Morgunblaðið - 12.03.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
✝ Magnús IngvarÁgústsson
fæddist í Reykjavík
þann 13. júní 1953.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut sunnu-
daginn 4. mars sl.
Foreldrar hans
voru Ágúst Jóhann
Guðlaugur Pét-
ursson, f. 17. ágúst
1918, d. 19. sept-
ember 1956 og Ólafía Kristín
Magnúsdóttir, f. 29. febrúar
1928, d. 6. september 1999.
Systkini Magnúsar eru Bára, f.
22. maí 1951 og Stefanía Mar-
grét, f. 27. október 1955. Hálf-
systkin Magnúsar sammæðra eru
Ingigerður Magnhild, f. 1948 og
Anna, f. 1960. Hálfsystkin sam-
feðra eru Lárus, f. 1943 og Eð-
varð Rafn, f. 1947. Kona Magn-
María Sigurbjargardóttir, f. 9.
september 1973. Börn Ágústs og
Áslaugar eru: Andrea Nótt, f.
1991, Apríl Mist, f. 1999, Sylvía
Sara, f. 2001, Elvar Snær, f. 2005,
Aníta Líf, f. 2006 og Elísa Sif, f.
2008. Magnús Ingvar ólst upp í
Reykjavík, eftir lát föður síns
dvaldi hann, ásamt móður sinni og
systrum, mikið hjá móðursystur
sinni Stefaníu og eiginmanni
hennar Þorgeiri en þau voru bú-
sett í Fagrahvammi í Elliðaárdal.
Þar voru hans æskustöðvar,
sumrunum eyddi hann í Gríms-
nesi, á bænum Seli, fram á ung-
lingsár og átti ætíð þangað sterk-
ar taugar. Magnús Ingvar byrjaði
ungur að vinna hjá frænda sínum
Einari Þorgeirssyni skrúðgarð-
yrkjumeistara og starfaði hjá hon-
um í 15 ár, hann starfaði nokkur
ár hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur
en var lengst af sjálfstætt starf-
andi við smíðar og garð-
yrkjustörf. Hann var vinsæll verk-
maður, vandvirkur og vel liðinn.
Útför Magnúsar Ingvars fer
fram frá Grafarvogskirkju í dag,
12. mars 2012, og hefst athöfnin
kl. 15.
úsar Ingvars er
Hjördís Hafsteins-
dóttir, f. 15. nóv-
ember 1952 . For-
eldrar hennar eru
Hafsteinn Hjart-
arson, f. 1908, d.
1993 og Jórunn
Sveinbjörnsdóttir, f.
1925. Börn Magn-
úsar Ingvars og
Hjördísar eru 1)
Berglind, f. 1. októ-
ber 1972, maki Heimir Jónasson f.
13. apríl 1966. Börn þeirra eru
Markús f. 1997, Áshildur Þóra f.
2003 og Silja Björk f. 2005. 2)
Auður f. 26. apríl 1976, maki Þor-
bergur Auðunn Viðarsson, f. 19.
mars 1970, d. 4. október 2011.
Þeirra börn eru Óttar Ingi, f.
1994, Laufey Eva, f. 1996 og El-
ísabet Huld, f. 1997. 3) Ágúst, f.
11. janúar 1978, maki Áslaug
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
(Hugrún)
Elsku besti pabbi minn, það er
óbærilegt að þú sért farinn. Það er
sem náttúruhamfarir hafi dunið
yfir okkar litlu fjölskyldu undan-
farna mánuði, fyrst deyr Tobbi
tengdasonur þinn og núna ert þú
farinn á eftir honum, 5 mánuðum
seinna uppá dag.
Minningarnar eru það sem eftir
stendur og af þeim er nóg sem
betur fer. Þú varst besti pabbi
sem hægt er að hugsa sér, fynd-
inn, skemmtilegur, fróður og dug-
legur. Man hvað þú varst stoltur
af mér þegar ég fékk fyrsta laun-
aða sumarstarfið mitt 13 ára og
þegar ég fékk bílprófið mitt var
minn kall stoltur af sinni dóttur.
Allar ferðirnar á Melavöllinn á
skauta með okkur systkinin, lítil
kók í gleri og grænn Tópas, heim-
sóknir til ömmu á Skúló, minning-
arnar eru óteljandi og núna það
eina sem stendur eftir. Það er
óréttlátt að fá ekki að safna fleiri
minningum með þér, barnabörnin
þín hafa misst svo mikið með
brotthvarfi þínu en nú er það okk-
ar hlutverk að halda minningu
þinni á lofti svo þau geti í gegnum
okkur kynnst því hversu mikill öð-
lingsmaður afi þeirra var.
