Morgunblaðið - 12.03.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
Laugavegi 168 • 101 Rvk. • Sími 510 8888
Opið alla virka daga 8:00-18:00 • neyd.is
Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla
Vantar lykla?
LÁSASMIÐIR - OPNUM ALLT!
• Húslyklar
• Lyklakerfi
• Sílendrar
• Peningaskápar
• Hurðapumpur
• Láshús og fylgihlutir
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 11-18 og laugardaga frá 11-16
NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VÍKU
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Enn eitt húsið bætist við á athafna-
svæði Bláa lónsins á vormánuðum.
Byggt verður þjónustuhús við bíla-
stæðin við baðhúsið.
Reynslan hefur sýnt að mikil
þörf er á betri aðstöðu við bílastæði
Bláa lónsins. „Við fáum marga gesti
með hópferðabílum sem eru í reglu-
legum ferðum á milli Leifsstöðvar,
Bláa lónsins og Reykjavíkur. Þarna
er biðstöð fyrir gestina,“ segir
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa
lónsins.
Í húsinu sem verður 120 fer-
metrar að flatarmáli verður tösku-
geymsla og snyrtingar, jafnvel
hægt að fá kaffi.
Frá bílastæðunum er gengið
um 200 metra göngugjá að bað-
staðnum. Við stæðin hefur undan-
farin sumar verið bráðbirgðahús
þar sem fólk hefur getað geymt
töskur sínar á meðan það heimsæk-
ir baðstaðinn.
„Við verðum einnig með þjón-
ustumiðstöð þar sem við ætlum að
upplýsa gesti okkar um það sem
svæðið hefur upp á að bjóða, hvetja
þá til að staldra lengur við og upp-
lifa Reykjanesið. Þetta er aukin
þjónusta við gestina,“ segir Grímur.
Hann segir að Bláa lónið sé í
samvinnu við aðra ferðaþjónustuað-
ila á svæðinu, meðal annars í
Grindavík, og Saltfisksetrið í
Grindavík og Víkingaheima í
Reykjanesbæ. „Við viljum reyna að
nýta best þann segul sem Bláa lónið
er fyrir svæðið,“ segir Grímur.
Vonast er til að framkvæmdir
við bygginguna geti hafist á næstu
tveimur vikum og að það verði
tilbúið um miðjan júní. Kostnaður
er áætlaður 48 milljónir kr.
Húsið er teiknað af arkitekt
Bláa lónsins, Sigríði Sigþórsdóttur
hjá Basalt arkitektum, og er í sama
stíl og baðstaðurinn.
Gefa út bók um lónið
Í ár verða liðin 20 ár frá stofn-
un Bláa lónsins hf. Gestum hefur
fjölgað flest árin á þessum tíma og
fór gestafjöldinn yfir 400 þúsund á
árinu 2007. Gefin verður út bók af
því tilefni og fleira gert til að minn-
ast tímamótanna.
Íslensk ferðaþjónusta er í mik-
illi sókn og stefnir í aukningu í ár,
enn eitt árið.
Nýtt þjónustuhús við Bláa lónið
Gestir geta geymt töskur í húsi við bílastæðin og fengið sér kaffi Upplýsinga- og bókunar-
miðstöð fyrir Reykjanes Viljum nýta segulinn Bláa lónið sem best, segir forstjórinn
Þjónustuhús Aðstaða þeirra fjölmörgu gesta sem koma með rútum í
Bláa lónið batnar mjög þegar nýtt hús rís við bílastæðin.
„Við erum aðallega að þessu til að
stríða þessum stóru fyrir sunnan,“
segir Hallgrímur Sveinsson, stofn-
andi Vestfirska forlagsins sem vinn-
ur að því að hefja Basil fursta, kon-
ung leynilögreglumanna, til vegs og
virðingar á ný. Fyrsta heftið, Eitr-
aðir demantar, er komið út.
Ævintýrin um Basil fursta komu
fyrst út á Ísland 1939 til 1941, þá í
þremur þykkum bókum. Síðan komu
þau út í fjölmörgum heftum, hvert
með sjálfstæðri sögu. Þau voru svo
endurútgefin á sjöunda áratugnum
en hafa verið fágæti safnara í mörg
ár. „Það lásu þetta allir strákar og
jafnvel heimasæturnar í sveitinni
líka,“ segir Hallgrímur.
„Í þeirri glæpahrinu sem gengið
hefur yfir þjóðina á undanförnum
árum og ekki sér fyrir endann á hef-
ur Vestfirska forlagið ákveðið að
gamni sínu að kalla á furstann til að
smúla dekkið,“ segir í tilkynningu
Hallgríms og hann bætir við í sam-
tali við Morgunblaðið að til viðbótar
þessum bókmenntun komi glæpa-
myndir sem haldið sé að börnum og
fullorðnum. Ævintýri Basils fursta
og þeirra illvirkja og glæpakvenda
sem hann var sífellt að koma í hend-
ur réttvísinnar séu ekki nærri eins
heilsuspillandi.
„Auðvitað er þetta
líka glæpahyski,
við drögum ekki
fjöður yfir það, en
ekkert mann-
skemmandi. Lýs-
ingarnar eru ekki
eins ógeðslegar og
í glæpahrinunni
sem nú ríður yfir,“ segir Hallgrímur
og bætir því við að yfirleitt hafi hinn
dularfulli fursti náð að bjarga stúlk-
um úr ótrúlegustu hremmingum. Því
megi segja að ævintýri hans séu sigur
hins góða yfir hinu illa.
Höfundar ævintýranna er ekki get-
ið og hafa verið ýmsar hugmyndir
uppi. Morgunblaðið þóttist hafa upp-
lýst málið fyrir tæpum tuttugu árum
með því að nefna nafn danska rithöf-
undarins Niels Meyn sem höfundar-
ins og studdist blaðið þar við athug-
anir Ásgeirs Eggertssonar
fjölmiðlafræðings. Jafnframt kom
fram að Páll Sveinsson, barnaskóla-
kennari í Hafnarfirði, hafi íslenskað
Basil fursta að mestu.
Hallgrímur segir þó enn unnið að
rannsókn á höfundi Basils og lofaði
að láta vita þegar hann væri fundinn.
helgi@mbl.is
Allir strákar lásu
Basil fursta
Útgáfa til höfuðs glæpahrinunni
Mannbjörg varð í gærkvöldi í Hafn-
arfjarðarhöfn. Tilkynnt var um níu-
leytið um mann á flæðiskeri á brim-
garði við Norðurgarð og voru
lögregla, slökkvilið og björgunar-
sveitir kallaðar út og tókst þeim að
bjarga manninum um borð í bát.
Maðurinn slasaðist ekkert. Jónas
Guðmundsson hjá Slysavarnafélag-
inu Landsbjörg segir að maðurinn
hafi verið við veiðar þegar hann
lenti í sjálfheldu og að betur hafi
farið en á horfðist í fyrstu.
Bjargað af flæði-
skeri við höfnina
Karlmaður á sextugsaldri liggur
enn á gjörgæsludeild Landspítalans
eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri
líkamsárás á lögmannsstofu í
Reykjavík. Þær upplýsingar feng-
ust frá lækni á gjörgæsludeild
Landspítalans að ástand mannsins
væri svipað og áður. Honum er enn
haldið sofandi í öndunarvél en hann
er með mikla stunguáverka.
Ástand mannsins
svipað og áður