Morgunblaðið - 12.03.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
Fylgstu með í MBL sjónvarpi
alla mánudaga
Marta María ræðir við
einstaklinga sem glímt hafa við
offitu og haft betur í baráttunni.
H
a
u
ku
r
0
9
b
.1
1
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Haukur Halldórsson hdl.
haukur@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar.
Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is.
• Sigurplast - umbúðir. Rótgróið plastframleiðslufyrirtæki. Sjá nánar á forsíðu
www.kontakt.is.
• Heildverslun með vinsælar snyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr.
Góð afkoma.
• Rótgróið gólfefnafyrirtæki í mjög góðum rekstri. Ársvelta 200 mkr.
EBITDA 20 mkr.
• Glæsilegur veitingastaður á besta stað í Reykjavík. Góð velta og afkoma.
• Innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir gróðurhús. Ársvelta 100 mkr. og mjög
vaxandi. Góð afkoma.
• Rótgróið framleiðslufyrirtæki á einkennisfatnaði óskar eftir fjármála- eða
framkvæmdastjóra og meðeiganda. Starfssvið m.a. fjármál og innkaup.
20-30% hlutur í boði fyrir 12-17 mkr og frekari kaupréttur mögulegur.
• Heildverslun með vinsælar sérvörur. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 15 mkr.
• Stórt þjónustufyrirtæki í ræstingum. Traustir viðskiptavinir og góð afkoma.
• Mjög spennandi innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir kæliiðnaðinn.
• Heildsala með þekkt merki í tískufatnaði. Selur vörur í 20 verslunum um land
allt, auk eigin verslunnar í Kringunni og outlets á besta stað. Ársvelta um
250 mkr.
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Það er fítonskraftur í briminu sem
herjað hefur á Víkurfjöru síðustu
daga. Öflug suðvestanátt hefur geis-
að á þessum slóðum að undanförnu
með þeim afleiðingum að sjórinn
sækir langt inn á land með tilheyr-
andi sandfoki.
Brimið hefur reynst íbúum Víkur
þungt í skauti og í október á síðasta
ári var reistur nokkur hundruð
metra sandfangari í sjónum beint
suður af Víkurskála til að hamla
sandburði og foki. „Hann er strax
farinn að sanna sig“ segir Jónas Er-
lendsson í Fagradal, fréttaritari
Morgunblaðsins. ,,Vestan við fang-
arann er komin töluverð fjara en
austan við hann er fjaran aftur á
móti eins og hún var.“ Jónas segir
áhuga vera á að reisa annan sand-
fangara austar til að hindra brimið,
en ekki sé ljóst hvort af því verði.
Hámark á fullu tungli
Hugmyndin að uppsetningu sand-
fangarans segir Jónas vera komna
frá Landeyjarhöfn en aðferðin felst í
því að byggja varnargarð þvert á
ríkjandi straum þannig að straum-
urinn stöðvist og myndi hringiðu og
þar með sekkur sandurinn á því
svæði til botns og byggir upp nýtt
land. ,,Þetta hefur auðvitað skapað
vandamál hjá þeim sem við nýtum
okkur hér,“ segir Jónas. „Vita- og
hafnamálastofnun ætlaði í fyrstu að
setja garð meðfram ströndinni við
Landeyjarhöfn til að verja hana, en
reynslan af höfninni varð til þess að
þeir settu garð út í sjó, áþekkan þeim
sem við höfum sett upp hjá okkur.“
Hann segir suðvestanáttina hafa
geisað nánast stöðugt það sem af sé
árinu, og óvenjulegt sé að það vari
svo lengi.
Brimið hefur valdið landbroti
austan við nýjan sandfangara en
vestan við hann er farinn að safnast
sandur í fjöruna. Að sögn Jónasar í
fer brimið síst minnkandi. ,,Það er
komið fullt tungl og þá nær brimið
hámarki“. Hann segir sjóinn ganga á
land í mesta briminu. ,,Ölduskaflarn-
ir ganga með suðvestanáttinni inn á
land og sandurinn í því. Þá gengur
beinlínis sandstormur yfir þorpið og
í fyrradag voru sandskaflar beggja
vegna við þjóðveginn.“ Vegurinn er
um það bil 1-2 kílómetra frá sjónum
og berst sjórinn í sumum tilvikum
upp á veginn. ,,Það þarf þá í það
minnsta ekki að hálkuverja veginn á
meðan,“ segir Jónas kíminn.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Bjargvættur Sandfangari suður af Víkurþorpi sem var tilbúinn í byrjun vetrar er strax farinn að safna að sér veru-
legum sandi vestan við garðinn. Myndin er af garðinum og fjörunni vestan við hann.
Sandfangarinn reynst
vel í hörðu briminu
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Víkurfjara Gríðarlegt brim hefur valdið landbroti austan við nýjan sand-
fangara. Með briminu berst mikið magn af sandi sem gengur yfir Vík.
Mikið landbrot við Vík í Mýrdal Sandur sækir í bæinn
Ljósmynd/Bryndís Fanney Harðardóttir
Sandstormur Sandurinn fýkur upp í þorpið, íbúum til ama og tjóns.
Bryndís Harðadóttir, íbúi við Mánabraut í Vík í Mýrdal,
hefur fengið að finna fyrir sandfoki í kjölfar brimsins.
,,Ég keyri með fulla kerru af sandi af lóðinni hjá mér,
úr portinu, innkeyrslunni og garðinum.“ Hún hefur
þurft að glíma við sandfokið um árabil en það hefur
valdið eignatjóni hjá henni. ,,Ég hef í gegnum árin
misst nokkrar rúður og það er sama baráttan á hverju
ári í febrúar og mars.“ Bryndís hefur reynt að sporna
gegn skemmdum á gleri með ýmsum aðferðum, meðal
annars bar hún eitt sinn koppafeiti á rúðurnar, sem
hún segir ekki hafa virkað. Hún hefur þess í stað sett
sandblásið gler í alla glugga og segir eigendur allra
húsa við Mána- og Ránarbraut gera hið sama.
Að mati Bryndísar er lausnin á sandfokinu fólgin í
ræktun á melgresi í fjörunni. ,,Melurinn er á undan-
haldi og hefur ekki verið haldið við sem skyldi.“ Að
sögn Bryndísar virkar sandfangarinn nýi ágætlega, en
melgresið sé lykillinn að því að losna við fokið með
öllu. Hún segir melgresi hafa verið sáð í mörg ár með
góðum árangri en svo hafi því verið hætt, sennilega
vegna peningaleysis. ,,Hér er brýn þörf fyrir að rækta
upp melinn, að sá melgresi og bera á – það er lausnin
á vandanum.“
Fyllir kerru af sandi á hverju ári
„MELGRESI HINDRAR SKEMMDIR AF VÖLDUM SANDFOKS,“ SEGIR ÍBÚI VIÐ MÁNABRAUT
Sandskaflar Innkeyrslur fyllast árlega af sandi.
Ljósmynd/Bryndís Fanney Harðardóttir
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is