Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 33

Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 Það orkar margt tví- mælis sem gert hefur verið eftir bankahrunið árið 2008. Í viðleitni sinni til að afneita þeirri staðreynd að fjármálafyrirtæki, al- veg eins og önnur fyr- irtæki, geta orðið, og urðu, gjaldþrota hafa stjórnvöld ítrekað teflt fram áætlunum sem miða að því að gera til- tekna hópa í þjóðfélaginu skaðlausa vegna hrunsins. Stjórnvöld hafa þannig látið undan kröfum skuldara um sérstakar aðgerðir um niðurfell- ingu skulda. Þá hafa stjórnvöld með lagasetningu og ákvörðun FME stofnað ný fjármálafyrirtæki á grunni þeirra sem í raun urðu gjald- þrota. Skuldir og eignir við- skiptavina hinna gjaldþrota fjár- málafyrirtækja voru með einni ákvörðun flutt yfir í ný fjármála- fyrirtæki. Allt hefur þetta litið út fyrir að ganga snurðulaust fyr- ir sig og hefur líklega gert það að mörgu leyti. Skuldarar af ýmsum toga hafa feng- ið niðurfelldar skuldir, stórar og smáar, og hinn hefðbundni við- skiptavinur bankanna hefur ekki átt í vand- ræðum sem nokkru nemur í daglegum bankaviðskiptum. Það vill hins vegar gjarnan gleym- ast að með aðgerðum stjórnvalda í þessum efnum hefur mörgum grundvallarreglum t.d. kröfuréttar verið vikið til hliðar og nokkurt ójafnræði verið skapað meðal þegna þessa lands. Eitt dæmi skal nú rakið hér og varðar umbjóðanda minn sem var meðal viðskiptavina Spron. Viðskiptavinir Srpon voru löngum taldir meðal ánægðustu við- skiptavina fjármálafyrirtækja, ef marka má auglýsingar sparisjóð- anna. Gengistryggt lán greitt upp Viðskiptavinur Spron til margra ára tók hjá sjóðnum gengistryggt lán til íbúðakaupa. Hann ákvað að greiða lánið upp í nóvember 2008 eftir verulega hækkun höfuðstóls. Á þeim tíma starfaði Spron með sér- stakri undanþágu FME frá starfs- leyfisskilyrðum laga um fjármála- fyrirtæki en það var ekki opinbert á þessum tíma. Spron var skipuð skilanefnd í mars 2009 og tekið til slitameðferðar í júní sama ár. Í dag eru maðurinn og slitastjórn Spron sammála um að lán þetta hafi verið bundið ólögmætri geng- istryggingu. Eins og aðrir í þessu landi fékk maðurinn þó ekki vitn- eskju um það fyrr en 16. júní 2010 þegar dómar Hæstaréttar féllu um bílalánin svokölluðu sem síðar var staðfest að ættu líka við um fast- eignalán. Það liggur því fyrir að maðurinn hefur ofgreitt Spron nokkrar milljónir miðað við end- urútreikning sem gerður er á grund- velli breytinga á vaxtalögum sem al- þingi samþykkti í desember 2010. Ójafnræði Hefði maðurinn tekið þetta ólög- mæta lán hjá einhverjum hinna föllnu banka og greitt það upp í nóv- ember 2008 væri hann nú í dag bú- inn að fá ofgreiðsluna endurgreidda. Viðskiptavinur Spron þarf hins veg- ar að lýsa kröfu gagnvart slitastjórn Spron til þess fá þessa endur- greiðslu. Frestur til að lýsa kröfum rann hins vegar út 22. janúar 2010, löngu áður en Hæstiréttur kvað upp úr um ólögmæti gengislánanna. Maður þessi lét á það reyna á síð- asta ári að koma kröfunni að þrátt fyrir þetta með vísan til m.a. for- dómalausra aðstæðna, löggjafar um endurútreikning og endurgreiðslu og jafnræðis meðal viðskiptavina fjármálastofnana. Slitastjórn hafn- aði kröfunni og í þessari viku var sú ákvörðun staðfest með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Það er umhugsunarefni fyrir lög- gjafann af hverju það voru einungis hagsmunir skuldara annarra fjár- málafyrirtækja en Spron sem voru hafðir að leiðarljósi er vaxtalögum var breytt í desember 2010 um end- urútreikning ólögmætra lána. Eftir Sigríði Ást- hildi Andersen »Hefði lánið verið hjá einhverjum hinna föllnu banka og greitt upp í nóvember 2009 væri búið að endur- greiða ofgreiðsluna. Sigríður Ásthildur Andersen Höfundur er héraðsdómslögmaður hjá LEX. Ánægðustu viðskiptavinirnir Stefna Framsókn- arflokksins í sjávar- útvegsmálum er skýr. Við höfum lagt þá stefnu fram á Al- þingi þar sem henni var vel tekið af ýms- um stjórnmálamönn- um úr ólíkum flokk- um. Skipta má henni í þrjú meginatriði. Í fyrsta lagi að áfram verði starf- ræktur öflugur sjávarútvegur um allt land, sem skili umtalsverðum arði til þjóðarbúsins. Sá arður verð- ur til vegna útflutningstekna, skatt- tekna og veiðigjalds. Í öðru lagi að áfram verði fiskveiðistjórnunin byggð á vísindalegum grunni. Veiði- leyfum verði að meginstofni út- hlutað sem aflamarki á skip. Mark- miðið sé að