Morgunblaðið - 12.03.2012, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
Hvíld Börn eru gædd þeim góða hæfileika að geta lagt sig nánast hvar sem er og þurfa enga mjúka dýnu til þess. Stúlkur þessar hvíldu sig þar sem þær voru í Hörpu í gær og horfðu til hafs.
Árni Sæberg
Íslenskur iðnaður
hefur styrkst gríð-
arlega á síðustu tveim-
ur áratugum með upp-
byggingu áliðnaðarins
hér á landi og segja má
að Ísland hafi með
þessu tekið stórt skref í
átt til iðnvæðingar
langt á eftir þeim lönd-
um sem við berum okk-
ur helst saman við.
Samhliða þessu hafa ís-
lensk verkfræðifyrirtæki styrkst
verulega með því að íslenskir tækni-
menn hafa tekið virkan þátt í þessari
þróun og leitt hana í mörgum til-
fellum. Með þessu hefur skapast
mikill fjöldi nýrra og fjölbreyttra
starfa fyrir íslenska tæknimenn,
bæði innan stóriðjufyrirtækjanna og
utan þeirra. Störfin snúa ekki bara
að uppbyggingu iðnfyrirtækjanna
heldur ekki síður að rekstri þeirra,
viðhaldi og þróunarverkefnum. Um
er að ræða störf á nýjum sviðum og í
mörgum tilfellum öðruvísi störf en ís-
lenskir tæknimenn unnu áður, s.s. á
sviði véla- og rafmagns, iðnaðarferla,
reksturs, viðhalds o.fl.
Í dag er allt að helmingur af veltu
stærstu verkfræðifyrirtækja lands-
ins tengdur iðnaði, þar af langmest
stóriðjunni í landinu. Sama má segja
um önnur fyrirtæki sem þjónusta
þennan iðnað, s.s. vélsmiðjur og ýmis
önnur fyrirtæki. Fyrirtækin hafa
styrkst og þekking og hæfni orðið til í
landinu. Þessi þróun fylgir í kjölfarið
á samskonar þróun við uppbyggingu
íslensks orkuiðnaðar, þar sem ís-
lenskir tæknimenn hafa leikið lyk-
ilhlutverk allt frá því á sjöunda og
áttunda áratug síðustu aldar ef horft
er til stórra orkuvera og mun lengur
þegar horft er til hitaveitna og minni
virkjana.
En uppbygging þekkingar og
hæfni innan verkfræðifyrirtækja og
annarra þjónustufyrirtækja við stór-
iðjufyrirtækin í landinu
hefur miklu víðtækari
áhrif en einungis á
þennan tiltekna iðnað.
Með þessu byggist upp
grunnur þekkingar og
hæfni í samfélaginu
sem nýtist við aðra upp-
byggingu atvinnulífs-
ins. Tækifæri skapast
fyrir fyrirtæki og ein-
staklinga að hasla sér
völl á nýjum sviðum
sem byggjast á þessum
grunni. Þar fyrir utan
eru svo tækifæri sem skapast til út-
flutnings þekkingar til annarra landa.
Mikil og stöðug umræða er um
nýtingu orkuauðlinda landsins og er
það vel. Hins vegar er mikilvægt að
umræðan sé opin og vönduð og horfi
til allra þátta samfélagsins, allt frá
sjálfbærni og sátt við umhverfi til
efnahagslegra áhrifa, áhrifa á atvinnu
í landinu og uppbygginu þekkingar
og hæfni íslensks samfélags. Við eig-
um að halda áfram skynsamlegri nýt-
ingu orkuauðlinda okkar með það að
leiðarljósi að hámarka heildar-
afrakstur þeirra fyrir íslenskt sam-
félag. Sem best sátt þarf að vera um
nýtinguna í samfélaginu og tryggja
þarf sem mesta þátttöku íslenskra
aðila með það að markmiði að byggja
upp öflugt og hæft samfélag og at-
vinnulíf og treysta þannig fram-
úrskarandi lífskjör hér á landi til
langrar framtíðar.
Eftir Gunnar
Guðna Tómasson
» Í dag er allt að helm-
ingur af veltu
stærstu verkfræðifyr-
irtækja landsins tengd-
ur iðnaði, þar af lang-
mest stóriðjunni í
landinu.
Gunnar Guðni
Tómasson
Höfundur er forstjóri HRV
Engineering.
Uppbygging stóriðju
og áliðnaðar á Íslandi
skapar fjölbreytt
atvinnutækifæriNú liggur fyrir Al-þingi að afgreiða
samgönguáætlun til
fjögurra og tíu ára.
Um er að ræða mikið
stefnumótunarplagg
um uppbyggingu alls
samgöngukerfisins
ásamt verkefnaáætl-
un. Þar er sérstök
áhersla lögð á já-
kvæða byggðaþróun á
grundvelli skilgrein-
ingar á grunnneti samgöngu-
kerfisins sem nái til alls landsins
og miði að greiðum, öruggum,
hagkvæmum og umhverfislega
sjálfbærum samgöngum. Ég skil
þetta svo að það hljóti að vera
grundvallaratriði að koma á sam-
göngum áður en farið er að end-
urbæta annars ágætar samgöngur
sem fyrir eru víðast hvar.
Í samgönguáætlun er þannig
lagt til að forgangsröðun fram-
kvæmda taki mið af þörfum ein-
stakra svæða fyrir bættar sam-
göngur. Stefnt er að því að efla
sveitarfélög og styrkja hvert
svæði sem og landið allt, því
„stytting ferðatíma, uppbygging
vega með bundnu slitlagi og gerð
jarðganga til að leysa af hólmi erf-
iða fjallvegi skapa betri skilyrði
fyrir jákvæða byggðaþróun og efl-
ingu einstakra atvinnu- og þjón-
ustusvæða“ eins og þar segir.
