Morgunblaðið - 17.03.2012, Síða 6
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
„Ég hef efasemdir um að bann við
tilteknum samtökum eða búningum
komi til með að bera árangur. Það
sem skiptir máli er að samfélagið
taki höndum saman með lögreglunni
í baráttunni við skipulagða glæpa-
starfsemi og það er mín tilfinning að
það sé að gerast
núna,“ segir Ög-
mundur Jónas-
son, innanríkis-
ráðherra um þau
orð Stefáns Ei-
ríkssonar, lög-
reglustjóra höf-
uðborgarsvæðis-
ins, að það hafi
verið mistök hjá
stjórnvöldum að
banna ekki starfsemi glæpahópa, s.s.
Vítisengla. Þetta álit Stefáns kom
fram í Morgunblaðinu í gær.
Ögmundur og Stefán eru augljós-
lega ekki samstiga í þessu máli. „Það
sem lögreglustjórinn á höfuðborgar-
svæðinu er að velta fyrir sér er póli-
tísk ákvörðun sem tekin er af hálfu
löggjafans en ekki lögreglunnar.
Þetta er umræða sem þarf að taka
fyrir á Alþingi og í ríkisstjórn. Sjálf-
ur hef ég efasemdir um að það sé rétt
að fara út á þessa braut,“ segir Ög-
mundur.
„Við erum staðráðin í að kveða
niður starfsemi sem byggist á glæp-
um og þær aðgerðir sem við höfum
gripið til virðast vera að bera árang-
ur.“ Þeir sem telji að yfirvöld hefðu
átt að fara að með allt öðrum hætti
ættu að bera harm sinn í hljóði.
Bannað annars staðar
Yfirvöld í Danmörku og tilteknum
sambandsríkjum Þýskalands hafa
m.a. bannað, eða reynt að banna,
starfsemi glæpahópa á borð við Vít-
isengla, Bandidos og Outlaws. Slíkt
bann þýðir m.a. að merki þeirra eru
bönnuð og öll félagsstarfsemi. Hluti
af ógnarímynd þessara hópa felst í
merkjaburði sem á að sýna að fé-
lagsmenn séu hluti af stærri samtök-
um sem komi þeim til hjálpar, bjáti
eitthvað á.
Ögmundur bendir á hinn bóginn á
að hættan sé sú, og sú sé reynslan
erlendis, eftir því sem honum hafi
verið tjáð, að klúbbar eða hópar sem
eru bannaðir taki upp önnur nöfn og
komi fram í búningum undir nýju
heiti. Þá starfi aðrir hópar og samtök
við hlið þeirra sem mest beri á og
þeir séu líka ógnandi. Bann hrökkvi
því skammt. „Það sem þetta snýst
um er hin glæpsamlega starfsemi,“
segir hann.
Þegar Ragna Árnadóttir gegndi
embætti dómmálaráðherra lét hún
ráðuneytið kanna hvort slíkt bann
væri mögulegt. Ögmundur segist
telja að svo sé en ítrekar að hann
telji ekki að það sé rétta leiðin. Berj-
ast þurfi gegn lögbrotunum og það
sé nú gert af krafti,
Skipta um nafn
og merki og
halda áfram
Efasemdir um bann við starfsemi
Ögmundur
Jónasson
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Guðbjartur Hannesson, velferðar-
ráðherra, Oddný G. Harðardóttir,
viðskiptaráðherra, og Jón Gnarr,
borgarstjóri, undirrituðu í gær sam-
komulag um lóðir og skipulagsmál í
tengslum við framtíðaruppbyggingu
Landspítala Háskólasjúkrahúss og
Háskóla Íslands norðan Hringbraut-
ar.
Fulltrúar Reykjavíkurborgar og
ríkisins hafa unnið að endurskoðun
samninga um lóðamál LSH en í fyr-
irliggjandi tillögum að deiliskipulagi
svæðisins hefur verið gert ráð fyrir
að því byggingarmagni sem áður var
fyrirhugað á svokölluðum A-, B-, C-
og U-reitum verði nú komið fyrir á
A- og B-reit. Mun borgin því end-
urheimta byggingarrétt á C- og U-
reit og fá að auki byggingarrétt að
randbyggð við Hringbraut, neðan
við sjúkrahúslóðina, en í hlut ríkisins
mun koma hið aukna byggingar-
magn á A- og B-reit.
Samkomulagið er háð endanlegu
samþykki og gildistöku deiliskipu-
lags á svæðinu en nokkurrar
óánægju hefur gætt með staðsetn-
ingu sjúkrahússins og það bygging-
armagn sem stendur til að reisa.
Velferðarráðherra sagðist þó ekki
vera uggandi um hvort samþykkið
fengist.
„Ég hef aldrei áhyggjur af því að
fólk fjalli um og afgreiði deiliskipu-
lag, þetta er auðvitað bara lýðræð-
isleg leið. Ef það verður niðurstaðan
að þetta standist ekki, þá er það bara
ákvörðunin, þannig að ég kvíði því í
sjálfu sér ekki neitt. Við erum búin
að vinna vandaða vinnu frá upphafi
og ég geri ráð fyrir að þetta fái vand-
aða umfjöllun til enda og að það fáist
góð niðurstaða,“ sagði hann í samtali
við Morgunblaðið.