byggja upp langtíma hámarksnýtingu einstakra stofna á sjálfbærum grunni. Að lokum verði sett lög og reglur sem tryggi betur nýliðun, taki mið af atvinnulegum byggðasjónarmiðum, ýti undir ný- sköpun og auki enn frekar arðsemi auðlindarinnar. Sátt um kerfið – stjórnarskrá Framsókn leggur mikla áherslu á að ná sem víðtækastri sátt meðal þjóðarinnar um atvinnugreinina. Til að nauðsynleg sátt og stöðugleiki ná- ist þarf að móta skýra stefnu til lengri tíma. Sáttin byggist á að sníða þá agnúa af sem mestar deilur hafa snúist um. Kerfið þarf að búa yfir hvata til að efla nýsköpun og auð- velda þarf aðgengi nýrra aðila að út- gerð. Stöðugleikinn næst annars vegar með samfélagssátt og hins vegar með samningum um nýtingu auðlindarinnar til ákveðins tíma. Jafnframt ítrekum við nauðsyn þess að setja ákvæði í stjórnarskrá til að tryggja sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni sbr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða – en þar stendur: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Úthlutun aflaheimilda – auðlindagjald Framsókn hafnar öllum fyrning- arleiðum og leggur til að stjórnun fiskveiðanna verði blönduð leið. Ann- ars vegar samningsleið á grunni afla- heimildar á skip og hins vegar út- hlutun veiðileyfa sem taki mið af sértækum byggðaaðgerðum, hvatn- ingu til nýsköpunar og til að gera ný- liðun aðgengilegri. Samningaleiðin verði grundvölluð á niðurstöðu sátta- nefndarinnar svokölluðu þar sem nýtingarleyfi verði gefin út til 20-25 ára. Jafnframt verði tryggt að bæði nýir aðilar eigi kost á nýtingarsamn- ingum sem og að þær útgerðir sem standa sig betur en aðrir geti notið þess. Við leggjum til að greinin greiði áfram veiðigjald. Gjaldið verði hóf- legt og tengt afkomu greinarinnar. Á næstu árum má áætla að nýting nátt- úruauðlinda skili umtalsverðri arð- semi. Mikilvægt er að tryggja að auðlindagjaldið skili sér þangað sem til er ætlast. Framsókn leggst því gegn því að auðlindagjaldið verði ný og aukin skattheimta af landsbyggð- inni. Gjaldið renni að hluta til ný- sköpunar, rannsókna og markaðs- stuðnings innan greinarinnar sjálfrar. Hluti renni til þess land- svæðis þar sem verðmætin verða til, t.d. til atvinnuþróunarfélaga innan viðkomandi svæðis eða landshluta og hluti í ríkissjóð. Sjálfbær nýting – nýsköpun Sjávarauðlindin er í senn gjöful en takmörkuð. Því er mikilvægt að hlúa að nýsköpun bæði nýtingu nýrra teg- unda, rækt og eldi eins og kræk- lingarækt og fiskeldi. Við viljum hvetja til nýtingar á öllu hráefni sjáv- ar til að skapa verðmæti og auka arð- semi einnig því sem í dag er illa eða ekki nýtt. Á liðnum árum hefur okkur gengið vel að byggja upp ýmsa stofna. Mik- ilvægt er að nýta auðlindina sem skynsamlegast og byggja á grunni vísindalegrar þekkingar og sjálf- bærni lífríkisins. Stefnt skal að því að setja fram langtíma nýtingarstefnu um alla stofna sem miðist við að byggja þá upp til að þola hámarks- nýtingu til langtíma. Bæði yrði um að tala svokallaðar aflareglur en einnig heildarveiðikvóta á einstakar teg- undir. Sjávarútvegur er grunn- atvinnugrein þjóðarinnar og Fram- sókn leggur áherslu á að sjávar- útvegur er ekki bara veiðar heldur hátæknivæddur matvælaiðnaður sem byggist á öflugri og þróaðri vinnslu og markaðssetningu. Hluti af þeirri markaðssetningu er nauðsyn- leg gæða- og umhverfisvottun. Til að tryggja áframhaldandi forystu Ís- lendinga á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda hafsins verði sjónum í vax- andi mæli beint að umhverfislegum þáttum og augljósu samspili nýt- ingar hinna ýmsu tegunda hafsins. Eitt mikilvægasta verkefni stjórn- málanna er að ná sem flestum saman um skynsamlegt og þjóðhagslega hagkvæmt fiskveiðistjórnunarkerfi sem skili þjóðinni hagsæld til lengri tíma. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson og Gunnar Braga Sveinsson »Eitt mikilvægasta verkefnið er að ná sátt um skynsamlegt og þjóðhagslega hag- kvæmt fiskveiðistjórn- unarkerfi sem skili þjóðinni hagsæld. Gunnar Bragi Sveinsson Höfundar eru alþingismenn Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson Sjávarútvegsstefna Framsóknarflokksins Strandlabb Þó snjóað hafi í gær á suðvesturhorni landsins þá var veðrið fagurt og margir brugðu undir sig betri fætinum til að njóta blíðunnar. Þessi kona viðraði hund sinn á Norðurströndinni. Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.