Staðan á Vestfjörðum
Víkur nú sögu minni til Vest-
fjarða. Þar er staðan þannig að
vegasamband á milli Barða-
strandar- og Ísafjarðarsýslu er
óviðunandi „hvort sem er út frá
vegtæknilegu sjónarmiði, af ör-
yggisástæðum eða fyrir þær sakir
að vegurinn er ófær stóran hluta
vetrar og þar er snjóflóðahætta
oft mikil“ eins og segir á heima-
síðu Vegagerðarinnar. Vegurinn
liggur um Hrafnseyrarheiði sem
er einn hæsti, hættulegasti og erf-
iðasti fjallvegur landsins. „Skerð-
ing af því tagi sem við íbúar fjórð-
ungsins þurfum að þola í
samgöngumálum leiðir ekki ein-
göngu til ótryggara atvinnu-
ástands, heldur hefur
einnig bein áhrif á
íbúaþróun með nei-
kvæðum hætti“ segir
enn fremur í nýlegri
ályktun VerkVest um
ástand samgöngumála
vestra.
Dýrafjarðargöng
eru forsenda allra
áætlana um uppbygg-
ingu atvinnulífs, þjón-
ustu og opinberrar
stjórnsýslu á Vest-
fjörðum, hvort heldur
litið er til sóknaráætl-
unar 20/20, byggðaáætlunar, sam-
vinnu eða sameiningar sveitarfé-
laga eða annarrar opinberrar
þjónustu.
Dýrafjarðargöng og uppbygging
vegar um Dynjandisheiði sameina
byggðir Ísafjarðarsýslu og Barða-
strandarsýslu í eitt atvinnu- og
stjórnsýslusvæði og eru „alger
forsenda þess að opinberar áætl-
anir um uppbyggingu á Vest-
fjörðum nái fram að ganga“ segir
enn fremur í ályktun Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga um málið.
Þar er einnig bent á að „frestun
Dýrafjarðarganga, þó ekki sé
nema um nokkur ár, mun reynast
samfélaginu dýr.“
Þau áköll sem borist hafa frá
Vestfjörðum um þessar vegabætur
eru ekki kjördæmafrekja, heldur
stafa af brýnni og langvarandi
þörf þessa landshluta fyrir boðleg-
ar samgöngur svo atvinnulíf og
búseta geti við haldist. Það er með
öllu óásættanlegt að þessi fram-
kvæmd frestist til ársins 2022,
eins og drög að verkefnaáætlun
samgönguáætlunar gera ráð fyrir.
Dýrafjarðargöng hafa verið mun
lengur inni á samgönguáætlun en
önnur jarðgöng sem nú eru til um-
ræðu. Samkvæmt eldri áætlunum
áttu framkvæmdir að hefjast 2011
og þeim að ljúka 2014. Í bjart-
sýnisvímu fyrirhrunsáranna var
því meira að segja lofað að þeim
yrði lokið 2012. Undirbúnings-
vinnu er að mestu lokið og verk-
efnið tilbúið til útboðs.
Í samhengi við aðrar jarðganga-
framkvæmdir sem til umræðu eru
um þessar mundir verður ekki
betur séð en að mikið fáist fyrir
hverja krónu sem varið verður til
verkefnisins. Vegagerðin áætlar
að Dýrafjarðargöng muni kosta
7,5 milljarða og stytta vegalengd
um 27 km (raunar 400 km að vetri
til þegar heiðin er ófær). Til sam-
anburðar má nefna að Norðfjarð-
argöng munu kosta 9,5 milljarða
og stytta leið um 4 km. Sam-
kvæmt þessu mun hver styttur km
kosta 277 milljónir í tilfelli Dýra-
fjarðarganga en 2,3 milljarða í til-
felli Norðfjarðarganga. Er þá
ónefnd sú mikla og lífsnauðsyn-
lega byggðatenging og þar með
byggðastyrking sem hljótast mun
af Dýrafjarðargöngum þar sem
ekkert vegsamband er milli Ísa-
fjarðar og Patreksfjarðar að vetri
til.
Í ljósi þeirrar stefnu sem sam-
gönguyfirvöld hafa sett sér í sam-
gönguáætlun um jákvæða byggða-
þróun, sameiningu sveitarfélaga,
eflingu byggðakjarna, sameiningu
atvinnu- og þjónustusvæða
í ljósi þess að þegar kreppir að í
efnahagsmálum þarf að fara vel
með fé og fá sem mest fyrir
hverja krónu
í ljósi þeirra viðvarana sem sér-
fræðingar hafa ítrekað sett fram
um þróun byggðar á Vestfjörðum
og mikilvægi þess að koma þar á
samgöngum sem eru byggðunum
þar lífsnauðsyn
í ljósi þess mikla óöryggis sem
hlýst af því að aka um Hrafnseyr-
arheiði að sumri og þess sam-
gönguleysis sem fylgir lokun
hennar að vetri … hlýtur að blasa
við hver verði næsta jarð-
gangaframkvæmd á landinu.
Eftir Ólínu
Þorvarðardóttur »Dýrafjarðargöng eru
forsenda allra áætl-
ana um eflingu sveitar-
félaga, uppbyggingu at-
vinnulífs, þjónustu og
opinberrar stjórnsýslu á
Vestfjörðum.
Ólína
Þorvarðardóttir
Höfundur er alþingismaður og vara-
formaður umhverfis- og samgöngu-
nefndar Alþingis.
Dýrafjarðargöng
brýnasta framkvæmdin