra verði!!! - Sagan segir sitt - Skemmuvegur 48 s: 557 66 77 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hóli, lést á Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi sunnudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju föstu- daginn 2. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi njóta þess. Þórir Finnsson, Rósa Arilíusardóttir, Sigrún Finnsdóttir, Guðmundur Óskar Finnsson, Guðrún Fjeldsted, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa fjölskyldunni samúð og kærleika við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, TORBEN FRIÐRIKSSONAR, Gilsárstekk 5, Reykjavík, sem lést laugardaginn 4. febrúar. Sérstakar þakkir færum við Karitas hjúkrunarþjónustu og starfsfólki krabbameinsdeildar LSH fyrir einstaka þjónustu, hlýhug og velvilja. Margrét Björg Þorsteinsdóttir, Steen Magnús Friðriksson, Heléne Westrin, Hanna Katrín Friðriksson, Ragnhildur Sverrisdóttir, Knútur Þór Friðriksson, Hanna Kristín Pétursdóttir og afabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, ÁSLAUG SVEINSDÓTTIR, Borgarbraut 53, Borgarnesi, andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi laugardaginn 25. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Júlíus Jónsson, Inga Kolfinna Ingólfsdóttir, Garðar Sveinn Jónsson, Aldís Eiríksdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Ásberg Jónsson, Sigríður Jóna Sigurðardóttir, Hrefna Bryndís Jónsdóttir, Þorvaldur T. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA GUÐMUNDSSONAR, Grænumörk 5, Selfossi. Guðmundur Árnason, Bárður Árnason, Aðalbjörg Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, JÓNS GUÐMUNDSSONAR framhaldsskólakennara, Þorláksgeisla 33, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umönnun og hlýhug. Hjördís Vigfúsdóttir, Vignir Jónsson, Þorbjörg Kolbeinsdóttir, Heimir Jónsson, Jóhanna Kristín Jónsdóttir, Fríða Jensína Jónsdóttir, Auðunn Gísli Árnason, Hörður Jónsson, Ingibjörg Kolbeinsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær sonur okkur og bróðir, KRISTJÁN PÉTUR GUÐMUNDSSON, Hjallalundi 17f, Akureyri, lést á Calmette-sjúkrahúsinu í Phnom Penh, Kambódíu, fimmtudaginn 23. febrúar. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug. Helga Þóra Kjartansdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Anna Karin Júlíussen, Hrefna Guðmundsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Emilía Gunnarsdóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát LÁRU MARGRÉTAR RAGNARSDÓTTUR, fyrrverandi alþingismanns. Anna Kristín Ólafsdóttir, Hjörleifur B. Kvaran, Ingvi Steinar Ólafsson, Sigrún Guðný Markúsdóttir, Atli Ragnar Ólafsson, Kristján Tómas Ragnarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Árni Tómas Ragnarsson, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, Valgeir Guðjónsson, Hallgrímur Tómas Ragnarsson, Anna Haraldsdóttir, Lísa Margrét, Eysteinn, Bjarki, Anika Embla, Salvör Íva, Auður Ísold og Katrín Rán. ✝ Þökkum innilega hlýhug samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, MARÍU JÓNSDÓTTUR Furulundi 3a, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Grenilundi og Hlíð. Birgir Aðalsteinsson, Ingibjörg Helga Birgisdóttir, Birgir Óli Sveinsson, Einar Þór Birgisson, Birgir Karl Birgisson, Elínborg Sigríður Freysdóttir, og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra, HELGA ÁSDÍS EINARSDÓTTIR, Grundartúni 4, Akranesi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, laugardaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 5. mars kl. 14.00. Þórður Björnsson, Ágúst Svavar Þórðarson, Linda Gustafsson, Jón Ingi Þórðarson, Ingunn Dögg Eiríksdóttir, Ilmur Jónsdóttir, Jón Helgi Einarsson, Guðbjörg Andrésdóttir, Sigríður Björk Einarsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, HALLGRÍMUR V. JÓNSSON, Skálanesi Reykhólahreppi, lést fimmtudaginn 23. febrúar á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð Reykhólum. Útförin fer fram frá Reykhólakirkju laugar- daginn 3. mars klukkan 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð. Katrín Ólafsdóttir, Ólafur Arnar Hallgrímsson, Sigrún Halldóra Arngrímsdóttir, Sveinn Berg Hallgrímsson, Andrea Björnsdóttir, Elías Már Hallgrímsson, Arna Vala Róbertsdóttir, Guðrún Þ. Hallgrímsdóttir, Oddur Hannes Magnússon, Ingibjörg J. Hallgrímsdóttir, Helgi Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.