Morgunblaðið - 17.03.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
„. . . VIÐAMIKIÐ OG VANDAÐ VERK .. .“
E I N A R F A L U R I N G Ó
PI
PA
R
\T
BW
A
-S
ÍA -15kr.
af lítranum í 10. hvert skipti sem þú
dælir 25 lítrum eða meira
með ÓB-lyklinum!
Sæktu um ÓB-lykil núna
á ob.is.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Reikna má með að loðnuvertíðinni ljúki á
næstu 2-3 dögum veiðist vel um helgina.
Nokkur skipanna eru búin með kvóta sína en
flest þeirra sem enn eru að veiðum áttu í gær
eftir einn túr. Í gær voru skipin ýmist á Faxa-
flóa eða komin vestur af Snæfellsnesi. Þar
varð vart við talsvert af loðnu en hún lá við
botninn fram eftir degi og skipin fóru ekki að
kasta fyrr en upp úr hádegi.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri upp-
sjávardeildar hjá HB Granda sagði í gær að
óhætt væri að segja að loðnuvertíðin hefði
verið lífleg og gengið á ýmsu við erfiðar að-
stæður. „Í heildina virðist þetta vera að
ganga upp og vertíðin gengið vel. Það sem
riðið hefur baggamuninn er hversu mikið
hefur verið af loðnu á miðunum,“ sagði Vil-
hjálmur
Frá því að loðnukvótinn var gefinn út í
febrúar hafa veiðar verið stundaðar af kappi.
Heildarkvóti íslenskra skipa endaði í rúm-
lega 590 þúsund tonnum og er vertíðin þegar
orðin sú besta í mörg ár eða frá því á vertíð-
inni 2004/05. Aðstæður hafa verið góðar á
mörkuðum fyrir mjöl, lýsi og frystar afurðir.
Síðustu daga hefur allt kapp verið lagt á að
frysta loðnuhrogn, sem er verðmætasta af-
urðin og hefur að mestu farið til Japans.
Áætlað hefur verið að útflutningsverðmæti
loðnuafurða verði á bilinu 28-30 milljarðar
króna.
Líklegt er að einhver uppsjávarskipanna
haldi fljótlega til veiða á kolmunna.
Líflegri loðnuvertíð lýkur á næstu dögum
Á ýmsu hefur gengið við erfiðar aðstæður í vetur en „í heildina virðist þetta vera að ganga upp“
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Á miðunum Skipin hafa síðustu daga verið beggja vegna Reykjaness, á Faxaflóa og við Snæfellsnes. Kap VE vinstra megin, Faxi RE dælir nær og Börkur NK fjærst. Í ljósaskiptum á miðvikudag.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Íbúðalánasjóður á nú 1751 eign og er
verðmæti þeirra um 22 milljarðar
króna. 529 þessara eigna eru á Suð-
urnesjum og segir
Sigurður Erlings-
son, fram-
kvæmdastjóri
ÍLS, að staðan á
Suðurnesjum sé
mikið áhyggju-
efni. „Þetta
ástand leysist
ekki af sjálfu sér
og það er engin
önnur leið út úr
þessari stöðu á
Suðurnesjum en bætt atvinnu-
ástand,“ segir Sigurður.
Hann reiknar með að sjóðurinn
muni á þessu ári setja 200-250 eignir
í sölu og þessa dagana séu 20-30
eignir að verða tilbúnar í söluferli.
Sigurður segir að hluti þeirra eigna
sem Íbúðalánasjóður hafi leyst til sín
á síðustu árum hafi verið verðmetinn
eins og sjóðnum ber skylda til að
gera. Þar sem verðmati sé ekki lokið
sé stuðst við fasteignamat.
Miðað við þessar forsendur sé nið-
urstaðan sú að 22 milljarðar af fjár-
munum Íbúðalánasjóðs séu bundnir í
þessum eignum. Tekjur af húsaleigu
hafi á síðasta ári staðið undir hús-
næðisrekstrinum. Á þessu ári muni
leigutekjur væntanlega skila afgangi
upp í fjármagnskostnað.
