Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Sogið er vatnsmesta bergvatnsá landsins. Hún
kemur úr Þingvallavatni og rennur um
Úlfljótsvatn og Álftavatn í Hvítá í Árnessýslu
skammt neðan við Þrastarskóg. Sogið er
fornfrægt fyrir stóra laxa og minnir af og til á
þá staðreynd. Veiðisvæðið fyrir landi Ásgarðs
er þéttskipað kyngimögnuðum veiðistöðum
Fyrir Ásgarðslandi, eru aðstæður til fluguveiða
eins og þær gerast bestar. Veiðitími er frá
1. apríl til 24. september ár hvert.
Allar nánari upplýsingar veitir Steindór
Guðmundsson löggiltur fasteignasali
s. 480 2900, steindor@log.is eða 863 2900.
Fornfræg stórlaxaá til sölu
Öll veiðiréttindi í Soginu Ásgarði ásamt
glæsilegu veiðihúsi við ána eru nú til sölu
Dagskrá:
1. Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu
starfsári.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu
og afgreiðslu.
3. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins.
4. Kjöri stjórnar, trúnaðarráðs og samninganefndar,
kjörstjórnar, skoðunarmanna reikninga og uppstill-
inganefndar lýst.
5. Kosning endurskoðenda.
6. Tillögur um fulltrúa á þing Alþýðusambands Íslands
2012.
7. Tillögur um fulltrúa á ársfundi lífeyrissjóða sem
FIT er aðili að.
8. Önnur mál.
Veitingar í boði félagsins.
Stjórnin.
AÐAL
FUNDUR
Félagið veitir ferðastyrk til
þeirra félagsmanna sem búa
í meira en 40 km fjarlægð frá
fundarstað.
Félags iðn- og
tæknigreina
verður haldinn í Iðnaðarmanna-
salnum Skipholti 70, laugardaginn
24. mars 2012 kl. 11.00.
Aðalmeðferð í landsdómsmálinu
SAMANTEKT
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Spennan var mikil í dómssalnum í
Þjóðmenningarhúsinu þegar síðasta
lotan hófst eftir hádegishlé á níunda
degi réttarhaldanna yfir Geir H.
Haarde í gær. „Ég vil biðja ykkur að
spenna öryggisbeltin,“ sagði dóm-
vörður og uppskar hlátrasköll. Fór
svo með ræðuna um að slökkva bæri
á farsímum og standa upp þegar
dómarar gengju í salinn og úr honum.
Andri Árnason, verjandi Geirs,
kom sér fyrir í púltinu og lauk síðari
hluta fyrri málflutningsræðu sinnar.
„Ég er þá kominn að ákærulið 1.5,“
sagði Andri og tók svo að andmæla
ákæruliðnum sem kveður á um að
Geir hafi vanrækt að stuðla að flutn-
ingi Icesave-reikninga Landsbank-
ans yfir í breskt dótturfélag.
Var inntakið í vörn Andra að það
hefði hvorki verið í verkahring Geirs
að beita sér fyrir flutningnum né
hefði hann haft ástæðu til þess að vé-
fengja störf eftirlitsaðila í þessu efni.
Snýst aðeins um flutninginn
„Ákæran lýtur ekki að því að til
dæmis að ... lækka innistæður á um-
ræddum reikningum heldur ein-
göngu að flutningi yfir í dótturfélög,“
sagði Andri og færði rök fyrir því að
miða ætti við tímabilið frá júlí 2008 og
þar til bankarnir féllu hvað þennan
ákærulið varðar, en ekki tímabilið frá
febrúar og fram í október 2008, líkt
og miðað er við í ákærunni.
Andri nefndi því næst hvernig
fjöldi vitna hefði fyrir Landsdómi
staðfest að litið hefði verið á inn-
lánasöfnun bankanna sem jákvætt
skref til að tryggja fjármögnun, í
þessu tilviki með söfnun innlána inn á
erlenda Icesave-netreikninga.
Hinn 25. mars 2008 hefði Seðla-
banki Íslands ákveðið að afnema
bindiskyldu vegna þessara innlána.
„Þetta var ákvörðun bankaráðs
Seðlabanka Íslands sem ákærði kom
hvergi nærri eða vissi af ... Það er
ljóst að þessi ákvörðun var hvorki
borin undir ákærða né var honum
kunnugt um hana,“ sagði Andri.