Ekki hafa áhyggjur af mömmu,
við munum hugsa vel um hana
eins og við lofuðum þér, elsku
pabbi. Hvíldu í friði, pabbi minn,
öll mín afrek fyrr og síðar eru þér
til heiðurs.
Þín dóttir
Berglind.
„Já nei, þarna er hann!“ –
„Þarna er hver?“ „Nú fyrsti fram-
sóknarmaðurinn.“
Þú glottir og augun leiftra þar
sem við sitjum í makindum í stof-
unni heima og erum að horfa á
heimildarþátt BBC um vel varð-
veitta steingervinga sem rétt í
þessu var að ljúka. Við vorum að
upplifa einhverja merkilega stór-
skrítna veru á skjánum sem David
Attenborough útskýrði með sín-
um magnaða seiðandi rómi. Það
var alltaf stutt í húmorinn, Bóbó
minn. Þetta með framsóknar-
mennina var auðvitað alltaf bara
fyrirsláttur.
Vandaðir heimildarþættir frá
BBC, kaffi og moli í eldhúsinu eða
vindill úti á svölum var tækifæri til
að ná þér í rólegheitum. Maður
varð að hafa gætur á að vindillinn
væri ekki orðinn of stuttur, því þá
var maður alveg að missa þig af
stað í eitthvert verk. Þá varstu
farinn að vinna. „Jæja, svona er
þetta bara, best að fara að gera
eitthvað af viti og hætta þessu
hangsi.“
Já verkin þín. Það var aldrei
neitt bilað á mínu heimili. Þú lag-
aðir það áður en maður náði að
snúa sér við, rafmagnstæki,
smíðavinna, bílar, þú gast allt.
Svona menn eins og þú eru að
deyja út. Menn sem tengjast hlut-
um á óvenjulegan hátt og eru
„kreatívir“ handverksmenn. Það
var aldrei neitt ónýtt í þínum huga
– þú gast alltaf lagað allt. Að eitt-
hvað væri ónýtt var ekki til í þinni
orðabók. Þú gast bara ekki lagað
hvítblæðið. Þú tókst því eins og
hetja og barðist eins og ljón til að
geta verið með okkur eins lengi og
hægt var. Þvílíkur vilji og lífs-
kraftur.
Gleymi ekki sögunni þegar þú
varst að róta með hljómsveitum í
gamla daga. Hvernig þið laumuð-
uð einu sinni bjórdósum á bak við
mælaborð á sendibíl þegar þið
voruð búnir að spila uppi á velli og
komuð að öryggishliðinu í grenj-
andi rigningu. Fyrir vikið virkuðu
rúðuþurrkurnar ekki þar sem ein-
hver bjórdós stóð föst í þurrkumó-
tornum. Það voru svitaperlur á
enninu á prökkurunum í sendi-
bílnum eftir að hafa sloppið í
gegnum hliðið án þess að her-
mennirnir tækju eftir neinu. Svo
sprunguð þið úr hlátri og þú
skrúfaðir mælaborðið frá og sóttir
bjórinn á bak við næstu hæð.
Bóbó minn. Mér er sérstaklega
minnisstætt hvað þú varst alltaf
barngóður og skemmtilegur afi.
Takk fyrir að taka alltaf svona vel
á móti börnunum okkar. Takk fyr-
ir athyglina sem þau fengu sífellt
hjá þér. Magnað hvernig þér tókst
alltaf að gera ævintýri úr hverri
setningu. Lambalærið ykkar
Hjördísar ömmu var alltaf best og
takk fyrir stundirnar sem við átt-
um með ykkur ömmu Hjördísi og
börnunum okkar í bústaðnum
ykkar í Úthlíð.
Verkin þín í görðum borgarinn-
ar eiga líka alltaf eftir að minna
okkur á hvað þú varst mikill lista-
maður. Þau eru þínir steingerv-
ingar. Takk elsku tengdapabbi
fyrir alla hjálpina – alltaf. Haltu
áfram að smíða, gleymdu ekki að
láta framsóknarmennina á himn-
um heyra það annað slagið. Börn-
in okkar sakna afa Bóbó. Við
Berglind söknum þín. Elsku Hjör-
dís amma, hugurinn er hjá þér.
