Morgunblaðið - 17.03.2012, Side 4

Morgunblaðið - 17.03.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 Íbúar höfuðborgarsvæðisins þurfa ekki að leita langt til að komast í snertingu við náttúruna, einn þeirra fékk sér göngutúr á Seltjarnarnes- inu fyrr í vikunni. Þá var orðið nokkuð vorlegt um að litast en hætt er við að snjórinn sé ekki endanlega búinn að kveðja suðvesturhornið. Vorið nálgast hröðum skrefum og hrekur snjóinn á brott Morgunblaðið/Ómar Hressandi göngutúr á Nesinu Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra segir unnið að því hörðum höndum að skapa atvinnumöguleika fyrir þá sem lengi hafa verið á at- vinnuleysisskrá og eiga á hættu að missa bótarétt sinn á næstu miss- erum. Ráðast þurfi í fjárfestingar til þess að efla íslenskt atvinnulíf en framkvæmdamagn verði aldrei líkt og það var fyrir hrun. „Að sjálfsögðu þurfum við að auka fjárfestingu en hún þarf að vera jöfn og má alls ekki verða eins og hún var fyrir hrun,“ segir Guð- bjartur. „Við vitum að við fram- kvæmdum hér sennilega tvöfalt upp í fjórfalt það sem við hefðum þurft á þessum tíma, skuldsettum okkur gríðarlega, fluttum inn 18 þúsund manns og erum enn að jafna okkur eftir þetta.Við byggjum ekki aðra Kárahnjúkavirkjun. Við vorum að byggja á lántökum á þessum tíma, sem við getum ekki endurtekið við þessar aðstæður í dag,“ segir hann. Guðbjartur segir lausnina hóflega fjárfestingu og nefnir nýjan Land- spítala, byggingu hjúkrunarheimila og nýtt fangelsi sem dæmi um framkvæmdir sem ráðist hafi verið í eða eru á döfinni. Eiga eftir að skila sér Hann segir ýmislegt hafa tekið lengri tíma en vonir stóðu til, t.d. hafi endurskipulagning fyrirtækja gengið hægt; að hreinsa af þeim skuldir og koma þeim í sjálfstæðan rekstur. Þá hafi ákveðnar hindranir þvælst fyrir, s.s. gengið, verðbólgan og annað sem hafi flæki alla áætl- anagerð. Guðbjartur segir að vinnumark- aðstölur sem Hagstofan gaf út á miðvikudag, sem virðast benda til þess að þrátt fyrir að atvinnulaus- um hafi fækkað hafi starfandi fólki ekki fjölgað, megi að einhverju leyti rekja til vinnumarkaðsaðgerða sem miðuðu að því að koma fólki í nám. „Við erum búin að vera með ákveðin atvinnuúrræði í gangi og erum núna að reyna að skapa þús- und störf í samstarfi við borgina og atvinnulífið. Og þær aðgerðir eiga eftir að skila sér inn í tölurnar,“ segir hann einnig. Vinnumálastofnun og sveitafélög- in vinni nú að því að finna þeim 500 einstaklingum sem munu missa bótaréttinn á árinu störf og þá hafi sjónum einnig verið sérstaklega beint að ungu fólki. Guðbjartur segir vert að muna að þrátt fyrir allt sé atvinnuleysi á Íslandi mun minna en víða annars staðar. Það breyti því þó ekki að Íslendingar ætli að sjálfsögðu ekki að sætta sig við at- vinnuleysi. Vill hóflega fjárfestingu  Auka þarf fjárfestingar en fara skynsamlega í þær, segir velferðarráðherra  Erum enn að jafna okkur eftir óhófið fyrir hrun  Unnið að atvinnuúrræðum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hugsanlegt er að hægt verði að auka notkun Landeyjahafnar við ferju- siglingar til Vestmannaeyja með því að hafa Breiðafjarðarferjuna