Morgunblaðið - 01.03.2012, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 01.03.2012, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012 Ghostory er þriðja plata School of se- ven bells en það eru Ben Curtis og söngkonan Alej- andra DeHeza sem manna sveitina. Tónlistin er að miklu leyti elektrón- ísk og poppuð þótt áhrifin komi víða að. Curtis stýrir fleyinu en hann var áður í The Secret Machines sem var mjög flott sveit áður en að hann yf- irgaf hana. Á Ghostory er popp ní- unda áratugarins brætt saman við ólíklega strauma á borð við þýskt krautrokk. Oft á tímum verður út- koman ágæt, sönglínurnar eru ekki auðmeltar og vinna á við endurtekna hlustun. Handbragð hins fjölhæfa Curtis er áþreifanlegt þar sem mel- ódíur og taktar minna stundum á það sem heyrðist hjá TSM. Helsti gallinn er hinsvegar sá að tónlistin er á köflum kuldaleg og fjarlæg. Mikið púður fer í að skapa þennan hljóðheim og stemninguna sem kem- ur oftast þrælvel út en fer á köflum yfir þessa hárfínu línu og með þeim afleiðingum að tónlistin verður stundum tilgerðarleg. Í heildina er School of seven bells þó bragðgott popp. Kalt en bragðgott School of Seven bells – Gostory bbbmn Hallur Már Meat Loaf hefur náð að lifa nokk- urn veginn á einni plötu alla sína hunds- og katt- artíð, það er hinni epísku Bat out of Hell sem út kom árið 1977. Platan hefur samkvæmt síðustu mælingum selst í 43 milljónum eintaka, takk fyrir, sem gerir hann fimmtu sölu- hæstu plötu frá upphafi vega. Meat Loaf hefur haldið sig meira og minna við formúluna sem laga- höfundurinn Jim Steinman og upp- tökustjórnandinn Todd Rundgren hrærðu í þar en með æði enda- sleppum árangri. Þetta nýjasta út- spil er ekkert öðruvísi að því leytinu til. Áttum okkur á því að Meat Loaf er fyrst og síðast skemmtikraftur. Það útskýrir vonandi þá yfirkeyrðu dramatík sem einkennir allt hérna. Ef hann er meðvitaður um það, er með öðrum orðum að spila vísvit- andi með það sem fólk býst við af honum (og ýkir það jafnvel aðeins) á hann skilið klapp á bakið. En ef hann er ekki á þeim stað, ef hann telur í fyllstu alvöru að þetta sé „persónulegasta“ plata hans til þessa þá erum við í vandræðum. Ég kaupi það jafnmikið og þennan spuna Ólafs Ragnars. Að þessu öllu sögðu er þetta ekki handónýt plata. Það má hafa gaman af þessari „STÆRГ plötunnar á köflum og sum lögin eru haganlega úr garði gerð. Söngrödd Meat Loaf er þó undarleg, afskaplega veik á flestum stöðum en einhverra hluta vegna pælir maður samt ekki mikið í því. Verst er hins vegar algerlega hörmuleg útgáfa af hinu ágæta lagi „California Dreamin’“ og svo gestar Chuck D í einu lagi!? Það segir því miður meira um hans feril en Meat Loafs. Hærra, stærra, meira! Meat Loaf - Hell in a Hand- basket bbnnn Arnar Eggert Thoroddsen Pirringur Meat Loaf er dálítið niðri fyrir á nýju plötunni. Erlendar plötur Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Melavöllurinn er án efa sá íþrótta- leikvangur sem er hvað mest sam- ofinn íþróttasögu landsins. Þeir eru vandfundnir sem ekki hafa heyrt af vellinum og flest- ir sem komnir eru yfir miðjan aldur fóru ein- hvern tímann á kappleik eða við- burð á vellinum. Til að heiðra minningu vall- arins og halda uppi merkjum þessa sögufræga vallar hefur kvikmyndagerðarmað- urinn Kári G. Schram unnið heimild- armynd um völlinn fyrir Íþrótta- bandalag Reykjavíkur, ÍBR. „Ég vann fyrir nokkru mynd um KR-völlinn og í kjölfarið hafði ÍBR samband við mig og bað mig að gera mynd um Melavöllinn en hann var þá að verða 100 ára gamall því völl- urinn var fyrst vígður 1910 og síðan aftur 1926 eftir að gamli völlurinn hafði fokið í miklu óveðri.“ Kári treysti ekki bara á opinberar myndir og myndbúta heldur leitaði hann um allan bæ á háaloftum og í kjöllurum fólks til að finna efni sem aldrei áður hefur verið birt opinberlega. „Það er margt að finna í Kvikmyndasafninu sem er gullnáma af gömlu efni en ég fór líka að leita að efni sem er í einkaeigu og það er ótrúlega mikið til af slíku efni. Íslendingar hafa allt- af verið duglegir að kaupa sér græj- ur og taka myndir og það er ýmis- legt til myndrænt frá vellinum. Ég krækti í marga gullmola frá vell- inum sem ekki hafa verið sýndir op- inberlega.