Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 7. M A R S 2 0 1 2
Stofnað 1913 65. tölublað 100. árgangur
KVENNA- OG
KARLAMESSUR
Í LANGHOLTI
500
SJÓSUND-
SPRETTIR
SEMUR TÓN-
LIST FYRIR
DANSVERK
HAUKUR 16 VALGEIR SIGURÐSSON 57AFMÆLI 10
Baldur Arnarson, Kjartan Kjart-
ansson, Anna Lilja Þórisdóttir og
Hjörtur J. Guðmundsson
Níunda og síðasta degi réttarhald-
anna yfir Geir H. Haarde fyrir
Landsdómi lauk með því að verjandi
hans, Andri Árnason, andmælti öll-
um ákæruliðum á hendur honum.
Lýsti verjandinn því hvernig mál-
ið bar að og að aldrei hefði átt að
leggja fram ákæruna. Hún væri
óskýr og sú hætta sem Geir hefði átt
að bregðast við í aðdraganda hruns-
ins ekki skilgreind.
Átti ekki að semja áætlun
Andri fór yfir ákæruatriðin lið fyr-
ir lið. Það hefði aldrei verið á verk-
sviði samráðshóps um fjármála-
stöðugleika að semja viðbúnaðar-
áætlun vegna fjármálaáfalls né hefði
það verið raunhæft að reyna að
draga úr umsvifum bankanna á
árinu 2008. Síðara atriðið væri að
mati verjanda fullsannað með fram-
burði fjölda vitna fyrir dómnum.
Ekki á verksviði Geirs
Andri andmælti einnig því að það
hefði verið í verkahring Geirs að
beita sér með beinum hætti fyrir
flutningi Icesave-reikninga Lands-
bankans í Bretlandi yfir í dótturfélag.
Þá sýndi framburður ráðherra í
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar að staða efnahagsmála
hefði verið tekin fyrir á ríkisstjórnar-
fundum, þvert á málflutning sækj-
anda. Ekki er ljóst hvenær dómur
verður kveðinn upp. »24-27
Geir verði sýknaður af öllum ákæruatriðum
Verjandi sagði ákæruna óskýra
Framburður vitna rökstyðji sýknu
Morgunblaðið/Kristinn
Réttarhöldunum lokið Sólin skein þegar Geir yfirgaf Þjóðmenningarhúsið.
Þessum hressu og ungu stúlkum leiddist ekki þegar snjókoma skall óvænt
á höfuðborgarsvæðinu í gær, þótt snjórinn hafi vafalaust farið í taugarnar
á mörgum ökumönnum. Veðurstofan spáir kólnandi veðri um helgina og
búast má við að frostið verði frá einu og upp í tíu stig síðdegis, mest í inn-
sveitum norðaustanlands. Spáð er norðvestanátt í dag og reikna má með
éljagangi fyrir norðan og á Austurlandi en annars björtu veðri.
Smakkað á kaldri og ferskri hríðinni
Morgunblaðið/Ómar
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Stjórnarflokkunum tókst að loka fjárlögum í
fyrra með því að gera ráð fyrir hagnaði af sölu
ríkiseigna upp á alls sjö milljarða króna á árinu.
Heimildarmenn segja hins vegar fátt benda til
þess núna að þessar áætlanir gangi eftir. Nær
útilokað sé að erlendir aðilar vilji kaupa hlut í
íslenskum banka og fáir innlendir aðilar geti
snarað út fé til að kaupa hlut ríkisins í Lands-
bankanum, Arion banka eða Íslandsbanka.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjár-
laganefndar Alþingis, var spurð um söluna og
hverjir væru líklegir til að kaupa. Hún sagði
nefndina nýlega hafa átt fund með fulltrúum
fjármálaráðuneytisins, ávallt sé gert svonefnt
veikleikamat fyrir bæði útgjalda- og tekjuhlið
fjárlaga.