Baldur í siglingum þegar höfnin er ófær fyr- ir Herjólf. Þrjú skipafélög, að minnsta kosti, hafa kynnt hugmyndir sínar og kannað aðstöðu í Vestmannaeyjum vegna útboðs á rekstri Herjólfs. Auk stóru skipafélaganna, Eimskips og Samskips, hafa Sæferðir verið að at- huga möguleika á tilboði. Pétur Ágústsson framkvæmda- stjóri bendir á að útboðið snúist um að gera Herjólf út. Hann segir hugs- anlegt að gera frávikstilboð þar sem boðið er upp á varaskip. Þá myndi Baldur sigla til Landeyjahafnar þeg- ar ófært væri fyrir Herjólf. Ágæt reynsla fékkst af notkun Baldurs á þessari leið í haust en Pétur segir að hvorugt skipið komist inn í höfnina í slæmum veðrum. Með því að hafa Baldur til taks mætti lengja þann tíma sem Landeyjahöfn er notuð og fækka ferðum til Þorlákshafnar. Dýrt er að sigla til Þorlákshafnar, ekki síst vegna mikilla hækkana á eldsneytisverði. Herjólfur á að geta sinnt sigling- unum á sumrin og þá getur Baldur verið í sínum hefðbundnu siglingum á Breiðafirði. Pétur segir að ef svo færi að skipið yrði notað í siglingum til Vestmannaeyja yrði annað skip fengið á Breiðafjörðinn. Fleiri ferðir til Landeyja með Baldur sem varaskip  Þrjú félög undirbúa tilboð í rekstur Herjólfs Ferja Baldur á Breiðafirði. Flokksráð Sjálf- stæðisflokksins kemur saman á fundi í Turninum í Kópavogi klukkan 8:30 í dag. Um er að ræða tímamóta- fund en á honum munu fara fram tvennar kosn- ingar í tengslum við nýsamþykktar skipulagsreglur flokksins, en þær tóku gildi á lands- fundi flokksins síðasta haust. „Í fyrsta lagi er verið að kjósa í fyrsta sinn í embætti 2. varafor- manns flokksins, sem varð til með þessum nýju skipulagsreglum, og í annan stað er einnig verið að kjósa í allar málefnanefndir flokksins,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, og bætir við að mál- efnanefndirnar muni samkvæmt nýju reglunum endurspegla fasta- nefndir Alþingis. Að sögn Jón- mundar hafa fjórir einstaklingar, þau Kristján Þór Júlíusson, Jens Garðar Helgason, Aldís Hafsteins- dóttir og Geir Jón Þórisson, sér- staklega gefið kost á sér í embætti 2. varaformanns, en tæknilega séð eru þó allir fundarmenn í kjöri til embættisins. „Þegar ég vék af skrifstofunni áðan þá höfðu rétt um 300 manns skráð sig til þátttöku á fundinum, þannig að það er býsna góð mæting,“ sagði Jónmundur í gær, aðspurður hvort hann ætti von á góðri mætingu. skulih@mbl.is Tvennar kosningar á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokks Jónmundur Guð- marsson. Nýjustu tölur frá Vinnu- málastofnun benda til þess að þeim sem klára 48 mánaða bótarétt sinn á árinu hafi fækk- að um 160 einstaklinga frá ára- mótum, úr 660 í 500. Af þeim sem fóru af atvinnu- leysisskrá í janúar eða febrúar fengu flestir vinnu en næst- stærsti hópurinn hvarf til náms. Þá fluttu fáeinir til útlanda en allnokkrir hættu að skrá sig án skýringa. Unnið er að því að finna þeim 500 sem enn eru atvinnulausir störf hjá sveitarfélög- unum og verða þeir boðaðir í viðtöl á næst- unni. Fjórðungur farinn af skrá BÓTARÉTTURINN Guðbjartur Hannesson Nýr reyktur úrvals rauðmagi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.