Morgunblaðið - 12.03.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.03.2012, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Í dag er ég að hlusta á dúett frá Texas sem kallast Tennis. Önnur plata þeirra heitir Young & old og var að koma út. Tennis hefur flest það sem prýðir góðar hljóm- sveitir: Naív og bjartar melódíur lagðar yfir fiftís ló-fæ sem er spilað á Fender Telecaster og söngkona sem hef- ur sömu rödd og Harriet Wheeler úr The Sundays. Fín plata en fyrsta plata Tennis er auðvitað betri. Fyrsta platan er víst alltaf best, skilst mér. Svo er hérna líka ný plata (sannarlega ekki fyrsta plat- an) frá gamla manninum Leonard Cohen. Skemmtara- sándið sem hann þróaði í hæstu hæðir á síðustu plötum hefur vikið fyrir alvöruhljóðfærum (veit ekki hvað mér finnst um það). Platan stendur annars undir nafni: Old Ideas. Minnti mig á nýju Tom Waits-plötuna. Þessir náungar vita líklega aðeins of vel hverjir styrkleikar þeirra eru og geta í ofanálag hermt fullkomlega eftir sjálfum sér. Þessar nýju plötur þeirra eru báðar eins og eimaðar safnplötur eða „cover“-plötur með þeim sjálfum. Í raun lýtalausar en samt einhvern veginn ekki rismikl- ar. Ég veit ekki af hverju þetta er svona. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Orðið „besta plata“ er fleirtöluorð í minni orðabók og merkir meðal annars The Sun Sessions með Elvis Pres- ley, Astral Weeks með Van Morrisson og Rain Dogs með Tom Waits … Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptirðu hana? Fyrsta platan var annaðhvort The Collec- tion með Ultravox, keypt í Fálkanum á Suður- landsbraut, eða Hatful of hollow með The Smiths, keypt í Gramminu á Laugavegi. Er ekki viss hvor var á undan en báðar líklega keyptar fyrir jólin 1984. Það var magnað að hlusta á Hatful of hollow í fyrsta skipti. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Algjör sveppur eftir Gísla Rúnar Jónsson. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Elvis Presley, nema bara helst ekki dauð- ur … eða þá kannski Bach en sama þar: Helst ekki dauður. Hvað syngur þú í sturtunni? „Ég bið að heilsa“. Í sturtu get ég sungið barítón- og tenórraddirnar. Utan sturtunnar er ég fastur í bassa- röddinni. Þess vegna nota ég tækifærið og syng þetta lag bara í sturtu. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? „Requiem Pour Un Con“ með Serge Gainsbourg, „The Man In Me“ með Bob Dylan og Bítlarnir að rokka í „Money (that’s what I want)“ … hvað sem er með The Clash, In an Areoplane over the sea með Neutral Milk Hotel, „Sweet Jane“ með Velvet Underground, „Changing of the Guard“ með Frank Black and the Catholics og svo finnst mér Arctic Monkeys vera frábær rokk- hljómsveit sem mér leiðist eiginlega aldrei að hlusta á. Um miðnætti kæmi svo „Komdu í kvöld“ með Ragga Bjarna og Óla Gauk. Og undir morgun síðan „Kansas City“ og „Blue Monday“ með sjeníinu Fats Domino … á „repeat“. En hvað yljar þér svo á sunnudags- morgnum? Á sunnudagsmorgni væri töff að heyra „In Dreams“ með Roy Orbison í gegnum svefninn og vakna svo við Einar Krist- jánsson að syngja „Lof sé þér Guð“. Hlusta svo á „Fléttu“ með Antony and the John- sons og Björk með kaffinu. Ég held að „Lady Grinning Soul“ væri flott þar á eftir og svo kannski „La Javanaise“ með Gainsbourg, því það er sérdeilis sunnudagslegt lag. Svo kannski Talk Talk (Spirit of Eden) eða David Sylvian (Secrets of the Beehive). Messustundin væri síðan fyllt af Für Alina eftir Arvo Pärt og Goldberg-tilbrigðum Bachs í flutningi Glenns Goulds (upptakan frá 1981 er í uppáhaldi). Að þessu loknu væri líklega best að hlusta á MA-kvartettinn syngja „Næturljóð“ eins og einu sinni og fara svo aftur að sofa. Í mínum eyrum Ragnar Helgi Ólafsson Elvis Presley, nema bara helst ekki dauður … Morgunblaðið/Ómar Fyrrverandi bassaleikari Queens Of The Stone Age, hinn litríki Nick Oliveri, segist ekki vera sekur um heimilisofbeldi, vopnaburð eða fíkniefnamisferli. Hann er nú fyrir rétti fyrir að hafa haldið unnustu sinni nauðugri í íbúð sinni, að henn- ar sögn, en þetta átti sér stað í júlí síðastliðnum. Ef Oliveri verður sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að fimmtán ára langa fangelsivist. Hann var rekinn úr Queens Of The Stone Age árið 2004 og viðurkenndi leiðtog- inni Homme síðar að það hefði ver- ið vegna ofbeldisfullrar hegðunar. Bassaleikari í vandræðum Stjórnlaus Nick Oliveri. Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 31/3 kl. 19:30 AUKAS. Mið 25/4 kl. 16:00 AUKAS. Lau 17/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 1/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 11/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 28/4 kl. 19:30 19.sýn Fim 22/3 kl. 19:30 AUKAS. Fim 12/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 20.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 4/5 kl. 19:30 21.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn Mið 28/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Fim 29/3 kl. 19:30 12.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Fös 30/3 kl. 19:30 AUKAS. Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Aukasýningar komnar í sölu - aðeins sýnt fram í júní. Heimsljós (Stóra sviðið) Mið 14/3 kl. 15:00 AUKAS. Fim 15/3 kl. 19:30 síð.sýn Síðasta sýning 15.mars! Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 16/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 12.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 Lau 17/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 Sun 25/3 kl. 19:30 Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Lau 17/3 kl. 13:30 Sun 18/3 kl. 13:00 Lau 17/3 kl. 15:00 Sun 18/3 kl. 15:00 Hjartnæm og fjörmikil sýning Sjöundá (Kúlan) Fim 22/3 kl. 19:30 Mið 28/3 kl. 19:30 Fim 29/3 kl. 19:30 Ný leiksýning um morðin á Sjöundá Glerdýrin (Þjóðleikhúskjallarinn) Þri 20/3 kl. 19:30 Mán 26/3 kl. 19:30 Þri 3/4 kl. 19:30 Lau 24/3 kl. 15:00 Mán 2/4 kl. 19:30 Eldhaf – „Afar sterk sýning“ – KHH, Ftími Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Fim 15/3 kl. 20:00 aukas Sun 18/3 kl. 20:00 aukas Sun 25/3 kl. 20:00 aukas Lau 17/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 lokas Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars. Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Sun 18/3 kl. 14:00 Sun 1/4 kl. 14:00 Sun 22/4 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00 Lau 14/4 kl. 14:00 aukas Sun 29/4 kl. 14:00 Lau 31/3 kl. 14:00 Sun 15/4 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma Hótel Volkswagen (Stóra sviðið) Fim 22/3 kl. 20:00 fors Fös 13/4 kl. 20:00 4.k Lau 5/5 kl. 20:00 Lau 24/3 kl. 20:00 frums Lau 14/4 kl. 20:00 5.k Lau 12/5 kl. 20:00 Fös 30/3 kl. 20:00 2.k Sun 22/4 kl. 20:00 6.k Sun 13/5 kl. 20:00 Sun 1/4 kl. 20:00 3.k Sun 29/4 kl. 20:00 eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar NEI, RÁÐHERRA! (Menningarhúsinu Hofi) Fös 16/3 kl. 19:00 Fös 16/3 kl. 22:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Sýnt í Hofi í mars Eldhaf (Nýja sviðið) Fim 15/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 aukas Sun 18/3 kl. 20:00 lokas Síðustu sýningar! Axlar - Björn (Litla sviðið) Fim 15/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 lokas Nýtt verk úr smiðju Vesturports. Síðustu sýningar! Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Lau 24/3 kl. 20:00 Sun 1/4 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 Sun 25/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 18/3 kl. 13:00 Sun 1/4 kl. 13:00 Lau 28/4 kl. 13:00 Sun 18/3 kl. 14:30 Sun 15/4 kl. 13:00 Sun 25/3 kl. 13:00 Sun 22/4 kl. 13:00 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Mínus 16 (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.