Hann rakti síðan hvernig Fjár-
málaeftirlitið og Seðlabanki Íslands
hefðu talið þessa innlánasöfnun af
hinu góða og talið eðlilegt að Lands-
bankinn hefði forgöngu um viðræður
við bresk yfirvöld vorið 2008 um
flutning reikninganna yfir í breskt
dótturfélag. Á þessum tíma hefði ekki
verið tilefni til þess að ætla að Geir
hefði „haft forsendur til að taka fram
fyrir hendur á eftirlitsaðilum“.
Óraunhæfar kröfur á Geir
Tók Andri þar með undir það sjón-
armið margra vitna að það hefði verið
í verkahring FME og Seðlabanka Ís-
lands að hafa eftirlit með Icesave en
ekki forsætisráðherrans.
„Það verður að hafna því al-
gjörlega að það hafi verið á nokkurn
hátt raunhæft, eðlilegt eða komið til
álita að hinn ákærði yrði í forystu-
sveit Landsbankans í viðræðum við
bresk yfirvöld eins og ráða má af
málatilbúnaði ákæruvaldsins. Það
gerist auðvitað aldrei þannig.“
Framan af ári 2008 hafi ákærði
ekki haft tilefni til þess að ætla að
Landsbankinn ynni ekki að flutn-
ingnum yfir í breskt dótturfélag af
heilindum, né að eftirlitsaðilar ynnu
ekki að málinu sem skyldi.
Komið hefði fram á fundi samráðs-
hóps stjórnvalda um fjármála-
stöðugleika 27. júlí 2008 að forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, þ.e. Jónas Fr.
Jónsson, hefði upplýst að stjórnendur
Landsbankans væru að fara til Lund-
úna til viðræðna við breska fjármála-
eftirlitið. Framan af sumri hefði
breska fjármálaeftirlitið ekki viljað
fara dótturfélagaleiðina heldur viljað
semja við Landsbankann um lausa-
fjárstýringu samkvæmt breskum
reglum. „Síðan verður viðhorfsbreyt-
ing hjá breskum yfirvöldum í júní
2008. Í byrjun júní snúast hlutverkin
við. Þá fer breska fjármálaeftirlitið
sjálft að leggja áherslu á það að þetta
verði flutt yfir í dótturfélag,“ sagði
Andri.
Ákæruliður 1.5 kveður á um að
Geir hafi ekki „leitað leiða til að
stuðla að framgangi [flutningsins]
með virkri aðkomu ríkisvaldsins“.
Andri leitaðist við að hrekja þenn-
an lið með því að benda á þann skiln-
ing sem æðstu embættismenn lögðu í
framgang málsins. Máli sínu til
stuðnings vísaði hann til bókunar
Bolla Þórs Bollasonar, fyrrverandi
ráðuneytisstjóra í fjármála-
ráðuneytinu, um málið á fundi sam-
ráðshópsins. Niðurstaðan hefði verið
sú að bankarnir ættu forgöngu um að
eiga þessar viðræður en að ráðherrar
kæmu að því á síðari stigum.
Var í höndum FME og SÍ
„Á þessu stigi er ekki á nokkurn
hátt gert ráð fyrir að aðkoma hins
ákærða sé nauðsynleg ... Það er alveg
ljóst að í samráðshópnum er litið svo
á að það eru Fjármálaeftirlitið og
Seðlabanki Íslands sem eiga að fylgja
þessu eftir,“ sagði Andri og átti við
flutning reikninganna.
„Þetta mál var til umfjöllunar á
hverjum einasta fundi [samráðshóps-
ins] í júlí ... Menn voru ekki að spara
fundina í júlí til þess að taka þetta
mál til úrvinnslu ... Á fundi samráðs-
hópsins 22. júlí kemur það upp og
kannski í fyrsta sinn ... að Lands-
bankinn sé orðinn mótdrægur því að
flytja þetta yfir í dótturfélög,“ sagði
Andri og vék að umsögnum viðkom-
andi embættismanna um farveg
málsins um sumarið 2008.
„Þarna er komið í lok júlí og það er
Flutningur Icesave
í höndum annarra
Verjandi Geirs H. Haarde vísaði til verkaskiptingar
Telur tjónskröfu ákæruvaldsins illa skilgreinda
Kveðjustund „Þakka ykkur fyrir samsetuna,“
sagði Geir H. Haarde og brosti til Sigríðar J. Frið-
jónsdóttur saksóknara og Helga Magnúsar Gunn-
arssonar varasaksóknara við lok réttarhaldanna.