Morgunblaðið - 01.03.2012, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.03.2012, Qupperneq 40
FIMMTUDAGUR 1. MARS 61. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Þjálfari hafði mök við 13 ára stúlku 2. Vissi ekki af máli Jóns Baldvins 3. Laug að tengdafjölskyldunni 4. Fórnarlömb 9/11 í landfyllingu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  New York Magazine birtir ítarlegt viðtal við Björk vegna Bíófílíutónleika hennar í New York. Heimili hennar í Brooklyn er einnig til nokkurrar um- fjöllunar og fer allnokkurt púður í vangaveltur þar um. Sjá nymag.com. Fjallað um heimili Bjarkar í New York  Fjórar íslenskar konur eiga leikrit sem valin hafa verið til kynningar á alþjóðlegri ráð- stefnu um leikrit eftir konur. Um 600 leikrit bár- ust, 100 hlutu náð og fjögur þeirra eru eftir Hlín Agnarsdóttur, Jónínu Leósdóttur, Sölku Guðmundsdóttur og Völu Þórsdóttur. Verkin verða kynnt í Stokkhólmi í ágúst. Fjögur íslensk kven- leikskáld á ráðstefnu  Kvicmyndavefurinn Twitch- film.com, sem er einn sá öflugasti í heiminum að því er varðar sjálfstæða kvikmyndagerð, fjallaði um mynd Munda vonda og Snorra Ásmunds, Óttalegir jólasveinar, í vikunni. Það er stofnandi síð- unnar, Todd Brown, sem leiðir net- heima í sann- leikann um Munda og Snorra. Óttalegir jólasveinar á Twitchfilm.com Á föstudag Suðaustan 13-18 m/s og rigning, en úrkomulítið norð- austanlands. Hiti 3 til 8 stig. Á laugardag Suðlæg átt, 5-13 m/s og rigning. Kólnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og síðar sunnan 5-13 og dálítil él, en bjartviðri austantil. Vaxandi suðaustanátt í kvöld með slyddu eða snjókomu um landið sunnan- og vestanvert. VEÐUR Mikið gekk á í leikjum gær- kvöldsins á Íslandsmóti kvenna í körfubolta. Með Jordan Murphree í far- arbroddi vann lið Snæfells frækinn sigur á KR í Vest- urbænum. Valskonur gerðu sér lítið fyrir og kjöldrógu Íslandsmeistara Keflavíkur á Hlíðarenda, Njarðvík lenti í kröppum dansi í Hvera- gerði og Fjölnir náði í óvænt og dýrmæt stig í botn- slagnum. »4 Jordan reyndist KR-ingum erfið Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu hóf keppni í Algarve- bikarnum með naumum ósigri gegn Evrópumeisturum Þjóðverja. Þjálf- arinn og fyrirliðinn eru ánægð með frammistöðuna en ekki úrslitin. Nýir leikmenn fengu tækifæri í byrj- unarlið- inu og systur léku saman í fyrsta skipti. »1-3 Góð frammistaða gegn Evrópumeisturum „Það eru dálítil vonbrigði að hafa tap- að leiknum eins og hann þróaðist en það hefði kannski ekki verið sann- gjarnt ef við hefðum unnið. Þeir voru heldur sterkari en við í heildina. En eftir að við jöfnuðum áttum við að skora aftur, fyrst var skotið í þverslá og síðan fengum við dauðafæri upp úr því,“ sagði Lars Lagerbäck eftir naumt tap í Svartfjallalandi. »1-3 Vonbrigði að tapa í Svartfjallalandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Við kynntumst fyrst á hinni frægu Hótel Borg og giftum okkur svo rétt rúmlega tvítug. Það var nú ekkert stórkostlegt brúðkaup, við létum bara gefa okkur saman heima hjá prestinum, séra Jóni Auðuns,“ segir Pétur Ingason. Hann og Sigrún Ey- dís Jónsdóttir eiga 60 ára