Morgunblaðið - 12.03.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sævar Már Gústavsson saevar@mbl.is Nýir aðilar hafa tekið við rekstri veitingastaðarins á Hótel Borg og ætla þeir að breyta staðnum með það í huga að færa hann eins nálægt því horfi sem hann var í þegar hann var opnaður fyrst árið 1930. Garðar Kjart- ansson er nýr eigandi staðarins og ásamt honum munu Guðlaug Halldórsdóttir og Ragnheiður Guðfinna Guðna- dóttir koma að rekstri staðarins. Guðlaug mun sjá um alla innanhúshönnun og Ragnheiður mun sjá um mark- aðssetningu. Veitingastaðurinn verður lokaður á meðan breytingar standa yfir en nýju eigendurnir vonast til þess að geta opnað staðinn aftur um næstu mánaðamót. Sagan á að njóta sín „Við munum breyta öllu og reyna gera staðinn eins og hann var upprunalega. Meðal annars fundum við gamlan silfurborðbúnað niðri í kjallara sem við munum notast við. Saga hússins þarf að fá að njóta sín,“ segir Guðlaug um þær breytingar sem ráðist verður í á staðnum. Þau ætla einnig að reyna að koma ljósakrónunum sem voru eitt sinn notaðar aftur í gagnið. „Hugmyndin er að hafa veitingastað sem er opinn all- an daginn og fram til tvö að nóttu til. Þetta á samt ekki að vera einhver ballstaður. Fólk á að geta komið hingað, borðað í rólegheitum, notið notalegrar kvöldstundar og hlustað á þægilega tónlist,“ segir Garðar. Hann segir einnig að unnið sé að glænýjum matseðli sem á að sögn Garðars að höfða til allra. Einnig er unnið að því að koma Gyllta salnum í upp- runalegt horf með því að svipta hulunni af gömlum mál- verkum sem leynast undir klæðningunni á veggjunum í salnum að sögn Garðars en málverkin eru máluð beint á veggina. Fólk leitar til grunngildanna Garðar segir að nú sé tækifærið til þess að draga fram það gamla og góða og þá sögu sem því fylgir. „Aðal- myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár hefði ekki átt möguleika á þessum árangri árið 2007. Fólk er nú farið að leita meira til grunngildanna og vill finna fyrir stöð- ugleika og festu í samfélaginu. Okkar markmið er að mæta þeirri þörf með þessum breytingum á staðnum,“ segir Garðar. Einnig segir Guðlaug að Íslendingar hafi alltaf verið fljótir að henda út öllu sem kallast gamalt og ekkert hugsað um gildi og sögu þess en það sé að breyt- ast núna. „Það er ekki spurning að þetta er merkilegasta veitingahús landsins. Því hefur aldrei verið lokað og hef- ur alltaf skartað frægum veitingamönnum. Þetta hús er bara allt fullt af sögu,“ segir Garðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Málverk Hér stendur Guðlaug Halldórsdóttir við eitt þeirra málverka sem leyndust undir veggklæðningunni í Gyllta salnum á Hótel Borg. Veggklæðningin verður rifin til þess að málverkin sjáist og fái að njóta sín. Veitingastaðurinn leitar að upprunanum  Sagan á að fá að njóta sín á Hótel Borg  Fullt af sögu Morgunblaðið/Árni Sæberg Silfur Garðar Kjartansson og Guðlaug Halldórsdóttir með silfurborðbúnaðinn sem fannst. Matís hefur hug á því að ráða fjóra starfsmenn til að aðstoða fyrirtæki við að auka verðmæti sjávarafla og laxaafurða á Snæfellsnesi og sunn- anverðum Vestfjörðum. Byrjað verður með tímabundin verkefni í sumar en að því stefnt, ef góður ár- angur næst, að koma þarna upp var- anlegum starfsstöðvum. Atvinnufyrirtæki og sveitarfélög á þessum svæðum áttu frumkvæðið að því að Matís ákvað að hefja starf- semi við Breiðafjörð og munu standa að þessari starfsemi með fyrirtæk- inu. „Við teljum mikilvægt að fá að njóta þeirrar rannsóknar- og vís- indastarfsemi sem fram fer á vegum Matís. Ég er mjög ánægður með að