„Við ræddum eignasöluna og fram kom að
ekki ríkti nein svartsýni í ráðuneytinu um að
þau markmið næðust án þess að við færum
djúpt ofan í það hvað væri í farvatninu,“ sagði
Sigríður. „Þegar lengra líður á árið þurfum við
að fá betri upplýsingar. En það hefur komið
fram að lífeyrissjóðirnir hafi sýnt áhuga á bönk-
unum. Þá skortir fjárfestingartækifæri.“
Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka líf-
eyrissjóða, segir að sjóðirnir hafi í fyrra verið að
leita leiða til að losna við áform um eignaskatta
á sjóðina og lýst áhuga á hlut í m.a. Landsbank-
anum. „Því var svarað þá að þessi mál væru ekki
komin á dagskrá og yrðu það tæplega fyrr en
2013,“ sagði Arnar. „Það er greinilegt að menn
eru eitthvað að endurskoða þetta en það hefur í
sjálfu sér ekkert verið rætt við okkur um það.“
Óvissa um sölu ríkiseigna
Formaður fjárlaganefndar segir koma til greina að
lífeyrissjóðirnir kaupi hlut ríkisins í bönkunum
MErlendir bankar áhugalausir »2
GPG fiskverkun frysti 300 tonn af
grásleppu í fiskvinnslu sinni á Rauf-
arhöfn á síðustu grásleppuvertíð og
seldi til Kína. Gunnlaugur Karl
Hreinsson framkvæmdastjóri
reiknar með mikilli aukningu á ver-
tíðinni sem nú er að hefjast.
Uppistaðan í fiskvinnslunni á
Raufarhöfn er söltun grá-
sleppuhrogna. Þau eru keypt víða
að. Þar er einnig vaxandi vinnsla á
öðrum afurðum, svo sem loðnu- og
þorskhrognum.
Gerðar hafa verið tilraunir með
útflutning á grásleppu undanfarin
þrjú ár. Ýmis vinnsla hefur verið
prófuð. Gunnlaugur segir að nið-
urstaðan hafi orðið sú að Kínverjar
vildu fá meginhluta hveljunnar en
þó skorna niður eins og bolfisk,
þvegna, flokkaða og frysta. „Þann-
ig fæst besta verðið. Þeir steikja
hana og sjóða og borða upp til agna
með prjónum,“ segir Gunnlaugur
um þessa afurð sem lengi vel var
hent í sjóinn eftir að hrognin höfðu
verið hirt. helgi@mbl.is »32
Borða grásleppuna
upp til agna
Bankasýsla ríkisins hyggst ráðast fyrst í sölu
eignarhlutar í Íslandsbanka hf., en þó ekki fyrr
en í fyrsta lagi á síðari hluta þessa árs. Ekki er
gert ráð fyrir að sala eignarhluta í Arion banka
hf. og í Landsbankanum hf. hefjist fyrr en á
næsta ári og að Landsbankinn verði jafnvel
seldur í áföngum.
Eignarhlutur ríkisins (81,3%) í Landsbank-
anum hf. er langstærsta eign sem Bankasýslan
fer með. Í ríkisreikningi fyrir árið 2010 er hann
bókfærður á 122 milljarða króna. En Bankasýsl-
an fer aðeins með 5% hlut í Íslandsbanka.
Þetta kemur fram í Framtíðarstefnu Bankasýsl-
unnar sem birt var í gær. »30
Íslandsbanki
kannski seldur í ár
EIGNARHLUTI RÍKISINS Í BÖNKUNUM
Verið er að rannsaka hvort félagar
í glæpagengjum, sem lögregla hef-
ur handtekið í fjöldavís að undan-
förnu, hafi gerst sekir um skattsvik
og að hafa svikið bætur út úr al-
mannatryggingakerfinu, jafnvel
um langa hríð, skv. áreiðanlegum
heimildum Morgunblaðsins.
Á undanförnum dögum og vikum
hefur lögregla náð miklum árangri
í baráttu við glæpagengi á borð við
Vítisengla og Outlaws. Ögmundur
Jónasson, innanríkisráðherra, segir
aðgerðir yfirvalda vera að bera ár-
angur. Hann er þó ekki sammála
lögreglustjóranum á höfuðborg-
arsvæðinu sem telur að banna eigi
alla starfsemi glæpagengja. »6
Morgunblaðið/Golli
MC Iceland Helĺs Angels setja upp merki.
Kanna bótasvik fé-
laga í glæpagengjum