Morgunblaðið - 12.03.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.03.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012 Tónlistarmaðurinn Árni Grétar sem betur er þekktur sem Future- grapher og japanski hljóðlistar- maðurinn Hidekazu Imashige sem er þekktur í heimaborg sinni undir listamannsnafninu Gallery Six, hafa sameinað krafta sína og tekið upp sveimverkið Waterproof. Fé- lagarnir kynntust í fyrrasumar er þeir gáfu báðir út tónlist hjá breska forlaginu Twisted Tree Line, en móðurfyrirtæki þess, Somehow Re- cordings, sér nú um framleiðslu á verki þeirra. Waterproof er fjög- urra laga stuttskífa sem var samin í grunninn af Árna Grétari, en tekin upp og útsett undir handleiðslu Hidekazu Imashige. Vinnslan á skífunni fór fram sitt í hvorum heimshlutanum, en strákarnir skiptust á hljóðskrám í gegnum tölvupóst. Jóhann Ómarsson sér um hönnun á umslagi og íslenski hljómverk- fræðingurinn Smurfen sér um tón- jöfnun og hljóðvinnslu. Tónlist Japanski tónlistarmaðurinn Hidekazu Imashige við vinnu. Tónlist frá eldfjallaeyj- unum Íslandi og Japan » ÞjóðlagahátíðinReykjavík Folk Festival 2012 var haldin dagana 7.-10. mars á Kaffi Rósenberg. Á há- tíðinni komu fram hljómsveitir af ýmsum toga sem eiga það sam- eiginlegt að flytja þjóð- lög, blús, heimstónlist og blöndu af þessu öllu. Hátíðin var vel sótt eins og ævinlega og góð stemning alla dagana. Reykjavík Folk Festival á Kaffi Rósenberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Góðir Sviðið er ekki stórt á Rósenberg en hljómsveitin Gæðablóð lét það ekki aftra sér frá því að taka vel á því. Stemning Setið var í hverjum stól og fólk naut tónlistarinnar. Helgi Pétursson Var kynnir kvöldsins og naut sín vel. Höfðingi Leo Gillespie spilaði með KK og var kátur. Flottur Trommari hljómsveitarinnar Kryss var heldur betur flinkur með kjuðana og barði húðir af miklum móð. Sólskálar -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.