það skuli hafa tekist,“ segir Sturla Böðvarsson, framkvæmdastjóri Þró- unarfélags Snæfellinga, sem unnið hefur að undirbúningi verkefnisins. Haraldur Hallgrímsson, fagstjóri viðskiptaþróunar hjá Matís, segir að starfsemin muni mótast á næstu vik- um og mánuðum. Það muni til dæm- is ráða miklu hvernig starfsmenn fá- ist til verkefnisins. Stefnt er að því að tveir menn komi til starfa á norðanverðu Snæ- fellsnesi. Þar er horft til nýtingar á sjávarfangi sem ekki nýtist eða er illa nýtt í dag. Á sunnanverðum Vestfjörðum er aðallega litið til auk- ins fiskeldis og möguleika sem það skapar. Þar er einnig áformað að ráða tvo starfsmenn. Tekur Harald- ur fram að önnur verkefni komi til álita og geti farið eftir áhugasviði og sérþekkingu væntanlegra starfs- manna. Þá er hugsað til þess að nýta þá þekkingu sem þegar er fyrir hendi innan veggja Matís. „Við horfum á þetta sem tíma- bundið verkefni sem ræðst af því hvernig til tekst. Árangurinn verður metinn út frá því hvernig tekst til með að auka verðmætin,“ segir Har- aldur. helgi@mbl.is Fjórir nýir starfs- menn til að auka verðmæti afurða  Matís setur upp verkefni á Snæfells- nesi og sunnanverðum Vestfjörðum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjávarkistan Reynt verður að auka verðmæti afurða sjávar. „Eftir 50 ár gæti helmingur húsa á eyrinni verið í verulegri hættu,“ seg- ir Þorsteinn Jóhannesson, verkfræð- ingur á Verkfræðistofu Siglufjarðar, sem rannsakað hefur áhrif hækkandi sjávarborðs á eyrina á Siglufirði. Í skýrslu Þorsteins um áhrif hækkunar sjávarborðs á Siglufirði og Ólafsfirði er komist að þeirri nið- urstöðu að vegna hækkandi sjávar- yfirborðs þurfi að að hækka grunn húsa á eyrinni á Siglufirði á næstu árum. Verði það ekki gert geti hækk- un sjávar leitt til tíðra flóða í hús á svæðinu og haft í för með sér miklar skemmdir og til langs tíma valdið því að hús verða ónýt. Í skýrslunni kemur fram að vandi Siglufjarðar í þessum efnum skapast vegna þriggja þátta; bráðnunar jökla, sigs á landgrunni Íslands og sérstakra aðstæðna á eyrinni á Siglufirði. Jarðvegur eyrarinnar er lífrænt silt sem sígur undan auknu álagi, en fram kemur að Siglufjörður sígur um 3,5 mm á ári. Í skýrslunni eru lagðar til tvær leiðir til að verjast ágangi sjávar. Önnur er að reisa varnargarð sunn- an til á eyrinni. Í annan stað er lagt til að allar nýjar byggingarlóðir á eyrinni verði hækkaðar. Í skýrslunni segir orðrétt: ,,Ef ekkert verður að gert fara núverandi byggingar og götur smám saman á kaf, og þyrfti að hækka hús á grunni og hækka lóð- ir og götur.“ Viðlagatrygging Íslands miðar við að atburðir, s.s. sjávarflóð, teljist ekki náttúruhamfarir ef endurkomu- tími þeirra er styttri en 25-30 ár og er tjónið þá ekki bætt. Þegar end- urkomutími á tjóni styttist verður ekki fjárhagslega ráðlegt að gera við skemmdir, og húsið telst þá ónýtt. Í hættu vegna hækkunar  Nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna við flóðum á eyrinni á Siglufirði  Varnargarður og hækkun byggingarlóða  Lífrænt silt sem lætur undan síga Morgunblaðið/Einar Falur Kostnaður við að hækka hús á grunni er mismikill. Hækkun timburhúsa er möguleg og hef- ur verið framkvæmd í nokkrum tilvikum í bænum, en hækkun steinsteyptra húsa er varla raunhæfur kostur með tilliti til kostnaðar. Í þessu samhengi er nefnt að fyrir 100 ára viðmiðunartíma þarf að hækka lóðir um 1-1,7 metra. Kostnaðurinn við slíka hækkun fyrir 600 fermetra lóð er 1,5-2,6 milljónir króna. Dýrt að hækka hús KOSTNAÐUR VIÐ VARNIR FELLUR Á HÚSEIGENDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.