Gagnagrunnur byggður upp
Sigurður segir markmiðið að selja
eignir á eðlilegu markaðsvirði og
sjóðurinn hafi ýmis tæki til að nálg-
ast upplýsingar um hvað sé eðlilegt
verð. Hann nefnir að byggður hafi
verið upp gagnagrunnur innan ÍLS
með verðmötum og upplýsingum frá
Þjóðskrá um þinglýsta kaupsamn-
inga. Þessi gögn séu keyrð saman og
skoðað hvort ásett verð Íbúðalána-
sjóðs séu í samræmi við það sem
sambærilegar eignir hafa verið seld-
ar á á markaði. Þá sé leitað eftir
skoðun fasteignasala á raunhæfu
verði á opnu húsi fyrir þá.
„Þegar svo stórt eignasafn er selt
er mikilvægt að tryggja bæði opið og
gagnsætt söluferli ásamt því að fá
eðlilegt markaðsverð fyrir eignir
sjóðsins,“ segir Sigurður. Hann seg-
ist telja að í þeim tilvikum sem sjóð-
urinn hefur fengið lakara verð en
aðrir fyrir sambærilegar eignir
helgist það af því að eignirnar séu oft
í lakara ástandi en gerist og gengur
þegar sjóðurinn leysir þær til sín.
Eðlilegt leiguverð mikilvægt
Á leigumarkaði sé sjóðurinn það
umsvifamikill að hann þurfi að fara
varlega í því samkeppnisumhverfi
sem ríkir. „Ef við færum að undir-
bjóða markaðinn gæti sú staða auð-
veldlega komið upp að við teldumst
vera að misnota markaðsráðandi
stöðu. Okkur er ekki ætlað að bjóða
hagstæðari leigukjör en aðrir og not-
um meðal annars gögn frá Þjóðskrá
um þinglýsta leigusamninga til að
leggja mat á hvað sé eðlilegt leigu-
verð á markaði,“ segir Sigurður.
Þegar sjóðurinn eignast húsnæði ber
honum að bjóða ábúendum að leigja
eignina, hvort sem er um fyrri eig-
endur að ræða eða leigjendur.
Sigurður hafnar þeirri gagnrýni
sem fram kom í máli Ásmundar
Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði, í
blaðinu í gær. „Íbúðalánasjóður er
hvorki erfiður í samskiptum né gerir
kröfur um óraunhæft verð. Við erum
og eigum að vera á sama róli og
markaðurinn og værum hreinlega að
brjóta lög ef við værum í undirboð-
um,“ segir Sigurður.
Eignir fyrir 22 milljarða
Íbúðalánasjóður reiknar með að setja 200-250 eignir í söluferli á þessu ári
Engin önnur leið út úr erfiðri stöðu á Suðurnesjum en bætt atvinnuástand
Sigurður
Erlingsson
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Víkurprjón í Vík í Mýrdal var í gær
selt félaginu Drífu ehf. sem er í eigu
Ágústs Þórs Eiríkssonar og er til
húsa í Garðabæ.
„Já, það stendur frekar til að auka
þessa starfsemi, því að Drífa er með
gott sölukerfi og hefur alla mögu-
leika á því að bæta eða auka söluna á
þessum vörum sem hér eru fram-
leiddar,“ segir Þórir N. Kjartansson,
fráfarandi framkvæmdastjóri Vík-
urprjóns, spurður hvort hann telji
líklegt að gerðar verði einhverjar
breytingar á starfsemi Víkurprjóns.
Fyrirtækið er einn stærsti vinnu-
staður sveitarfélagsins og að sögn
Þóris eru ársverk innan Víkurprjóns
18 talsins. Þórir mun fljótlega láta af
störfum sem framkvæmdastjóri Vík-
urprjóns en því starfi hefur hann
gegnt síðan fyrirtækið var stofnað
fyrir 32 árum. Aðspurður hvað þýð-
ingu salan hafi fyrir starfsmenn Vík-
urprjóns segist Þórir vona að það
verði engin breyting þar á. „Nei, ég
hef ekki áhyggjur af því,“ segir Þór-
ir aðspurður hvort hann hafi áhyggj-
ur af því að starfsemin flytjist úr
bænum í ljósi þess að nýir eigendur
eru til húsa í Garðabæ.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Selt Víkurprjón í Vík í Mýrdal var í
gær selt fyrirtækinu Drífu ehf.
Víkur-
prjón selt
Drífu ehf.
Auka starfsemina