brúð- kaupsafmæli í dag, svokallað dem- antsbrúðkaup. Pétur og Sigrún búa nú í South- ampton í Englandi en sín fyrstu bú- skaparár bjuggu þau í Hafnarfirði. Þau eiga tvö börn, son og dóttur. „Sigrún er fædd og uppalin í Hafn- arfirði en ég átti heima á Akranesi í nokkur ár, annars er ég ættaður norðan úr Steingrímsfirði. Við bjuggum svo saman í Hafnarfirði frá 1952 þangað til við fórum til Skot- lands 1961,“ segir Pétur. Þau hafa búið úti síðan. „Ég er samt ansi hræddur um að við lítum alltaf á okkur sem Hafnfirðinga,“ bætir Pét- ur við og hlær. Úr flugvélum í báta Pétur var flugvirki hjá Flugfélagi Íslands í Glasgow frá 1961 til 1979. „Við vorum í tuttugu ár í Skotlandi, eða þangað til flugið til Glasgow var lagt niður. Þá voru börnin upp- komin, farin að vinna og læra í Skot- landi, svo við ákváðum að fara ekki aftur til Íslands. Í Skotlandi áttum við alltaf bát, annaðhvort siglara eða vélbát og notuðum heilmikið. Þegar ég hætti hjá flugfélaginu gafst okkur kostur á að fá vinnu á bát í Suður- Frakklandi og var það til þess að við fórum þangað og vorum í hátt í tíu ár.“ Pétur rak bátasmíðafyrirtæki og fleiri fyrirtæki á þeim vettvangi eftir að hann hætti að starfa sem flugvirki og ferðuðust þau hjónin víða um heiminn síðastliðin 30 ár í tengslum við starf sitt við skútur og siglingar. „Eitt sinn rákum við stóra snekkju, í einkaeign, í fimm ár og bjuggum í henni árið um kring. Snekkjan ferðaðist aðallega um frönsku ströndina en var staðsett í Mónakó á sumrin. Ég hef séð um byggingar á bátum víða um heim og höfum við því dvalið á mörgum stöð- um í tengslum við það.“ Þau halda enn tengslum við Suð- ur-Frakkland, eiga þar íbúð sem þau dvelja í nokkra mánuði á ári. Þau hafa ekki komið til Íslands í sjö ár en segjast vera í miklu sambandi við vini og ættingja hér á landi. Spurð hvað þau hafist að þessa dagana segir Pétur að þau séu svo upptekin af því að gera ekki neitt að þau komi bara engu verk, svo skellir hann upp úr. Gift heima hjá prestinum  Eiga demants- brúðkaup eftir 60 ára hjónaband Farsæl Sigrún Eydís Jónsdóttir og Pétur Ingason í Suður-Frakklandi. Í dag, 1. mars, hafa þau verið gift í 60 ár og eiga því demantsbrúðkaup. Þau ætluðu út að borða í tilefni dagsins en bjuggust ekki við frekari hátíðarhöldum. Spurður hver sé lykillinn að því að eiga svona langt og farsælt hjóna- band dæsir Pétur og segist ekki vita það, en svarar svo: „Það er sennilega að geta komið sér sam- an um hlutina. Það er ekki alltaf sem maður þarf að vera sammála um allt en að koma sér saman, ég held að það sé dálítið áríðandi.“ Pétur og Sigrún fylgjast vel með fréttum frá Íslandi og hann er ekki hrifinn af ástandinu í fjármálum og pólitík á Íslandi núna. Segir að þar mætti reyna að koma sér sam- an um hlutina. „Það er svo mikið ósamkomulag í öllum hlutum. Þetta er ekki það stór hópur að það þurfi að vera svona mikið ósamkomulag. Ef ein- hver stingur upp á einhverju vilja aðrir eitthvað þveröfugt. Það ætti að vera hægt að komast að nið- urstöðu í sátt og samlyndi, eins og í hjónabandi.“ Koma sér saman um hlutina LYKILLINN AÐ FARSÆLDINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.