Bóbó er ekki farinn. Hann verður
hjá okkur áfram. Svona er þetta
bara. Sjáumst seinna, elsku vinur.
Heimir.
Elskulegi tengdapabbi minn og
afi Bóbó. Mér þykir það afar
óraunverulegt að sitja hér og
skrifa minningargrein um þig
elsku Bóbó minn. Það er svo
margt sem fer um hugann er ég
hugsa um þann tíma sem ég fékk
til að kynnast slíkum heiðurs-
manni sem þér.
Þó að tíminn okkar hafi ekki
verið langur þá mynduðust mjög
fljótt sterk vinabönd á milli okkar.
Þú hafðir gaman af því að segja
mér sögur og fræða mig um allt
milli himins og jarðar, við gátum
hlegið eins og enginn væri morg-
undagurinn. Þó að þú hafir nú
ekki mikið verið fyrir að flíka til-
finningum þínum eins og maður
segir, þá fann ég ávallt fyrir því
hversu vænt þér þótti um okkur
og hversu mikils virði við vorum
þér. Ég og börnin fengum þann
mikla heiður að fá að hafa þig mik-
ið hjá okkur vegna þess hversu þú
og sonur þinn voruð nánir og
ávallt að sýsla í einhverjum verk-
efnum saman.
Afi Bóbó var uppáhaldið á
heimilinu okkar og litli stubbur
elskaði að fá að stússast með afa
og pabba út um allar trissur.
Elsku Bóbó minn, þú gafst okk-
ur svo mikið og gladdir okkur of-
boðslega með nærveru þinni. Þú
fórst í gegnum veikindin þín með
þvílíkum dugnaði og krafti eins og
þér einum var lagið.
Elsku besti tengdapabbi minn
og afi okkar, þú átt svo stóran stað
í hjarta okkar og verður erfitt að
fylla upp í. Nú ertu frjáls ferða
þinna og kominn til hans Tobba
okkar sem var þér svo dýrmætur.
Nú ertu farinn elsku Bóbó minn
sárt er að kveðja í hinsta sinn
ég aldrei þér gleymi og minningarnar
geymi
nú bíða þín ótalmörg þau verkefnin.
Hvíl þú í friði öðlings drengur
þú þarft ekki að bíða lengur
þar sem þú ert, veit ég að þú sért
að öllu leyti mikilfengur.
Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir og barnabörn,
Áslaug og börn.
Eins og máltækið segir, þeir
deyja ungir sem guðirnir elska.
Við viljum kveðja með söknuði
vin og frænda, Bóbó eins og hann
var oftast kallaður. Við minnumst
margra stunda sem við áttum
saman í gegnum árin. Hann var
svo sérstakur að hægt væri að
skrifa um hann skemmtilega bók.
Nú kemur Bóbó ekki lengur
með gusti upp á pallinn í sumarbú-
staðnum og segir hlæjandi: „Eru
ekki allir í stuði?“ Veður um gólf,
þiggur kaffi og mola, segir brand-
ara og sögur en allt í einu er hann
að flýta sér. Segir: „Komdu kerl-
ing, kötturinn bíður í bílnum,“ og
þá eru hjónin þotin.
Í hittifyrra fórum við á jóla-
hlaðborð á Geysi í Haukadal með
Bóbó og Hjördísi konu hans. Það
var snjór yfir öllu og stjörnubjart-
ur himinn, það var eins og að
ganga inn í himnaríki. Þegar við
gengum inn á veitingastaðinn
Geysi var allt skreytt með jólaljós-
um, kúlum, englum og jólasöngur
hljómaði um allt. Maturinn var
góður, Bóbó sagði sögur og reytti
af sér brandarana og höfðu allir
mjög gaman af þrátt fyrir að
heilsu hans væri farið að hraka.
En þessi stund mun ávallt lifa í
minningunni.
