Morgunblaðið - 12.03.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.03.2012, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012 Iðnaðarryksugur NT 25/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is NT 55/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sjálfvirk hreinsun á síu Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka. SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA ÖFLUGIR Í SAMSTARFI VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR · Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang · Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum · Seljum hellusand og útvegum mold Sumir stjórnmálamenn nútímans víla ekkert fyrir sér í þeirri viðleitni að slá pólitískar keilur. Nýjasta dæmið um þetta er skollaleikur Þórs Saari og Margrétar Tryggvadóttur. Að ætla að nýta sér mannlegan harmleik, þegar maður veittist til- efnislaust að lög- manni og stakk hann. Þau Mar- grét og Þór Saari reyndu að nota þetta voðaverk til að undirstrika málflutning sinn á Alþingi. Sem betur fer hafa fjölmiðlar tekið þessa fram- komu þingmannanna upp og fordæmt hana. Í eftiráskýringum Þórs Saari kem- ur fram hvað þessi þingmaður er ómerkilegur. Í Kastljósi, þar sem Helgi Seljan fór yfir málið með hon- um, kennir hann stefnu stjórnvalda síðustu þrjú árin um. Að hans sögn hafa þau stjórnað þannig að fólk sé orðið reitt, og búast megi við að það grípi til örþrifaráða í auknum mæli vegna aðgerðaleysis ríkisstjórn- arinnar. Það skrýtna er að þessi þing- maður sem svo mælir hefur leynt og ljóst stutt þessa ríkisstjórn, sem hann segir leika þegnana svona grátt. Annað dæmi er þegar Steingrímur J. Sigfússon talar ástandið svo upp að maður spyr sig: Í hvaða syndrómi lifir þessi maður, sem telur að hér sé allt í himnalagi? Hér á að vera allt á upp- leið, ástandið það besta sem þekkist í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Sannleikurinn er sá að með þeim sem flúið hafa land til að sækja sér vinnu eru yfir tuttugu þúsund manns sem ekki hafa atvinnu á Íslandi. Bens- ínverð, verð á matvöru, sköttum, raf- magni, kyndingu og svona má lengi telja, hefur jú sannarlega verið á upp- leið, meiri uppleið en nokkurs staðar í Evrópu. Á sama tíma hafa laun, ellilíf- eyrir og örorkubætur dregist saman í rauntölum um 40%. Það þarf að fara aftur í kreppuárin um 1930 til að finna samjöfnuð. Steingrími J. Sigfússyni og Vinstri grænum finnst þetta fram- úrskarandi árangur og þjóðin van- þakklát fyrir að kvarta yfir ástandinu. Landsdómsmálið er eitt dæmið, þar sem haldin eru pólitísk réttarhöld eins og í Úkraínu og Norður-Kóreu. Stein- grímur J. Sigfússon var aðal- hvatamaðurinn að landsdómsmálinu. Það hlýtur að vera ágeng spurning hvort Steingrímur J. Sigfússon er ekki næstur á sakamannabekk fyrir Landsdómi fyrir þann glæsilega samning, að hans sögn, sem Icesave 1 var. Maður spyr sig einnig hvað er að hjá forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurð- ardóttur, sem heldur því fram að það hafi ekki fleiri flutt úr landi undanfarin ár en í meðalári! Og sami ráðherra hefur staðið í stríði við atvinnuveit- endur á landinu, en maður hefði nú haldið að framtíð landsins byggðist á að góð samvinna væri á milli þessara aðila. Við þurfum að losna við svona lodd- araskap af Alþingi. Við þurfum á að halda þingmönnum og ráðherrum sem horfa raunsætt á ástandið, þingmönn- um sem eru í tengslum við þjóðina, en berja ekki sjálfum sér á brjóst í póli- tískum tilgangi. ÓMAR SIGURÐSSON skipstjóri. Langt seilst Frá Ómari Sigurðssyni Ómar Sigurðsson Ég trúi ekki á tilvilj- anir. Hinn 11. júlí 1998 birtist fyrsta grein mína um gagnagrunnsmálið: „Virðing alþingis.“ Ég hélt áfram að nýta mér velvild Morgunblaðsins og skrifa greinar sem gætu gagnazt síðar. Enginn virtist lesa þær. Hinn 11. júlí 2010 fékk ég alvarlegt hjartaáfall. Þann 25. október 2011 lá ég tauga- deild LSH. Hinn 25. október 2005 heiðraði Læknafélag Íslands siða- reglur sínar, Codex ethicus, í fyrsta sinn og kærði mig til siðanefndar. Sjá dagsetningarnar! Leiksýning á taugadeild Hinn 18. júlí 2005 las Bogi Ágústs- son stórfréttina að forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar stæði vaktina á taugadeild LSH í viku. Viðtal var við Kára Stefánsson. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, lét fylgja hverju fótmáli forstjórans. Á forsíðu DV þann 19. júlí var forsíðumynd af Kára og stór fyr- irsögn: „Kári snýr aftur. Ruglaðist á sjúkrahúsum.