Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 afstaða æðstu embættismanna að að- koma ráðherra að málum væri hvorki nauðsynleg né æskileg ... Það er því ljóst að forystumenn Landsbankans og Fjármálaeftirlitsins töldu að málið væri í eðlilegum farvegi,“ sagði Andri og tiltók hvernig málið hefði komist á nýtt stig þegar breska fjármálaeftir- litið hefði frá og með 15. ágúst 2008 farið að gera kröfu um flutning eigna Landsbankans yfir til Bretlands til móts við söfnun innlána á Icesave- reikninga. Rakti Andri svo ýmsa meinbugi á þeirri kröfu, svo sem þá að „samn- ingsákvæði í lánasamningum Lands- bankans [hefðu] leitt til þess að lán til bankans yrðu gjaldfelld“. Varasamt að flytja í skyndi Með öðrum orðum: Skyndilegur flutningur eigna Landsbankans til Bretlands til að liðka fyrir flutningi Icesave yfir í breskt dótturfélag hefði getað ógnað rekstri bankans. „Því má segja að þessi krafa breska fjármálaeftirlitsins hefði bú- ið til það sem hún átti að fyrir- byggja,“ sagði Andri og átti með því við að bankinn hefði hrunið. „Ekkert af þessu var auðvelt að afgreiða ... eða hægt að klára með því að ýta á takka eins og ráða mætti af málatilbúnaði ákæruvaldsins,“ sagði Andri og sagði fund Björgvins G. Sigurðssonar, þáverandi við- skiptaráðherra, með Alistair Dar- ling, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, vegna Icesave í sept- ember 2008 hljóta að teljast dæmi um það virka inngrip sem fullyrt væri í ákærunni að skort hefði. „Slík aðgerð hlýtur að teljast virk innan gæsalappa ef ráðherra hefur flogið til Bretlands til fundar við annan ráðherra ... Það hlýtur að teljast virk aðgerð í þeim skilningi,“ sagði Andri og vísaði ákærunni á bug. „Í þessum ákærulið líkt og fleirum er það illa skil- greint af hálfu ákæruvaldsins hvernig þessi ákæruliður tengist þeirri stór- felldu hættu sem átti að vofa yfir ríkis- sjóði .... Ég vil ... benda á að tjóns- forsendur að þessu leyti eru ekki afmarkaðar eða tilgreindar af hálfu ákæruvaldsins,“ sagði Andri og vék að túlkun ákæruvaldsins á ríkisábyrgð á Icesave. „Það er ekki hægt að halda því fram af hálfu ákæruvaldsins að tjónsáhætta felist í þessum lið ... nema að samhliða að halda því fram að ríkið beri ábyrgð á tryggingasjóðnum eða greiðslum úr honum ... Þetta er í beinni andstöðu við það sem ríkið teflir fram á móti EFTA- dómstólnum,“ sagði Andri og tiltók í frekari rökstuðningi hvernig fjárhagur tryggingasjóðs hefði verið aðskilinn fjárhag ríkissjóðs. „Árið 2008 gátu menn ekki ráðgert annað en að það væri ekki fjárhagsleg ábyrgð ríkis á innistæðutryggingum.“ Morgunblaðið/Kristinn Geir H. Haarde gaf blaðamönnum kost á að heyra stutta yfirlýsingu þegar réttarhöldunum fyrir Landsdómi lauk klukkan rétt ríf- lega hálfþrjú síðdegis í gær. Orðrétt sagði Geir, sem talaði blaðalaust: „Það sem ég vil segja núna er það að ég er mjög feginn að þessum þætti málsins er lokið. Og ég er þakklátur mínum verj- anda og hans fólki fyrir þeirra framgang í þessum málaferlum. Nú tekur dómstóllinn málið í sín- ar hendur og leggur mat á hvort að ég hafi framið refsiverð afbrot í mínum störfum. Það er það sem þetta mál snýst um og ekkert annað. Ég treysti þessum dóm- stóli fyllilega til þess að ráða fram úr því. En ég vil jafnframt skora á alla – og þá ekki síst ykkur fjölmiðla- mennina – að gefa dómstólnum frið til að vinna sín störf. Ég tel að þetta ferli sem hefur átt sér stað hér í Þjóðmenningarhúsinu hafi verið mjög lærdómsríkt. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með vitnaleiðslunum og málflutn- máls alveg ókvíðinn Ég er sak- laus af þessum ákæruliðum öll- um saman og ég er bjartsýnn hvað varðar niðurstöðu dómsins. Ég mun svo hitta ykkur öll þegar að dómurinn verður upp kveðinn og kannski tala þá við ykkur í lengra máli.“ ingi sækjanda og verjanda. En ég geri ráð fyrir því að ýmsir sem að stóðu að þessum ákærum og þessum réttarhöldum hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með margt af því sem hér hefur kom- ið fram. Og ég mun bíða úrslita þessa Yfirlýsing Geirs HINN ÁKÆRÐI VILL AÐ DÓMURINN FÁI FRIÐ Ekki meira í bili! Geir af ekki kost á spurningum eftir yfirlýsingu sína. DÓMSORÐ Pétur Blöndal pebl@mbl.is „Góðan daginn. Þeim fer nú að fækka þessum skiptum þar sem ég held þessa þrusuræðu mína,“ segir Jónas Marteinsson dómvörður sposkur á svip síðasta daginn fyrir Landsdómi – í bili. „Á ekki að klappa fyrir mann- inum?“ spyr sessunautur blaðamanns. Þingmenn ákærendur Það er athyglisvert fyrir leikmann að hlýða á það sem fram kemur í and- svörum saksóknara Alþingis: „... það er sérstakur dómstóll sem dæmir um þetta og málsmeðferð öll er með öðru sniði en í sakamálum al- mennt. Það eru þingmenn sem eru ákærendur í þessum málum og það hefur verið rökstutt þannig að það er um að ræða brot ráðherra við pólitísk- ar embættisfærslur þeirra. Um það snúast þessi brot. Það séu því þeir sem vinna á þessum vettvangi, þ.e. þingmennirnir, sem séu best til þess bærir að meta hvort brot hafi verið framin.“ „Heldurðu að þú skreytir þetta ekki með smástöku?“ segir Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra, elskulega þegar hún sér blaðamann. Í því berst frétt í tölvupósti, þar sem Michael Stothard á Financial Times segir Íslendinga hafa orðið fyrir von- brigðum með réttarhöldin. Víst er um það, en spurningin er hvort það sé endilega á þeim forsendum sem hann lýsir. „Réttarhöldunum... var ætlað að gefa hinum venjulega Íslendingi tækifæri til að heyra sannleikann um hrun bankanna, gjaldmiðilsins og stórs hluta hagkerfisins,“ skrifar hann og byggir það á samtölum við álitsgjafa á borð við þingmanninn geðþekka Þór Saari og Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem „viðurkenndi að nokkur sjálfsrétt- læting væri í gangi“. Eins og það hafi þurft að toga það upp úr honum. Ekki sannleiksnefnd En það er grundvallarmisskiln- ingur hjá Stothard að líkja rétt- arhöldum yfir einum manni, og sak- arefnum sem taka með óljósum hætti á mjög afmörkuðum þáttum á tak- mörkuðu tímabili, við sannleiksrétt- arhöld í Suður-Afríku. Það voru ekki réttarhöld yfir einum manni heldur var allt undir. Það segir sína sögu að fyrir sann- leiksnefndinni fór erkibiskupinn Des- mond Tutu og nefndin var þver- pólitísk, en hér heima vita allir hvernig málum var skipað á Alþingi Íslendinga. Það skiptir máli hvar ræt- urnar liggja að réttarhöldunum. Upp- skeran er eftir því. Ef til vill var stóra klúðrið að vitna- leiðslur fyrir rannsóknarnefnd Al- þingis fóru ekki fram fyrir opnum tjöldum. En réttarhöldin í Þjóðmenn- ingarhúsinu eru allt annars eðlis. Það hefur verið upplýsandi að sitja þau, al- mennt hefur fólk tekið hlutverk sitt al- varlega, þó nú væri. Og maður fær ekki varist þeirri hugsun, hvort það hefði ekki holl áhrif á umræður á Al- þingi ef ræðumenn þar væru eið- svarnir sannleikanum. Geir gekk rakleiðis til saksóknara Alþingis eftir að dómþingi var slitið, tók í höndina á henni og sagði bros- andi: „Við spyrjum að leikslokum.“ „Við spyrjum að leikslokum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.