Bóbó var mikill vinnuþjarkur
og var alltaf að, og tilbúinn að að-
stoða aðra. Það kom sérstaklega í
ljós þegar við stækkuðum sum-
arbústaðinn hjá okkur. Þá var
hann mættur eldsnemma í smíða-
gallanum til að hjálpa, þó heilsan
væri ekki góð, stjórnaði verkinu,
reytti af sér brandara og sagði
sögur. Þar sem stutt var á milli
bústaða hjá okkur höfðum við
Hjördís matarboð til skiptis og
frændurnir höfðu alltaf gaman af
að hitta hvor annan, enda voru
þeir sem bræður. Ógleymanlegt
var þegar Hjördís bauð í vöfflur,
hún bakaði af kappi og Bóbó sagði
sögur og fræddi okkur um fuglana
sem voru hans áhugamál og út-
sýnið úr bústaðnum.
Maggi og Bóbó fóru saman í
laxveiði með Gústa syni hans í
Vestur-Búðardalsá. Þar veiddu
þeir sinn laxinn hvor, nutu veður-
blíðunnar og komu ánægðir með
fenginn til baka og sögðu margar
sögur frá ferðinni.
Elsku Hjördís, þú hefur staðið
þig eins og klettur við hlið Bóbó í
veikindum hans, elskað og hjúkr-
að svo hann gæti verið heima sem
mest, allt fram á síðasta dag, uns
hann þurfti að leggjast inn á spít-
ala og lést nokkrum dögum síðar.
Við vottum fjölskyldu, aðstand-
endum og vinum alla okkar samúð
og megi guð leiða ykkur veginn.
Við kveðjum með þessum orð-
um:
Einn er maðurinn veikur
en með öðrum sterkur.
Einmana huga þrúgar
þarflaus kvíði.
Ef vinur í hjarta þitt horfir
og heilræði gefur
verður hugurinn heiður
sem himinn bjartur
og sorgar ský
sópast burt.
(J.G.Herder.)
Kveðja,
Magnús Ingvar Þorgeirsson,
Sigríður Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
Í dag er borinn til hinstu hvíld-
ar kær vinur okkar, Magnús Ingv-
ar Ágústsson. Við kynntumst
Magnús Ingvar
Ágústsson
✝ Laufey PálínaÞorsteinsdóttir
fæddist á Akureyri
þann 18. júní 1933.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Hlíð 5.
mars 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Rannveig
Jónsdóttir frá
Engimýri í Öxna-
dal, f. 10. nóv-
ember 1902, d. 15.
febrúar 1994 og Þorsteinn
Gunnlaugur Halldórsson frá
Rauðalæk í Glæsibæjarhreppi,
f. 24. febrúar 1886, d. 19. febr-
úar 1972. Systkini Laufeyjar
voru Alda Rannveig, f. 22. októ-
ber 1923, d. 14. september
2004, Anna Sigríður f. 4. júlí
1927, d. 29. desember 2006,
Hreinn Guðmundur, f. 12. nóv-
ember 1930, d. 29. desember
1979, Halldór Valur f. 25. sept-
1961. Dætur Þorsteins og Evu
eru Laufey Ásta, f. 25. nóv-
ember 1990 og Rannveig, f. 20.
maí 1993. Sonur Þorsteins og
Kristbjargar Kjartansdóttur er
Bernharð Grétar, f. 14. apríl
1976, sambýliskona, Lilja
Bergsdóttir, f. 25. október
1977, þeirra börn eru Berglind
Sara, f. 19. janúar 1997 og Þor-
steinn Örn, f. 19. ágúst 1999.
Sonur Evu, Reynir Svan Svein-
björnsson, f. 7.febrúar 1984,
maki Signa Hrönn Stef-
ánsdóttir, f. 4. september 1987,
dóttir þeirra er Rakel Sara, f.
3. júní 2011. 2) Skúli Rúnar, f.
11. september 1955, maki Arna
Jakobína Björnsdóttir, f. 7.
október 1957. Synir þeirra eru
Jóhann Björn, f. 8. janúar 1979,
maki Soffía Guðný Santacroce,
f. 26. desember 1979, þeirra
börn eru Elí Smári, f. 17. jan-
úar 2007 og Elena Sóley, f. 17.
júlí 2011. Árni, f. 4. febrúar
1982, sambýliskona Kristjana
Hákonardóttir, f. 2. sept. 1984.
Útför Laufeyjar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, mánu-
daginn 12. mars 2012, og hefst
athöfnin klukkan 10:30.
ember 1937, Ævar,
f. 15. desember
1939, Sævar, f. 2.
ágúst 1942 og Jón-
heiður Pálmey, f.
21. október 1944.
Hálfsystkini Lauf-
eyjar, samfeðra,
voru Baldur, f. 2.
september 1922, d.