“ Í DV 20. júlí er haft eftir Elíasi Ólafssyni yfirlækni: „Hann er í fríi frá vinnu. Ég veit ekk- ert um málið.“ Sigurður G. Guð- jónsson hrl., ábyrgðarmaður Blaðsins lá ekki á liði sínu. Blaðið birti forsíðu- frétt og mynd af inngangi LSH í Fossvogi: „Mannekla á taugadeild vegna álags.“ „Kári létti undir. Elías Ólafsson yfirlæknir segir að það hafi verið nauðsynlegt til að létta undir þó að það hafi ekki verið nema til fjög- urra daga.“ Landlæknir og stjórn Læknafélags Íslands fylgdust andaktug með þess- ari nýstárlegu læknisfræði. Kári van- virti aldraðan sjúkling minn. Skráði ekkert. Ég tók fram pennann. Valdníðsla RÚV Engin viðbrögð urðu við „Nýja slopp keisarans“. Svikalogn. Hinn 20. september 2005 lagði ríkissjónvarpið allt und- ir til að ganga frá mann- orði mínu. Langt viðtal var við yfirlækninn á taugadeild. Í baksviði viðtalsins var ys og erill eins og í bráðavaktinni ER. Þessi sviðsetning rann upp fyrir mér í leg- unni á taugadeildinni í okt. sl. Sex árum síðar! Ég aflaði mér gagna til að sannreyna illan grun. Hvers vegna vék yf- irlæknirinn ekki einu orði að Kára og framlagi hans? Þess í stað hóf Matt- hías aðstoðarlandlæknir hæfni og vin- sældir Kára til skýjanna! Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir: „Meira um taugalækningadeildina, því afleysing Kára Stefánssonar for- stjóra ÍE er harðlega gagnrýnd í grein í Læknablaðinu. Þar er hún sögð „hneyksli og bera vott um dóm- greindarleysi“. Þá efast greinarhöf- undur um að Kári hafi lögleg lækn- ingaleyfi. Aðstoðarlandlæknir vísar þessu á bug. Greinina skrifar Jóhann Tómasson læknir, en fyrirsögnin er „Nýi sloppur keisarans.“ Þar gagn- rýnir hann harðlega, að Kári Stef- ánsson hafi verið fenginn til starfa á taugadeild Landspítalans í sumar. Jó- hann segir að Kári hafi ekkert starfað sem læknir í nær áratug og að um dómgreindarleysi og reginhneyksli sé að ræða. Þá segir hann að efast verði alvarlega um hæfi stjórnenda hins ríkisrekna heilbrigðiskerfis.“ Matthías Halldórsson: „Hann starfaði að mér er sagt í nokkra daga og ég veit ekki betur en að og hef heyrt það bæði frá sjúkling- um og starfsfólki að það hafi verið mjög mikil ánægja með hans störf þar.“ Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir: „Þá fullyrðir Jóhann að Kári hafi skilyrt takmarkað lækningaleyfi út- gefið til bráðabirgða árið 1977. Önnur lækningaleyfi sem íslensk stjórnvöld hafi veitt honum séu því sennilega ólögleg.“ Matthías Halldórsson: „Hann er með sérfræðileyfi og maður fær ekki sérfræðileyfi nema að hafa lækningaleyfi. Og auk þess höf- um við mjög litlar áhyggjur af því að Kári kunni ekki sitt fag vegna þess að hann er með doktorspróf í grein sinni og hann hefur verið yfirlæknir og pró- fessor í Bandaríkjunum.“ Þessi vitnisburður Matthíasar Hall- dórssonar og Sigurðar Guðmunds- sonar er hreinn glæpur. Landlæknir er sekur um gróft stjórnsýslubrot. Einnig brot á Codex ethicus sem seg- ir: „Læknir, sem vísvitandi semur eða undirritar rangt eða villandi vottorð eða greinargerð, telst sekur um mis- ferli.“ Ég lét eftirfarandi viðbrögð nægja: „21. september 2005 Sæl og blessuð Jóhanna. Mér var sýndur sá óvænti heiður að koma til umfjöllunar hjá ykkur í sjón- varpinu í gærkvöldi. Það var vonum seinna. Í sjö ár hefur aldrei verið minnzt einu orði á mig eða þær upp- lýsandi greinar sem ég hef skrifað um gagnagrunnsmálið í Morgunblaðið. Þvert á móti hefur ítrekað verið reynt að stöðva skrif mín og komið í veg fyr- ir viðtöl við mig í útvarpi og sjónvarpi. Stórfrétt ykkar um ástandið á taugadeildinni er hins vegar gömul „frétt“. Hún var forsíðuuppsláttur í Blaðinu mánudaginn 25. júlí sl. Við- brögð Kára Stefánssonar við grein eftir mig í Morgunblaðinu laugardag- inn 23. júlí sl. sem heitir „Sex millj- arða sukkið“. Lífið hefur fyrir löngu kennt mér að fæst gerist fyrir til- viljun. Eina slíka minningu eigum við sameiginlega og má vera þér í fersku minni. Fagmennska eða manipula- tionir? Valið ætti að vera vandalaust. Hafið þið ekki siðareglur eins og læknar? Grein mín í Læknablaðinu stendur. Mörgum til skammar. Með beztu kveðju, Jóhann Tóm- asson.“ Menn eða mýs? Eftir Jóhann Tómasson » „Ofbeldi er aðeins hægt að leyna með lygi og lyginni er aðeins hægt að viðhalda með ofbeldi“ (Solzhenitsyn) Jóhann Tómasson Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.