Morgunblaðið - 17.03.2012, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
SAMANTEKT
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Síðari málflutningsræðu Andra
Árnasonar, verjanda Geirs, lauk
með því að hann andmælti meint-
um brotum hins ákærða vegna
ákæruliðar tvö.
Ákæruliðurinn er nokkuð langur
og verður hér gripið niður í fyrstu
tvær málsgreinarnar áður en nefnd
eru dæmi úr andmælum Árna.
„Fyrir að hafa á framangreindu
tímabili látið farast fyrir að fram-
kvæma það sem fyrirskipað er í 17.
grein stjórnarskrár lýðveldisins
um skyldu til að halda ráðherra-
fundi um mikilvæg stjórnarmálefni.
Á þessu tímabili var lítið fjallað á
ráðherrafundum um hinn yfirvof-
andi háska, ekki var fjallað form-
lega um hann á ráðherrafundum
og ekkert skráð um þau efni á
fundunum,“ segir þar.
Vísar til framburðar vitna
„Þessi ákæruliður er augljóslega
byggður á röngum forsendum,“
sagði Andri og nefndi hvernig oft
hefði verið fjallað um erfiðleika í
fjármálakerfinu á ríkisstjórnar-
fundum, aðallega undir liðnum
„önnur mál“. „Ég tel að þetta sé
afdráttarlaust staðfest í fram-
burðum vitnanna Björgvins G. Sig-
urðssonar, Össurar Skarphéð-
inssonar, Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, Jóhönnu Sigurð-
ardóttur og Árna Mathiesen,“
sagði Andri og skírskotaði til fram-
burðar fimm ráðherra í ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
um þetta efni. „17. grein stjórn-
arskrárinnar gerir enga kröfu um
hvort þetta sé dagskrárliður eða sé
rætt með öðrum hætti,“ sagði
Andri og átti við þann yfirvofandi
háska sem talinn er hafa blasað við
í ákærunni. Má af þessu tilefni
rifja upp 17. grein stjórnarskrár-
innar: „Ráðherrafundi skal halda
um nýmæli í lögum og um mik-
ilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og
ráðherrafund halda, ef einhver ráð-
Efnahagsmálin
iðulega rædd
Vörnin hafnar með öllu ákæru um
vanrækslu á ríkisstjórnarfundum
Morgunblaðið/Kristinn
Í púltinu Andri, verjandi Geirs,
undirbýr fyrri málflutningsræðu
sína laust fyrir kl. níu í gærmorgun.
SAMANTEKT
Kjartan Kjartansson
Anna Lilja Þórisdóttir
Degi eftir að Sigríður Friðjónsdóttir,
saksóknari í Landsdómsmálinu gegn
Geir H. Haarde, fyrrverandi for-
sætisráðherra, sagði í málflutningi
sínum að sakfelling Geirs blasti við
tók Andri Árnason, verjandi hans, til
varna í gær. Hóf hann mál sitt á að
krefjast þess að Geir yrði sýknaður
af öllum ákærum á hendur honum.
Verjandinn eyddi drjúgum hluta
málflutnings síns í að ræða um máls-
meðferðina og að ákæra hefði aldrei
átt að verða lögð fram til að byrja
með. Gagnrýndi hann ákæruvaldið
harðlega fyrir málatilbúnað sinn sem
ýmsir vankantar væru á.
Þannig væri ákæran óskýr og sú
hætta sem Geir hefði átt að bregðast
við í aðdraganda hrunsins væri ekki
skilgreind. Þetta hefði þýtt að Geir
og verjendur hans hefðu þurft að
eyða miklum tíma í að ráða í inntak
ákærunnar.
Þá gagnrýndi Andri skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis sem hann
sagði ákæruna byggjast á að miklu
leyti og kallaði rannsóknina „hálf-
sannleiksrannsókn“. Öflun sönn-
unargagna í málinu hefði ekki verið í
samræmi við viðurkenndar aðferðir
og engin þeirra gagna sem lögð voru
fram í málinu hefðu verið borin undir
ákærða á rannsóknarstigi. Sum
þeirra hefði hann jafnvel aldrei séð
fyrr en í réttarhaldinu.
Verkaskipting ráðherra
Andri gerði að umtalsefni hlutverk
og ábyrgð einstakra ráðherra og
stofnana. Sagði hann að forsætisráð-
herra bæri ekki ábyrgð á málaflokk-
um annarra ráðherra í ríkisstjórn og
gæti ekki gripið inn í starf þeirra.
Hlutverk forsætisráðuneytisins
væri að bera ábyrgð á hagstjórninni
almennt auk þess sem Seðlabankinn
heyrði undir ráðuneytið. Engu að
síður hefði bankinn sjálfstæða stöðu
og heyrði hvorki undir boðvald né
eftirlit ráðherra. Jafnframt gæti ráð-
herra því ekki borið ráðherraábyrgð
á skyldum sem heyrðu undir Seðla-
bankann.