“ Ísland - Svíþjóð 4 - 3 Eitt af því sem fram kemur í myndinni er myndskeið sem hvergi annars staðar er til að sögn Kára en það er upptaka af leik Íslands og Svíþjóðar árið 1951. „Þetta er ein af stóru stundunum í íslenskri íþrótta- sögu en við vorum að sigrast á frændum okkar í Skandinavíu í frjálsum íþróttum á sama tíma og við unnum Svía í fótbolta á Melavell- inum og Ríkharður fór á kostum í leiknum.“ Að sögn Kára gaf völl- urinn okkur meira en bara kapp- leiki. Hann átti stóran þátt í að efla og styrkja trú þjóðar, sem nýlega hafði fengið fullveldi og síðar sjálf- stæði, á sjálfri sér. „Það var mik- ilvægt að sjá að við gátum unnið aðrar þjóðir í kappleikjum, ekki síst Dani.“ Sagan sem Kári segir í heimild- armynd sinni er hins vegar ekki ein- ungis íþróttasaga heldur líka saga fólksins sem byggði völlinn og skap- aði goðsögnina. „Ég talaði við alla sem höfðu eitthvað um völlinn að segja, eins og Baldur Jónsson sem var vallarstjóri frá 1950 og þar til völlurinn var rifinn. Þetta er ekki bara saga vallarins heldur fólksins sem gaf honum líf, fólksins sem sigr- aði, grét, svitnaði og blæddi á hon- um. Saga þeirra og þess fólks sem hugsaði um völlinn er engu síðri og henni geri ég líka góð skil í mynd- inni.“ Þó Melavöllurinn sé horfinn og ummerki um þennan völl hvergi að finna í Reykjavík lifir hann enn. Ekki bara í hugum og hjörtum fólks heldur í sveitum landsins. „Ég fann völlinn. Efni úr honum er að finna í útihúsum og fjósum víða um land.“ Heimildarmynd Kára verður til sýn- is í Regnboganum fyrir áhugasama. Melavöllurinn í myndum og máli  Heimildarmynd um Melavöllinn verður sýnd í Regnboganum í mars Þjóðarleikvangur Melavöllurinn er samofinn íþróttasögu landsins og var helsti samkomustaður fyrir kappleiki og stærri viðburði. Kári G. Schram Brúðkaupsblað Föstudaginn 16. mars kemur út hið árlega BrúðkaupsblaðMorgunblaðsins. –– Meira fyrir lesendur SÉ R B LA Ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 12. mars Brúðkaupsblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Látið þetta glæsilega Brúðkaupsblað ekki framhjá ykkur fara ... það verður stútfullt af spennandi efni. Sigríður Hvönn Karlsdóttir sigridurh@mbl.is Sími: 569-1134 Brú ðka up MEÐAL EFNIS: Fatnaður fyrir brúðhjónin. Förðun og hárgreiðsla fyrir brúðina. Veislumatur Brúðkaupsferðin. Undirbúningur fyrir brúðkaupið. Giftingahringir. Brúðargjafir Brúðarvöndurinn. Brúðarvalsinn. Brúðkaupsmyndir. Veislusalir. Veislustjórnun. Gjafalistar. Og margt fleira skemmtilegt og forvitnilegt efni. Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN A.E.T., MORGUNBLAÐIÐH.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ TOTAL FILMBOXOFFICE MAGAZINE SVARTHÖFÐI.IS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% HAYWIRE KL. 10.30 16 HAYWIRE LÚXUS KL. 10.30 16 GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.30 12 THIS MEANS WAR KL. 10.30 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 4 10 SAFE HOUSE KL. 10.30 16 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.40 L CHRONICLE KL. 4 12 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS GHOST RIDER 2 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10 12 HAYWIRE KL. 8 - 10 16 THIS MEANS WAR KL.6 14 GLÆPUR OG SAMVISKA KL.5.45 GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10.15 12 CHRONICLE KL. 6 - 8 - 10 12 THIS MEANS WAR KL. 5.45 - 8 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.15 10 THE DESCENDANTS KL. 5.30 L LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L FRÁ LEIKSTJÓRUM CRANK KEMUR EIN ÖFLUGASTA SPENNUMYND ÞESSA ÁRS. HREIN RÆKT UÐ HA SARM YND FBL.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.