16. júní 2006 og
Bára, f. 11. október
1924. Laufey giftist
Árna Herberg K. Skúlasyni 16.
maí 1953. Árni var fæddur 18.
september 1932 á Ísafirði.
Hann lést þann 15. júlí 2000.
Foreldrar Árna voru Skúli
Þórðarson, f. 2. okt. 1902, d. 8.
febrúar 1996 og Sigrún Finn-
björnsdóttir, f. 6. apríl 1904, d.
8. mars 1989. Synir Laufeyjar
og Árna eru 1) Þorsteinn Veig-
ar, f. 24. janúar 1953, maki Eva
Ásmundsdóttir, f. 15. desember
Víst er þetta löng og erfið leið,
og lífið stutt og margt, sem útaf ber.
En tigið gegnum tál og hverskyns
neyð
skín takmarkið og bíður eftir þér.
Hve oft þú hrasar, oft þig brestur
mátt,
hve undarlega er gott að sitja kyrr.
Samt kemstu á fætur, réttir höfuð
hátt,
og hraðar þér af stað sem áður fyrr.
Svo styttist þessi ganga smátt og
smátt,
og seinast stendurðu einn við luktar
dyr.
(Steinn Steinarr)
Laufey ólst upp í foreldra-
húsum á Eyrinni á Akureyri
ásamt stórum systkinahópi. Hún
fór ung að heiman til vertíðar í
Vestmannaeyjum þar sem hún
kynntist Árna manni sínum. Þau
hófu síðan búskap á Akureyri og
áttu fallegt heimili sem ein-
kenndist af myndarskap og
handavinnu Laufeyjar, heklaðar
gardínur, dúkar og útsaumur.
Laufey og Árni áttu marga
góða vini sem komu oft í heim-
sókn og þau skemmtu sér vel
saman. Farnar voru utanlands-
ferðir með vinum sem mikið var
talað um og ljóst að þau bæði
nutu þeirra ferða að fullu. Lauf-
ey hafði þó oft nokkurn ferða-
kvíða og var farin að skipu-
leggja allt með góðum fyrirvara
þannig að ekkert yrði eftir
heima. Grínast var með þetta og
hafði hún bara gaman af því.
Laufey starfaði lengst af hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa við
saltfiskverkun og síðar við fisk-
mat. Vinnan var henni mikilvæg
og hún var samviskusöm, dugleg
og ósérhlífin. Hún hafði létta
lund og var umburðarlynd eins
og kemur fram þegar rætt er
við samstarfsfólk hennar sem
hefur borið henni vel söguna og
fannst gaman að vinna með
henni.
Árið 1987, aðeins 54 ára að
aldri, fékk Laufey heilablóðfall,
sem leiddi til þess að hún varð
bundin hjólastól og missti málið.
Þrátt fyrir þá gífurlegu fötlun
tókst henni með dugnaði sínum
að njóta góðra stunda með fólki
sínu með hlátri og glaðværð því
þrátt fyrir málleysið gat hún
sungið með en tónlist var henn-
ar skemmtun. Þannig náði hún
til fólksins sem annaðist hana og
kynntist henni. Hún gat málað á
Laufey
Þorsteinsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-móðir, amma og langamma,
RÓSA KEMP ÞÓRLINDSDÓTTIR,
Barrholti 7,
270 Mosfellsbæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 8. mars sl. Jarðarför auglýst
síðar.
Jón Þorberg Eggertsson,
Ólafur Ólafsson, Alda Konráðsdóttir,
Svala Haukdal Jónsdóttir, Kjartan O. Þorbergsson,
Þórdís Elva Jónsdóttir, Hafsteinn Ágústsson,
Guðríður Erna Jónsdóttir, Ólafur Ágúst Gíslason,
Jórunn Linda Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARÍA SIGRÍÐUR HERMANNSDÓTTIR,
Smáratúni 20,
Keflavík,
andaðist að kvöldi dags 10. mars á
hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlévangi í
Keflavík.
Eydís B. Eyjólfsdóttir, Hafsteinn Guðnason,
Elínrós B. Eyjólfsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson,
Guðrún B. Eyjólfsdóttir,
Þórarinn B. Eyjólfsson, Ólöf Ásgeirsdóttir,
Anna María Eyjólfsdóttir, Ólafur Ingi Reynisson,
Elsa Lilja Eyjólfsdóttir.