Þá hefðu málefni viðskiptabank-
anna og Fjármálaeftirlitsins heyrt
undir viðskiptaráðuneytið. Forsætis-
ráðherra bæri því ekki ábyrgð á
verkefnum þeirra.
Samráðshópurinn skilaði sínu
Að lokinni samantekt á málsvörn-
inni tók Andri til við að bera fram
varnir í einstökum ákæruliðum.
Byrjaði hann á ákærulið 1.3. sem
snýr að störfum samráðshóps um
fjármálastöðugleika sem starfaði frá
árinu 2006.
Geir er ákærður fyrir að hafa van-
rækt að gæta þess að störf hópsins
væru markviss og að þau skiluðu til-
ætluðum árangri.
Megináherslan í málsvörn Geirs
eins og verjandi lagði hana fram var
að yfirlýst hlutverk samráðshópsins í
samningi um stofnun hans hefði ein-
ungis verið að þjóna sem samráðs-
og upplýsingavettvangur. Mat á ár-
angri af störfum hópsins hlyti því að
afmarkast af því hlutverki.
Það hefði aldrei verið á verksviði
samráðshópsins að semja viðbún-
aðaráætlun vegna fjármálaáfalls. Þá
hefði samningnum aldrei verið
breytt, né hefði verið gerð tillaga um
að breyta honum til að auka hlutverk
hans.
Aldrei hefði farið á milli mála að
það væri á ábyrgð Seðlabankans og
Fjármálaeftirlitsins að vinna að við-
búnaðaráætlun. Það hefði meira að
segja verið tekið sérstaklega fram í
samningnum um samráðshópinn að
störf hans hefðu ekki áhrif á skyldur
þeirra stofnana.
Hugarfóstur nefndarinnar
Andri sagði að engu að síður væri
ekki byggt á þessu hlutverki sam-
ráðshópsins í ákærunni á hendur
Geir. Ákæran byggðist að miklu leyti
á mati rannsóknarnefndar Alþingis á
því hvert hlutverk hópsins hefði átt
að vera. Talaði Andri um það mat
sem „hugarfóstur rannsóknarnefnd-
arinnar“.
Á meðal þess sem hefði komið
fram í skýrslu rannsóknarnefnd-
arinnar hefði verið álit einhverra
fulltrúa í samráðshópnum að skort
hefði á pólitíska stefnumótun stjórn-
valda.
Sagði Andri að þar sem hópurinn
hefði aðeins verið til samráðs og upp-
lýsingar hefði ekki verið þörf á slíkri
stefnumótun af hálfu stjórnvalda. Þó
að einhverjir í hópnum hefðu ekki
áttað sig á hlutverki hans þá gæti
það ekki leitt til refsiábyrgðar fyrir
ákærða.
Þá benti verjandi á að komið hefði
fram í málsmeðferð rannsókn-
arnefndarinnar að Bolli Þór Bolla-
son, formaður samráðshópsins, hefði
sýnt af sér vanrækslu. Á endanum
hefði hins vegar ekki verið talið til-
efni til þess að saka hann um hana.
„Það er ekki hægt að ákæra ráð-
herra fyrir verkstjórn á fundum þeg-
ar ekki eru gerðar athugasemdir við
þann sem stjórnaði fundunum,“
sagði Andri.
Óraunhæft að minnka banka
Því næst sneri verjandi sér að
ákærulið 1.4. en þar er Geir gefið að
sök að hafa vanrækt að eiga frum-
kvæði að virkum aðgerðum til að
minnka umfang bankakerfisins eða
að einhverjir bankanna flyttu höf-
uðstöðvar sínar úr landi.
Andri sagði að hluti ákæruliðarins
hefði ekki heyrt undir Geir heldur
viðskiptaráðuneytið sem fór með
málefni viðskiptabankanna. Ekki
væri hægt að refsa fyrrverandi for-
sætisráðherra fyrir verkefni sem
heyrðu undir annan ráðherra.
Óraunhæft hefði verið að reyna að
minnka bankana á árinu 2008. Þá
hefði efnahagskreppa verið hafin og
eignir bankanna hríðfallið í verði.
Bar ekki ábyrgð og gat ek
Samráðshópurinn skilaði sínu mið-
að við hlutverkið sem hann hafði
Óraunhæft að minnka bankana eða
að neyða þá til að flytja úr landi 2008
Aðalmeðferð í landsdómsmálinu
Málflutningur verjanda í gær
var lokaþátturinn í aðalmeðferð
fyrir Landsdómi. Í tilkynningu
sem Landsdómur sendi frá sér í
gær kemur fram að ekki sé fært
að áætla hvenær niðurstaða
liggi fyrir í málinu en að það
verði eins fljótt og auðið verði.
Þá er stefnt að því að opna
vefsvæði fyrir lok mánaðar þar
sem m.a. dómurinn verður birt-
ur þegar hann kemur.
Óvíst hvenær
dómur fellur
FRAMHALDIÐ Í LANDSDÓMI