Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Verð á kaffi á heims-
markaði hefur lækk-
að um 40% á undan-
förnum 12 mánuðum
en verðlækkunin hef-
ur illa skilað sér til
neytenda á Íslandi.
Ölgerð Egils
Skallagrímssonar er
umfangsmikill kaffi-
innflytjandi og flytur
meðal annars inn
Merrild kaffi sem er
með um 30% mark-
aðshlutdeild, að sögn
Andra Þórs Guð-
mundssonar, for-
stjóra Ölgerðar-
innar. Hann segir að danski
birgirinn hafi hækkað kaffið um
82% frá miðjum júlí 2010, en Öl-
gerðin hafi tekið stóran hluta
hækkunarinnar á sig og ekki velt
henni út í verðlagið. Heimsmark-
aðsverðið fari upp og niður og þó
það hafi lækkað um 40%
undanfarna 12 mánuði
hafi birgirinn ekki feng-
ist til þess að lækka
verðið. „Við höfum
reynt að fá birginn okk-
ar til þess að lækka
verðið til samræmis við
heimsmarkaðslækkun-
ina,“ segir hann og bæt-
ir við að Ölgerðin hafi
ekki haft erindi sem erf-
iði til þessa.
Ölgerðin flytur einnig
inn fleiri tegundir, m.a.
Nescafé, Nestle og Illy.
Andri Þór segir að við-
komandi framleiðendur
hafi tekið á sig hluta af hækkun
heimsmarkaðsverðs og því hafi
þessar tegundir hækkað minna.
„Við vinnum stöðugt í því að halda
verðinu niðri og halda birgjum
okkar á tánum,“ segir Andri Þór.
steinthor@mbl.is
Lækkun á kaffi
skilar sér illa Lögreglan á Suðurnesjum handtókaðfaranótt föstudags karlmann sem
grunaður er um að hafa brotist inn
í sautján bíla í umdæminu, alla í
sömu atrennunni.
Lögregla fékk tilkynningu um að
maður væri að reyna að komast inn
í bíla á tilteknu svæði og fór þegar
á staðinn. Ný spor í snjónum leiddu
lögreglumenn að bíl einum og und-
ir honum reyndist maður liggja í
felum. Hann var handtekinn og
færður á lögreglustöð. Viðurkenndi
hann að hafa brotist inn í bíla á um-
ræddu svæði.
Maðurinn hafði töluvert af smá-
mynt upp úr krafsinu, en einnig
fundust hjá honum munir sem
grunur leikur á að séu þýfi. Brýnir
lögreglan fyrir fólki að læsa bílum
sínum og láta ekki verðmæti liggja
á glámbekk.
Braust inn í 17 bíla á
Suðurnesjum
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Ný skósending frá
MARIPÉ og NeroGiardini
Vertu vinur okkar
á Facebook
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Ný sending
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Opið í dag kl. 10-16
Eddufelli 2, Lokað í dag
www.rita.is Ríta tískuverslun
Kletthálsi 15 · 110 Reykjavík · Sími: 578 5252 / 823 0303
þegar þú ætlar að selja bílinn
SMÁRALIND - KRINGLUNNI
40-50%
afsláttur
af úlpum og kuldagöllum
Valdar vörur á
30-50%
afslætti
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið sýnishornin á laxdal.is
VORYFIRHAFNIRNAR
KOMNAR