Guðbjartur sagði aðdraganda
framkvæmdarinnar hafa verið lang-
an en áréttaði að tilgangurinn væri
að sameina starfsemi spítal-
ans á einum stað en ekki
að búa til risaheilbrigð-
isstofnun og leggja
aðrar niður. Um-
fang starfseminn-
ar yrði svipað og
áður.
Þá sagði hann að
nú væri rétti tíminn til að
ráðast í slíka framkvæmd og
atvinnusköpun og að vanda yrði til
verka.
Samkomulag um
skiptingu lóða
Háð samþykki og gildistöku deiliskipulags á svæðinu
Skipulag Samkvæmt fyrirliggjandi samkomulagi fær Landspítali aukið byggingarmagn á reitum A og B en borgin
fær aftur reiti C og U. Þar með fær borgin yfirráð yfir umferðarmiðstöðvarlóðinni þar sem byggja á nýjan Hlemm.
Nýja Landspítala er heimilt að
ráðast í fimm útboð áður en
samþykkt deiliskipulags og fjár-
veiting frá Alþingi liggja fyrir.
Þetta eru útboð á gatnagerð,
sjúkrahóteli, rannsóknarhúsi,
bílastæðahúsi og meðferð-
arkjarna og standa vonir til að
útboðsgögn verði tilbúin í maí
eða júní.
Gunnar Svavarsson, formað-
ur byggingarnefndar, segir að
framkvæmdirnar verði boðnar
út á Evrópska efnahags-
svæðinu, hugsanlega að
gatnagerðinni undanskil-
inni. Að fyrirvörum
slepptum
gætu fram-
kvæmdir haf-
ist um næstu
áramót.
Útboðsgögn
tilbúin í vor
TÍMAÁÆTLUNIN
Frumvarp Ögmundar Jónassonar,
innanríkisráðherra, um auknar
rannsóknarheimildir lögreglu
gengur alls ekki nógu langt, að
mati Snorra Magnússonar, for-
manns Landssambands lögreglu-
manna. Sú brotastarfsemi sem
lögregla á Íslandi glímir við sé
sama eðlis og á hinum Norð-
urlöndunum. Þar af leiðandi sé
engin ástæða til annars en að lög-
regla hér á landi njóti sömu heim-
ilda til rannsókna og lögreglan á
hinum Norðurlöndunum.
Þar séu for-
virkar rann-
sóknarheimildir
í höndum sér-
stakra stofn-
ana, öryggis-
lögreglu, og
þær sæti stífu
eftirliti, m.a. af
hálfu þing-
nefnda. Hér mætti stofna slíka
stofnun eða deild innan lögregl-
unnar sem sætti sambærilegu eft-
irliti.
Gengur alls ekki nógu langt
FRUMVARP UM AUKNAR RANNSÓKNARHEIMILDIR
Snorri Magnússon
Sími 555 2992 og 698 7999
LÁTTU EKKI
HÓSTA SPILLA
SVEFNINUM
Hóstastillandi
og mýkjandi
hóstasaft frá
Ölpunum
NÁTTÚRUAFURÐ
úr selgraslaufum
„Mér finnst rangt að borgarstjóri
undirriti samkomulag við ríkið um
skipulag á svæði sem ekki hefur
verið samþykkt í
skipulagsráði, hef-
ur ekki fengið
eðlilega kynningu
hjá almenningi og
hefur ekki verið
staðfest af borg-
arstjórn,“ segir
Hanna Birna
Kristjánsdóttir,
borgarfulltrúi og
oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík um samkomulagið sem
undirritað var í gær um lóðir vegna
nýja Landspítalans. Að sögn Hönnu
Birnu er það óeðlilegt að búið sé að
ganga frá samkomulagi um það hve
mikið byggingarmagn skuli vera á
svæðinu og hvernig fara skuli með
uppbygginguna áður en málið hefur
farið í gegnum hið lögbundna ferli.
Almenningur segi sitt álit
„Ég tel að menn séu að byrja á
öfugum enda,“ segir Hanna Birna
og bætir við: „Ég hefði talið miklu
eðlilegra að skipulagið hefði fengið
að klárast, þannig að menn væru
raunverulega að hlusta á almenning
þegar þetta lögbundna samráðsferli
fer í gang.“
Hanna Birna bendir einnig á að
sér finnist þetta vera einkum ámæl-
isvert í ljósi þess að um er að ræða
eitt af umfangsmestu og stærstu
skipulagsmálum sem borgaryf-
irvöld hafa tekist á við. Hún segir
þetta vekja spurningar um það
hvort mönnum sé einhver alvara
þegar þeir fara í gegnum slíkt sam-
ráðsferli. „Þetta er mjög mikilvægt
og stórt mál, og það á að vera
þannig að þegar það fer í kynningu
til almennings, og almenningur fær
að segja sitt álit á því, þá sé ein-
hver alvara á bakvið það samráð en
það sé ekki búið að ganga frá
samningum fyrirfram,“ segir
Hanna Birna og tekur fram að
sjálfstæðismenn hafi gagnrýnt
þetta bæði í borgar- og skipulags-
ráði sem og í borgarstjórn. Ekki
náðist í formann skipulagsráðs við
vinnslu fréttarinnar. skulih@mbl.is
Segir undirritun sam-
komulagsins ranga
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Hanna Birna segir menn vera að byrja á öfugum enda